Morgunblaðið - 24.10.1953, Side 11
Laugardagur 24. okt. 1953
MORGVISBLAÐIÐ
11
Hjúkrunarheimili vígt
i Hafnarfirði á morgun
HAFNARFIRÐI. — f gær var fréttamönnum blaða og útvarps
boðið að skoða nýja Elliheimilið hér í bæ, sem fengið hefur nafnið I
Hjúkrunarheimilið Sólvangur. — Það verður vígt á morgun ki. |
16.00, og gefst þá almenningi kostur á að skoða húsið.
SAGA BYGGINGARINNAR
Guðmundur Gissurarson bæj-
arfulltrúi rakti í stórum dráttum
sögu byggingarinnar. — Það var
á fundi bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar 4. júlí árið 1944, að sam-
þykkt var tillaga frá bæjarráði
um að hafizt yrði handa um bygg
ingu „elliheimilis, sjúkrahúss og
fæðingardeildar.“ — Á þessum
fundi var kosin þriggja manna
nefnd til að annast undirbúning
og framkvæmdir á slíkri bygg-
ingu. í nefndina voru kosnir þe’«r
Ásgeir G. Stefánsson, Stefán Jóns
son og Guðmundur Gissurarson,
og hafa þeir verið í nefndinni
Síðan. Guðm. Gissurarson, sem
var formaður nefndarinnar hafði
á hendi umsjón með byggingar-
framkvæmdum.
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR
HÓFUST 1947
Var hafizt þegar handa um
undirbúning að byggingunni. Var
valinn staður í hrauninu norð-
austur af Hörðuvöllum. — Á ár-
inu 1946 var gengið frá grunni,
lagðar vatns- og skolplagnir. —
Byggingarframkvæmdir hófust
hins vegar vorið 1947.
Húsið er 4 hæðir með kjallara,
sem er undir um 1/6 hluta húss-
ins. Það er um 720 fermetrar að
flatarmáli og um 7500 rúmmetr-
ar.
FJÓRAR HÆÐIR
OG KJALLARI
í kjallara er miðstöð og
geymsla. Á neðstu hæð er eldhús,
geymslur og annað matreiðslunni
tilheyrandi. Þá eru á neðstu hæð-
inni borðstofa fyrir starfsfóik og
heilsuverndarstöð í suðurenda
byggingarinnar með sérinngangi.
Á annarri hæð er sjúkradeild
fyrir 25 vistmenn og fæðingar-
deild fyrir allt að 20 sængurkon-
ur. Þar er einnig gert ráð fyrir
skurðstofu. — Á þriðju hæð er
pláss fyrir 45—50 vistmenn, þar
er einnig stór borðsalur og sam-
komusalur. — Á fjórðu hæð er
pláss fyrir 12—15 vistmenn í norð
urenda, en í suðurenda eru vist-
arverur fyrir starfsfólkið. — Á
þeirri hæð er einnig borðsalur.
Á öllum hæðum eru bítibúr og
hreinlætisherbergi. — í húsinu
eru 2 lyftur.
MARGIR LAGT
HÖND Á VERKIÐ
Skrifstofa húsameistara ríkis-
ins hafði yfirumsjón með bygg-
ingarframkvæmdum. — En bygg-
ingameistarar hafa verið bræð-
urnir Tryggvi og Ingólfur Stef-
ánssynir og Guðjón Arngríms-
son. — Teikningar af hita-, skolp-
og vatnskerfi gerði Sigurður
Flygenring verkfræðingur. —
Vélsmiðjan Klettur annaðist all-
ar lagnir. — Rafmagnsteikning-
ar gerði Valgarð Thoroddsen
rafveitustjóri, en raflagnir ann-
aðist Guðmundur Sveinsson raf-
virkjameistari og Rafveita Hafn-
arfjarðar. — Fullkomið útvarps-
kerfi er í húsinu og einnig kall-
kerfi, og er það uppsett af Frið-
rik Jónssyni viðtækjameistara. —
Málningavinnu önnuðust hafn-
firzkir málarar. — Terrassólagnir
annaðist Ársæll Magnússon. —
Lyftuuppsetningu: Óskar Sæ-
mundsson rafvirkjameistari. —
Handrið á stiga smíðaði Vél-
smiðja Hafnarfjarðar, og gúmmí-
dúka á stiga lagði Victor Guð-
mundsson. — Öll rafmagnstæki,
vaska o. fl. smíðaði og útvegaði
Rafha. — Borðbúnað, sjúkratæki
o. fl. útvegaði Benedikt Berg-
mann, heildsali, Reykjavík. —
Húsgögn hafa smíðað Dvergur,
húsgagnavinnustofa Stefáns og
Jónasar, Dröfn, Hannes Sigur-
jónsson o. fl. — Rúmstæðin voru
smíðuð að Reykjalundi.
