Morgunblaðið - 27.09.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1953, Blaðsíða 16
Veðurúflii í dag: Suðaustan stinningskaldi. Skúrir. 219. tbl. — Sunnudagur 27. september 1953. Reykjðvfkiirbréf er á tols. 9. .67 ' Skuld „vinstrS stjórnarinnar1 Eyjum við opinbera starfsmenn Einsfæðar blekkingar „Þjóðr viljares66 og „Tímans46 I gær ,f*JÓÐVILJINN“ og Tíminn reyna í gær að afsaka hina taumlausu óstjórn „vinstri stjórnarinnar“ í Vestmannaeyj- um. Sérstaklega reyna þessi blöð að breiða yfir það hneyksli, eð bæjarsjóður skuldar stárfsmönnum bæjarins og verka- ánönnum hans stórfé í ógreiddum vinnulaunum. Segir Tím- iun, að skuld bæjarins við þessa aðilja, nemi ekki nema „um 16 þúsund krónum í vinnulaunum“. „Þjóðviljinn“ segir hins vegar, að verkamenn í Eyjum eigi inni laun hjá bænum, en sú upphæð sé „innan við 20 þús. krónur“ !! SKULDA 194 ÞUS. KR. Mbl. hef ir að þessu tilefni snú- ið sér til stjórnar starfsmanna- félags bæjarstarfsmanan í Vest- fnannaeyjum, og leitað upplýs- inga um sannleikann í þessu máli. Hann er sá, að bærinn skuldar nú starfsmönnum sín- um, öðrum en verkamönnum, kr. 194,085,85 í ógreiddum vinnulaunum. Hafa þó öll út- svör starfsmannanna fyrir ár- ið 1953 verið innheimt hjá þeim. Enn er þess að geta, að bæjarsiarfsmenn hafa greitt útsvör fyrir ýmsa aðra bæjar- búa til þess að fá eitthvað upp í laun sín hjá bænum. Um kaupgreiðslur til verka manna sem hjá Vestmanna- eyjakaupstað vinna, er það það segja, að þeir áttu fyrir skömmu inni þriggja mánaða laun hjá bænum. En þá skarst verkalýðsfélagið í leikinn fyr ir þeirra hönd, og fengu þeir þá leiðréttingu mála sinna. I dag skuldar bærinn hins veg- ar verkamönnum sínum laun fyrir síðastliðnar þrjár vikur. Nemur sú skuld þúsundum króna. Skuldir vinsti stjórnar Vest mannaeyja við starfsmenn og verkamenn bæjarins, nemur því í dag nokkuð á þriðja hundrað þúsund krónum. FYLLSTU SKIL ATVINNU- TÆKJA í BÆNUM Af þessu má marka hversu ó- skammfeilin málflutningur Tím- ans og „Þjóðviljan" er í gær. — Þegar þessi blöð halda því fram, að eiginlega sé bærinn skuldlaus við starfsmenn sína!! Það skal enn tekið fram, að fyrirtæki einstaklinga og félaga- samtaka þeirra í Vestmannaeyj- um hafa eins og vera ber staðið í fyllstu skilum við starfsfólk sitt, enda stendur athafna- og atvinnulíf í Eyjum í blóma. — Þrátt fyrir það hefir „vinstri stjórn“ bæjarfélagsins tekizt að sökkva fiárreiðum hans í botn- lausa óreiðu. Niðurgreíðslufé ætfi að verja tilsmíðikarföflugeymslna Skarnhaugur- Karföfíuinnflutningur nemur 2,6 millj. kr. ism grafinn IIE R í blaðinu hefur öðru hvoru verið rætt um það í sumar að ósæmilegt væri að láta skarnhauginn við veg- inn heim að dælustöð hita- veitunnar í Mosfellssveit standa þar öllu lengur ó- hreyfðan. S. 1. fimmtudag gerðust svo þau tíðindi að jarðýtur og vinnufiokkur hófu að afmá hauginn af yfirborði jarðar. Var unnið rösklega að þessu þarfa verki og var því lokið á föstudag. Það voru forráðamenn Reykjavíkurbæjar og hita- veitunnar, sem að lokum tóku sig fram um þetta. Þess er þó að geta að hvorki bærinn né hitaveitan báru ábyrgð á tilveru margumrædds skarn- haugs. Urðu þessir aðiljar að fá leyfi landeigenda til þess að fjarlægja ósómann. En takmarkinu er náð, haug urinn er grafinn í jörðu og þeim heiður, sem heiður ber fyrir þá þörfu framkvæmd. ÞriSja sýning í KVÖLD hefur Þjóðleikhúsið þriðju sýningu sína á leikriti Cowards, Einkalífi. Inga Þórðar- dóttir og Bryndís Pétursdóttir