Morgunblaðið - 24.10.1953, Side 7

Morgunblaðið - 24.10.1953, Side 7
Laugardagur 24. oKt. 1953 MORCUftBLAÐiÐ 7 Kraftaverkin í Sýraká •V hjá grátancli Gnðs móður Ásgrímur Jónsson: Úr Grájirókarhrauni. Merk myndlistarsýning í Listamannaskdlanum LITíti gipsstytta af heilagri Guðs móður, ósköp venjuleg óbrotin stytta hefur breytt bænum Sýrakúsu á austur- strönd Sikileyjar í samkomu- stað rómversk kaþólskra píla- gríma. Þessi litla gipsstytta var gefin ungum brúðhjónum fyrir um það bil sex mánuðum. Er það siður að gefa brúðhjónum styttu af Guðs móður til blessunar hinu nýstofnaða heimili. GIPSSTYTTAN TÁRFELLDI Þetta voru hjónin Janusso. Þau voru bláfátæk og hverfið, sem þau bjuggu í var óhreint, húsin gömul og lágreist. Morguninn 29. ágúst, þegar frú Janusso vaknaði, varð henni litið upp til stytt- unnar, þar sem hún stóð á hillu í svefnherberginu. Hún sá að það runnu tár niður vanga heilagrar Guðs móður. Þannig tárfelldi styttan nokkra daga. Sagan barst út eins og eld- Á NÝLIÐNU sumri lá leið mín norður á fornár slóðir og dvaldi ég þá á Akureyri í tvo daga. Ákvað ég þá, að nú skildi ég leggja leið mína „upp brekkuna“ og líta inn í minn gamla skóia, Menntaskólann á Akureyri, en tnörg ár voru liðin, frá því er ég hafði heimsótt húsakynni skól- ans og enn lengra síðan ég dvaldi þar í hópi skólafélaga minna og kennara. Ailt var þar með líkum brag og fyrr. Um mig fór hlýr straum- ur ljúfra minninga og virðingar, þegar ég gekk um hin gagn- kunnugu húsakynni, sem tók mig mögnuðum tökum, er ég kom „á sal“. Þar er vítt og frítt til veggja í allar áttir. Andrúmsloftið seyð- magnað. ísland talar þar til manns frá öllum veggjum. Mál- verk okkar mestu og beztu mynd Jistamanna skreyta veggina og knýja fram í hugann óteljandi stundir með skólameistara Sig- urði Guðmundssyní, þegar hann vann að því með eldlegum á- huga, að skólinn eignaðist sitt eigið málverkasafn, og að vel yrði til þess vandað. Þessi ágæti skólamaður og uppalandi gerði Sér snemma grein fyrir því, að góð myndlist býr yfir hollum, menntandi og hvetjandi áhriíum, er orka á hina ungu nemendur til dáða, til virðingar á fegurð hfsins, tign landsins í skapandi mætti góðrar listar. Þarna getur að lita valin verk. Þar er hin tignarfagra Baulu- mynd Ásgríms Jónssonar, Klofn- ingur Jóns Stefánssonar, Esja Jóns Þorleiíssonar, Þingvellir Kjarvals, Dettifoss Sveins Þórar- inssonar, sólskinsfögur Þingvalla mynd Kristínar Jónsdóttur, svo að fátt eitt sé nefnt af hinu mynd arlega málverkasafni skólans. Það er dýrmætur fjársjóður hverrar menntastofnunar að geta, innan sinna veggja, beint1 athvgli æskunnar að verkum listamanna vorra. Þeir, sem sliks hafa notið, munu enn betur geta metið þann skerf til þjóðlegrar menningar, er listamenn vorir leggja af mörkum, einkum og sérílagi þegar listamennirnir varðveita og geyma í verkum sinum það, sem þjóðinni er dýr- mætast, lifnaðarhætti hennar og landið sjálft. Og slíkt vegarnesti j munu listamennirnir, sem skreyta sali Menntaskólans á1 Akureyri með myndum sínum,1 hafa gefið mörgum nemandanum, sem þaðan hefur brautskráður Verið. Slíkt gildi hefur málverka safn skólans að geyma. Á Um þessar mundir hefur verið opin málverkasýning Nýja mynd lisíafélagsins í Listamannaskál- anum hér í Reykjavík og hefur sýning þessi að vonum vakið mikla eftirtekt borgarbúa. Er slíkt að vísu ekki að furða, þar sem á sýningu þessari eru saman komnir 6 af okkar