Morgunblaðið - 31.10.1953, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.10.1953, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1953 •Fk'-A- Rætl um takmarkanir á lax- og silungsveiði KOMIÐ er til umræðu á þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, sem sett voru 1941. Björn Ólafsson er flutningsmaður þessa frumvarps, en breytingarnar, sem frum- varpið lcveður á um, eru að lax og göngusilungur skuli vera frið- aður fyrir allri veiði annarri en stangarveiði 84 stundir á viku í stað 60, samkv. eldri lögunum. Og í öðru lagi að á milli fastra veiðivéla skuli jafnan vera 100 metra bil, en þó aldrei skemmra en fimm-föld lengd veiðivélar, og skal telja frá föstum árbakka, út að yzta enda vélar. Sambandsráðsfundyr ÍSÍ OFVEIÐI í HVÍTÁ í greinargerð fyrir frumvarp- inu segir m. a. svo: Samkvæmt lögum nr. 112/1941, um lax- og silungsveiði, er lax friðaður fyrir allri veiði, ann- árri en stangarveiði 60 stundir á hverri viku. Er þetta gert til að setja nokkurn hemil á laxveiði í net eða veiðivélar, svo að ekki sé of nærri gengið fiskstofninum, sérstaklega þar sem laxgöngurn- ar fara um á leið til hrygningar- stöðvanna. í þessu efni stendur sérstak- lega á um Hvítá í Borgarfirði. í hana renna nokkrar af beztu veiðiám landsins, ekki alllangt frá ósi hennar. Allur lax, sem gengur í þessar veiðiár, verður því fyrst að ganga upp Hvítá. En eins og kunnugt er, er netja- veiði stunduð því nær eingöngu í Hvítá, og hafa veiðivélar verið lagðar undanfarin ár þvert og endilangt um ós og leirusvæði árinnar. Verður laxinn að kom- ast fram hjá hinum mörgu veiði- ýélum, sem í Hvítá eru lagðar, til þess að komast upp í berg- vatnsárnar og hrygna. Enginn vafi er á því, að mikil ofveiði hefur átt sér stað í Hvítá undanfarin ár í veiðivélar og net. Með ofveiði er hér átt við, að jarðeigendur, sem veiðirétt eiga í Hvítá, hafa veitt í netin miklu . stærri hluta en þeim eðlilega ber af þeim laxi, sem leggur leið sína Um Hvítá upp í bergvatnsárnar. Enn fremur er það íhugunarvert, að enginn lax, sem í netin veið- ist, hefur haft aðstöðu til að hrygna. Vafalaust má því telja, að bændur, sem mikilla hags- muna hafa að gæta vegna lax- veiði í bergvatnsánum, hafa um langt skeið borið skarðan hlut frá borði, borið saman við veiði- bændur við Hvítá. LENGD VEIÐIVÉLAR Samkvæmt dómi hæstaréttar, nr. 34 1949 (um lögmæti laxveiði lagnar á leirusvæði ár), hefur 31. gr. laganna verið túlkuð svo, að ekki skuli telja fjarlægð veiði vélar frá árbakka til lengdar hennar, heldur beri að miða ein- ungis við lengd veiðivélarinnar sjálfrar. Er hér átt við, að heim- ilt sé að leggja net í árkvislar án tillits til fjarlægðar þeirra frá föstum árbakka, ef netjalögn- in sjálf að lengd til er innan hæfi legra marka. Með þessu móti er hægt að leggja í allar höfuðkvísl ar hvar sem eru á leirusvæði ár- innar og þann hátt þvergirða að miklu leyti íyrir allt leirusvæð- ið. — Enginn vafi er á, að þessi túlk- un laganna er ekki í samræmi við upphaflegan tilgang þeirra. Tilgangurinn var sá, að lengd veiðivélar skyldi mæld frá föst- um árbakka, en ekki frá eyrum úti í miðri á. En þess ber þó að gæta, að 34. gr. laganna gefur nokkuð tilefni til misskilnings í þessu efni, og þess vegna er lagt til, að sú grein verði felld niður. •Það, sem við er átt með breyt- ingu þessari, er, að ekki sé heim- ilt að mæla lengd netja eða veiði véla frá eyri eða bakka, öðrum en hinum eðlilega fasta árbakka, hvar