Morgunblaðið - 10.12.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 10.12.1953, Síða 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. des. 1953 Drap verður úr rekstrarkostn- aði ríkisins til oð trypgja varan- legar skattalækkanir GREIÐSLUJÖFNUÐUR á frv. er hagstæður um aðeins rúmar 1,5 millj. kr., svo að það hrekk- ur skammt fyrir þeirri útgjalda- hækkun, Sem leiðir af tillögum nefndarinnar. Árið 1952 urðu rekstrartekjur ríkissjóðs rúmar 420 millj. kr., en eru áætlaðar í þessa árs fjárlögum rúmar 418 millj. kr. Þótti sú tekjuáætlun óvarleg, en leiddi af verðfallinU í fyrra, sem jók útgjöld ríkis- sjóðs um nær tvo milljónatugi. í frv. fyrir 1954 eru rekstrartekjur áætlaðar 427 millj. kr. í lok októbermánaðar voru rekstrartekjur ríkissjóðs orðnar 363 millj. kr., þar af eru tekjur af söluskatti, verðtolli og vöru- magnstolli 200 millj. kr. og tekj- ur af ríkisstofnunum rúmar 85 millj. kr. Þessir tekjustofnar eru þeir einu, sem ætla má að fari framúr áætlun svo nokkru nemi. Þess ber þó að gæta, að af toll- tekjum þessa árs verða um 25 millj. kr. tollar af efni og vélum til stórfyrirtækjanna þriggja og er ekki hægt að gera ráð fyrir hliðstæðum tekjum á næsta ári. Þess ber einnig að gæta, að árið í ár er mjög gott tekjuár hjá al- menningi og mjög mikill inn- flutningur. Er því naumast vog- andi að gera ráð fyrir betri af- komu á næsta ári. TEKJUÁÆTLUNIN MIÐUÐ VIÐ GÓÐÆRI Vegna mikilla tekna almenn- ings á þessu ári má gera ráð fyr- ir að tekju- og eignaskattur yrði á næsta ári verulega hærri en áætlað er í frv., en vegna fyrir- hugaðrar skattalækkunar er úti- lokað að hækka þann tekjulið. Meiri hl. n. leggur til að hækka ýmsa tekjuliði frv. um 16,6 millj. kr., og miðað við horfurnar nú og reynslu síðasta ár og ársins í ár er augljóst, að gera verður ráð fyrir mjög góðu árferði til þess að ekki verði greiðsluhalli hjá ríkissjóði og verður þó að gera ráð fyrir, að ekki verði um að ræða neinar teljandi umfram- greiðslur og ekki komi til launa- hækkana eða hækkunar á vísi- tölu. Það eina, sem réttlætir svo háa tekjuáætlun er í rauninni það, að kaupgjaldsvísitala og verðlag er nú orðið stöðugra en áður hefir verið, þannig að fært hefir þótt að miða fjárlagafrv. fyrir 1954 við sömu kaupgjaldsvísi- tölu og fjárlögin í ár. Gefur það vissulega betri vonir um heil- brigðari þróun í fjármálum og efnahagsmálum þjóðarinnar, ef tekst að hafa hemil á verðbólgu- skrúfunni. Síðasta áratug hafa fjárlög far- ið mjög hækkandi með hverju ári. Enn stefnir að vísu í þá átt- ina, en þó gætir nú meiri stöðv- unar og hækkanirnar eru á til- tölulega fáum liðum. Hækkun á launaliðum frá núgildandi fjár- lögum er 1—2 prósent, en þessi liður hefir valdið hvað mestri hækkun á undanförnum árum, enda eru laun langstærsti liður- inn í útgjöldum rikissjóðs. Þess má geta, að kaupgjaldsvísitala hefir síðan hækkað um eitt stig, sem ekki er reiknað með í frv., en hvert vísitölustig hækkar launagreiðslur ríkissjóðs um 800 •—900 þús. kr. L AUNAGREIÐ SLUR RÍKISSJÓÐS 