Morgunblaðið - 07.11.1953, Side 6

Morgunblaðið - 07.11.1953, Side 6
6 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 7. nóv. 1953 ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN FjöSþæft og öfiug starf- semi ISeimdaElar HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna hér í bæ, starf- ar nú með miklum blóma og má með sanni segja, að félagið sé þróttmesta og áhrifamesta æsku- lýðsfélag hérlendis, auk þess sem það er langstærsta æskulýðsfélag landsins. — Ég snéri mér nýlega til formanns félagsins, Geirs Hall grímssonar lögfr. og spurði hann frétta um hið fjölþætta starf Heimdallar í vetur. —★— — Hvað viltu segja okkur, Geir, um starf Heimdallar og undir- búning undir væntanlegar bæjar stjórnarkosningar? — Ungir Sjálfstæðismenn hér í bæ eru nú að hefja baráttu sína fyrir sigri Sjálfstæðisflokksins í væntanlegum bæjarstjórnarkosn- ingum, en vitanlega er mikið starf fyrir höndum, því að bar- áttan verður bæði hörð og marg- þætt. — Segja má, að hún hafi hafizt fyrir alvöru í síðustu viku, þegar Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri flutti fróðlegt erindi fyr- ir félagsmenn um bæjarmál og væntanlegar bæjarstjórnarkosn- ingar. — Mikill hugur er að sjálf sögðu í ungum Sjálfstæðismönn- um til að duga sem bezt í þeirri kosningabaráttu sem framundan er, enda hefur æska Reykjavíkur aldrei látið sitt eftir liggja til að berjast fyrir meiri hluta srigri Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og svo mun enn verða. FJÖLÞÆTT OG MIKIÐ STARF Fjöldi ungs fólks tekur nú þátt í starfi Heimdallar og er það meðal annars ein- dregin sönnun þess, að æskan fylkir sér um Sjálfstæðisflokk- inn, enda er það mála sannast að hin frjálslynda stefna Sjálf- stæðisflokksins he|ur ætíð átt miklum vinsældum að fagna meðal æskufólks hér á landi, og hefur það lengstum verið ein traustasta stoð flokksins. — Verða ekki fleiri slíkir kynn ingarfundir um bæjarmálefni á vegum félagsins? — Jú. Fundir verða alltaf haldnir öðru hvoru í vetur og m. a. ráðgerir stjórnin að halda sér- staka fræðslufundi um bæjarmál- in, þar sem ungir menn sem starfs síns vegna eru sérstaklega kunn- ir einstökum þáttum bæjarmál- anna flytja erindi, en eins og all- ir vita, þá hefur meiri hluti Sjálf stæðismanna í bæjarstjórninni treyst mörgum ungum og efni- legum mönnum fyrir ábyrgðar- miklum störfum í þágu bæjar- félagsins. Slík fræðsluerindi eru nauðsynlegur þáttur í starfi fé- lags okkar og er þess að vænta, að Heimdellingar láti sig ekki vanta á fundi þessa. — En hvað um útbreiðslufundi á vegum Heimdallar? — Þeir hafa, eins og allir vita, alltaf verið mikill þyrnir í aug- um andstæðinga okkar, enda hafa þeir verið fjölmennir og náð til æskunnar í bænum. — Slíkir út- breiðslufundir hafa alltaf verið haldnir árlega undanfarið og stundum jafnvel oftar en einu sinni á ári, og þá einkum ef um kosningaundirbúning hefur verið að ræða. — Núverandi stjórn Heimdallar mun kappkosta að halda slíka útbreiðslufundi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar og vanda til þeirra eftir föngum. STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ — Er ekki í ráði að halda sér- stakt stjórnmálanámskeið á veg- um Heimdallar í vetur? — Jú, fræðslunefnd Heimdall- ar hefur ákveðið að efna til stjórn málanámskeiðs í sambandi við stjórnmálaskóla flokksins sem nýlega er hafinn. Verður því hag- Samtal við Ceir HaSI- grímsson form. félagsins Islenzk einokun Geir Hallgrímsson. að þannig til, að Heimdellingar eiga þess kost að sækja alla fyr- irlestra stjórnmálaskólans, en verða síðan sérstaklega þjálfaðir í