Morgunblaðið - 31.10.1953, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.10.1953, Qupperneq 16
Veðurúilif í dag: Norðaustan kaldi. Léttskýjað. Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Sjá grein á bls. 9. 248. tbl. — Laugardagur 31. október 1953 Skrifstofa Neytendasam- taka Reykjavíkur opnuð Gæfir hún hagsmuna neyienda í einu og öliu NEYTENDASAMTÖK Reykjavíkur, sem stofnsett voru seint á s.l. vetri hafa nú opnað skrifstofu sína í Bankastræti 7 og verður hún epin frá kl. 3—7 daglega, nema laugardag frá kl. 1—4. Fram- kvæmdarstjóri samtakanna hefur verið ráðinn Ari ísberg lög- iræðingur. — Símanúmer skrifstofunnar er 82722. Nýir biiar fórbiófnaður FJORÞÆTT MARKMIÐ Markmið neytendasamtakanna er fjórþætt, í fyrsta lagi að vaka yfir því að fyllsta tillit sé tekið til neytenda almennt, þegar sett- ar eru reglur eða ákvarðanir teknar, sem snerta hagsmuni neytenda. í öðru lagi að upplýsa almenning um gildi vöruvals og nauðsyn þess, að standa á verði um það, að láta ekki blekkjast í viðskiptum. í þriðja lagi að ör- yggi í viðskiptum verði aukið með því að komið verði á fót gæðamati og gæðamerkingum, neytendum til leiðbeiningar. I fjórða lagi að stuðla að því á all- an hátt að á boðstólnum séu fyr- ir almenning nægar og hentug- ar vörur og almenn þjónusta í samræmi við hagsmuni neytand- ans. GÆTIR HAGSMUNA NEYTANDANS Hlutverk skrifstofunnar er að veita neytendum upplýsingar og alla aðstoð, sem hún getur látið þeim í té og væntir stjórn sam- takanna að þeir leiti þangað með vandamál sín. Hingað til hefur almenna neytendur skort máls- vara, en almenn neytendasam- tök hafa mjög mikilvægu hlut- verki að gegna í þjóðfélaginu. Hver einstakur neytandi má sín lítils, þegar hann getur ekki leit- að til neinna samtaka, heldur verður að taka öll sín mál sjálf- ur. Óskir hans og kröfur eru máttlitlar, enda þótt almennings- álitið sé þeim eindregið fylgj- andi. — Til þess að geta gengt hlutverki sínu sem bezt þurfa neytendasamtökin að vera fjöl- menn og Reykvíkingar því hvatt ir til þess að gerast félagar. — Máttur samtakanna er að miklu leyti kominn undir undirtektum almennings. Málgagn Neytendasamtaka Reykjavíkur er Neytendablaðið og er það væntanlegt á næstunni. — Ritstjóri þess er Sveinn As- geirsson hagfræðingur, en hann er jafnframt formaður samtak- anna. Fiatverksmiðjiirnar itölsku framleiða nú fimm mismunandi gerðir íólksbíla og er mynd þessi af gerðinni „Fiat 1100.“ í alþjóðlegri kappaksturskeppni varð þessi gerð Fiatbíla fyrst í sínum flokki. Ekið var 1000 mílna leið og var meðalhraði bílsins rúmir 107 km. — Þetta er fjögurra manna bíll með 11 hestafla vél. — Bílar þessir munu áður en langt um líður sjást á götum hér. Ahusjamenn um kvikmynda list stofna til félags Byrjar slarfsemi sína um helgina. NÝLEGA hefur verið stofnað hér í bæ félag áhugamanna um kvikmyndalist, sem hlotið hefur nafnið Filmia. — Markmið fé- lagsskapar þessa er að gefa félagsmönnum kost á að sjá úrvals- kvikmyndir, sem gerðar hafa verið allt frá því að kvikmyndagerð hófst og glæða áhuga félagsmanna á menningarlegum verðmætum góðra kvikmynda. í FYRRINÓTT var stórþjófnaður framinn i trésmíðavinnustofu Axels Eyjóífssonar hér í bænum. Var stoiið þar 27.000 krónum í penine-ura. Óupplýst er, hver hér var að verkl. Trésmfðavinnnstofan er til húsa í Skipohltl 7. Þjófurinn