Morgunblaðið - 31.10.1953, Síða 1
16 síður
40. árgangur
248. tbl. — Laugardagur 31. október 1953
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Brezkir topraeigendur
! '
memi ennba
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
GRIMSBY, 30. okt. Einn brezku togaraútgerðarmannanna,
Jack Vincent, heíur borið fram tillögu um að aflétt skuli
um mánaðarííma bann það, sem brezkir útgerðarmenn settu
á löndun íslenzks fisks í Grimsby, meðan gerð væri tilraun
til að Isysa „deilu“ Breta og íslendinga. Á sameiginlegum
funcli í félagi íogaraútgerðarmanna í Grimsby og félagi fisk-
kaupmanna í kvöld var þessi tillaga felld.
í yfirlýsingu sem gefin var út að fundinum loknum segir
„að togaraeigendur og fiskkaupmenn séu samhuga um það
að berjast gegn því að íslenzkir togarar geti landað afla
sínum í Grimsby, þar til deilan um útvíkkun íslenzku land-
lielginnar hafi verið leyst.“
llðln hjá
á fíóðasvæðunum í Italíu
Þau tssla va!dið handniiun millj. tjóni
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
ROVIGO, 30. okt. — Sólin brauzt fram í gegnum regnþrungið
skýjaþykknið yfir Pódalnum í dag og flutti óttaskelfdum íbúum
dalsins nýja von um að flóðahættan væri liðin hjá í þetta skifti.
Nóttina áður hafði gengið yfir Norður-Ítalíu eitt versta óveður,
sem menn muna, með þrumum, eldingum og skýfalli. Sólin var
því íbúunum sem frelsun. Vatnsborð Pófljctsins steig jafnt og
l'étt meðan á óveðrinu stóð og klukkustund eftir að því slotaði
og var þá yfirvofandi hætta á að flóðgarðarnir brystu. En aldrei
kom til þess og vatnsborðið er nú hætt að hækka. — Hættan er að
mestu liðin hjá.
Schweitzer fékk friðarverikim
Nobels 1952 - Morshall iyrir 1953
Hræddir við
valdbeitingu
PANMUNJOM, 30. okt. —
Indversku fangagæzlumenn-
irnir vona að á morgun
(laugardag) losni þeir við
1000 N-Kórumenn úr fanga-
búðunum, en þá hefjast á
ný fortölufundir með föng-
unum. Reyna fulltrúar
kommúnista að telja þá á að
hverfa heim til sín.
Fangarnir hafa neitað að
mæta á þessum fundum, en
nú hefur indverski hershöfð-
inginn sannfært þá um að
þeir verði ekki fluttir heim
með valdi voga þeir þá að
mæta á fundinum.
Millj. manna hafa notið
góðs af verkum þeirra
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
OSLÓ, 30. okt. —- NobelsverSlaunanefnd norska Stórþingsins til-
kynnti í dag að friðarverðlaun Nobels fyrir árið 1952 hefðu verið
\eitt Albert Schweitzer og friðarverðlaunin fyrir árið 1953 hefðu
\erið veitt Georg Marshall. — Verðlaunaupphæðin fyrir árið 1952
er 171,134,70 sænskar krónur og fyrir árið 1953 175.292.94 sænsk-
ar krónur.
NTB-Reuter.
rr
rr
HÆTTUME3KIN I KAFI «
Vatnsborð Pófljótsins og hlið-
arfljótanna hylur þó ennþá ■
rauðu strikin á flóðgörðunum, en
þegar vatnsborðið nær þeim er
yfirvofandi hætta á ferðum. Pó-
fljótið hefur flætt yfir bakka
sína í mýrlendi Pódalsins er lægst
liggur en flóðgarðarinr halda á
öðrum stöðum, eins og fyrr segir.
Mörg hundruð manna, sem
fengið höfðu skipun um að flýja
scm fætur toguðu, þegar hættu-
merki væri gefið, hafa enn engin
fyrirmæli fengið um það, að
hættan sé liðin hjá. Verðirnir
standa ennþá á sínum stöðum,
til þcss að tilkynna fólki fljótt
um hættuna ef einhver flóðgarð-
anna kynni að bresta.