ræðumennsku. Munu þeir Gunn ar G. Schram og Magnús Óskars- sort verða leiðbeinendur í þeim efnum. Þá munu og málfundahópar starfa innan félagsins í vetur og hafa með sér reglulega fundi. Verður einkum lögð áherzla á að hafa flokkana fámenna, svo að öllum þátttakendum gefist tæki- færi til að taka þátt í öllum um- ræðum, svo að þeir geti, um leið og þeir fræðast um þjóðmál, þjálfað sig í ræðumennsku. Tilfinnanlegur skortur hefur verið á handhægu safni heimild- arrita, íslenzkra og erlendra, um þjóðmál, og er nú unnið af kappi við að ráða bót á þeim skorti. Húsnæðisskortur hefur átt sinn mikla þátt í því, að slíku bóka- safni hefur enn ekki verið komið á fót, en nú hefur rætzt a. .m k. í bili úr þessum húsnæðisvand- ræðum með því að félagið hefur fengið húsnæði á 2. hæð Verzl- unarmannaheimilisins. Verður því vonandi hægt að koma fyrr nefndu bókasafni upp, áður en langt um líður. FRÆÐSLURIT Eins og kunnugt er, hefur Heimdallur ætíð lagt á það áherzlu að gefa út fræðslurit um stjórnmál. í fyrra gaf félagið út þrjú rit: — Þeirra eigin orð, Sjálf stæðisstefnan eftir Jóhann Haf- stein alþm. og Frjálslynd fram- farastefna eða haftabúskapur, eftir Ólaf Björnsson prófessor. — Kom þessi útgáfustarfsemi svo við kaun andstæðinganna, að kommúnistar t. d. slepptu sér alveg, — og reyndu þó að hugga sig við, að þessi útgáfustarfsemi væri styrkt af Marshallhjálpinni. Minna mátti nú ekki gagn gera. — Það hefur alltaf verið mikið og fjölskrúðugt skemmtanalíf í Heimdalli, eins og vera ber í æskulýðsfélagi. — Hvað viltu segja okkur um þessa starfsemi, Geir? — Já, það er rétt, við höfum reynt að halda uppi fjölþættu skemmtanalífi i félaginu og hef- ur sú starfsemi orðið mjög vin- sæl. — Á hverjum vetri hafa venjulega verið haldnar nokkrar kvöldvökur fyrir félagsmenn og hefur andstæðingum okkar vaxið þetta svo mjög í augum, að þeir hafa jafnvel talað um dansíélagið Heimdall. Heímdellingar láta sér þó slíkar nafngiftir í léttu rúmi liggja, enda eru þær af minni- máttarkennd sprottnar og ein- ungis staðfesting þess, að and- stæðingunum svíður svo mjög undan starfsemi félagsins, að þeir svífast einskis til að gera félagið tortryggilegt í augum almenn- ings og eyða áhrifum þess. En þeim hefur hvorugt tekizt, því að hjákátlegar nafngiftir mega sín einskis. Heimdallur mun að sjálfsögðu gefa félögum sínum og gestum þeirra kost á að sækja nokkrar kvöldvökur á þessum vetri og að sjálfsögðu ætlar félagið nú sem endranær að halda uppteknum hætti og minnast fullveldisaf- mælisins með samkomu um mán- aðarmótin nóvember-desember. FJÖLMENN FERÐALÖG — Fullveldishátíðin hefur verið einkar vinsæl jafnt félagsmanna sem annarra og oftast tekizt með ágætum. Þau nýmæli voru tekin upp hjá stjórn Heimdallar á síðastliðnu sumri, að ferðanefnd félagsins var lögð niður, en í hennar stað var sett á fót sérstök deild innan félagsins sem að mestu starfar sjálfstætt og hefur deildin geng- izt fyrir sjö ferðum Heimdellinga víðs vegar um land á s.l. sumri. — Lætur nærri, að um 500 manns hafi tekið þátt í ferðalögum Heimdallar í sumar. — Auk ferðalaganna hefur þessi deild umsjá með skemmtihöldum á vegum félagsins, hún hefur og gengizt fyrir gróðursetningar- ferð í Heiðmörk o. s. frv. — Stjórn ferðadeildarinnar skipa þau Þórður Jónsson form., Ólafur Egilsson ritari, Örn Valdemars- son, Elín Hansdóttir, Ólafur Har- aldsson, Guðmundur Jónasson, Kjartan Haraldsson og Bjarni Ásgeirsson. — Hvað viltu svo segja okkur að lokum um önnur málefni Heimdallar? — Eins og gefur að skilja þarf jafnstórt félag og Heimdallur mikið fé til starfsemi sinnar. Er