Morgunblaðið - 31.10.1953, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31 okt. 1953
Kristmann Guðmundsson skrifar um
Ármann Halldórsson skólastjóri:
BÓK
Andvökur I. bindi. — Eftir
Stephan G. Stephansson. —
Þorkell Jóhannesson bjó til
prentunar. — Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
ÞÓTT þess séu mörg dæmi að ís-
lenzkir bændur hafi fengizt við
ritstörf, og sumir þeirra orðið
ágæt skáld, þá er Stephan G.
Stephansson svo merkilegt fyrir-
bæri í bókmenntum íslands, að
hann hlýtur ávallt að vekja jafnt
undrun sem aðdáun allra, sem
kynnast lífi hans og starfi. Hér
á landi ólst hann upp í fótækt,
fór í vinnumennsku á afdalakot,
en þaðan til Vesturheims. Þar
stundaði hann daglaunavinnu í
fyrstu, en tók síðan til við bú-
skap á óruddu landi, og stundaði
hann til dauðadags. Af öllu, sem
um hann er vitað, má ráða, að
dagsverk hans hefur alla æfi ver-
ið hið strangasta, en auk þess
hlóðust á hann er tímar liðu alls-
konar félagsstörf, er vafalaust
hafa rænt miklu af hinum fáu
hvíldar- og tómstundum hans.
Þrátt fyrir þetta hefur honum
tekizt að mennta sig allvel á eig-
in spýtur, sjálfsagt án annarar
tilsagnar en gáfna sinna og skiln-
ings. En gáfur hans voru óneitan-
lega frábærar, skilningurinn
v skarpur, minnið óbilandi, dóm-
greindin vökul og hugsunin skap-
andi. Og hneigð hans til skáld-
skapar var slík, að hann er einn
af allra afkastamestu ljóðskáld-
um landsins, þótt enginn skilji
hvernig honum hefur unnizt
tími til að yrkja og skrifa allt
það, er eftir hann liggur. Að vísu
verður ekki gengið að því grufl-
andi, að margt hefði verið betur
unnið hjá honum, ef hann hefði
átt betri kost, tíma og rýmri
fjárhag til þess að losa sig við
hversdagsáhyggjurnar. Það er
sárara en sagt verði, að slíkur
maður skyldi ekki fá aðstæður
til þess að gefa sig óskiptan að
ritstörfum og hljóta þá menntun,
er honum hæfði. Fátæktin hefur
jafnan leikið íslenzka menningu
illa. En ekki dugir nú um að
fást, heldur fagna því, sem þetta
stórmenni lét í té, þrátt fyrir
hinn versta aðbúnað frá þjóð
sinni og samtíð.
Það er gleðilegt að Bókaútgáfa
Menningarsjóðs skuli nú hafa
ráðist í að gefa út Andvökur all-
ar, því að fyrri útgáfur þeirra
eru orðnar ófáanlegar. I þessu
fyrsta bindi eru kvæði skáldsins
frá árunum 1868—1907, eða frá
því það var fimmtán ára til þess,
er það hafði fjóra um fimmtugt.
Því er ekki að leyna, að margt
er þarna stirt og tyrfið og sumt
harla fánýtt. Eigi að síður er
eitthvað það við jafnvel léleg-
ustu ljóðin, sem vekur áhuga
lesandans þegar í stað. Tónninn
er sérstæður, róleg alvara og
hreinskilni býr í kaldhömruðum
háttum, málið er hreint og hrjúft.
Og brátt eykst skáldinu ásmegin,
en einkum er það vitið, sem vex.
Stephan G. er að vísu vart hægt
að telja meðal hinna miklu hugs-
uða, en hann er skír og hrein-
skiftinn raunhvggjumaður og yf-
ir hugsun hans er heiðríkja, heil-
brigði og karlmennska. Hann er
leitandi, jákváeður og hlýr, án
heimskugæða og tilfinningasemi.
Rímgallar eru á kvæðum hans,
margir og leiðir, en stundum er
rímið svo knosað og skrúfað að
nálega gegnir furðu! Þó er hann
meðal mestu Ijóðskálda íslands,
svo mikið skáld, að enginn menn
ingarmaður íslenzkur getur látið
hjá líða að lesa hann.
„Kveðið eftir drenginn minn“
er eitt af fyrstu kvæðunum í
þessu bindi, sem grípur lesandan
föstum tökum, eihkum fjórði og
síðasti þáttur þess.
„En land hans mínum muna
— Ijúfra var
M E N N
«
Stephan G. Síephansson
og moldin kærri — fyrst hann
hvíldi þar.
I
— Að þurfa að snúa heim á leið
til harms,'
þó hugur kvíði ekkaþrungins
barms.
Þá er það víst, þeim undan
því ei vék,
að óbætt sorg er karlmennskunni
þrek“.
