Morgunblaðið - 21.11.1953, Page 1

Morgunblaðið - 21.11.1953, Page 1
40. árgangur 266. tbl. — Laugardagur 21. nóvember 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsin* slendingar verða að gera sift tiB að heimsfriður haBdist Álykíanir þings SUS í nokkrum allsherjannálum En kommúnistar og þjóðvarnarmenn vilja að* þjóðin bregðist málstað frelsis- Landhelgismál 12. ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna fagnar því, sem áunnizt hefur í landhelgísmálum þjóðarinnar og telur að það spor, scm þegar hefur verið stigið í þeim málum, hafi markað farsæl tímamót í fiskveiðisögu landsins. Jafnframt væntir þingið þess, að núverandi ríkisstjórn haldi fast hér eftir sem hingað til á rétti íslendinga í þessu mikla hagsmunamáli. Þingið álítur, að stefna beri að því að íslendingum verði í sain- ræmi við alþjóðalög tryggður sem víðtækastur einkaréttur til hvers konar hagnýtingar landgrunnsins og hafsins yfir því. Með óllum ráðum verður að bægja frá yfirgangi veiðiþjófa við strendur landsins, m. a. með því að nota hraðbáta og flugvélar við lándhelgisgæzluna, eftir því sem við verður komið. Áfenqismál Þingið telur nauðsynlegt, að unnið sé af alefli gegn ofnautn áfengis í Iandinu. Þingið telur núverandi ástand í áfengismálum þjóðarinnar alger- lega óviðunandi og skorar því á Alþingi að samþykkja þegar áfengislagafrumvarp það, sem nú liggur fyrir því. Nauðsynlegt er að hefja sem fyrst starfrækslu hælis fyrir áfengis- sjúklinga. Vegna hinna tíðu bifreiðaslysa hvetur þingið alla landsmenn til að aka aldrei bifreið eftir að hafa neytt áfengis og telur nauðsyn- legt að skapa sterkt almenningsálit gegn ölvun við akstur. Yöruvöndun 12. þing S.U.S. telur það eitt af lífsskilyrðum þjóðarinnar, að ennþá meiri alúð og nákvæmni sé höfð við verkun og framleiðslu afurða landsmanna og bendir í því sambandi á, að sérstaklega sé þess gætt við framleiðslu útflutningsafurða. Er það staðreynd, að á vöruvöndun einni saman getur oltið, hvort íslendingar vinna afurð- unum markaði erlendis eða ekki. Er brýn nauðsyn öruggra ráð- stafana til þess að fyrirbyggja, að einstakir framleiðendur geii með hirðuleysi spillt fyrir heilum framleiðslugreinum. Bjarni Benediktsson Danir auka út- gjöld til landvarna um 200 mill jóuir KHÖFN, 20. nóv. — Hin nýja jafnaðarmannastjórn hefur nú lagt fram fjárlagafrumvarp sitt. Gerði það Viggo Kamp- mann, f jármálaráðherra. — Heildarútgjöld eru 3100 millj. d. kr. Stærsti liðurinn er til lanvdarna, 954 milljónir eða um 200 milljónum kr. meir en s.l. ár — Ritzau. Skógrækf 12. þing S.U.S. hvetur æsku landsins til að stuðla eftir megni að aukinni skógrækt í landinu, og vill Ijá þeim málum allan þann stuðning, er það megnar. SANTIAGO, 20. nóv. — Lýst hef- ur verið yfir hernaðarástandi í Chili, vegna þess að 20 þúsund kennarar hafa lagt níður vinnu. Slíkt verkfall er ólöglegt þar sem þeir eru starfsmenn ríkisins. Uppvlst um stórfelldur njósuír og londrúð kommúnistu í N.-Noregi Af fimm handteknum voru 2 kom- múnistar ens 3 voru „hliðho!lir“ Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. OSLO 20. nóvember. — Lögreglurannsókn hefur leitt það í Ijós að 5 norskir ríkisborgarar hafa rekið víðtæka njósna- og landráðastarfsemi í Norður-Noregi. Stendur rannsókn yfir í bænum Kirkjunesi og verður því nú ekki lengur leynt að Rússar hafa staðið að baki njósnastarfseminni. Það var flóttamaður frá Rússlandi, sem ljóstraði upp um landráða- starfsemi kommúnista. flugvelli, strandvirki o. s. frv. Landráð þessi hafa þeir framið ,fyrir rússneska peningaborgun. UPPLYSINGAR UM LANDVARNIR NOREGS Lögreglustjórinn í Kirkjunesi tilkynnti að fimm norskir ríkis- borgarar hefðu verið handteknir þar í bænum. Fullgildar sann- anir liggja fyrir um það að þeir hafa afhent Rússum ýtarlegar upplýsingar um landvarnir í Norður-Noregi, kort, ljósmyndir, nákvæmar skýrslur um hernað- armannvirki, skotfærageymslur, Tveir þessara manna eru flokksbundnir kommúnistar. I-Iinir þrír eru ekki flokks- bundnir kommúnistar. Hins vegar sýnir ferill þeirra, að þótt þeir hafi reynt að dylja fylgi sitt við kommúnismann með ýmsum ráðum, þá hafa þeir jafnan verið kommúnist- um hliðhollir!! RÚSSNESKUR FLÓTTAMAÐUR LJÓSTRAÐI UPP Það var rússneski flóttamað- urinn Gregori Fedorovich Pav- lov, sem ljóstaði upp um njósna- samsærið. — Hann var einn af starfsmönnum njósnamiðstöðvar Rússa í Murmansk. Flúði hann yfir landamærin þann 18. ágúst. Fyrsti maðurinn, sem hann hitti innan norsku landamæranna var bóndinn Ingvald Eriksson, og bað Rússinn hann um aðstoð til að ná sambandi við norsku lögregluna. En Ingvald þessi er einmitt einn af njósnurunum. Þegar Pavlov náði fundi Framh. á bls. 11. inss og opni varnarhrirtg Atlantshafsþjóðanna í FYRSTA sinn við útvarpsumræðurnar á fimmtudagskvöld um þingsályktunartiilögu Þjóðvarnarmanna um varnarsamninginn, komu þeir fram á sjónarsviðið á þessu þingi til að gera grein fyrir stefnumálum sínum. Var það ekki vonum fyrr að almenningur fengi að heyra rödd þeirra. