Morgunblaðið - 07.11.1953, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. nóv. 1953 j
Austiír-Landeyingar npr
félagshetmiii í þegnskapai«ii
Sall-
AUSTUR LANDEYJUM, 30.
okt. — Laugardaginn 24. okt.
s. 1. sátum við Austur-Landey-
ingar reisugildi félagsheimilis
sveitarinnar. Þann dag var lokið
við að reisa þak hinnar stóru Jg
veglegu félagsheimilisbyggingar,
sem Austur-Landeyingar hafa nú
i smíðum.
Byggingarframkvæmdir hóf-
ust á s. 1. vori, og var þá lokið
við að steypa allar undirstöður
og kjallara. Heyskaparmánuð-
ina júlí og ágúst lá verkið niðri.
®n í haust hefir svo verið unnið
af kappi að byggingu þessari og
hefir miðað mjög vel.
Að verki þessu er eingöngu
unnið í þegnskaparvinnu hrepps-
búa, undir verkstjórn Sigurðar
Haraldssonar, húsasmíðameistara
írá Tjörnum.
Hefir tekizt mjög vel að hag-
nýta vinnu hinna ófaglærðu en
verkhögu bænda og bændasona,
sem margir eru smiðir góðir.
KÚMGÓÐUR
SAMKOMUSALUR
Bygging sú, sem hér um ræð-
ir, er 300 ferm. að flatarmáli.
í aðalbyggingu, sem er rúm-
ir 200 ferm. að stærð, eru tveir
salir, stór og rúmgóður sam-
komusalur og annar salur minni
við enda hans, og er gólf þess
salar 50 cm ofar en gólf aðal-
salar.
Salir þessir verða aðskildir
með hurðaskilrúmi, sem færa
má til hliðar og myndast þá
cinn geysistór áhorfendasalur,
t. d. við fjölsóttar leiksýningar.
Fyrir hinum enda aðalsalar er
djúpt og rúmgott leiksvið.
Undir leiksviði er kjallari,
sem verða á geymsla fyrir leik-
tjöld auk búningsherbergja og
baðs.
í hinum enda aðalhúss undir
hærri sal er annar kjallari. Þar
munu verða geymslur og mið-
stöð.
í 90 ferm. hliðarbyggingu
verður komið fyrir bókasafni og
eldhúsi, auk vatnssalerna, fata-
geymslu, forstofu og anddyris.
REISUGILDI
Byggingarnefnd og kvenfélag
sveitarinnar bauð hreppsbúum
til veizlu að Krossi síðastl. laug-
ardag í tilefni þess að lokið var
að reisa þak byggingarinnar
jþann dag. Guðmundur bóndi
-fónsson í Hólmi, sem er formað-
ur byggingarnefndar stjórnaði
hófinu. Bauð hann gesti vel-
komna, þakkaði vel unnið starf
og hvatti til meiri átaka og at-
orku, þar til verkinu væri lokið.
Ræður voru margar fluttar og
túlkuðu allar eldlegan áhuga og
ákveðinn vilja á að Ijúka þessu
verki sem fyrst og sem bezt.
Fór hóf þetta hið bezta fram
og var öllum til ánægju er það
sóttu. Var að lokum stiginn dans
zfram undir morgun.
ÍBÚÐARHÚS í SMÍÐUM
Auk þessa er mikið um ný-
byggingar hér í sveit. Eru hér
l>rjú íbúðarhús í byggingu, auk
ýmissa smærri bygginga. Má
svo segja, að Austur-Landeyjar
séu að skipta um ham á ævin-
týralega skömmum tíma.
Þessa dagana er verið að leggja
s'ma á þrettán bæi sveitarinn-
ar en þau sjálfsögðu nútímaþæg-
indi hafa að mestu sneitt hjá
garði hér til þessa.
Þannig fetum við nú tröppu
af tröppu með hraða upp á við
og óhætt mun að fullyrða að við
byggjum einhverja mestu kosta-
-sveit Suðurlands.
VONAST EFTIR RAFORKU
Og nú er það von okkar og
Taunar ákveðin krafa, að eigi
verði látið dragast öll lengur, að
gjalda okkur tíund raforkunnar.
I>ykir okkur ríkisvaldið mismuna
þegnum sínum nokkuð óverð-
skuldað. — Austur-Landeýjar
hafa líklega lagt lang hæsta fjár-
1 upphæð — í hlutfalli við mann-
I f jölda — að Reykjavík unda-n-
skilinni — til hinna stórfenglegu
1 orkuvera við Sog, en ekkert feng
1 ið í staðinn annað en sjónhend-
1 ingu ljósadýrðar nágrannasveit-
1 anna. Fáar sveitir munu þó hafa
möguleika til að hagnýta raf-
j orkuna jafn þjóðhagslega hag-
stætt sem við. — S. J.
bsalan iil
Hafníirðing ar
ákveða síldarverð
HAFNARFIRÐI — Lýsi og mjöl
hefir nú ákveðið að greiða fyrst
um sinn 60 krónur fyrir síldar-
málið, og er þá miðað við, að
i fitumagn síldarinnar sé ekki
minna en 14%.