160 millj. KR. Haustið 1952 var gerð athugun á launagreiðslum ríkissjóðs. Laun fastra starfsmanna voru þá, að meðtalinni 6% greiðslu í lífeyris- sjóð um 120 millj. Þar við bætist aukavinna og laun skv. kjara- samningum um 36 millj. Hækkun vegna afleiðinga verkfallsins, var áætluð rúmar 3 millj. Samtals eru þá launagreiðslurnar um 160 millj. kr. i Kristjana Guðmun Ræða Magnásar Jénssonar, framsögumanns meiri hlufa fjárveiSínganefndar, við 2. umr. fjárlaga Fjárveitinganefnd gerði á síð- asta þingi allmiklar athugasemd- ir um launagreiðslur ríkisins. Nefndin hefir ekki séð ástæðu til þess að leggja mikla ^innu í slika athugun nú, þar sem hinar almennu athugasemd.ir nefndar- innar þá eru enn í fullu gildi, enda sýnast slíkar athugasemdir ekki hafa mikil áhrif. Hljóta enda ráðuneytin að verða að hafa eft- irlit með því, að ekki sé óeðli- lega mikið mannahald hjá ríkis- stofnunum, en rétt þykir þó að vekja athygli á því, að sá háttur virðist vera ískyggilega tíðkaður, að stofnanir ráði starfsfólk, þótt ráðuneyti hafi synjað beiðni um Slðari hluii ® ® (í það. Verður auðvitað að koma í veg fyrir, að slíkt eigi sér stað, ella kemur eftirlit ráðuneytanna að litlu haldi. HELZTU HÆKKANIR Ef með eru taldar tillögúr fjár- veitinganefndar, þá éru aðal- hækkahirnar þessar frá núgild- andi fjárlögum: Utanríkismál (sendiráð 1 í Moskva) ...........l.Q millj. Sjúkrahúsastyrkir .... 0.6 —1 Bygging sjúkrahúsa .. 0.5 — Verklegar framkv.....1.0 — Skipaútgerð ríkisins . . 1.5 — Kennslumál , ...2.2 — Jarðræktarstyrkir .... 1.0 — Rannsóknir og tilrauna- starfsemi í landbúnaði og sjávarútvegi .....1.5 •— Raforkumál ..........7.0—- Almannatryggingar . . 2.3 — Dýrtíðargreiðslur .... 9.1 •— Aðalútgjaldalækkun er við sauðfjárveikivarnir, en kostnaður við þær er áætlaður rúmum 7.4 millj. lægri en í þessa árs fjár- lögum. Sauðfjársjúkdómarnir hafa kostað ríkissjóð feikna út- gjöld, ert vonandi hefir nú tekizt að útrýma þessum vágestum og ætti þessi útgjaldaliður þá að lækka enn verulega á næsta ári. AUKA ÞARF HLUT VERK- LEGRA FRAMKVÆMDA Undanfarin ár hefir hinn sívax- andi reksturskostnaður ríkisins og hækkun lögboðinna framlaga valdið því, að hlutur hinna verk- legu framkvæmda hefir orðið æ minni. Er sú þróun mjög óheppi- leg, og telur nefndin mikilvægt að hægt sé að bæta þessi hlutföll. Hlutur hinna verklegu fram- kvæmda batnar þó töluvert vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í raforkumálum og vegna tillögu nefndarinnar um að hækka fram lög til vega, brúa og hafna um 1 miHj. kr. sem er þó lítil upp- hæð miðað við heildarútgjöld ríkissjóðs. Framlög til kennslumála hækka ár frá ári. Barnakennur- um mun fjölga um 17 til 25 á ári hverju og kennurum við gagn- fræðaskóla um 10. Árið 1951 urðu framlög til kennslumála rúmar 46 millj. kr., árið 1952 tæpar 54 millj., 1953 (áætlað) tæpar 56.5 millj., og 1954 (áætl- að) 59.5 millj. Nemendum fjölg- ar árlega og má því án efa gera ráð fyrir svipaðri þróun næstu | Eftir þeim upplýsingum, sem i fyrir nefndinni hafa