Morgunblaðið - 25.09.1953, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag:
Vestan stinningskaldi með
hvössum skúrum.
217. tbl. — Föstudagur 25. september 1953.
Ákveðið að leysa Bæjarút- Um 200 manns sóffu kynning
gerð Vestniannaeyja upp
Annar togaranna setdur til
Hafnarfjarðar — nýtt félag
stofnað utan um hinn
VESTMANNAEYJUM, 24. sept. — Á fundi bæjarstjórnar, sem
Ititldinn var í gær, var samþykkt að selja til Hafnarfjarðar annan
togara Bæjarútgerðarinnar, Elliðaey, og er söluverðið 5,5 millj.
króna.
Frægur djassmaður
í Reykjavík
ALLA TÍÐ
SLÆMUR FJÁRHAGUR
Eins og áður hefur 'verið skýrt
■frá hér í blaðinu, hefur fjárhagur
Bæjarútgerðar Vestmannaeyja
alla tíð verið mjög slæmur. Hefir
hinn slæmi fjárhagur þrengt svo
að fjárhag bæjarins, að þeirri
skoðun hefur stöðugt vaxið fylgi
Shnan bæjarstjórnarinnar og
meðal bæjarbúa að losa beri
Bæjarútgerðina úr tengslum við
bæjarsjóðinn.
REYNT AÐ SELJA
INNAN BÆJAR
Með hliðsjón af þessu hafa á
•undanförnum mánuðum farið
fram umleitanir fyrir forgöngu
bæjarstjórnar, um það að reyna
að selja togara Bæjarútgerðar-
jnnar til einstaklinga eða félaga-
samtaka hér í bænum. Þessar til-
raunir hafa hingað til orðið ár-
angurslausar.
Var þá horfið að því ráði að
reyna sölu utanbæjar með þeim
árangri að samþykkt var í gær
í bæjarstjórn að selja Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar togarann
Elliðaey VE 10, fyrir 5,5 millj.
króna. Fiskvinnslustöðvunum í
bænum er þó gefinn kostur á að
ganga inn í þennan sölusamning,
til 1. október næstkomandi.
NÝTT ÚTGERÐARFÉLAG
Einnig var á þessum bæjar-
stjórnarfundi samþykkt tillaga
um það að bæjarstjórn hafi um
það forgöngu að mynda hluta-
félag um útgerð hins togara Bæj-
arútgerðarinnar, Vilborgu Herj-
ólfsdóttur, og á þann hátt að
leysa Bæjarútgerðina algjörlega
úr tengslum fjárhagslega við
bæjarsjóð.
HELGI BEN. OG KOMMAR
Þeir sem standa að tillögunni
um sölu á Elliðaey eru bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
fjórir, þjóðvarnarmaðurinn
Hrólfur Ingólfsson og Framsókn-
armaðurinn Þorsteinn Þ. Víg-
lundsson. Á móti voru kommún-
istar og Framsóknarmaðurinn
Helgi Benediktsson.
línvur vestur-íslenzkur
r
bóndi heimsækir Island
Hefur kynnf sér brezkan iandbúnað í sumar
UNGUR vestur-íslenzkur stórbóndi, Hermann Arason að nafni,
kom hingað í snögga heimsókn í síðustu viku og fór aftur utan s.l.
miðvikudag. Hermann býr í Argyle-byggð í Manitoba í Kanada,
•og hefur hann verið í Englandi síðan í apríl, en þangað var honum
feoðið ásamt öðrum kanadískum bónda til þess að kynna sér land-
búnað þar í landi. Hann notaði tækifærið meðan hann var hérna
xnegin Atlantshafsins til þess að líta ættland sitt augum.
ÆTTAÐUR UR SUÐUR-
ÞINGEYJARSÝSLU
Hermann er ættaður úr Reykja
dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Afi
hans, Skafti Arason, var einn af
íimm íslenzkum landnámsmönn-
i*m í Argyle-byggð og sömuleiðis
afa-bróðir hans, Friðbjörn Frið-
riksson, sem nú lifir einn frum-
byggjanna, 94 ára að aldri.