það von okkar að félagsmenn bregðist vel við og styrki félagið eftir mætti, bæði með því að greiða árgjald sitt og styrkja fé- lagið á annan hátt Innan skamms heldur Heimdallur hlutaveltu til að afla fjár til starfseminnar og beini ég þeim tilmælum til félags manna sem og annarra Sjálf- stæðismanna, að þeir styrki þessa hlutaveltu okkar, eins og þeir geta. Þar sem Heimdallur er stærsta æskulýðsfélag landsins og því mjög erfitt að hafa eins náið samband við flesta félagsmenn og nauðsynlegt er, hefur það ráð verið tekið að skipta félaginu að nokkru leyti niður í starfsdeildir, því að markmiðið er að sem flest ir félagsmenn taki virkan þátt í störfum félagsins og baráttu þess í þágu Sjálfstæðisflokksins. Margir félagar starfa nú á kvöld- in í sjálfboðavinnu að ýmsum félagsmálefnum og væri æskilegt, að þeir sem geta og vilja verja einhverju maf frístundum sínum í þágu félagsins og Sjálfstæðis- flokksins gæfu sig fram á skrif- stofu félagsins í Verzlunarmanria heimilinu, en hún er opin dagiega frá kl. 4—6 og kl. 8—10 síðd. Frh. á næsta dálki. HLJÓTT hefur veríð undanfarið um mál það, sem mesta athygli og deilur vakti í blöðum og manna á meðal fyrir Alþingis- kosningarnar í sumar. Er þar átt við SÍS málin, ósvífna fjárplógs- starfsemi þess stóra fyrirtækis, framferði forsprakka þess og virðingarlausa misnotkun sam- takanna í þágu eins stjórnmála- flokks. Hér á þessari síðu, sem jafnan er helguð baráttu og framfara- málum íslenzkrar æsku, var í fyrstu bent á þann þjóðarvoða, er stafaði af uppivöðslu eins vold- ugs auðhrings, er hefði haslað sér völl á flestum sviðum íslenzks atvinnulífs og beitti þar miskunn arlausum kverkatökum í skjóli lögbundinnar einokunaraðstöðu sinnar. Sýnt var með rökum fram á, hve hættulegt það væri litlu þjóðfélagi að ala slíkan snák við brjóst sér; veita auðhring á borð við S.Í.S. margvíslega lög- verndaða forréttindaaðstöðu, skattfriðindi, lánsfjárívilnanir og önnur hlunnindi, á meðan ein- staklingar berðust í bökkum með atvinnustarfsemi sína og allan efnahag. Skömmu eftir að þessar um- ræður hófust hér á síðunni, áttu sér stað þeir atburðir, er sönnuðu réttmæti áðurgreindra ummæla og nægir að vitna til olíuhneyksl- is S.Í.S., er það ætlaði að draga sér á ólöglegan hátt hundruð þús undir króna, og lóðabrask sama félags hér í hjarta Reykjavíkur- bæjar. Öll þessi óskammfeilna fjár- plógsstarfsemi forráðamanna S. í. S. og hlutafélaga þeirra fór fram með þegjandi samþykki Framsóknarflokksins, er jafnan tók upp hanzkann fyrir auðhring sinn og varði gerðir forsprakk- anna af hinni mestu heift í mál- gögnum sínum. Kom það enn berlegar fram í öllum málarekstr inuin, sem út af þessu spratt, hve pólitískir ævintýramenn hafa heltekið þau hagsmunasamtök almennings, er samvinnufélögin í upphafi voru og gjört þau að GAGNKVÆMT TRAUST Að lokum vil ég segja þetta: — Reykvísk æska hefur ætíð veitt Sjálfstæðisflokknum öruggt braut argengi, enda er stefna Sjálfstæð isflokksins ein í fullu samræmi við eðli og hugsjónir æskunnar. Sjálfstæðisstefnan byggist á trúnni á einstaklinginn og þar með æskumanninn. Sjálfstæðis- stefnan trúir því, að æskumað- urinn sé fær um að ráða sjálfur lífi sínu og sinni því aðeins full- komlega hlutverki sínu í þjóð- ' félaginu, að hann sé frjáls til at- | hafna og starfa, en ekki bundinn alvaldri og alviturri forsjá nefnda og ráða, eins og tíðkast i hinum sósíalisku ríkjum. — Með Sjálf- i stæðisflokknum og æskunni hef- j ur myndazt gagnkvæmt traust sem ekki mun brezta í þeim átök- um sem fyrir höndum eru. Heim- dallur mun ekki liggja á liði sínu nú