Sömuleiðis borgar verksmiðj -
an fyrir löndunartækin og fyrir
aksturinn til verksmiðjunnar.
Edda er væntanleg um hádegis-
bilið í dag með um 1500 mál. G.
ÞAR SEM fyrirsagnir í greinar-
gerð þeirri, er Morgunblaðið birti
í gær um saltfisksölu til Brazilíu
voru villandi, hefur Kristján Ein-
arsson beðið um eftirfarandi
leiðréttingar:
F'-aral á bls. 11.
Framh. af bls. 1.
annað en játað að Dawson er
nú tekinn tii við að landa ís-
lenzka fisknum reglulega, svo
að Grimsbv má heita opin
höfn fyrir íslendinga.
Nú rennur uih> mikjl úrslita-
stuntl á mánudag, þegar fund-
ur verður haldinn í félagi fiski
kaupmanna í Grimsby. Þar
vcrður tekin ákvörðun um,
hvort kaupmehn kaupi íslenzk
an togarafisk eða eigi.
Dawson sagði í dag að hann
myndi fá vikulega þrjá til
fimm togarafarma af fiski. —
Naesti togari kemur að sögn
hans senniiega á sunnudag og
annar á mánudag. Og enn eru
fjórir togarar á leiðinni.
Frá veíívðngi Sameinuðu þjóðanna:
REGLUR UM LAMD-
GRUMM OG LAMB'MELGI
JÓIIANN HAFSTEIN alþm. er nýkominn hcim frá þingi Sam-
cinuðu þjóðanna. Þar var hann um tíma sem fuiltrúi íslands.
Eftir að hann kom lieim, flutti hann stutt erindi í útvarpið, þar
sem hann skýrði frá nokkru því helzta, sem þingið fjallaði um,
og sérstaklega varðar ísland og ísl. hagsmuni.
Þar minntist hann m. a. á tillögu alþjóðlegu laganefndarinnar,
um réttarreglur varðandi landgrunnið, sem nú eru á dagskrá
þingsins.
Mbl. hefur beðið Jóhann um að gera nokkuð nánari grein fyrir
því máii, og fer umsögn hans hér á eftir:
Svar lil AlbýðubSaSsins út af
bátagjaldeyrisskrifum
ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur að und-
anförnu Játið sér tíðrætt um báta-
gjaldeyririnn, og starfsemi þá er
sölunefnd innflutningsréttinda
bátaútvegsins annast.
Það út af fyrir sig vekur enga
furðu þótt Alþýðublaðið ræði um
þá starfsemi, því Alþýðuflokkur-
inn hefur hamast gegn þessu sér-
staka fyrirkomulagi, mjög hat-
ramlega síðan það var sett á.
I fyrstu fékk áróður Alþýðu-
blaðsins lítinn hljómgrunn hjá
hálfbræðrum þeirra, kommunum
en þegar leið nær kosningum, þá
fór Þjóðviljinn að taka dálítið
undir, en forystan hefur þó alltaf
verið hjá Alþýðuflokknum, og
sérstaklega nú hjá hagfræði-
prófessornum Gylfa Þ. Gíslasyni.
Er nú rétt að athuga þetta dá-
lítið nánar. Er Alþýðuflokkur-
inn svona mikið á móti þessu
fyrirkomulagi, vegna þess að báta
gjaldeyririnn leysti af hólmi svo-
nefndan hrognagjaldeyrir, sem
stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar
veitti útvegsmönnum, á þær út-
flutníngsvörur bátaútvegsins,
sem eigi var hægt að framleiða
og flytja út með eðlilegum hætti,
l vegna kostnaðar við framleiðsl-
una.
Þá var misjafnt álag lagt á
! innflutningsvörurnar, eftir því
fyrir hvaða gjaldeyri varan var
' keypt, allt frá 30% upp í 115%.
Eftir að hinn skilorðsbundni
frílisti var auglýstur, myndaðist
fast álag á innflutningsréttindin,
þótt í fyrstu hafi leikið mikill
vafi á því, hvort svo myndi verða.
Hvort fyrirkomulagið er betra
að dómi Alþýðublaðsins?, því
ekki getur það skotið sér undan
að viðurkenna, að sérstakra ráð-
stafana hafi verið og sé þörf,
vegna framleiðslu bátaútvegsins,
miðað við þann tilkostnað, sem
nú er í landinu. Enda hafa Al-
þýðuílokksmenn viðurkennt það
á borði, þegar þeir fluttu á s.l.
