Morgunblaðið - 10.12.1953, Page 14

Morgunblaðið - 10.12.1953, Page 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. des. 1953 P....................... I saca FORSYTHNNR p: - RÍKI MAÐURINN - j Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússan íslenzkaði i____________ _ _. _ _ _ _ — löiundatinn kynntur JOHN GALSWORTHY (1867—1933) JÓN GÍSLASON sejir meðal aunars þetta um John Gals- worthy og Sögu Forsytanna í hinni greinagóðu ensku bók- menntasögu sinni, sem ísafoldar- lirentsmiðja gaf út 1948: — Galsworthy hafði hlotið klassiska menntun fyrst í Harrou, fc'ðan í Oxford og enn síðar aflaði hann sér víðtækrar þekkingar á bókmenntum meginlandsins. — Voru það einkum franskar og vússneskar bókmenntir, sem hon- um fannst mest til koma. Mun hann jafnan hafa litið upp til Turgenieffs sem fyrir- rnynd, dáð raunsæi hans, í senn hmitmiðað og gáfumannlegt. Þótt Galsvvorthy ætti sér djúpar rætur í ættjörðu sinni, auðnað- ist honum með því að beita ýtr- ustu orku vilja og greindar að treysta svo hlutleysi sitt, að konum varð unnt að athuga og Öæma sitt eigið land, rétt eins og hann væri utan þess . .. Hann er í senn skyggn og óvenjulega blutlaus, en undir gagnrýni hans kvikar viðkvæmni, sem vottar ekki fyrir hjá Wells og skynjað lr.efur hann og skilið til fulls allt, sem var hrífandi, fagurt og traust í fari hinnar deyjandi þjóðfélagsstéttar, er hann var að gagnrýna. Sérkennilegt er það fyrir Gals- worthy, hve mikið og mikla merkingu hann veitir ólmum ástríðum og heitum tilfinning- um. Er hér um að ræða einskon- ar endurlífgun hins rómantíska anda. Þau skapgerðareinkenni samlanda sinna, sem Galsworthy fordæmir hvað mest, eru fjand- samleg tortryggni gagnvart ólg- andi og eldheitum tilfinningum, óheftum af siðvenjum þjóðfélags ins, og í öðru lagi vantraust þeirra á óheftri, andlegri starf- semi og óttalausri leit að sann- leikanum. — — Bezt er talið, að Galsworthy hafi tekizt í sagnaflokknum THE FORSYT SAGA . . .Er hér um að ræða e. K. náttúrusögu auð- ugrar ættar í hinni efri milli- stétt, höfuðvígi hins enska íhalds. Tilgangur Galsworthys er að lýsa kynslóðunum hverri á fætur annarri, afstöðu þeirra innbyrðis og viðhorfi þeirra til sögu síðast- liðinna 50 ára. Koma þar til greina ýmsir örlagaríkir atburð- ir og stórviðburðir, t.d, heims- styrjöldin fyrri, vöxtur og við- gangur jafnaðarstefnunnar, at- vinnuleysisvandamál og verkfall kolanámumanna. Þótt Gals- worthy sé hér alls staðar sjálfum sér samkvæmur í gagnrýni sinni á fornum hleypidómum, eigin- girni og ágirnd, þá eru skoðanir hans að öðru leyti enganveginn óumbreytanlegar frá upphafi. Aðdáun hans á tilkomumiklum persónum Viktoríutímabilsins, — t.d. Jolyon gamla, er auðsæ, og smám saman vaknar samúð hans með þeirri persónu, sem upphaf- lega var aðalskotspónn gagnrýni hans og háðs, Svames Forsyte, „the man of prayerty“. Við kynn- umst Svanmes fyrst sem sjálfs- elskufullum og harðneskjulegum eiginmanni, sem að öðru leyti er gróðafíkinn og ágengur. Síðar kemur hann fram sem ástríkur faðir, fuilur sjálfsafneitunar og reiðubúinn til að fórna sjálfum sér, og hann deyr næstum því eins og hetja. Verður þess hér vart að Galsworthy nálgaðist smám saman æ meir hin sér- stöku, ensku sjónarmið og snýst aftur inn á hinar arfgengu braut- ir, þó að hann glatí samt alls ekki þeim hita tilfinninganna, sem einkenndi þegar í byrjun gagnrýni hans á enskum þjóðfé- lagsháttum. í THE FORSYTE SAGA er svo hátt til lof.ts og vítt til veggja að hún minnir að víðfeðmi á hin mestu þrekvirki í skáldsagnar- gerð, t.d. á COMÉDIE HUM- AINE eftir Balzac eða LES ROUGON MACQUART eftir Zola, en sakir þess nýja bragðs, sem að atburðum sögunnar er verður hún ef til vill hliðstæðust þáttum þeim, sem Anatole France spann úr lífi samtíðar- innar utan um MONSIEUR BERZERET. Allar eru sögurnar frábærar að skarplegum athug- unum, sönnum og fjölbreyttum persónulýsingum, bæði karla og kvenna, en fegurstur er ef til vill stíllinn, í senn viðkvæmur, sveigjanlegur og fyrirmannleg- ur, alltaf fágaður list og smekk- vísi, jafnvel þá, er höfundur gengur lengst í því að stæla dag- legt mál. — —★— Galsworthy