Morgunblaðið - 31.10.1953, Side 9

Morgunblaðið - 31.10.1953, Side 9
Laugardagur 31. okt. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 9 Hólameim Iiorfa vongóðir til vetrarstarfsins Nóbelsverðlann veitft fyrir rnnn- sóknir ó efnnbreytingnm iíkamnns Sfuif hebnsókn að Héliun. BÆ, HOFÐASTRÖND, 30. okt. — Heim að Hólum.......Þangað brá ég mér nýlega sem oftar, mér til óblandinnar ánægju. Ég er raunar einn af mörgum, sem þangað hafa komið á árinu, því skólastjóri sagði mér að um 4500 manns hefðu heimsótt. staðinn fram að þessum tíma Í953. Er sú tala líklega of lág því margur maður skrifar ekki nafn sitt í gestabók. Hólaskóli verður fullsetinn í vetur eins og að undanförnu, og koma nemendur næstum úr öll- um landshlutum. Kennarar verða þeir sömu og síðastliðinn vetur. Nokkuð meiri áherzla er nú lögð á handavinnukennslu en áður var, sá ég þar prýðilega smíðaða muni, sem vel gætu ver- ið eftir fullnuma smiði. Síðast- liðinn vetur voru bundnar í band um 300 bækur. Knattspyrnunámskeið verður þar í nóvember, og vélanámskeið i janúar. Eins og ætíð er tal okkar Kristjóns skólastjóra berst að skóla hans, finn ég gíöggt að á- hugi hans er brennandi fyrir starfinu og að nemendur hans fari þaðan sem bezt undirbúnir undir sitt lífsstarf. Búskapur er þar rekinn með miklum dugnaði af þeim bræðr- um, Kristjáni og Sigurði. Sigurð, bústjóra, hitti ég suð- ur við hesthús, þar sem hann var að flokka kartöflur við fjórða mann. I hesthúsinu voru stórir haugar af kartöflum, kartöflu- geymslan full og a.m.k. 100 tun. höfðu þeir grafið niður í túnið með jarðýtu. Rófur voru einnig mjög miklar. Létu þeir kýr ganga í rófu- og hafraakri nú eftir að grös tóku að falla, og flæddi þá mjólkin úr kúm þeirra. Heyfengur á Hóium var vitan- lega bæði mikill og góður, en á hann er nú sett 520 fjár, sem er fyllilega eins margt og áður var, «n vantar nú hús til að geta fjölgað. 60 er í fjósi, 50 hross og 50 hænsni. Meðalþungi dilka var rúmlega 16 kg af þeim rúmlega 300, sem lógað var í haust, 16 % kg var meðalþungi í fyrra. Eins og alltaf eru miklar fram- kvæmdir á þessu höfuðbóli. —- Prestsbústaður var byggður þar á árinu og flutti sóknarprestur- inn, séra Björn Björnsson, í hann í júlí. Gæti ég trúað að þar væri eitthvert giæsilegasta prestssetur landsins. Kennarabústaður er þar einnig í smíðum og er ráð- gert að ljúka smíði hans að mestu í vetur. Einnig er byrjað á stóru tveggja hæða húsi norðan við leikfimishús skólans. — Á neðri hæð hússins verða m. a. búningsklefar, baðklefar með sturtum og gufubaði. Á efri hæð verður handavinnusalur, 8x12 m og er hugmynd skólastjóra að gera handavinnukennslu skóians svo fjölþætta og góða sem hægt er, enda er nú ágætur kennari í þeirri grein starfandi við skól- ann. Heilsufar hefur verið gott það sem af er. Horfa Hólamenn því vongóðir til vetrarstarfsins. Vegagerð heim á staðinn hefur gengið hægt, en þokast þó. Er nú verið að ýta upp vegi vestan Hjaltadalsár, en brú á að koma á ána um Laufsálaholt. Einnig stendur yfir