ágætu mynd- listarmönnum, með þá Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson í broddi fylkingar. Þessi tvö nöfn ættu að nægja til þess, að enginn Reykvíkingur, er áhuga hefur fyrir myndlist, ætti að láta undir höfuð leggjast að heimsækja sýninguna, og þau tryggja einnig hitt, að þessir „klassisku'* snill- ingar vorir mundu tæplega, ég vil segja aldrei, bindast félags- böndum við aðra en þá myndlist- armenn, er þeir sjálfir telja í fremstu röð og því síður ótil- kvaddir efna til samsýningar með öðrum. Það er því meira en lítið gleði- efni að hafa fengið þessa sýn- ingu núna og á mig hefur hún verkað eins og hressandi blær, er feykir burtu þokukendum, ó- ljósum myndum frá, því miður, allt of mörgum misheppnuðum | málverkasýningum í höfuðstaðn j um á undanförnum árum. Á þess ari sýningu er andrúmsloftið heil j næmt ’og gott. Meðan maður j dvelur á sýningunni finnur mað- ur sterk áhrif frá góðum félags- skap valinkunna manna, sem ekki vilja vamm sitt vita í starfi sínu og þjóna listköllun sinni í gleði og alvöru, kröfurharðir við sjálfa sig í virðingu sinni fyrir viðfangsefnunum. Ásgrímur Jónsson hefur á sýn- ingu þessari 10 myndir, 3 olíu- málverk og 7 vatnslitamyndir. Það fer vel á því, að þessi mesti töframaður allra málara með vatnsliti, skuli velja jafn margar slíkar myndir á sýninguna og raun ber vitni. Og hann svíkur þá heldur ekki neinn. Hvær mvnd in annarri fegurri sýnir landið okkar í margbreytileik þess, og alltaf er leitað hins fagra og góða. Þar sjáum við lognið á Þing vallavatni við Arnarfellið, finn- um vermandi vorþeyinn koma, bræðandi snjó og klaka, lítum tign og litatöfra Hrafnabjarga og undrumst þá tækni, er á bak við það býr, að geta seytt fram á pappírinn skúraleiðingarnar við Strútinn og Eiríksjökul, svo eðli- lega, sem værum við þar sjálf stödd í slíku veðri. Svo brunar Kiðá beljandi fram úr farvegi sínum í stóru fögru olíumálverki, Grábrókarhraun, með lágvöxnum kjarrskógi fremst, en Grábrók og Baulu i baksýn, orkar á sjónina eins og feguista mósaik og hríslurnar í Húsafellsskógi bærast blíðlega fyrir sumarblænum en í gegn um laufið. og á milli hríslanna séf í Strútinn. Það er sólbjartur sumardagur. Hversu neitt elskar ekki þessi maður landið sitt! Og hvílíkt ó- hemju starf likkur ekki á bak við þessi verk! Er ekki þessi maður, þessi persónugerfingur j íslenzkrar náttúru, löngu hafinn I yfir alla gagnrýni? Vissulega. 1 Ungu málararnir okkar geta aldrei nógsamlega þakkað hon- um fyrir fordæmið og leiðsögn- ina á braut listarinnar, þeirrar listar, sem íslenzkust er, hans eigin myndlist. Jón Stefánsson á flestar mynd- irnar á sýningunni, 13 talsins, hver annari fegurri og athj'glis- verðari. Hann er sá íslenzki mál- arinn, sem víðast hefur borið hróður ættjarðar sinnar á sviði myndlistarinnar erlendis og nýt- ur hvarvetna virðingar og trausts þeirra, er bezt bera skyn á sanna myndlist. Jón er hugsuður í myndum sínum — oft á tíðum mikið skáld. Vald hans á litum er frábært og vandvirknin svo, að vart mun finnast sanngjarn samanburður. Það, sem mér kemur einna skemmtilegast á ó- vart við myndir Jóns Stefáns- sonar á sýningu þessari er, hve létt hann getur málað, og sýnir það enn á ný, hvað „breiddin“ í tænki þessa mikla málara er mik- il. Athugið Hrafnabjörg, mynd nr. 21, og sjáið hversu leikandi létt málarinn fer með litina og áhrif þeirra. Gagnstætt þessu er mynd nr. 20, Bóndi, en allt