Vt MILLJÓN ÚR RÍKISSJÓÐI ■
Byggt hefur verið fyrir fram- •
lag úr bæjarsjóði, og úr ríkis- ;
sjóði hafa verið greiddar kr. 300 !
þúsund, en þaðan er væntanlegt ■
í allt hátt á aðra milljón króna. I
— Þá hefur Bæjarbíó lagt til ‘
byggingarinnar 800—900 þús. ;
krónur. ' \
Kvenfélagið Hringurinn hefur ;
gefið til fæðingardeildarinnar \
kr. 120 þúsund. Þá hafa verið ■
fengin lán, sem greiðast eiga með l
væntanlegu framlagi úr ríkis- •
sjóði. Byggingin kostar nú um 5 ;
millj. króna. >
Matráðskona hefur verið ráðin •
á hjúkrunarheimilið, og er það ;
frú Sína Arndal, en yfirhjúkrun- •
arlona verður frú Þorbjörg Ein- ;
arsdóttir. i 5
Hjúkrunarheimilið Sólvangur ;
mun væntanlega taka til starfa \
um næstu mánaðamót. — G.
Þyngsfi hrúfurinn VI pund
Hitínn nær 16 stig — Gangnamenn tefjast
Ekið inn að Snæfeili
Fram- og afturfjaðrir fyrir Austin 8 hp., 10 hp.,
12/16 hp., A 40, A 70 og Austin 10 hp. 1937 og’39
Hengsli, stýri, stimplar, ventlar, legur, viftureimarr
bremsuhlutir o. m. fl.
Framljósalugtir.
Parklugtir, margar gerðir.
Afturlugtir, margar gerðir.
Ljósasamlokur 6 og 12 voit.
Kuplingskol í alla enska bíla.
Hosuklemmur af öllum stærðum.
Garðar Gíslason h.f.
Bifreiðaverzlun
SKRIÐUKLAUSTRI, 18. okt.: —
I dag hefir verið suðvestan hvass-
ivðri öðru hvoru og mikil hlýindi
og komst hiti hér í 15,5 st. Má nú
heita að allur snjór sé horfinn
hér af heiðum, nema í lægðum
þar sem talsvert skefli var kom-
ið. Um síðustu helgi gerði hér
norðan og norðvestan garð og
snjóaði nokkuð á heiðum og hvítn
aði hér í dalnum. Var veðrið
verst á mánudag, 12. október.
Bjart var og gott um morguninn
en brast snögglega á með norð-
vestan og norðan þreifandi byl.
(Var snjókoma að vísu lítil, en
ofsaveður og nokkurt frost. Dag-
inn eftir var batnandi veður og
| hlánaði svo upp úr þvi.