brúarbygging á Gálgá, sem verður til mikils hag ræðis fyrir staðinn, eins og allt austurhéraðið. B. KAROLINSKA læknisfræði- stofnunin í Stokkhólmi ákveður á hverju ári, hverjum skuli út- hlutað læknisfræðiverðlaunum Nobels. Verðlaun þessi eru á sinn hátt eins og bókmenntaverðlaun- in mesta virðingartákn, sem nokkur læknir og líffræðingur getur hlotið. Afhendir Svíakon- ungur þau við hátíðlega athöfn, sem haldin er síðari hluta árs. TVEIR ÞYZKIR FLÓTTAMENN I ár verður þessum læknis- 1 fræðiverðlaunum skipt meðal jtveggja mikilhæfra vísinda- | manna, sem báðir eru þýzkir að ætterni og uppruna, en flúðu Skiptist milli tveggja jafnaldra vísindamanna nam i R AFN R. S. Stefánsson, íslenzkur námsmaður í Ameríku, frá Borg- arholtsbraut 32 í Kópavogi, hef- ur fengið innritun í Tækniskóla Kaiiforniu (California Institute of Technology) í Pasadena og leggur hann stund á rafmagns- verkfræði. Hann er stúdent frá Mennta- skóla Reykjavíkur vorið 1952 og stundaði nám s.l. vetur í mennta- skóla í San Bernardino í Kali- forniu. Dr. Hans Adolf Krebs. land, þegar Hitler komst til valda. Hefur annar þeirra síðan starfað í Bretlandi en hinn í Bandaríki unum. Verðlaunin fyrir árið 1953 eru veitt fyrir mikinn árangur af rannsóknum á efnaskiptingu lík- amans. Skal nú gerð í stuttu máli grein fyrir þessum tveimur Sfærsia bílasýningin Bílasýning var nýlega opnuð í Earls Court sýningahöllinni í West End í Lundúnum. Þetta er ein stærsta bílasýnlng, sem nokkru sinni hefur verið haldin, enda eru þar vagnar nf öllum tegund um og stærðum írá fjölda landa. Hér er hluti af ensku deildinni. mönnum, sem þykja verðir Nobels-verðlauna. DR. HANS ADOLF KREBS Dr. Hans Krebs er 54 ára, fædd ur í Hildesheim í Þýzkalandi. — Hann stundaði nám við háskól- ana í Göttingen, Muhchen og Berlín. Starfaði hann síðan að vísindarannsóknum við Kaiser Wilhelms stofnpnina í Berlín. En 1933, við valdatöku Hitlers, varð hann að flýja land. II.EGI R BRUNI í LÍKAMANUM Hann hefur einkum fengizt við rannsóknir á því hvernig líkam- inn breytir fæðutegundum, sykri, fitu og amínósýrum í orku. Eins og við vitum öll, fær líkaminn orku þannig að súrefni gengur í samband við fæðuna í vefjum líkamans, það er að segja, það verður hægur bruni. En mönn- um hefur verið að mestu hulið hvernig líkaminn fer að þessu og það á furðulega sparneytinn hótt. Dr. Krebs var ljóst, er hann hóf athuganir sínar, að ummyndunin gerist fyrir áhrif frá ýmsum sýr- um. Rannsakaði hann með ýms- um lífrænum, hvernig sykur um- myndast. Þá fann hann tvær sýr- ur, pyruvic-sýru og mjólkur- sýru, sem mynduðust úr sykrin- um, en gátu síðan * ummyndast sjálfar enn frekar. Ákvað hann síðan að snúa sér sérstaklega að rannsókn á ummyndun pyruvic- sýrunnar, enda reyndist hún vera lykillinn að heilu efna- breytingarkerfi. 