það, sem þar er á milli, kemur fram í hinum öðrum sýningarmyndum hans. Jón Stefánsson býr yfir þeim töframætti að skapa eftirtektar- verða’ reisn, spennu í myndir sínar. Maður hefur það á til- finningunni, að ef maður ætti þess kost að sveigja blómstöng- ulinn í blómamyndum Jóns, mundi stöngullinn óðara rétta sig við, er honum yrði sleppt. Slíkt er göfug list. Eins er með grasið og mosann, litirnir segja manni bókstaflega, að hér sé grasið lif- andi, safaríkt og sterkt og að hófspor hestanna í haganum muni hverfa, þegar hrossin eru þaðan farin. Litla myndin Vetur er meist- aralega gerð. Húh er eins og snilldar kvæði, þar sem skáldið skilur lesandanum eftir að ráða í það, sem ósagt er. Svo er reynd- Framh. á bls. 10. Hin tárfeHandi heilaga Guðs vnóðir. ur í sinu. Hundruð manna komu fyrstu dagana, þeirra á meðal j Baranzini, erkibiskupinn af Sýra- kúsu og þeir sái* tárin renna úr augum gipsmyndarinnar og niður vanga hennar. Nokkrir snertu táradropana og brögouðu á þeim, og sögðu að bragðið væri líkt og af venjulegum mannstár- KRAFTALÆKNINGAR TAKA AÐ GERAST Hundruð sjónarvotta eru reiðu- búnir að vinna eið að því, að gipsmyndin hafi tarfellt. Erki- ; biskupinn er einnig sannfærður um þetta, en hann gaf út yfirlýs- ingu um málið, þar sem hann sagði að þrátt fyrir það, mætti ekki vænta þess að kaþólska kirkjan viðurkenndi þetta sem heilagt tákn. Það væru svo mörg kraftaverk, sem gerðust, sem kirkjan gæti ekki staðfest með þeim hætti. En nú fóru pílagrímarnir að’ hópast til Sýrakúsu. Fyrst hvaðk næva af Sikiley, síðan frá Apúlíu og Kalabriu og nú síðast frá öll- um hlutum Ítalíu og öðrum lönd- um. Það eru einkum sjúklingar, sem leggja á sig ferðina og leita lækninga. Og þegar eru farnar að" heyrast sögur af sjúklingum sem hljóta lækningu. Lamaðir menn. öðlast þrótt, blindir fá sýn og ófrjóar konur verða þungaðar. EIN SNERTING GETUR LÆKNAÐ Kirkjuyfirvöldin hafa komizt að samningum við járnbrautirnar um lækkuð fargjöld fyrir píla- gríma óg skip sigla til Sýrakúsu hlaðin pílagrímum. Það er þrá allra þessara pílagríma að mega snerta gipsmyndina eða einhvern hlut, sem hefur verið baðaður í tárum hennar. En það er erfitt að komast að, því að mannfjöld- inn er svo mikill og tíminn sem pílagrímarnir hafa takmarkaður. Og svo fylgir þessu einnig það, sem jafnan verður dökkur blett- ur á öllum pí’agrímsferðum. Sölumennirnir með falsaðar myndir og helga gripi, gistihús. rísa upp, sém reyna að draga sem mest fé út úr pilagrimunum, vín- sölur, kaffisölur og viðskiptin og prangið blómgast allt í kring. KRAFTAVERK KRISTS EÐA KOMMÚNISTA? Svo standa yfir deilur, trúar- legs eðlis um það, hvort. öll þessi kraftaverk séu ekki svindl frá rótum. Fremstir í flokki þeirra, sem hrópa svindl og svik, eru að sjálfsögðu kom- múnistarnir, sem sjá vald kirkiunnar yfir fólkinu, sem verstu hindrun fyrir fylgis- aukningu sinni. Þeir vilja láta fólkið trúa á Marx í stað þess að trúa á Krist og heilaga Guðs móður. En kirkjunnar menn segja í blaðinu Messa- gero: Kommúnistarnir lofa líka kraftaverkum. Munurinn Framh. á bls. 12. Eitt kraftaverkið við altari Guðs móður í Sýrakúsa. 10 ára stúlka, Salvatrice Piccione, sem hefur um langt skeið verið mállaus og lömuð á hægri hlið, hlýtur þróttinn fyrir trú á Maríuiíkneskið. Mannfjöldinn hrópar eins og töfraður: „Miracolo, miracolo", —* (kraftaverk, kraftaverk).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.