Morgunblaðið - 27.09.1953, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. sept. 1953
Frú Regina
Helgadóftir
Minningarorð
B. M, Sæberg, Hafnarfirði
sextu.?ur
HINN 22. sept. s.l. lézt á Landa-
kotsspítala Regina Helgadóttir,
eftir stutta legu. Þótt sjálf sjúkra
húslegan væri ekki löng, átti hún
við mikið heilsuleysi að étríða
síðustu 12 árin. En hún heyrðist
aldrei kvarta, enda naut hún
góðrar aðhlynningar hjá dóttir
sinni og tengdasyni, Ingibjörgu
og Matthíasi Waage.
Regina var fædd hér í Reykja-
vík 30. marz 1879, dóttir Helga
Teitssonar hafnsögumanns og
konu hans Kristínar Vig-
fúsdóttur, eru þau bæði látin.
Hún var því af hinum gamla og
góða stofni Reykvíkinga, —
þeirra er aldrei þekktu svik né
pretti.
Hinn 6. okt. 1899 giftist hún
Vilhjálmi Gíslasyni skipstjóra og
var hjónaband þeirra hið farsæl-
asta. Minnist ég nú margra
ánægjulegra stunda, er ég var
unglingur, á hinu skemmtilega
heimili þeirra. Vilhjálmur var
hinn mesti fjörmaður og gat eng-
Um leiðst í nærveru hans.
Þau hjónin eignuðust 3 mann-
vænlegar dætur, Steinunni gift
Sigurði Waage verksmiðjustjóra,
Kristínu dáin fyrir nokkrum ár-
um, fyrri kona Sigurðar Waage
og Ingibjörg gift Matthíasi
Waage verkstjóra.
Eftir rúma 20 ára sambúð bar
ský fyrir sólu í lífi Regínu, því
áfið 1920 missti hún mann sinn,
sem fórst á kútter „Valtýr“.
Var það þung raun, en þá sann
aðist á henni gamla máltækið:
„Góð börn eru gulli betri“. Elsku
legar dætur hennar urðu nú stoð
hennar og stytta allt til æfiloka.
Enn átti hún eftir að reyna
þunga raun, er hún missti dóttur
sína, Kristínu Waage, í blóma lífs
ins, hina ágætustu konu. Þessa
þungu raun bar hún með mikilli
skapfestu og hetjuskap.
Regina var glæsileg kona svo
af bar, frændrækin og vinaföst.
Hún var mjög trúuð kona og
sannfærð um annað líf og sam-
fundi vina að loknu æfistarfi hér.
Henni er nú þökkuð samveran
af ástvinum öllum og minningin
um göfuga konu geymist í hug-
um þeirra.
Við frændur hennar kveðjum
hana með söknuði og virðingu.
Hin síðustu árin er hún lifði
voru oft erfið vegna veikindanna,
svo ég hygg að hún hafi nú verið
•hvíldinni fegin og því eigi við að
lokum eftirfarandi ljóðlínur þjóð
skáidsins Þorsteins Erlingssonar:
„Og nú fór sól að hálgast æginn,
'og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvern
daginn
,,:með eilífð glaða kringum þig.“
E. Ó. P.
dun.
r.ILLU-
kjarnadrykkjar-
Bezti og ódýrasti
gosdrykkurinn.
H.f. Enfagerð Reykjavíkur.
1 STÖÐUGU annríki vinnudags,
sem oftast verður að bæta við
nokkrum næturtímum, rennur
upp sá dagur að B. ,M. Sæberg
verður sextugur. Og þó að honum
e. t. v. finnist það aðeins tíma-
; töf að staldra ögn við þennan dag,
I þá munu kunningjar hans og vin-
; ir, ásamt vinsældum hans í hví-
vetna, verða orsök þess, að hið
! daglega strit verður að víkja fyr-
ir því sem er samfara slíkum
hátíðisdögum.
Sæberg er Hafnfirðingur.
Fæddur að Hvaleyri við Hafn-
arfjörð 28. sept. 1893. Hann fór
snemma úr heimahúsum, og eins
og þá var venja dugandi ung-
menna, var sjómennska fyrsta
takmarkið, og eftir að hafa öðl-
ast réttindi til vélavörzlu stund-
aði hann sjóinn nokkur ár.
Þegar bifreiðar voru fyrst
teknar í notkun hér, voru fyrstu
skipulagsbundnu ferðirnar milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Þar byrjaði Sæberg hið raunveru
lega lífsstarf sitt, og er hann einn
með þeim fyrstu, sem lagði út í
þeirra tíma stórræði að festa
kaup á bifreið, og hóf akstur
milli Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur. Aðstaðan var önnur þá en
nú, ekkert stöðvarpláss, en far-
þegar mættu á bílastæðinu á
fyrirfram umsömdum tíma. Marg
ir munu minnast þess er Sæberg
stóð við bifreið sína við Hótel
ísland, gamla, og í vetrarkuldum
var þetta oft og tíðum ekkert
sældarbrauð.