legið frá I Tryggingastofnun ríkisins hafa áætlanir þær um barnafjölda og fjölda gamalmenna, sem lagðar voru til grundvallar við upphaf- I lega áætlun um rekstur stofnun- • arinnar reynst rangar, þannig að horfiir eru á miklum reksturs- 1 halla hjá Tryggingastofnuninni. . Ríkissjóður greiðir nú yfir 40 ' millj. til trygginganna, en yrði ^ íari'n sú leið, sem forstjóri Trygg ingastofnunarinnar hefir lagt til, j að ríkissjóður greiddi allan hall- ' ann er ófyrirsjáanlegt hversu þessi útgjaldaliður myndi hækka á næstu árum, en beðið er um 7 millj. kr. viðbót á næsta ári. Ýms önnur lögboðin útgjöld ríkissjóðs vaxa éinnig ár frá ári. Áður er vikið að skólabygging- unum, én þar skuldar ríkið nú 14 millj. kr., jarðræktarstyrkir hækka með auknum jarðabótum, margra milljóna útgjöld eru á fallin eða fyrirsjáanleg vegna sjúkrahúsabygginga og ný út- gjöld eru að myndast vegna rekstursstyrkja til sjúkrahúsa og þannig mætti lengi telja. DÝRTÍÐARGREIÐSLUR ÞUNGUR BAGGI Dýrtíðargreiðslurnar eru að verða mjög tilfinnanlegur út- gjaldaliður fyrir ríkissjóð. Við gengisbreytinguna losnaði ríkis- sjóðúr við útflutningsuppbæturn ar, en greiðslur ríkissjóðs til að halda niðri vísitölunni hafa síð- an aukizt hröðum skrefum. Árið 1951 urðu þessar greiðslur um 23 millj. kr., árið 1952 tæpar 28 millj. kr., árið 1953 (áætlað) tæp ar 37 millj. kr., og 1954 (áætlað) tæpar 46 millj. RÓTTÆKAR RÁÐSTAFANIR TIL SPARNAÐAR Ég hefi rakið þessi atriði hér til þess. að gefa hv. þm. nokkra mynd af því, hvar helzt er um útgjaldaaukningu að ræða nú og væntanlega næstu ár að óbreyttri löggjöf. Fjárveitinganefnd hefir ekki nú fremur en undanfarin ár gert tillögur um sparnað eða lækkun útgjalda ríkissjóðs svo neinu verulegu nemi. Þótt allir ábyrgir menn hljóti að vera sam- mála um nauðsyn þess að draga úr útgjöldum ríkissjóðs, sem er frumskilyrði varanlegra skatta- lækkana, þá hafa fæstir gert nokkrar raunhæfar tillögur um það atriði. Ég hefi bent á það, sem raunar er ekki nýr sann- leikur, að meginhluti útgjalda ríkissjóðs eru laun starfsmanna og framlög, sem ákveðin eru með lögum. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun stjórnarflokkanna að samþykkja skattalækkun á þessu þingi sýnist mér óhjákvæmilegt — og ég hygg mig geta sagt það einnig fyrir munn nefndarinnar — að rækileg athugun fari fram á því hversu draga megi úr rekst- urskostnaði ríkisins. Um þetta hlýtur ríkisstjórnin að verða að hafa forgöngu, því að það er með engu móti hægt að ætlast til þess, að fjárveitinganefnd, sem á 6—7 vikum á að fara í gegn- um allt fjárlagafrumvarpið og afgreiða hundruð erinda auk starfa nefndarmanna á þingi, geti framkvæmt þær yfirgrips- miklu rannsóknir, sem gera þarf í þessu sambandi. Vel tel ég þó geta komið til mála, að formað- ur fjárveitinganefndar væri hafð Framh. á bls. 12 JARÐSUNGIN verður í dag kl. 10 f. h. frá Kristkirkju í Landa- koti, Kristjana Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. — Kristjana var ; fædd í Reykjavík 10. okt. 1891,; dóttir þeirra