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins við þessar umræður voru þeir Jónas Rafnar, þingmaður Akureyringa og Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra. Af hálfu Þjóðvarnarmanna talaði Gils Guðmundsson. Eftir að hlustendum hafði gefizt kostur á að hlusta á mál Þjóð- varnarmanna varð þeim það ljóst, svo ekki verður um villzt, að hinn nýi flokkur er meðstarfsflokkur og alger taglhnýtingur komm- únista eins og við var að búast. — Vakti það alveg sérstaka athygli meðal hlustendanna að þessi foringi Þjóðvarnarmanna, Gils Guð- mundsson virtist eftir fyrstu útvarpsræðu sína hafa tæmt efni sitt og rök, því önnur ræða hans var fyrst og fremst upptugga af hinni fyrri. Fékk hann hina háðulegustu útreið er einkum var áberandi vegna þess hve mikið sjálfsálit kom fram hjá þessum manni og steigurlæti frammi fyrir alþjóð. Ræða Jónasar Rafnar birtist hér í blaðinu í gær, en hér birtisl ræða Bjarna Benediktssonar í heild, en við umræðurnar skipti hanu henni í tvennt. Fyrri hluti HÁTTV. þm. Gils Guðmundsson lét svo sem hindra hefði átt þess- ar útvarpsumræður. Jafnframt varð hann að játa það, að flokk- ur hans átti skýlausan rétt til að fá þær hvenær sem hann bæri kröfu fram um þær. Þess vegna var sjálfsagt að reyna hvort hann hefði kjark til að neyta þessa réttar síns og er vel, að hann hefur nú gert það. KOMMÚNISTAEÐLIÐ LEYNIR SÉR EKKI Yfirsýn þingmannsins og skiln- ingur á alþjóðamálum lýsti sér í yfirliti því, sem hann gaf um alheimsmálin í upphafi ræðu sinnar. Hann gleymdi þar örlögum baltnesku þjóðanna, Pólverja og annarra þeirra þjóða, sem Rúss- ar lögðu undir sig á styrjaldar- árunum og sýndu þar með út- þensluþrá sína, sem síðan hefur æ ofan í æ orðið enn berari. Kommúnistaeðlið leyndi sér ekki hjá þingmanninum. Það var ekki að ástæðulausii, að ræðumaður kommúnista kall- aði Þjóðvarnarmenn „samherja“ sína. Vera kann þó, að skýringin á hinni furðulegu blindu Gils Guðmundssonar á hinar þýðing- armestu staðreyndir í alþjóða- málum sé með fram sú, að hann hefur asklokið fyrir sinn himinn. Hann sá sem sagt þá skýringu helzta á vörnum íslands, að ís- lendingar hefðu látið kaupa sig fyrir dollara. Þannig talar mað- urinn, sem styðst við flokk, sem haldið er uppi fyrir fé Sigurðar Jónassonar. Hann býsnaðist líka yfir lúx- usbílunum. Væri ekki ráð að hann skoðaði fyrst bílana, sem standa fyrir utan flokksskrifstofu hans, áður en hann kastar stein- um á aðra. Kommúnista lærdómurinn kom þó skjótlega upp aftur. Gils Guðmundsson ítrekaði hér gamía hótun Einars Olgeirssonar um að atomsprengju yrði varpað á ísland, ef við færum ekki að vilja kommúnista í utanríkis- málum. JAFNVEL FÁMENNT LIÐ ER ÓMETANLEG VÖRN Þjóðvarnarmenn og lærimeist- arar þeirra, kommúnistar, eru áreiðanlega betur kunnugir fyr- irætlunum forráðamanna hins al- jDjóðlega kommúnisma, en aðrir Islendingar. Því fer þess vegna fjarri, að ég treysti mér til að neita því, að ráðgert sé í komm- únistahóp að varpað skuli atom- sprengju á ísland. Hitt veit ég með vissu, að lík- urnar fyrir árás á landið verða þeim mun minni, sem betur er séð fyrir vörnum í landinu. Ef ísland væri óvarið og til nýrrar stórstyrjaldar kæmi, mundi verða kapphlaup um það, hver af styrjaldaraðilum næði hér fyrst fótfestu. Þá mundi bar- izt um landið og voðinn vera vís. Með sæmilegum vörnum verða líkurnar til slíkra átaka miklu minni en ella. Það er mesti misskilningur, að til þess að koma í veg fyrir slíka skyndiárás þurfi að vera óvígur her eða tugir þúsunda hermanna í landinu. Að óvörum verður ekki nema tiltölulega fámennu liði komið í landið. Ef það ætti engum vörnum að mæta, gæti það greitt götuna fyrir miklu meiri liðstyrk er fylgdi skjót- lega á eftir. Jafnvel fámennt lið getur hins vegar hrundið slíkri árás í taili og dvöl þess tryggir skjóta hjálp. Sá liðstyrkur, sem nú er í landinu þótt ekki sé mannfleiri en raun ber vitni um, Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.