Áður en langt um leið hafði
Sæberg eignast fleiri bifreiðir,
og kom nú að því, að hann ásamt
nokkrum öðrum Hafnfirðingum,
setti á stofn bifreiðastöð bæði í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Eftir nokkur ár kom Sæberg
sér fyrir með bifreiðaafgreiðslu
við Lækjartorg hér í bæ, og aðra
í Hafnarfirði, aðeins með eigin
bifreiðum, enda var þeim farið
að fjölga, og var nú farið að fara
áætlunarferðir í ýmsar áttir,
ásamt öðrum akstri hér í bæ og
víðar. Eftir að bifreiðar fóru að
verða algengari, og jafnvel nauð-
synlegar í hverju kauptúni, gerði
Sæberg þá breytingu að flytja
starfrækslu sína algjörlega til
Hafnarfjarðar, og hefur hann nú
bifreiðaafgreiðslu sína, sem nefn
ist Bifreiðastöð Hafnarfjarðar í
eigin húsakynnum við aðalgötu
bæjarins, og á hún þar miklum
vinsældum að fagna.
Sæberg er ávallt reiðubúinn til
þess að leggja góðum málstað lið,
hvort heldur félög eða einstakl-
ingar eiga í hlut, og fáir munu
vera viðbragðsfljótari en þau
Sæbergshjón með að hlaupa und
ir bagga þar sem þess hefur ver-
ið þörf, sömuleiðis hefur Sæberg
ávallt fylgzt vel með þróun
stjórnmála vorra, ekki sízt þar
sem Hafnarfjörður á í hlut, og
hefur framkoma hans jafnan
bæði í orði og verki borið vott
um hið frjálsa lýðræðislega hug
arfar hans.
Sæberg hefur ávallt haft auga
fyrir hlnni glaðværú hlið lífsins,
og eigi hann þess kost að hrinda
frá sér önnum dagsins er hann
ekki eftirbátur annarra, þegar
um heilbrigt skemmtanalíf er að
ræða, enda var hann einn af stofn
endum skemmtifél. „Frelsi“ sem
margir munu minnast með
ánægju, og um margra ára skeið
formaður þess.
Það mun verða gestkvæmt á
heimili þeirra Sæbergs-hjóna á
morgun, og margar hlýjar kveðj-
ur í þeirra garð, og við sem þekkj
um heimili þeirra, vitum að Jó-
hanna kona hans mun gera sitt
til, að dagur þessi verði ánægju-
legur bæði fyrir afmælisbarnið,
og gesti þá, se mað garði bera.
Lifðu heil log lengi.
Bergur Jónsson.
Frá cpagnfræðaskólum
Reykjavíkur
(Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar, Gagnfræðaskóla verknáms, Gagnfræðaskólan-
um við Hringbraut, Gagnfræðaskólanum við Lindar-
götu, Gagnfræðadeild Laugarnesskóla og Gagnfræða-
deild Miðbæjarskóla).
Nemendur komi í skólana sem hér segir:
Fimmtudag 1. okt.
4. bekkir kl. 10 f. h.
3. bekkir kl. 3 e. h.
Föstudag 2. okt.
2. bekkir kl. 10 f. h.
1. bekkir kl. 2 e. h.
Ef einhverjir nemendur geta ekki komið á þessum
tíma, þurfa forráðamenn að tilkynna forföll.
Nemendur Gagnfræðaskóla verknáms komi í kvik-
myndasal Austurbæjarbarnaskóla.
Skólastjórar.
A K R A N E S
A K R A N E S
*
DANSLEIKIR
í Hótel Akranes.
Eftirmiðdagsdansleikur klukkan 3—5.
Einnig dansað um kvöldið frá kl. 9.
Söngvari ársins Ragnar Bjarnason.
Hljómsveit Þórarins Óskarssonar.
<s>-
KRAGINN
Dún mjúkur, klæðir vel, end-
ist lengi.
RENNILÁSINN
N Ý U N G — opnast frá
báðum endum.
VASARNIR
Hliðarvasarnir tvíhólfaðir.
FÓÐRIÐ
Lauflétt, silkihált og hlítt.
VDNNQJIFAHACŒÍR© 0SD.ANDS *%
<-- iARKGS Lftre Ed Dudri
1) — Palli, farðu úr skónum. j 3) — Þú manst líklegast eftir exi í hægri fót þinn. Og að það leg sönnun þess, að þú hefir á
Ég ætla nú að sanna, að þú ert þeim degi, þegar þú hjóst með er stórt ör á honum? röngu að standa. Eins og þú sérð,
Páll Sigurðsson. I l 4) — Þetta ætti að vera nægi-! er ekkert ör á hægra fætinum.