, GANGNAMENN TEFJAST
| Gangnamenn úr Fljótsdal voru
í síðari smölun um þessa helgi
I og voru í afréttarkofum á mánu-
dagsnóttina. Lögðu snempia af
stað í leit á mánudagsmorgun, en
litlu síðar brast veðrið á. Vestur-
öræfamenn náðu heim í Aðalból
og Vaðbrekku, en Ranamenn í
Vaðbrekku og Brú, en þangað
var nú hægt að komast með
hesta, þar sem Jökulsá var brúuð
í sumar. Þeir, sem voru „undir
Fellum“ gistu í Laugarkofa
mánudagsnóttina og snéru þang-
að aftur og voru þar aðra nótt.
| Allir gangnamenn voru degi leng
ur af þessum sökum í göngunum.
á Skriðuklaustri og voru sýnd
undan honum 99 afkvæmi, þar af
45 lömb. Hann hlaut II. verðlaun
fyrir afkvæmi. Halldór Pálsson
sauðfjárræktarráðunautur mætti
á sýningunni. í dómnefnd með
honum voru Jörgen á Víðivöllum
og Sigfús á Bessastöðum.
EKIÐ INN AÐ SNÆFELLI
Um 20. ágúst í sumar fór Þor-
björn Arnoadsson bílstjóri af
Seyðisfirði, ásamt nokkrum fleiri
akandi með 2 herbíla inn að Snæ-
felli. Fóru þeir upp Jökuldal og
yfir á hinni nýju brú hjá bænum
Brú, og inn Hrafnkelsdal að Aðal
bóli, en þangað var ruddur veg-
ur í sumar. Þaðan óku þeir á
vegleysum eftir leiðsögn Páls
bónda á Aðalbóli og Hallgríms
Benjamínssonar inn á öræfi og
suðvestur á móts við miðju Snæ-
fells. Snéru þar við vegna óhag-
stæðs veðurs og aftur út í Hrafn-
kelsdal. Þurfti hvergi að laga til
fyrir bílana, en nokkuð var þó
ógreiðfært á köflum. Enginn bíll
hefir áður farið þessa leið, enda
Hrafnkelsdalur útilokaður frá
slíkum ökutækjum þar til í sum-
ar. Má ætla að í framtíðinni ger-
ist fleiri til að heimsækja Snæ-
fellið, þenna austurlenzka fjalla-
konung, þegar fært reynist að
fótum hans á traustum bílum.
— J. P.
mOMIB
Danskir lampar:
Skrifborðslampar
Gólflampar
Borðlampar
Sl ermabú Éi
Laugaveg 15. Sími 82635.
HRUTASYNING
] Hrútasýning var hér í hreppi
, 16. október. Sýndir voru rúmlega
' 90 hrútar og hlutu 25 þeirra Norskum herföngum sleppt
fyrstu verðlaun. Þyngsti hrútur- i MOSKVA: — Rússar slepptu ný-
inn var Spakur, Benedikts Péturs ' leSa úr haldi fimm Norðmönnum
j sonar á Hóli og vóg 116 kíló.
! Beztur var dæmdur Hrani Þór-
: halls á Langhúsum, frá Hóli. Þá
var og afkvæmasýning fyrir Spak
sem þjónuðu í þýzka hernum
stríðsárunum og hafa verið
fangabúðum æ síðan.
v/s ÁSPÓR JVS. off
y/sBRSMNES BR. 267
■
■
i
| eru til sölu. — Nánari upplýsingar veita full-
>
■ trúar vorir, þeir Þorgils Ingvarsson og Björn
; Ólafs.
>
Landshanki Islands
B
Reykjavík
Pk «IX
#
Miög ódýr
UMBUDA-
PAPPÍR
til sölu.
/fYlorffunlía&i&
Hjúkrunarkvennaheimilið Sólvangur í Hafnarfirði
! :
Fyrsta kynnikvöld
*
Guðspekifélags Islands
verður í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22, sunnudag-
inn 25. þ. m. og hefst kl. 9 síðd.
Flutt verður erindi eftir Gunnar Dal um endur-
holdgunarkenninguna.
Frú Anna Magnúsdóttir leikur á slaghörpu.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
>■■■■■■■•
■■■•■■■■
■■■■■■■■■
- AUGLYS7NG ER GULLS IGILDI