mætu hjóna Guð- j mundar Kristjánssonar skipstj. I (ættaður frá Vestfjörðum, d. fyr- I ir allmörgum árum) og seinni i konu hans Ingibjargar Jónsdótt- ur (héðan úr Reykjavík, d. fyrir nokkrum árum 93 ára), sem lengst af sína búskapartíð bjuggu í húsi sínu á Vesturgötu 28 hér' í bænum. Ég kynntist því heim- | ili þegar í bernsku, enda alveg á næstu grösum við mitt. Á ég þaðan ljúfar minningar með systrunum Önnu og Sjönu, leik- systrum mínum, enda fór vel á með okkur. — Menningarbragur var á því heimili, svo orð var á gert (höfðu þau hjón bæði dval- izt erlendis) enda skein reglu- semi, nýtni og snyrtimennska út úr hverjum hlut þar og rík um- hyggja fyrir börnunum fjórum (það fimmta dó ungt), að koma þeim vel til manns, þótt ekki væri af miklu að taka. Kristjana, er var næstelzta barn þeirra hjóna átti því góðu uppeldi að fagna og ástríki sinna. — Fljótt bar á því að hún átti ákaflega gott með að læra og fróðleiks- fús að sama skapi, kom vel fyrir sig orði, og hafði háttvísi til að bera meira en krökkum er títt. Eftir skólalærdóm fékkst hún við verzlunarstörf, en 1916 sigl- ir hún til Danmerkur að nema hjúkrun, og mun hafa verið ein með þeim fyrstu er það gerðu hér. Gerir síðan hjúkrunarstarfið að lífsstarfi sínu og vinnur við þau störf bæði erlendis og hér. Leggur fyrst leið sína frá Dan- mörku til Hollands, dvelst tvisv- ar í Belgíu, vinnur þar á Rauða- kross klínikinni, fer tvisvar til Frakklands og vinnur sem einka- hjúkrunarkona þar á dönsku hjúkrunarstöðinni í París. —Þess á milli vinnur hún hér á Vífils- stöðum, Kleppi og Kópavogshæl- inu. Úr Frakklandsförinni hinni síðari, kemur hún svo alkomin heim 1939, nokkru áður en stríð- ið skellur á. Aðalstarf hennar hér verður er hún kemur til Vestmannaeyja 1940 og vinnur að heilsuverndar- vörnum með Ólafi heit. Lárus- syni héraðslækni að útrýmingu berkla, og unnu þau saman í berklaeftirlitinu, og þótti þrek- virki hve vel til tókst og bar góðan árangur. Tvö síðustu árin vann hún við hjúkrun í barna- skólanum þar, eða lengur en hjúkrunarstarfsaldur segir til um og þrátt fyrir að hún hafði kennt sér sjúkleika (nýrna) _er hafði legu í för með sér. Núna í haust (í sept.) fluttist hún bú- ferlum til Reykjavíkur að taka sér hvíld frá störfum. En hún komst aldrei í íbúð sína, því hún var vart komin til bæjarins, var fyrst hjá nánustu vinkonu sinni um tug ára frú Sigríði Eiríksd., er heilsunni tók að hnigna svo mjög, að flytja varð hana á Landspítalann, og þar lézt hún aðfaranótt 2. þ. m. Þó hér sé farið fljótt yfir sögu og aðeins stiklað á stóru, sést að Kristjana hefur nær óslitið stund að hjúkrunarstörf í 37 ár, og þá oft nótt með degi, sem að líkum lætur og fylgir því starfi. Segir sú er bezt til þekkir starfsferils hennar og getu á því sviði, að hún hafi ætíð lagt sig alla fram, haft mjög fágaða framkomu og alls staðar vakið traust hvar sem hún hafi farið og muni hafa ver- ið ein gagnmenntaðasta hjúkr- : unarkona landsins. I Ætla ég hér að geta að nokkru atviks er gerðist meðan Krist- jana