sem net eru lögð í ána, þar með talið leirur og ós. Um frumvarp þetta ræddu þeir Jörundur Brynjólfsson og Pétur Ottesen. Töldu þeir óvar- legt að takmarka netjaveiði en setja engar hömlur á stanga- veiði. Pétur Ottesen, þingmaður Borgfirðinga, kvað reynsluna sýna, að í Borgarfirði væri lax- gengd mismunandi frá ári til árs, því árabil værú að því hvernig tækist til með laxaklakið. Hann kvað mestan hluta þeirra netja- veiða, sem fram færu í Hvítá' fara fram á svæði, þar sem sjór félli um. Þar væri Hvítá mjög breið og veiðivélarnar útilokuðu því engan veginn laxinn frá göngu upp í bergvatnsárnar. TALDI LAXSTOFNINUM STAFA HÆTTA AF STANGARVEIÐINNI Síðan ræddi Pétur nokkuð um stangarveiði. Hann kvað íslenzka laxveiðimenn hafa þjálfast mjög í meðferð stanga. Ekki væri því hægt að loka augunum fyr- ir því að laxastofninum stafaði nokkur hætta af stangaveiðinni. Löggjafanum bæri að sýna við- leitni til að sporna við þeirri hættu. Hins vegar væri stangar- veiði nú engum takmörkunum háð utan þeim að lögboðin væri ákveðinn veiðitími á ári hverju. Pétur Ottesen kvaðst flutnings manni frumvarpsins sammála um það að íslendingar ættu mik- il verðmæti í ám sínum. Allir eru og sammála um það að gæta þyrfti þessara verðmæta vel. Sporna yrði við hættunni, sem laxastofninum væri búin, hvort sem hún væri við árósana eða uppi í ánujm sjálfum. AðalMur Kven- siúdenfafélaqsins KVENSTÚDENTAFÉLAG fs- lands hélt nýlega aðalfund sinn. Formaður félagsins, Rannveig Þorsteinsdóttir hdl. flutti .skýrslu um störf þess á liðnu ári. Fundir voru haldnir mánaðarlega vetr- armánuðina. Félag ísl. háskóla- kvenna, sem er deild í K. í., sendi fulltrúa á fulltrúaþing Alþjóða- sambands háskólakvenna, sem haldið var í London í ágústmán- uði s. 1. Samþykkt var á aðalfundinum að hefja fjársöfnun á vegum félagsins. Skal fé það, er inn kemur renna í sjóð, sem verja á til þess að bjóða erlendri háskóla kona til dvalar við Háskóla ís- lands. Styrkir, sem þessir eru oft veittir af hliðstæðum félögum í öðrum löndum Berst K. í. ár- lega fleira en eitt tilboð um slíka styrki til handa félagskonum, þótt engin hafi til þessa séð sér fært að þiggja þá. Félagið verður 25 ára á þessu ári, var stofnað 7. apríl 1928. Af- mælisins verður minnst með hófi í Þjóðleikhúskjallaranum 6. nóv. n. k. Eru þær félagskonur, sem taka vilja þátt í þvi, beðnar að hafa samband við Hönnu Foss- berg í síma 80447 eða 2147 í síð- asta lagi þriðjudag 3. nóvember. Stjórn Kvenstúdentafélagsins skipa nú: Rannveig Þorsteins- dóttir, form., Auður Þorbergs- dóttir, Hanna Fossberg, Margrét Bergmann, Rósa Gestsdóttir, Sig- ríður Ingimarsdóttir og Teresía Guðmundsson. BEZT AÐ AliGLÝSA í MORGUNBLAÐINU 10 FUNDUR sambandsráðs í. S. í. var haldinn í félagsheimiil Knattspyrnufél. Valur við Hlíð- arenda í- Reykjavík 24. og 25. okt. s. 1. Fundinn setti og stjórnaði for- seti ÍSÍ, Ben. G. Waage. Á fundinum voru rædd ýmis áhugamál og hagsmunamál í- þróttahreyfingarinnar, fluttar skýrslur framkvæmdastjórnar (ÍSÍ og sérsambandanna, lagðir fram reikningar Ólympíunefndar íslands og samþykktir. Þá voru i margar samþykktir gerðar og 1 eru þessar helztar: Fjármál ÍSÍ Samþykkt að kjósa 7 manna nefnd til þess að gera tillögur og athuga, hvaða leiðir væru heppilegastar til þess að skapa öruggan fjárhagsgrundvöll fyrir ISÍ og sérsambönd þess, og á hvern hátt mætti ná beztum árangri í innheimtu ársgjalda og s. frv. Nefndinni var ætlaður starfs- tími