Alþingi, frumvarp um lögfest-
ingu bátagjaldeyrisins, en þeir
sáu engin önnur úrræði, til þess
að afla tekna til greiðslu uppbóta,
en þá að innheimta skatt af sömu
vörum og þeim, sem nú eru á
hinum skilorðsbundna frílista.
Er Alþýðublaðið svona mikið á
móti þessu fyrirkomulagi, vegna
I þess að allir sitja við sama borð,
! allir hafa sömu möguleika til að
; fá sama verð fyrir aflann, hvort
. sem um er að ræða samvinnu-út-
gerðarfélög, hlutafélög eða ein-
staklinga? Vill Alþýðublaðið
láta taka upp sömu aðferðina með
úthlutun þess hluta andvirðis
aflans, sem kemur inn fyrir inn-
flutningsréttindin, og var við-
höfð þegar ríkissjóður varð að
aðstoða síldarútvegsmenn, með
svokölluðum aðstoðarlánum,
vegna hins gífurlega aflabrests á
síldveiðunum ár eftir ár?
Það er kunnugt dæmi, að félag,
sem núverandi ritstjóri Alþýðu-
blaðsins þekkir vel, fékk í að-
stoðarián á þessum árum kr.
1.154.000,00 og var sannarlega
þess þurfandi, en einstaklingur,
er átti jafnmarga báta og varð
einnig fyrir aflabresti á síldveið-
um, fékk kr. 0,00 = ekki neitt.
Er það réttlæti á borð við þetta,
sem Alþýðublaðið er að berjast
fyrir? Eða er Alþýðublaðið að
berjast á móti innflutningsrétt-
indunum vegna þess, að ýmsar
vörur, sem ekki voru fáanlegar á 1
opnum markaði, þegar AJþýðu-1
flokkurinn fór með innflutnings-
málin í stjórn landsins, eru nú á
boðstólum víða, og almenningur
getur valið um verð og gæði?
Er Alþýðublaðið svona önugt
út af því, að sumar vörutegundir, |
sem eru á bátalista t. d. nylon-
sokkar eru nú fáanlegir fyrir
53%, af því verði, sem talið var
að þeir væru seldir á svörtum
markaði þegar Alþýðuflokkurinn
hafði mest áhrif á innflutnings-
málin.
Og þessi dæmi er hægt að
finna, þrátt fyrir innflutnings-
réttindi bátaútvegsins og breytta
skráningu ísl. krónunnar.
Sannleikurinn er sá. að fyrir-
komulag það, sem tekið var upp '
á árinu 1951 um innflutningsrétt
indin, var það skársta sem völ
var á, frá almennu sjónarmiði
séð. I þessu sambandi má benda
á, að við tollafgreiðslu varanna
er hið skráða gengi lagt til grund
vaJJar við útreikning tolla, og B-
skirteinagjaldið lagt á eftir á, og
er augljós munurinn á þessari
tilhögun og þeirri, ef breyta hefði
þurft genginu að nýju.
Það er almennt talið að inn-
fiu.tningsréttindi bátaútvegsins
hafi verið sett á fyrir bátaútvegs
menn, það er rétt að bátaútvegs-
menn og sjómenn njóta þessara
réttinda í hækkuðu fiskverði, en
því má ekki gleyma í þessu sam-
bandi, að þætta er þjóðfélags-
Framh. á bls. 5.
Á VEGUM Sameinuðu þjóðanna
er starfandi alþjóða laganefnd
eða þjóðréttarnefnd skipuð 15
mönnum, sem Allsherjarþingið
kýs.
Þessi nefnd hefur haft það
verkefni að láta í ljós álit sitt og
gera tillögur um alþjóðlegar rétt-
arreglur, þar á meðal um gerð-
ardóma í milliríkjamámm, lög
um samninga milli ríkja, um
ríkisborgararétt, um réttarstöðu
diplomatiskra fulltrúa o. fl.
ENGAR TILLÖGUR ENN
UM LANDHELGINA
Einnig hefur verið í verka-
hring nefndarinnar að láta uppi
álit sitt og gera tillögur um regl-
ur þær, sem gilda skulu milli
þjóðanna á úthafinu, þar á meðal
um fiskveiðar í því, og loks hefur
nefndin einnig til meðferðar að
athuga og gera tillögur um al-
þjóðlegar réttarreglur varðandi
iandhelgi.
Ég vil taka það fram, að þessi
alþjóðlega laganefnd hefur enn
ekki lagt fram neinar tillögur
eða álitsgerð um landhelgina
sjálfa, hversu víð hún skuli vera
eða hvaða aðrar reglur um hana
gilda. Þó hefur verið unnið að
þessu máli innan vébanda nefnd-
arinnar og álitsgerð um það er
því væntanleg síðar.