var einkahjúkrunarkona í París, því það sýnir hve vel fær hún var í starfi og kunni sína mennt. Hún var fengin til að stunda ekkjudrottninguna af Portúgal (sem nú er dáin fyrir 2 árum) og dvaldist með henni I í höll hennar um nokkurn tíma. Bauð ekkjudrottningin Kristjönu með sér til Neapel, en það var einmitt staðurinn, er hana lang- aði mjög til að sjá. Er Kristjana dvaldist í Briissel, vildi svo til að Kristín heit. syst- ir mín var þar búsett um hríð. Varð heldur en ekki fagnaðar- fundur er þær hittust þar af ein- skærri tilviljun í þeirri stóru borg, og einu íslendingarnir, er bjuggu þar, því um margt var líkt með þeim: báðar áttu ná- kvæmlega sömu æskustöðvarnar og þekktust þaðan þó nokkur aldursmunur væri með þeim, báðar voru prýðilega vel gefnar til munns og handa, unnu fögr- um bókmenntum og listum, kunnu mörg tungumál, var út- þráin í blóð borin og að kynnast heimsmenningunni í sjón og raun, fylgdust vel með heims- málunum, létu sig miklu varða um hag og velferð þjóðar sinnar, höfðu stöðug bréfasambönd heiman að og glöddust yfir hverju því er landinu mátti til frama verða. Má því geta nærri að þær höfðu nóg að ræða um og nutu þess að vera saman þeg- ar út var komið og skoða sig um, enda skrifar systir mín mér á þeim dögum að sér finnist mjög til um Kristjönu og mannkosti hennar. — Seinast hittust þær í Paris, en þá skildu leiðir, Krist- jana fór heim, en vináttuböndin héldust til æfiloka. Öllum ber saman um það, er Kristjönu þekktu, að hún hafi verið óvanalega háttprúð kona, orðheldin svo af bar, sannorð, og laus við að halla á náungann og vönd að virðingu sinni í alla staði. Einnig var hún margfróð, enda víðlesin, víðförul og vel máli farin, trygglynd og átti sér mörg hugðarefni. Það er því mikill sjónarsviftir að svo mikil- hæfri konu á ekki eldra æfi- skeiði, en bót er þó í máli að hún sleit sér út í því lífsstarfi, sem flestu er fegra og getur fagn- að heimkomunni. Því hún ávaxt- aði vel sitt pund og skildi eftir sig' einungis góðar minningar. Tvær systur lifa Kristjönu: Guðbjörg, af fyrra hjónabandi föður hennar, í hárri elli, hefur alið allan sinn aldur í Danmörku, (móðirin dönsk), og Anna, ekkja Schmidt vélstjóra, búsett héi'. — Vil ég votta henni og börnum hennar samúð mína og fjölskyldu minnar. S. M. Ó. ¥ KRISTJANA Guðmundsdóttir hjúkrunarkona er látin. Hún er öllum vinum sínum harmdauði. Þeir vita að með henni er horf- inn sérstæður persónuleiki og að vandfundinn er slíkur vinur sem hún var. Margra ára dvöl erlendis mót- aði mjög hugarfar og framkomu Kristjönu. Hún var vel menntuð kona, fáguð og siðprúð. Mála- kunnáttu sína notaði hún til að afla sér góðrar þekkingar á er- lendum bókmenntum. Einnig naut hún í ríkum mæli hljómlist- ar og myndlistar. Þess sem aðrir nutu þó mest og bezt í fari Kristjönu á meðan hún var heil heilsu, var hin óvenjulega kýmni gáfa hennar og orðheppni. Þetta er í síðasta sinn, sem ég skrifa orð sem Kristjönu eru Framh. á bls. 9,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.