fram að næsta fundi sam- bandsráðs eða til auka-íþrótta- þings ef það yrði haldið. Þá var samþykkt að þakka fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi menntamálaráð- herra fyrir stuðning þeirra við að fá hækkað framlag ríkissjóðs til ISI og skorað á fjárveitinga- nefnd Alþingis og fjármálaráð- herra að fallast á að styrkur til ÍSÍ verði 45000,00 kr. Svo og var samþykkt heimild fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ að boða til auka-íþróttaþings, ef tal in verður þess þörf vegna fjár- hagserfiðleika ÍSÍ. Ýmsar aðrar tillögur í fjármál- um voru og samþykktar. í fjárhagsnefnd voru kjörnir Gísli Ólafsson, Bragi Kristjáns- son, Lúðvík Þorgeirsson, Sigur- jón Jónsson, Gísli Halldórsson, Þorvaldur Ásgeirsson og Jens Guðbjörnsson. íslenzkar getraunir. Sambandsráð ÍSÍ samþykkti að skora á öll sambandsfélög ISÍ að gera allt er þau megna til þess að auka og efla þótttöku í íslenzkum getraunum. Endurskoðun dóms- og refsiákvæða ÍSÍ í framhaldi af ályktun íþrótta- ‘þings 1953, um endurskoðun | dóms- og refsiákvæða ÍSÍ. sam- þykkir sambandsráð ÍSÍ að . kjósa fimm manna nefnd til að endurskoða dóms- og refsi- ákvæðin og skal nefndin hafa lokið störfum eigi síðar en mán- uði fyrir haustfund sambands- ráðs 1954. í nefndina voru kjörnir: Konráð Gíslason, Þorgeir Sveinbjarnar- son, Brynjólfur Ingólfsson, Einar B. Pálsson, Haraldur Guðmunds- son. I Aðgangsskírteini fyrir fulltrúa í sambandsráði. Fundur í sambandsráði ÍSÍ 24. okt. 1953 samþykkti að fela fram kvæmdastjórn’l’SÍ að láta útbúa sérstök skírteini fyrir fulltrúa í sambandsráði ÍSÍ, er veiti aðgang að öllum opinberum íþróttamót- um innan ÍSÍ. Endurskoðun starfsreglna Ólympíunefndar íslands. 10. fundur Sambandsráðs ÍSÍ 25. okt. 1953, samþykkir að fela framkvæmdastjórninni og einum fulltrúa frá hverju sérsambandi ÍSÍ, að endurskoða_ starfsreglur Ólympíunefndar íslands og leggja fyrir næsta sambandsráðs- fund, þar sem gengið verði frá kjöri í Ólympíunefnd ísands. Keppnisleyfi Gunnars Huseby. Fundur í Sambandsráði íþrótta sambands íslands haldinn 24. og 25. okt. 1953, samþykkir að veita Gunnari Huseby keppnisleyfi að nýju, samkv. heimild í dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ, frá 1. jan. 1952. Áskorun á Alþingi að hækka framlag til íþróttasjóðs. Fundur í Sambandsráði í- þróttasambands íslands haldinn 24. og 25. okt. 1953, samþykkir að skora á háttvirt Alþingi og ríkisstjórn að hækka framlag til íþróttasjóðs í kr. 1,000,000,00, eina miljón króna. Jens Guðbjörnsson gerður að heiðursfélaga ÍSÍ í tilefni af 50 ára afmæli Jens Guðbj örnssonar, samþykkfi sam-' bandsráð að gera hann að heið- ursfélaga ÍSÍ. Aukið framlag til íþrótta- skólans á Laugarvatni. Sambandsráðsfundur ÍSÍ hald- inn 24.—25. okt. 1953, samþykk- ir að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar og Alþingis þess, sem nú situr, að veita fé til bygginga að Laugarvatni vegna íþróttakennaraskóla ís- lands svo unnt verða að hefja þeg ar á næsta ári framkvæmdir við velli og húsakynni skólans. Fundurinn leggur áherzlu á að stofnað verði leiðbeiningadeild við skólann svo fljótt og unnt er, svo að íþróttastarfsemin geti eignast og viðhaldið hópi áhuga- þjálfara meðal hinna ýmsu í- þróttafélaga. Ýmsar aðrar samþykktir. Sambandsráðsfundur ÍSÍ hald- inn 24. og 25. okt. 1953 sam- þykkir að mæla með framkom- inni tíllögu um sölu útfylltra getraunaseðla (happdrættisform) og mun hvetja alla sambands- aðila