TRAUSTART EN FYRR
I mýrlendinu sem lægst liggur
í dalnum og Pófljótið hefur flætt
yfir, hafa 30 fjölskyldur orðið að
flýja heimili sín. Hefur þetta fólk
fengið inni í „flóðbröggunum"
sém reistir voru í skyndi er flóð-
ih miklu urðu þarna árið 1951,
þegar 300 manns fórust og tæpl.
300 þús. manns misstu heimili
sín.
Verkfræðingarnir sem byggðu
flóðgarðana á ný eftir miklu flóð
in þá, segja að garðarnir muni
þola meira flóð nú en gömlu garð
arnir þoldu. Þeir telja og að góð-
viðrið í dag og nokkrir dagar til
viðbótar án úrkomu muni orsaka
það mikla lækkun vatnsborðsins,
að menn þurfi ekki að vera mjög
uggandi þó regntímabilið, sem
venjulega nær hámarki í nóvem-
ber, fari i hönd.
TJÓNIÐ í S-ÍTALÍU
Innanríkisráðherra ftalíu
telur að tjónið af völdum
flóðanna í Calabríu-héraðinu
í Suður-Italíu í s.l. viku nemi
að minnsta kosti 370 milljón-
um króna (ísl.).
Fraratíð Saai
PARÍS 30. okt.: — Á þriðjudag-
inn hefjast í Bonn samningavið-
ræður um framtíð Saarhéraðsins,
að því er franska utanríkisráðu-
neytið upplýsir.
Framtíð Saar er eitt þeirra
atriða sem stendur í vegi fyrir
því að sáttmálinn um Evrópuher-
inn fáist staðfestur í franska
þinginu.
vopn
Drykkjarblaðran
NEW YORK, 30. okt. — Lög-
regla New York borgar vonast
nú til að geta beitt sér enn bet-
ur gegn því að bifreiðastjórar
aki bifreiðum sínum undir áhrif-
um áfengis. Hefur lögreglan ver-
ið „vopnuð“ „drykkjarbelgjum“
— eða blöðrum, sem hún lætur
grunaða blása upp og síðan er
innihald þeirra rannsakað á rann
sóknarstofum.
Félag bifreiðaeigenda í New
York hefur þegar mótmælt. Seg-
ir félagsstjórnin, að notkun
„drykkjarblöðrunnar" sé brot á
stjórnarskránni, þar sem í henni
standi, að engan megi þvinga til
þess að gefa vitnisburð, sem
skaði hann sjálfan.
HELSINGFORS — Finnskisendi
herrann í Moskvu hefur jafn-
framt verið skipaður sendiherra
Finnlands í Búkarest og Soffíu.
Júgóslaiar iallast ekki
á úkvörðan Vestur-
vetdanna nm Trieste
— segir júgóslavneska úfvarpið
WASHINGTON, 30. okt. — Bandaríska utanríkisráðuneytið athug-
ar nú að bjóða ítölum og Júgóslöfum til fimmveldaráðstefnu um
Trieste-vandamálið, upplýsti talsmaður ráðuneytisins í dag. Hann
bætti því við að ráðuneytið vildi ræða þetta mál eins fljótt og
unnt væri að koma því við.
FJÖLFRÓÐUR MAÐUR
Albert Schweitzer, sem fædd-
ur er í Kaiserberg í Elsass 1875
er bæði guðfræðingur, heim-
spekingur, læknir og tónlistar-
maður (einhver fremsti orgel-
leikari heims). Árið 1913 kom
hann upp sjúkrahúsi í Lambar-
ene, franskri nýlendu í Afríku,
og þar hefur hann um langt ára-
bil unnið óeigingjarnt starf til
þess að bæta kjör hinna inn-
fæddu. Einnig á vettvangi heim-
speki og guðfræði liggja eftir
hann mikil og vel unnin verk.