UNDRAÐIST HVE AFKOMA
BÆNDA VIRTIST GÓÐ
Meðan Hermann dvaldist hér
íerðaðist hann eins mikið um
landið og hann frekast gat. Fór
meðal annars norður í Þingeyj-
arsýslu. Búskapur hér er að sjálf-
sögðu frábrugðinn því, sem hann
á að venjast, og undravert þótti
honum hve afkoma bænda hér
virtist góð þrátt fyrir erfið skil-
yrði. Fegurð landsins fannst hon-
um tilkomumikil og sérstæð, þótt
hann saknaði skóganna. Sjálfur
stundar Hermann nautgripa-
xækt og ræktar ýmsar kornteg-
HERNES — 16 ára gömul stúlka
sigraði í skotkeppni í Noregi nú
nýlega. Keppti þar fjöldi kvenna
■og karla, en stúlkan hlaut 13
stigum meira en fyrsti karlmað-
urinn. Hún hefur áður unnið
ycrðiaun fyrir skotfimi.
undir svo sem hveiti, bygg og
hafra, en enga sauðkindina hefir
hann.
Hermann fór héðan aftur til
Englands, en þegar hann kemur
heim í október mun hann flytja
fyrirlestra um enskan landbúnað
fyrir stéttarbræður sína.
arkvöld Hausfsýningarinnar
Sýnlngin opin til mánaðaméta
1990 manns hafa þegar sétt hana
UM 200 manns sótti kynningar- og umræðukvöldið í Listamanna-
skálanum í gærkvöldi, sem haldið var á vegum Haustsýningarinnar.
Var máli ræðumannanna vel tekið, enda margt fróðlegt og skemmti-
legt sem þar kom fram um viðhorf til nútímalistar og listar almennt.
Er ástæða til að þakka þeim, sem að þessu kynningarkvöldi stóðu
fyrir nýbreytni þá, sem þeir hafa hér komið fram með.
Stan Kenton, hinn frægi hljóm-
sveitarstjóri, á flugafgreiðslu
Flugfélagsins. (Ljósm. Mbl.)
EIN kunnasta djasshljómsveit
Bandaríkjanna og sú stærsta,
hljómsveit Stan Kentons, kom
í snögga heimsókn til Reykja-
víkur 1-gær. Var hún á heimleið
úr hljómleikaför í ýmsum Vestur
Evrópulöndum, með Gullfaxa, en
hér hafði flugvélín nokkurra
stunda viðdvöl á leiðinni vestur
um haf.
Reykvískir hljómsveitarmenn
undir forystu þeirra Svavars
Gests og Kristjáns Kristjánsson
ar tóku á móti hljómsveitinni á
Reykjavíkurflugvelli. Síðan var
haldið að Hótel Borg. Þar lék
hljómsveit Kristjáns nokkur lög
fyrir hljómsveitina en þa:> Hauk-
ur Mortenz og Ellý Vilhjálms-
dóttir sungu með henni. Þá sýndu
glímumenn úr Ármanni glímu og
stúlka í þjóðbúningi gaf hverjum
hljómsveitarmanni og söngvara
hljómsveitar Kentons, June
Christy, minjagrip um heimsókn-
ina til Reykjavíkur.
Stan Kenton lét í Ijós einlægt
þakklæti sitt til hinna ungu
djassleikara og fór viðurkenn-
ingarorðum um hljómsveit KK
og viðtökur þeirra Kristjáns og
Svavars.
Hvað á að gera við
karfðflumar!
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 22.
sept. — Slætti er að verða lokið
hjá flestum bændum, en þeir,
sem haldið hafa áfram til þessa
eiga talsverð hey úti, því að
þurrklaust hefur verið hér síð-
ustu vikurnar. Um heyskapinn
er sömu sögu að segja hér og
annars staðar á landinu. Hann
mun meiri heldur en dæmi eru
til áður.
Kartöfluuppskera er ágæt, en
' garðvinna gengur seint og erfið-
lega sökum votviðra. En hvað
| verður bændum úr öllum þess-
um kartöflum? Þær eru ekki
| seljanlegar eins og stendur;
kaupfélögin hér hafa engar
geymslur og hjá einstaklingum
eru þær svo takmarkaðar að þeir
j geta ekki geymt meira heldur en
þeir sjálfir nota.
— Fréttaritari.
Hermann Arason.
Huefastór steinn
gej>num fram-
rúðuiia
í GÆRKVÖLDI kom leigubíl-
stjórinn á R-348, í ritstjórnar-
skrifstofu blaðsins og sýndi þar
hnefastóran stein, sem farið
hafði af miklu afli gegnum þre-
falda framrúðuna í bíl hans,
austur í Flóa.