sína að veita forráðamönn- um íslenzkra gétrauna alla þá aðstoð við framkvæmd hennar, sem henni er unnt að veita og heitið á alla aðila ÍSÍ að leggja þeim alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stendur. Þá samþykkir furdurinn einnig að óska þess að áður en til fram- kvæmda kemur, verði gengið frá þeirri hundraðstölu(%), sem Í.S. í. myndi hljóta af nettó ágóða, enda gengist ÍSÍ ekki fyrir happ- drætti eða öðrum fjáröflunum, sem byggjast á framtaki íþrótta- félaga og héraðssambanda (í- þróttabandalaga). Þá var samþykkt skipti á Vs af árstillagi sambandsfélaganna til ÍSÍ milli sérsambandanna. Einnig var samþykkt að hverj- um fulltrúa í Sambandsráði skuli heimilt að bjóða tveim áheyrn- arfulltrúum á fundi sambandsins enda séu þeir í trúnaðarstöðu innan íþróttahreyfingarinnar. Á þessum 10, fundi sambands- ráðs ÍSÍ mættu: ÍTr framkvæmda stjórn ÍSÍ, Ben. G Waage, Guð- jón Einarsson, Gísli Ólafsson, Konráð Gíslason, Stefán Runólfs- son, fyrir Vestfirðingafjórðung, Óðinh Geirdal Akranesi, fyrir Sunnlendingafjórðung Gísli Sig- urðsson, fyrir Reykjavík, Gísli Halldórsson, fyrir FRÍ Bragi Kristjánsson, fyrir SKÍ Einar Kristjánsson, fyrir KSÍ Sigurjón Jónsson, fyrir SSÍ Erlingur Páls- son, fyrir GSÍ Þorvaldur Ásgeirs- son auk þess mættu á fundinum Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi og Jens Guðbjörnsson, forstj. íslenzkra getrauna og síðari dag- inn frá FRÍ Brynjólfur Ingólfs- son og Lárus Halldórsson svo var og á fundinum framkvæmda stjóri ÍSÍ Hermann Guðmunds- son. ■ f" W'IfeíiSS & menn koma hinpð næsfa vor Frá aðalfundi Glímuléiagslns Ármanns. í RÁÐI er að hinn heimsfrægi fimleikaflokkur Finna í áhalda- jeikfimi komi hingað í boði Glímufélagsins Ármanns á næsta vori bg ennfremur finnskir frjálsíþróttamenn. Þá er og ráðgert að frjálsíþróttamenn félagsins fari til Finnlands í keppnisferð á komandi sumri. Frá þessu var skýrt á aðalfundi Ármanns, sem haldinn var s. 1. miðvikudag. Á fundinum las for- maður, Jens Guðbjörnsson, skýrslu stjórnarinnar, sem sýndi ljóslega hið mikla íþróttastarf félagsins. Alls æfðu 608 manns hjá félag- inu. Flestir æfðu leikfimi eða 203, þjóðdansa 106, frjálsar íþrótt ir 84, handknattleik 68, síðan koma skíðamenn, ísl. glíma, hnefa leikar, sund og róður. Tólf íþrótta kennarar kenndu hjá félaginu. Rekstrarkostnaður var alls 83 þúsund krónur, þar af kennslu- kostnaður rúmlega 62 þúsund. GÓBUR ÁRANGUR ÍÞRÓTTAMANNANNA Árangur íþróttamanna félags- ins var með miklum ágætum. Félagið átti 7 tslandsmeistara í frjálsum íþróttum, fjölmarga Reykjavíkurmeistara og ber nú sæmdarheitið „Bezta frjálsíþrótta félag Reykjavíkur". Ræðarar félagsins urðu bæði íslands- Og Reykjavíkurmeistarar. Sund- mennirnir urðu íslands- og Reykjavíkurmeistarar í sund- knattleik, auk margra íslands- meistara-titla í sundi. Glímu- menn unnu marga sigra, þ. á. m. Grettisbeltið og Ármannsskjöld- inn. Handknattleiksflokkur karla vann meistara- 1. og 2. flokk karla á íslandsmeistaramótinu innanhúss og einnig íslandsmót- ið utanhúss. Hnefaleikarar félags ins urðu fjórfaldir íslandsmeist- arar. Þá höfðu leikfimis-, þjóð- dansa-, hnefaleika- og glímu- flokkar félagsins sýningar í Reykjavík og nágrenni, svo nokkuð sé upp talið. KOSINN FORMAÐUR í 27. SINN Stjórnarkosning fór þannig, að Jens Guðbjörnsson var endur- kosinn formaður, nú í 27. sinn, en með honum í stjórn: Sigurður Prnmh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.