HL J ÓMLEIK AFERDIR —-
MANNÚÐARSTARF
Schweitzer hóf starf sitt í
Afríku fullviss þess að hvíti kyn-
stofninn hefði brotið gegn lögum
kristindómsins í samskiptum sín-
um við blökkumennina og í öll
þau ár, sem hann hefur starfað
í Afríku hefur hann unnið þrot-
laust að því að bæta samskipti
hvítra manna og svartra Hann
rekur þar fullkomið sjúkrahús,
þar sem vel lærðir læknar og
hjúkrunarkonur starfa. Pening-
anna til þessa reksturs hefur
hann aflað með því að fara í
fyrirlestra- og hljómleikaferðir
um lönd Evrópu og Ameríku.
BÆTTI HAG MILLJÓNA
MANNA
Geoi’g Marshall, faðir Mars-
halláætlunarinnar, er fæddur í
Bandaríkjunum 1880. í fyrri
heimsstyrjöldinni var hann liðs-
foringi í 8. her Bandaríkjanna
Framh. á bls. 2.
Georg Marshali
!!
VEL TEKIÐ
Þessari yfirlýsingu hefur hvar
vetna verið vel tekið. Júgó-
slafneska stjórnin var bjartsýn
um það í dag að möguleikar væru
til lausnar Triestedeilunni, og
sagði að fagna bæri fimmvelda-
ráðstefnu um málið.
DAUBADÆMD FYRIRFRAM
Fyrirlesari í júgóslafneska út-
varpinu lýsti einnig ánægju
yfir því, að Bretar og Bandaríkja
menn hyggðust ekki flytja her
sinn af A-svæðinu í Irieste fyrr
en ráðstefnan hefði komið sam-
an. — En fyrirlesari útvarpsins
kvað ráðstefnuna þegar dauða-
dæmda ef Vesturveldin hyggðust
gera tilraun til að fá Júgóslava
til að fallast á að A-svæðið yrði
afhent ítölum.
BROSTNAR VONIR
Útvarpið gat þess, að erlendir
blaðamenn væru nú farnir að
týnast frá Balgrad. Vonir þeirra,
um að þar myndi gefin út til-
kynningin um að stríð væri hafið
um Trieste, liafa brugðist, sagði
útvarpið.
iiggur rúmfastur
WASIIINGTON 30. okt. — Georg
Marshall lá rúmfastur vegna of-
kælingar, er honum barst frétt-
in um að hann hefði hlotið frið-
arverðiaun Nobels. — Einn af
vinum hans sagði, að Marshall
myndi enga yfirlýsingu eða skýr
ingu gefa fvrr en hann hefði
fengið i hendur tilkynningu
Nobelsverðiaunanefndar norska
Stórþingsins um úthlutunina.
— NTB-Reuter.
762.000
I.UNDUNUM 30. okt.: — 762000
ferðamenn komu til Bretlands
frá meginlandi Evrópu á fyrstu
6 mánuðum þessa árs. Er það
nokkru meiri fjöldi ,en á sama
tíma í fyrra. — NTB-Reuter.
Farák skuldar
Hsstaðar
PARÍS, 30. okt.: — Hinn þekkti
tízkuteiknari, Jean Desses í Par-
ís hefur ákveðið að höfða mál
gegn Farúk fyrrverandi Egypta-
konungi. Krefst hann greiðslu
að upphæð um 80 þús. kr. (ísl.)
fyrir nokkra kjóla, sem sendir
voru Farúk samkvæmt beiðni
hans í júlímánuði s. 1. ár.
Annar tízkuteiknari, Christian
Dior, hóf í dag undirbúning að
samskonar málsókn á hendur
Farúk. NTB-Reuter.
Norðmenn afla
yel ylð Grænland
BERGEN 30. okt. — 54 línubátar
norskir hafa stundað veiðar við
Vestur-Grænland á þessu ári,
auk fimm norskra togara. Alls
hefur þessi norski floti aflað 12—
14000 tonn. Er sá afli sá bezti
sem norskir bátar hafa aflað,
síðan þeir hófu fiskveiðar undan
ströndum Grænlands. — NTB.