„Útlegðin“ er andvarp útlag-
ans, sem þráir heim, en æðru-
laust, þrátt fyrir hófstillta angur-
værð:
„Ég á orðið einhvern veginn
ekkert föðurland,
þó að' fastar hafi um hjartað
hnýtzt það ræktar band,
minn sem tengdan huga hefur
handri mig sem ól,
þar sem æsku brautir birti
björtust vonarsól".
„Vestur í frumbýli“ er sömu
tegundar, einnig „Ástavísur til
íslands“:
„En svo ert þú, ísland, í eðli mitt
fest,
að einungis gröfin oss skilur“.
„Skagaf jörður“ er mikið kvæði
og veglegt, er sýnir eins og fjöl-
mörg önnur ljóð hve hugur
skáldsins er bundin við heima-
hagana. Þó yrkir hann glæsilegar
drápur til fóstru sinnar, Amer-
íku, og kann vel að meta kosti
hennar. Hér eru einnig mörg
ágætiskvæði orkt í minningu dá-
inna vina og ættingja, og ann-
ara. Hann kastar ekki til þeirra
höndunum, fremur en annars er
hann gerir, og á vel við flest
þeirra þessi hending úr kvæðinu
um „Dr. D. W. Fiske“:
„í íslenzkri örbirgð úr ljóði
á ástfóignu gröfunum vér
oft hlóðum þó merki til minja —
það marmari og gull okkar er“.
Stephan G. er heimsborgari,
furðulega víðsýnn, og lætur sig
margt varða. „Ávarn til Norð-
manria" er veigamikið kvæði og
glæsiiegt. Hversu glöggskygn
hann er á frændsemi okkar við
Austmenn, fundum við allvel í
síðustu heimsstyrjöld:
„Við hörpu íslands hnýttur
sérhver strengur
fær hijóm-titiring, ef skrugga
um Noreg gengur“.
Oft finnur hann til þess,
hversu mjög ytri aðstséður
þjarma að skáidhneigð hans. —
„Afkastaleysið" er gott dæmi:
„Léðar mér eru
til Ijóðasmíða
valtar og stopular stundir.
Rykfallin harpa,
T I R
ryðgaðir strengir
nú verða leiknir lítt.
Undrastu ekki,
að mér verða
stuttorð ljóð og stirfin.
Hljóma þó innst
í hugardjúpi
fegri lög og lengri".
Hvenær yrkir þessi erfiðismað-
ur og bóndi? Því er svarað í
ágætiskvæði, sem nefnist
„Kveld“.
„í rökkrinu, þegar ég orðinn er
einn
og af mér hef reiðingnum velt
og jörðin vor hefur sjálfa sig
frá sól inn í skuggana elt
og mælginni sjálfri sígur í brjóst
og sofnar við hundanna gelt. —
En lífsönnin dottandi í dyrnar er
sezt,
sem daglengis vörður minn er,
sem styggði upp léttfleygu ljóðin
x mín öll, ,
svo liðu þau sönglaust frá mér,
sem vængbraut þá hugsiyi, sem
hóf sig á loft
og himininn ætlaði sér ..“
o. s. frv.
Við sjáum hann sitja í rökkr-
inu, líkamlega þreyttan eftir
langt og erfitt dagsverk, ein-
mana andans jöfur í bóndaham,
prins í álögum. En hugur hans
lyftir sér arnfleygur frá þessum
auðibýkjandi ytri aðstæður og
brátí eru þær gleymdar, en
skájdið skygnist „of heima alla“.
Þar krefur hann meðal annars,
sagna hinn stranga guð Gyðing-
anna í kvæðinu „Jahve“, minnist
við „Norna-Gest“ og lítur yfir
sögu þjóðar sinnar. Mörg af beztu
kvæðum hans eru í flokki þeim,
er nefnist: „Úr sögnum og sög-
um“. Þar er hið stórsnjalla ljóð
„Hergilseyjarbóndinn“, sem eitt
myndi hafa varðveitt nafn
skáldsins frá gleymsku. Einnig
snilldarkvæðið „Elgfróða“ er þar
að finna, — og meistaraverkið
„Jón hrak“.
Vafasamt er hvort saga oln-
bogabarnsins hefur nokkru sinni
verið sögð betur í bókmenntum
Islands en í kvæðinu um Jón
hrak. Þar fer Stephan á slíkum
kostum að hrein og ómenguð
Framh á bis. 12
Nokkrar athugasemdir
í MORGUNBLAÐINU 22. okt. s.l. komast í menntaskóla“. (Letur-
birtist frásögn af ræðu Pálma breyting mín.) Ekki get ég fallizt
Hannessonar rektors við setn- á, að þetta sé djúpsær skilningur
ingu Menntaskólans í Reykjavík á aðalhugsun laganna.
nú í haust. | Varðandi það atriði að gera
Vegna tiltekinna ummæla í skóla landsins sem samfelldasta
ræðu rektors tel ég æskilegt, að er það að segja, að milliþftiga-
eftirfarandi athugasemdir komi nefnd í skólamálum var falið að
fyrir almenningssjónir. | samræma skólakerfið samkvæmt
1. Rektor segir: „Ég kom hér ályktun frá Alþingi 16. júní 1041.
að skólanum fyrir 24 árum. Marg Þingsályktunin hljóðar svo:
ar breytingar hafa á honum orð- j „Alþingi ályktar að fela ríkis-
ið síðan, flestar fyrir atbeina stjórninni að skipa milliþinga-
annarra aðila en forsjármanna
stofnunarinnar og sumar gegn
vilja þeirra“.