20 ÁRA RANNSÓKNIR Rannsóknir dr. Krebs hafa verið mjög umfangsmiklár og hefur hann tæpast unnað sér hvíidar í þau 20 ár síðan hann kom til Englands. Rannsóknir hans hafa opnað sýn yfir það, hvernig efnaskiptin verða í lík- amanum, hvernig fita og sykur breytist stig af stigi í nýjar og nýjar sýrur, súrefnið gengur hægt bg hægt í samband við fæð una og af því stafar hita og orka. Rannsóknum á þessu er enn langt í frá lokið og enn eru þær aðeins upphafið að því hvernig orkan síðan breytist í hreyfingu vöðva eða líkamskraft. En það mun aft- ur gerast við flókna efnabreyt- ingu. Dr. Krebs rannsakaði aðallega ummyndun sykurs, en hann hef- ur sett fram kenningar um að samskonar hægfara efnabreyt- ingar verði á öðrum fæðutegund- um svo sem fitunni. DR. FRITZ ALBERT LIPMAN Hinn Nobelsverðlaunahafinn, dr. Fritz Lipmann, er jafnaldri dr. Krebs, 54 ára, fæddur í Kön- ingsberg í Austur-Prússlandi. — Hann stundaði nám í læknis- fræði og tók doktor^stigið í Berlín 1922. Hann var aðstoðar- maður hinna kunnu þýzku efna- fræðinga, Otto Meyerhof og Otto Fischer, 1927—1931. Þá var hann ráðinn um skamman tíma á Rockefeller læknisfræðistofnun- ina í New York og Calsberg efnarannsóknastofuna í Kaup- mannahöfn. — Hann reyndi að snúa heim eftir valdatöku Hitl- ers, en varð þá ljóst að þangað myndi hann ekki eiga aftur- kvæmt. VÖXTUR OG ENDURNÝJUN LÍKAMANS 1 Dr. Lipman hefur einnig rann- sakað efnaskiptin. En þar sem dr. Krebs rannsákaði ummyndun hvernig efni fæðunnar ummynd- ast í líffæri, til dæmis hvernig vöxtur og endurnýjun líkams- vefjanna verður fyrir umbreyt- ingu fæðutegunda. I þessum rannsóknum hans er m.a. fólgin fæðunnar í orku, sneri dr. Lip- man sér að því að rannsaka Dr. Fritz Albert Lipman. athugun á því hvers vegna lík- amsvefirnir sjálfir leysast ekki upp né brenna, þrátt fyrir það að efnaskipti fæðunnar og bruni fer stöðugt fram í þeim. ■ EFNAFUÆÐRANNSOKNIR GAGNLEGAR LÆKNINGUM Það hefur verið algengt að skipta Nobels-verðlaunum í læknisfræði milii tveggja eða jafnvel þriggja manna, sem unn- ið hafa saman að ýmsum þýðing- armiklum rannsóknum. — Þessir tveir menn, sem nú fá verðlaunin eru að vísu ekki samstarfsmenn. En þeir hafa báðir lagt hönd að verki að rannsókn hinna flóknu efnaskipta líkamans. — Annar þeirra hefur . einkum kynnt sér breytingu fæðuefnanna í orku, en hinn fremur rannsakað hvern ig fæðan breytist í lifandi vöðva. Starf beggja þessara manna má segja að sé á sviði efnafræði. og hefði því veiið fullt eins vel til fundið að sæma þá verðlaun- um í efnafræði. En rannsóknir þeirra á efnaskiptunum munu koma að miklu haídi við lækn- ingu efnaskiptasjúkdóma, sem margir eins og t.d. offita, hafa verið óviðráðanlegir fram til þessa. ÞTh. Heimatríiboð leikmanna 25 ára Á MORGUN verður 'Heimatrúboð leikmanna 25 ára. í tilefni þess verður haldin sérstök samkoma í Zíon, Óðinsgötu 6A, annað kvöld kl. 8,30. Verður þar flutt prédikun, sagt ágrip af sögu starfsins o. fl. Sem kunnugt er, var Heima- trúboð leikmanna, stofnað a£ Ármanni Eyjólfssyni og hefir markmið þess frá upphafi verið, að vinna að eflingu trúar og kristnilífs með þjóðinni á grund- velli Biblíunnar, og innan evan- gelísku lútersku kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.