hlaut Nobelsverð- launin 1932. FYRSTI ÞÁTTUR. Fyrsti kafli. HEIMA HJÁ JOLYON GAMLA. ÞEIR, sem hlotið hafa þau hlunnindi að sitja veizlu hjá Forsytunum hafa notið þess að sjá tilkomumikla sjón — eina fjölskyldu betri borgaranna í fullum skrúða. En ef einhver þessara heiðursgesta hefði verið mannþekkjari — gáfa, sem ekki verður virt til peninga, og því Framhaldssagan 1 lítils metin af Forsytunum — þá hefði ekki aðeins ánægjuleg sýn borizt honum fyrir augu heldur hefði hún líka varpað ljósi á tor- ráðið viðfangsefni. í stuttu máli: Hann hefði öðlazt skilning á, er hann leit yfir þessa ætt, þar sem engin grein var annari lík og engin samúðartengzl sjáanleg, hinni dularfullu og seigu sam- loðun, sem gerir ættina að svo voldugri einingu í þjóðfélaginu, gerir hana að einskonar þjóðfé- lagi í smáum stíl. Honum hefur verið leyft að skyggnast um hina dimmu stigu þjóðfélagsþróunar- innar, hann hefur getað gert sér grein fyrir sumu í lífi forfeðr- anna, og því, sem hóf upp þjóðir og leiddi þær tilhnygnunar og tortímingar. Hann stendur í spor- um þess sem hefur fylgzt með vexti og þroska trésins, séð fyrsta teinunginn teygja sig upp úr svartri moldinni, séð hann vaxa og dafna og verða stóran og þroskamikinn, en umhverfis hann lágu hundruð annarra tein- unga, sem höfðu visnað og dáið vegna þess að þá brast viðnáms- þróttinn. Og svo einn góðan veð- urdag er hann orðinn að háum og miklum baðmi — hilmi marka. Hinn fimmtánda júní 1886 um fjögur leytið hefði athugull á- horfandi, sem af tilviljun hefði verið staddur á heimili Jolyons gamla í Stanhope Gate getað séð Forsytana, þegar vegur þeirra var mestur. En þenna dag hélt Jalyon gamli festurgildi June, sonardóttur sinnar og Philips Basenneys. Sefjalið Forsytanna var þarna mætt í hátíðabúningi, hvítir glóf- ar, mislit silkivesti, skrautfjaðrir og skartgripir blöstu hvarvetna við uagum. Jafnvel Anna gamla frænka, sem sjaldan yfirgaf hornið sitt í dagstofunni hjá Timothy bróður sínum, þar sem hún sat og prjónaði öllum stund- um, var mætt þarna. Hið beina bak hennar og hið rólega, virðu- Danskt ævintýri 7 Lagði hún svo ókvíðin af stað, en komst ekki lengra en að sáluhliðinu. Þá sá hún rauðu skóna dansa á undan sér og sneri aftur óttaslegin og iðraðist synda sinna af öllu hjarta. Nú fór hún á prestsetrið og beiddist þar vistar, sagðist skyldu verða iðin og vinna öll verk, sem hún gæti. Hún væri ekki að hugsa um kaupið, heldur aðeins um það að geta fengið húsaskjól og mega vera hjá góðu fólki. Og prestkonan kenndi í brjósti um hana og vistaði hana. Og Katrín var iðjusöm og hugsandi. Hún sat kyrrlát og eftirtektarsöm, þegar presturinn las hátt í biblíunni. Öllum börnunum þótti einstaklega vænt um hana, en þegar þau töluðu um prjál og prýði og um það að vera fríð eins og drottning, þá hristi hún höfuðið. Næsta sunnudag fóru allir til kirkju og var hún þá spurð, hvort hún ætlaði ekki líka, en hún leit sorgbitin og með( tárin í augunum á hækjur sínar. Fór svo hitt fólkið að heyra ! guðsorð, en hún fór alein inn í kytru sína, sem var ekki ( stærri en svo, að þar komst fyrir rúmið hennar og einn( stóll. j Þar settist hún niður með sálmabókina sína og fór að lesa í henni með guðræknu hjarta. Og meðan hún las, bar, vindurinn orgelhljóminn frá kirkjunni yfir til hennar, og hóf hún þá upp andlitið grátandi og sagði: „Guð minn góður hjálpi mér!“ Þá skein sólin svo skært, og frammi fyrir henni stóð engill drottins í hvítum klæðum, sá hinn sami, sem hún hafði séð um nóttina fyrrum í kirkjudyrunum, en nú hélt hann ekki, eins og þá, á hvasseggjuðu sverði. 1 '*i Kæliskápar fyrirliggjandi 7 cubicfet kr. 6350.00 7 cubicfet kr. 7190.00 Hagkvæmir greiðsluskilmálar j Athugið að KELVINATOR kæliskápar hafa -| verið í notkun hér á landi í f jölda mörg ár og : hafa reynst mjög vel. • ,5 KELVINATOR eru elstu framleiðendur heimiliskæliskápa í heiminum. Fimm ára ábyrgð á frystikerfi. Austurstræti 14 — Sími 1687 Strauvélar Margar gerðir fyrirliggjandi. Verð frá kr. 1885,00 Hagkvæmir greiðsluskilmálar JUL hf. Austurstræti 14 — Sími 1687

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.