Fræðslulögin síðustu voru ekki
sett að menntaskólunum forn-
spurðum né í andstöðu við þá,
heldur miklu fremur í góðu sam-
komulagi eins og sjá má af fund-
arsamþykkt þeirri, er hér skal
birt.
Úr gerðabók Félags mennta-
skólakennara:
„Á aðalfundi félagsins, er hald-
inn var í Reykjavík dagana 24,—
28. júní 1945, voru eftirfarandi
tillögur samþykktar:
„Fundur í Félagi menntaskóla-
kennara telur, að frumvörp þau,
er milliþinganefnd í skólamálum
hefur lagt fram, stefni í rétta
ótt og sé í samræmi við þá þró-
un, sem orðið hefur í skólamál-
um landsins hin siðari ár“.
Samþykkt þessi er nokkuru
lengri og geta þeir, sem vilja
kynna sér hana gerr lesið hana í
Um menntamál á íslandi 1944—
1946 bls. 110—111. Umræddan
fund sátu bæði kennarar frá
Akureyri og Reykjavík.
Þess má og geta, að Kristinn
Ármannsson yfirkennari, formað-
ur Félags menntaskólakennara
af hálfu Sunnanmanna, átti sæti
í milliþinganefnd í skólamálum
og minnist ég þess ekki, að aðrir
nefndarmenn hafi í nokkuru
atriði lagzt gegn tillögum hans
varðandi menntaskólana. Hann
mun þá leiðrétta það, ef svo hef-
ur verið.
2. Á öðrum stað í ræðu sinm
segir rektor:
„En svo voru nýju fræðslulög-
in sett 1945.* Ein aðalhugsunin
í þeirri lagasetningu virðist sú
að gera skóla landsins sem sam-
felldasta og gera hverjum miðl-
ungsnemanda sem auðveldast að
* 1946. Á. H.
nefnd skólafróöra manna, til þess
að rannsaka kennslu- og uop-
eldismál þjóðarinnar og gera i;l-
lögur um skipun þeirra, þar '',ein
stefnt sé að því að gera skólana
sem hagfelldasta, samræma -'kóla
kerfið, ákveða betur en :iú er
starfssvið hinna ýmsu skóli og
sambandið'þeirra á milli“.
Fyrri flutningsmaður tillög-
unnar og sá, sem talaði fyrir
henni, var Pálmi Hannesson, bing
maður Skagfirðinga, Bjarni
Bjarnason var meðflutningsmað-
ur. í greinargerð segir: „Skóla-
kerfi landsins er hvergi nærri
svo samfellt sem ýmsir telja
æskilegt og annars staðar tíðk-
ast“. — í upphafi framsöguræðu
sinnar segir Pálmi Hannesson:
„Hlutverk þeirrar neíndar á að
vera að íhuga skólakerfi lands-
ins allt í heild og gera tillögur
um samræmingu þess og annað,
sem þeirri nefnd mætti þykja
horfa til bóta frá því, sem nú
er“.
Hins Vegar er mér algjörlega
ókunnugt um, að sú hugsun leyn-
ist á nokkurum stað í fræðslu-
löggjöfinni, að gera eigi hverjum
miðlungsnemanda sem auðveld-
ast að komast í menntaskóla,
hvað þá heldur að það sé ein-
hver aðalhugsun, enda ekkert
kveðið á um það í lögunum hver
skuli lágmarkseinkunn til að
standast inntökupróf í mennta-
skóla, heldur tekið fram, að hún
skuli ákveðin í reglugerð.
3. Enn fremur segir rektor: „í
fræðslulögunum er gert ráð fyr-
ir því, að menntaskólarnir og
kennaraskólinn ráði allmiklu um
skipun landsprófsnefndar. Jafn-
vel þessu hefur ekki verið fram-
fylgt. Af tíu mönnum, sem lands-
prófsnefnd skipa, eru aðeins tveir
úr hópi fastra kennara mennta-
skólanna. Margir hinna hygg ég
Framh. á bls. 11.
Öryggisráð tók nýlega að ræða ósamkomulagið og óeirðirnar milli fsraels og Arabaríkjanna. Þá
bar svo við að Andrei Vishinsky hélt ræðu, þar sem hann réðist af mikilli hörku á ísrael. Sagði
Vishinsky að ísrael ætíi alla sök á ófriðarástandinu í náægum Austurlöndum, enua kvað Vishinsky
ísrael vera leppríki Bandaríkjanna. Hér sést Vishinsky flytja árásarræðu sína.