gat opn- að glugga á verkstæðinu. — f skrifstofunni braut hann upp skjalskáp, sem peningar voru geymdir í. Emnig gerði hann peningaleit í skriíborðsskúffum, sem hann sprengdi upp, en þar var enga peninga að finna. Senniiega hefur þjófurinn, áð- ur en hann framdi þetta innbrot, brotizt inn i hjólbarðastofu Otta Sæmundssonar, en þar var engu stolið. Á níunda hundraö sfúdonlar kjósa nýf! slúdenlará FYRSTA MYNDIN Félagið mun hefja starfsemi sína um þessa helg'i með sýning- um á kvikmyndinni Jeanne d’Arc sem fyrst var sýnd 1928. Er þetta ein umdeildasta mynd allra tíma, hafa margir viljað telja hana beztu kvikmynd sem tekin hefur verið. — Stjórnandi er Carl Th. í DAG ganga háskólastúdentar til koshinga í Stúdentaráð. — Þar hafa Vökumenn, lýðræðissinnaðir stúdentar, farið með meiri- hlutavald, haft fimm fulltrúa af 9. — Kosningin hefst klukkan 2 og lýkur kl. 8 í kvöld. Á kjörskrá eru nú fleiri stúd- entar en nokkru sinni áður, nokk uð á níunda hundrað. Kjöfundur verður í tveim kennslustofum í Háskólanum. FRAMBOÐSFUNDUR f GÆRKVÖLDI I gærkvöidi var haldinn fram- boðsfundur að venju . Áður en fundurinn hófst gerði fráfarandi formaður stúdentaráðs. Matthías Jóhannessen, grein fyrir störfum ráðsir.s. Síðan hófst framboðs- fundurinn. — Þar töluðu af hálfu Vöku þeír: Eyjólfur K. Jónsson, Sverrir Hermannsson, Ólafur H. Ólafsson og Matthías Jóhannes- sen. Var þeim mjög vel tekið af fundarmönnum. 5 LISTAR Við þessar kosningar koma fram fimm listar. Auk D-listans, lista Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, bjóða Framsókn- armenn, kratar, frjálsþýðið og kommúnistar fram. FULLTRÚAR VÖKU Níu aðalmenn og jafnmargir til vara verða kosnir og er D-listinn skipaður þannig: Eyjólfur Konráð Jónsson stud. jur. Jón Hnefill Aðalsteinsson, stud med. Valdimar Kristinsson, stud. oecon Óiafur Haukur Ólafsson, stud. med. Haraldur Bessason, stud. mag. Sverrir Hermannsson, stud. oecon. Rógnvaidur Jónssón, stud. theol. Þórir Einarsson, stud. oecon. v- Ólafur Einarsson, stud. med. Þorvaldur Alfonsson stud. oecon. Pétur Gautur Kristjánsson stud jur. Gissur Pétursson, stud. med. Borghildur Thors, stud, philol. Matthías Jóhannessen, stud. mag. Emil Als, stud. med. Bogi Ingimarsson, stud. jur. Frosti Sigurjónsson, stud. med. Bragi Sigurðsson, stud. jur. Jólamerki Barna- uppeldissjóðs Thor- valdsensféiagsins JÓLAMERKI Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins eru nú fyrir skömmu komin á markað- inn. Er það í 39. skipti, sem fé- lagið gefur út jólamerki. Eins og að undanförnu eru merkin smekkleg, — mynd af fjárhirðunum, teiknuð af Stefáni Jónssyni. Þau fást í pósthúsinu, í bókaverzlunum • og hjá Thor- valdsenfélaginu. Falconetti Dreyer og aðalleikandi Maria Falconetti, sem gat sér heims- frægð fyrir þessa mynd. — Áætl- að er að sýna 14—16 myndir í vetur. FRÁ DANMÖRKU Félagið hefur komizt að sam- komualgi við danska kvikmynda- safnið Det danske Eilmmuseum í Kaupmannahöfn, sem hefur sýnt því þá velvild að lána myndir sínar hingað fyrir sama verð og hliðstæðum félögum í banmörku. MYNDIR TIL ÁRAMÓTA Þegar hefur verið ákveðið, hvaða myndir verða sýndar til nýárs. — Á eftir Jeanne d’Arc kemur bandaríska myndin The long Voyage home (1940) eftir John Ford, sem m. a. stjórnaði kvikmyndinni Þrúgur reiðinnar. — Þá verður sýnd danska mynd- in Heksen eftir