Var bíllinn á suðurleið er þetta
gerðist og var einn farþegi í bíln
um og sat hann í framsætinu hjá
bílstjóranum. í Flóanum mætti
hann mjólkurflutningabíl, sem
var á vesturleið. Er bílarnir
voru um það bil að mætast, kom
steinninn af því líku afli gegn
um framrúðuna og hann nam
ekki staðar fyrr en í baki aftur-
sætisins. Hafði steinninn farið
milli mannanna í rúmlega axlar-
hæð. Taldi bílstjórinn að steinn-
inn hefði kastast undan aftur-
hjóli mjólkurbílsins. Hreinasta
mildi var að þarna skyldi ekki
hljótast slys.
Byrjað að grafa
fyrir nýja
meuntaskólanum
HAFIN er vinna við húsgrunn
hins nýja menntaskóla hér í
Reykjavík. Stórvirk jarðýta er
að verki í grunninum, en skól-
inn á að rísa austast í Þórodds-
staðabúðum við Eskihlíð.
Þá er og hafin vinna við ibúð-
arhús rektors skólans, Pálma
Hannessonar. Er þar að verki
sami vinnuflokkur og sömu
vinnuvélar og grófu grunninn
fyrir húsi Jóhanns Hafstein
bankastjóra undir stjórn Svein-
björns Hannessonar.
Tíminn skrifaði mikið um það
er vinnuflokkur þessi var að
vinnu í húsgrunni Jóhanns Haf-
stein. Gaf blaðið í skyn, að Jó-
hann væri að láta Reykjavíkur-
bæ byggja yfir sig, kosta vinnu-
flokkinn og vélar. «
Nú væri fróðlegt að vita hvort
Tíminn muni telja að mennta-
skólarektorinn sé að láta bæjar-
sjóð byggja yfir sig.
RÆDUR OG RÆÐUMENN
Kynningarfundur þessi hófst
kl. 9 og var Svavar Guðnason
kjörinn fundarstjóri.
Fyrstur kom fram Thor Vil-
hjálmsson og las upp ritgerð eft-
ir Jón Stefánsson málara — um
myndlist.
Þá flutti dr. Simon Jóhann
Ágústsson erindi er hann nefndi;
„List og tækni“, mjög greinar-
gott og fróðlegt.
ÁDEILA GUNNLAUGS
Því næst talaði dr. Gunnlaug-
ur Þórðarson um „Viðhorf leik-
mannsins til listar“. Kenndi all-
mikillar ádeilu í erindi hans —
á lágkúrulega listgagnrýni ís-
lendinga og íslenzkra dagblaða,
á smámennsku og þröngsýni al-
mennings í viðhorfi til lista Og
mats á listaverkum. Einnig taldi
hann, að Listasafn ríkisins ætti
að leggja meiri áherzlu á að afla
listaverka eftir hina heimskunnu
meistará frekar en íslenzka mið-
lungsmenn.
-f*|
TÓK SVARI NÚTÍMA- 1
MÁLARA
Síðastur talaði Hörður Ágústs-
son og skýrði sjónarmið hinna
ungu nútíma listmálara. Kvað
hann ósanngjarnt að saka þá um
apakattarhátt Og óþjóðlegheit.
Þeir væru sjálfum sér trúir engu
síður en hinir eldri meistarar,
þó að listsköpun þeirra hefði tek-
ið aðra stefnu. Þeir tjáðu í verk-
um sínum það, sem þeim væri
eiginlegt, sem börn sinna tíma,
sem þjónar listarinnar um alla
tíma. ,
ORÐIÐ STÓÐ FAST!
Orðið var síðan gefið laust em
það reyndist því miður standa
fast í hinum álitlega áhorfenda-
hóp og olli það nokkrum von-
brigðum. — Var fundi slitið utH
11 leytið.
Um 1000 manns hafa þegar
skoðað Haustsýninguna og fS
myndir hafa selzt en alls eru á
sýningunni um 30 olíumálverk Og
20 vatnslitamyndir. Verður hún
opin fram til mánaðamóta.
í ráði er að stofna til ljóð-
skáldakvölds í sambandi við sýn-
inguna I næstu viku og verður
það auglýst nánar síðar.
Ollu sturisfólkl fjúr-
hagsmðs sagt upp
FYRIR nokkrum dögum lagði ríkisstjórnin svo fyrir
við formann fjárhagsráðs, sem nú er dr. Oddur Guð-
jónsson, að öllu starfsfólki ráðsins skyldi sagt upp
frá 1. október n.k. með þriggja mánaða fyrirvara.
Þessi ráðstöfun er í fullu samræmi við það atriði
málefnasamnings stjórnarflokkanna að fjárhagsráð
skuli lagt niður.