LANDGRUNNIÐ
Hinsvegar liggja nú fyrir Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
álitsgerð alþjóða laga-nefndarinn
ar þar sem gerðar eru til-
lögur um tiltekin atriði varð-
andi reglur þær, sem gilda skulu
milli þjóðanna á úthafinu (Reg-
ime of the high seas) og snerta
þær bæði landgrunnið og fiski-
veiðar utan landhelgislínunnar.
Samkvæmt tillögum nefndar-
innar um landgrunnið, er átt við
sjávarbotninn og jarðlögin undir
honum fyrir utan landhelgislín-
una út að 200 metra dýpi. Þá
leggur nefndin til að strandriki
hafi yfirráðarétt yfir landgrunn-
inu í þessum skilningi einnig
utan landhelginnar, það er að
geta hagnýtt sér auðlindir þær,
t. d. olíu, sem felast kunna í
jarðlögum landgrunnsins.
Nefndin leggur hins vegar til,
að hafið yfir landgrunnsbotnin-
um utan landhelgi sé öllum
frjálst til fiskiveiða og annars,
en að komið verði á fót alþjóða-
stofnun, sem meðaJ annars eigi
að hafa það verkefni að sjá um
verndun fiskimiðanna á þessum
slóðum gegn ofveiði.
ÍSLENZKA STJÓRNIN
MÓTMÆLIR — VILL VERJA
FISKSTOFNINN
Nefndaráliti alþjóða laga-
nefndarinnar fylgja álitsgjörðip
frá 18 þátttökuríkjum Sameinuðu
þjóðanna og þar á mcðal íslands,
þar sem íjslenzka ríkisstjórnin
mótmælir eindregið tillögum
nefndarinnar varðandi land-
grunnið. íslenzka ríkisstjórnin
álítur, að hún hv.fi bæði rétt og
skyldu til að gera einhliða ráð-
stafanir, sem nauðsynlegar mega
teljast til þess að varðveita fiski-
stofninn á landgrunninu gegn
gjöreyðingu, enda hefur ríkis-
stjórnin fengið san-.þykkt lög Og
reglugerðir þar að lútandi eins Og
kunnugt er. íslenzka ríkisstjórn-
in hefur bent á hversu óraun-
hæft það sé, að strandríki megi
hindra útlendinga frá því að dæla
olíu úr landgrunninu en geti
hinsvegar ekki hindrað þá frá
því að eyðileggja aðrar auðlind-
ir, sem grundvallast á sama sjáv-
arbotni, og er þar átt við fiski-
tegundir og hrygningarstöðvar
þeirra í sjónum yfir landgrunn-
inu.
LAGT KAPP Á AÐ SKÝRA
HIÐ ÍSL. SJÓNARMIÐ
Það eru vissulega fleiri þjóðir
en íslendingar, sem eru önd-
verðar tillögum laganefndarinn-
ar um landgrunnið og fiskiveið-
ar yfir því. íslenzka sendinefndin
hjá Sameinuðu þjóðunum hefur
lagt mikið kapp á að skýra sín
sjónarmið sem bezt og ná sam-
stöðu með sem flestum öðrum
þjóðum. Málið kemur fyrst á
dagskrá 6. nefndarinnar, sem
fjallar um það og gerir síðan til-
lögur um það til Allsherjarþings-
Það var vegna þessa máls
sérstaklega, að Hans Andersen,
deildarstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu og ráðunautur íslenzku ríkis-
stjórnarinnar í þjóðarrétti, kom
vestur á þing Sameinuðu þjóð-
anna. Var það mjög vel ráðið Og
mun hann verða í fyrirsvari a£
íslendinga hálfu þegar þetta mál
kemur til umræðu í 6. nefndinni.
Áður en ég fór heim, höfðum
við leitað samstarfs við aðrar
þjóðir um að engar ákvarðanir
um bindandi lagareglur yrða
teknar á þessu þingi, sem nú
situr, en málinu vísað til frekari
athugunar alþjóðalaganefndar-
innar. Það var skoðun íslenzka
sendinefndarinnar, að við nán-
ari athugun málsins og nánari
samvinnu íslands við aðrar þjóð-
ir mundi málstað okkar verai
bezt borgið.
NÝIR MENN í NEFNDINNI
Meðan ég var fyrir vestan fófi
fram kosning í alþjóðlegu laga-
nefndina. Margir hinir sömtt
voru endurkjörnir, en í nefnd-
ina voru einnig kosnir nýir menn
Framh. á bls. 11.
Nýir faílar
Þetta er nýjasta gerð Dodge fólksbíla, Dodge Royal 1954 j