fara með aðalkvenhlutverkin, en Róbert Arnfinnsson og Einar Pálsson leika á móti þeim. GARÐYRKJUBÆNDUM og öðrum kartöfluframleiðendum er þac$' mikið áhyggjuefni, hvað gert verði af hálfu Grænmetiseinkasölut ríkisíns til að koma í veg fyrir að hin mikla kartöfluuppskera f ár verði hagnýtt að fullu. — Uppskeran hefur aldrei orðið þvílílc sem nú í haust, en kartöflugeymslur erú ekki til nema fyrir mjög lítinn hluta framleiðslunnar. Almennt mún sú skoðun vera ríkj- andi meðai kartöfluframleiðenda, að afnema beri niðurgreiðslur ríkissjóðs á kartöflum, með tilliti til hinnar gífurlegu uppskeru, og verja því fé, sem áætlað var í þessu skyni, til bygginga kart- öflugeymslna, þannig að aðstaða fáist til að hafa innlendar kart- öflur á markaðnum allt árið, en það átti einmitt að vera eitt höfuðmarkmiðið með stofnun Grænmetiseinkasölunnar á sínum tima. , ' KARTÖFLUR FYRIR 2.6 MILLJ. KR. Á þessu ári hefur Grænmetis- einkasalan keypt inn til landsins, kartöflur fyrir tæplega 2.6 millj. króna. — Þar af í júlímánuði fyr- ir 513 þús. kr. og í ágústmánuði fyrir rúmar 217 þús. kr. —- Sem kunnugt er, voru ísl. kartöflur á boðstólum eftir 20. júlí s.l., en vegna hins mikla innflutnmgs á kartöflum, var þeirra ekki þörf. NEITAR AÐ KAUPA AF REYKVÍKINGUM Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, þá neitar forstjóri Grænmetiseinkasólunnar nú að kaupa kartöflur af Reyk- víkingum og fólki úr næsta ná- grenni bæjarins. UM HELMINGUR FRAMLEIÐSLUNNAR Láta mun nærri að framleiðsl- an á þessu svæði sé nær heiming- ur allrar kartöfluframleiðslu landsmanna. Með tilliti til þess, að bændur og aðrir þeir sem ræktat kartöflur úti á landi, hafa betri aðstöðu til að geyma kartöflurB t. d. með því að grafa þær í jörð sem víða er hægt, þá virðist það fjarri öllu lagi hjá forstjóra Grænmetiseinkasölunnar, að beina kartöflukaupunum eingöngu á fjarlægari staði, enda mjög vafa- samt, því vegna varna gegn kart- öfluhnúðormi, er bannað flytja kartöflur frá Suðurlandi til ann- arra landshluta. Mæla því óll rök með því að Grænmetiseinkasalan verði látin kanpa fyrst og fremst framleiðsluna á sýkta svæðinu. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt, að það eru fyrst og fremst smáframleiðendur og þá einkum Reykvíkingar sem hafa lagt mest til heildarframleiðslu landsmanna á kartöflum og án þess að nokkur niðurgreiðsla hafi komið til, frá ríkissjóði, nema að mjög litlu leyti, þ. e. a. s. það, sem Grænmetiseinkasalan hefur ráðstafað til sölu. , Flotaforiiiginn blaðamenn fóru í gær vestur í GÆRMORGUN um kl. 9 kom Mac Cormiek flotaforingi og yf- irmaður flota Atlantshafsbanda- iagsins í Norður-Atlantshafi, flugleiðis til Keflavíkur. í fylgd með honum voru m.a. 16 blaða- rnenn, sem viðstaddir verða her- æfingarnar undan Vestfjörðum. Hingað til Reykjavíkur kom skip flotaforingjans, USS Des Moires, um 22.000 tonna herskip. Fór flotaforinginn um borð í það um hádegið. Flutti Magni for- | ingjann og blaðamennina um borð og annað fylgdarlið, en meðal blaðamannanna var Skúli Skúlason, ritstjóri, er fór sem fulltrúi Blaðamannafélags ís- lands. Eins fór yfirmaður strand- .gæzlunnar, Pétur Sigurðsson, og mun hann verða viðstaddur her- æfingarnar. Strandaður nýsköpunartogari Árni Böðvarsson á Akranesi tók myndir þessar af togaranum Bjarna Ólafssyni, á strandinu við Langasand á Akranesi á föstu daginn. — Myndin hér að neðan af kaðaltrossunni sem fór í skrúfu skipsins og orsakaði strandið. — Hún mun hafa