frekar en endranær til að stuðla að sigri Sjálfstæðisflokks- ins. Undir merkjum hans vill æskan vinna. Það hefur hún sýnt — það mun hún sýna. Stjórn Heimdallar skipa auk formanns: Valgarð Briem, vara- form., Othar Hansson, ritari, Pét ur Sæmundsen, gjaldkeri, Guð- mundur H. Garðarsson, Jóhann Már Maríusson, Þórður S. Jóns- són, Sigurður Pétursson, Atli Steinarsson, Ingimar Einarsson, i Ólafur Egilsson og Halldór Þ. | Jónsson. M. rammefldu áróffurshreiðri fyrir flokk þann, er kennir sig viff framsókn og bændur. Deilunum um hinar vafasömu gerffir forystumanna SÍS, fjár- málabrask þeirra og spákaup- mennsku lauk skömmu eftir kosn ingar í sumar og gáfust þá mál- gögn Framsóknarflokksins upp á aff afsaka þá atburði, er ótvíræff- astir voru sönnunin fyrir rétt- mæti þeirrar gagnrýni, er Vil- hjálmur Þór og fylgisveinar hans höfffu sætt hér í blaffinu cg á öðrum vettvöngum. Þjóffinni allri er fyrir löngu orffiff ljóst hvílík hætta íslenzku efnahagslífi stafar af undirtökum þeim, sem SÍS nýtur í þjóðfé'ag- inu, sérréttindaaffstöffu þess risa- fyrirtækis og pólítískrar skjól- stöffu. ÖIIu lengur má ekki SÍS og dótturfyrirtækjum þess líðast aff smjúga um stafi allra dyra hins íslenzka þjófffélags og hleypa þar lokum frá hurffum. í engu landi veraldar er rekst- ur risafyrirtækja eða auffhringa leyfffur og hvarvetna taliff, að slík fyrirtæki skaffi efnahags og atvinnulíf viffkomandi lands ó- bætanlega meff því að útiloka samkeppni, halda uppi verðlagi og efla einokunaraðstiiðu í skjóli f jármagns síns og valda. í öffrum löndum mega verzlunarfélög hvengi ráffa yfir nema örlitlu broti af atvinnufjármagni ríkis- ins. Það myndi því alls staffar varffa viff lög, ef einn auðhringur réði yfir þriffjunginum af inn- flutningi landsins, enn stærri hluta lánsfjár bankanna og hefði þar aff auki skapað sér einokun- araðstöðu í skjóli þessa á fjöl- mörgum stöðum í landinu. Þegar viff þetta bættist, aff slíkum risa auðhring væri í té látin stórfelld skattfríffindi árlega fram yfir lítil einstaklingsfyrirtæki og aff hringinn ræki þar aff auki ann- ar stærsti stjórnmálaflokkur landsins, myndi það þykja meff fullkomnum ólíkindum, að slíkt gæti átt sér staff í ríki, sem vildi kalla sig frjálst og lýffræðissinn- aff. Slík er einokunin og f jötrarnir, sem slíkt risafyrirtæki býr því þjófffélagi, er þaff þróast í. Þaff er því brýnasta hagsmuna mál allra Sjálfstæffismanna og annarra þeirra, er frjálsræffi og jafnrétti unna, að komið sé þeg- ar í stað í veg fyrir, aff SÍS geti seilst til frekari áhrifa og valda í skjóli skattfríffinda sinna og meff atbeina hinna pólilísku meffala, sem samtökin hafa yfir aff ráffa. Ef aff því verffur ekki undinn bráður bugur mun sá tími koma innan skamms, að ólíft verffur í þessu landi fyrir alla þá atorku- sömu menn, er eitthvað vilja framkvæma af eigin rammleik; skattklyfjar og lánsfjárskortur bugar þá, á meffan öll viðskipta- gæðin liggja í annarra höndum. Þaff er því brennandi réttlætis- mál öllum þeim, sem jafnrétti og sanngirni í viffskiptum og at- vinnumálum unna, aff þej:ar í staff verffi bætt úr þeirri gegnd- arlausu óhæfu, sem nú ríkir í málum þeim, sem hér liafa veriff gerff aff umtalsefni og komiff verffi í veg fyrir, aff spákaup- menn með Framsóknarmerki á enni sér drepi allt efnahagslíf landsins í dróma og sölsi þaff undir sig. Ef svo vcrffur ekki, mun auff- hringsaffstaffa SÍS leiffa yfir þjóðina von bráffar hina tveggja alda gömlu verzlunareinokun og selstöffukaupmennsku staðnaffs þjófffélags og bágstaddrar þjóffar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.