Benjamin Christensen (1921) og Litla stúlka-n með eldspýturnar eftir Jean Renoir. — Síðasta myndin á þessu ári verður svo franska myridin Antoine et Antoinette (1947). Stuttar fræðslu- og list- myndir verða sýndar með aðal- myndunum. — Síðar verður auglýst, hvaða myndir verða sýndar eftir nýár. SÝNINGAR í TJARNARBÍÓI Myndirnar verða sýndar í Tjarnarbíói og í samvinnu við það. — Fyrsta sýning verður á morgun kl. 13 og verða félags- skírteini afhent í Tjarnarbíói kl. 10—IZV2 sama dag. Þátttöku- gjald er kr. 50 á ári fyrir hvern félaga. Fjölmargir hafa skrifað sig fyrir þátttöku í félaginu, en enn er hægt að bæta nokkrum félögum við og geta þeir snúið sér til stjórnar félagsins, en hana skipa eftirtaldir menn: Jón Júlíusson fiL kand. formaður, Matthias Johannessen blaðamað ur ritari, Baldur Tryggvason skrifstofum. gjaldkeri og með- stjórnendur eru þau Magdalena Thoroddsen blaðam. og Stein- grímur Sigurðsson ritstjóri. HáskóSaslúdentar ILÁSKÓLASTÚDENTAR munrð að kjörfundur hefst kl. 2 í Aag í skólanum. Kjósið sneinraa og enginn má sitja heima. — D-listinn er listi lýð ræðissinnaðra stúdenta, Vöku manna. — TryggiS Vöku áframhaldandi meirihlutavald í stúdentaráði, og þar með framgang hagsmunamála ykk- ar. Kosningaskrifstofa D-LIST- ANS er í Tjarnarkaffi. — Sím ar eru: 3552 — 5533 og 5899. — Þar verður hverskonar fyrir- greiðsla veitt í sambandi við síúdentaráðskosningarnar. VÖKUMENN, HAFID SAM BAND VID KOSNINGA- SKRIFSTOFU YKKAR. 9000 kr. seoi maður geymdi heirna stolið INNBROTSÞJÓFAR hér í bæn- um, hafa nú í annað sinn í þess- ari viku framið peningaþjófnað í mannlausu herbergi. Nú var hvorki meira né minna en 9000 krónum stolið. 1 Maðurinn sem átti peninga ■ þessa var við vinnu er peningun- um var stolið í herbergi hans sem er í rishæð húss eins í Austur-; bænum. Þykir sýnt að maðurinn hefur komizt inn í herbergið með ' þjófalykli, en hurðarskráin að því er léleg. Peningana geymdi eigandinn í bankabók og var henni stolið ásamt peningunum. Þakka aðstoð við hafin á Hofsési HINN 27. október var byrjað á kirkjubyggingu á Hofsósi. Sókn- arpresturinn, sr. Ragnar Fjalar, stakk fyrstu stungu að byggingu hinnar fyrirhuguðu kirkju, sem standa á nálægt prestsbústaðnum, austan vegar, er farið er inn frá Hofsósi. Presturinn var skýddur messu- skrúða við þessa athöfn. Flutti hann bæn og talaði til safnaðar sips. Lagði út af orðunum: „E£ drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til einskis". Hvatti hanra söfnuðinn til samheldni og sam- taka um bygginguna. Mikill áhugi ríkir í þorpinu að koma byggingunni áfram, og eru þegar söfnuð um 200 gjafadags- verk að auki nokkurra loforða um bein framlög. Björn Guðnason smiður er ráð- inn til að sjá um bygginguna Og hafa alla verkstjórn. —B Skákeinvígi Mbl.: Akrancs-Keflavík KEFLAVÍK SENDIHERRA Bandaríkjanna og yfirmaður varnarliðsins hafa tjáð utanríkisráðherra þakkir sínar fyrir margvíslega aðstoð, er ís- lendingar létu í té í sambandi við tilraunir til þess að bjarga áhöfn amerísku flugvélarinnar, er fórst suður af fslandi 18. október síðastliðinn. Bera þeir fram sérstakt þakk- læti til þeirra, sem gengu á fjör- ur á suðurströndinni og til flug- björgunarsveitarinnar. (Frá utanríkisráðuneytinu). ám m iái n i#Siir AKRANES 5. leikur Akraness er: «2 — e3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.