til- heyrt Goðafossi, sem yfirgefa varð Akraneshöfn í skyndi vegna veðurs. ilikil aðsókn ú graphisku sýiv- inpnni í Handíðaskólanum GRAPHISKA sýningin í húsakynnum Handíðaskólans, Grundarstíg 2. hefnr að vonum verið vel sótt og allmargar myndir hafa þegar selzt. Eins og áður hefur verið getið eiga hér myndir margir fremstu lístamenn Evrópu að fornu og nýju, og má segja, að myndirnar sýni allar beztu hliðar graphiskrar tækni. „Grafik" er í stuttu máli fólgin myndir orðið dýrir og fágætir í því, að listamaðurinn grefur gripir engu síður en málverk. myndina á koparplötu, ristir í Nú eru aðeins nokkrir dagar tré eða teiknar á fágaðan sand- eftir af sýningunni, og ættu stein, sem hann síðan litber og menn ekki að láta tækifæri þetta þrykkir á pappír. Eintakafjöld- ganga sér úr greipum. Sýningin inn, sem hann, gerir er oftast er opin frá kl. 1—11 í dag. mjög lítill, og geta því grafiskar Alls veiddust 332 hvalir Á FÖSTUDAGINN lauk hval- | veiðivertíðinni og veiddust alls , 332 hvalir og voru 207 langreyðir ; á móti 224 í fyrra og 312 í hitteð- fyrra. — Veiddir voru 70 sand- reyðir, 25 í fyrra og 2 vertíðina I ’51. Þá veiddust nú 2 hnúðbakar, enginn í fyrra, en 1 í hitteðfyrra. 48 búrhvalir veiddust, aðeins 2 , í fyrra og 13 á vertí.ðinni '51. Alls veiddust í fyrra 265 hvalir og 339 í hitteðfyrra. i í Hvalveiðistöðinni í Hvalfirði og á veiðibátum hennar hafa í sumar unnið milli 125 og 130 manns. Sfrákjölurinn brofnaðt HAFNARFIRÐI. — í austanofs- anum í gær slitnuðu nokkrir bát- ar upp frá bryggjunni hér við | hafnargarðinn. Einn þeirra, Sæ- | unn, slóst upp við garðinn með þeim afleiðingum, að strákjölur- inn brotnaði. Ekki var vitað um meiri skemmdir. Sæunn er um 60 tonn. — Hinum bátunum varð náð áður en þá rak upp í garð- inn. — G.______________ 139 nýstúdentar 139 NÝ-STÚDENTAR hafa inn- ritað sig í Háskólann í haust, en þó þykir sennilegt, að fleirí bæt- ist í hópinn, þótt innritunarfrest- ur sé að vísu útrunninn. — Nýju stúdentarnir hafa innritazt i deild ir, eftir því sem hér segir: Guðfræðideild 4, læknadeild 33, lögfræðideild 18, viðskiptadeilcl 22, íslenzk fræði 7, BA-deild 27, verk- fræðideild 15 og heimspekideild 13. ÚRSLIT leikjanna i ensku deilda keppninni í gær urðu þessi: Aston Villa 4 — Sheff. Utd 0 1 Burnley 1 — Newcastle 2 2 Cardiff 0 — Arsenal 3 2 Charlton 6 — Liverpool 0 1 Huddersfield 2 — Middlesbro 1 1 Manchester C 2 — Portsm. 1 1 Preston 3 — Bolton 1 1 Sheffield W 2 — WBA 3 2 Sunderland 3 — Blackpool 2 1 Tottenham 1 — Manch. Utd 1 x Wolves 8 — Chelsea 1 1 Everton 3 — Derby 2 1 Önnur úrslit í 2. deild: Bury 2 — Doncaster 1 Fulham 3 — Nottingham F 1 Hull 2 — Brentford 0 Leicester 4 — Plymouth 2 Lincoln 2 — Leeds 0 Notts Co 1 — Bristol Rovers 5 Oldham 1 — Blackburn 0 Rotherham 2 — Swansea 1 1 Stoke 1 — Luton 1 West Ham 1 — Birmingham 3 Loffur Gunnarsson I íyrrv. kaupm... láfinn LOFTUR GUNNARSSON, fyrr- verandi kaupmaðúr, andaðist s. 1. föstudag í sjúkrahúsi ísafjarðar, nær 76 ára að aldri. Hann hafði í sumar dvalizt við fiskveiðar norð ur í Aðalvík. Þar veiktist hann fyrir skömmu og var fluttur sjúk- ur til Isafjarðar. Útför hans mun verða gerð hér í Reyk javík. TRÍEST: Rúmenar og Júgó-SIaf- ar hafa gert með sér samning um að skorið skuli á friðsamlegan hátt úr hverju misklíðarefni, sem kann að koma upp cið landamærin. —. Nefnd heggja þjóða: verður skip- uð til að leysa deilumálin umsvifai laust. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.