Morgunblaðið - 20.12.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1953 Jón Björnsson skrifar um IKMENNTIR ’ Guðm. G. Hagalín: ILMUR LIÐINNA DAGA Bókfellsátgáfan. „ILMUR LIÐINNA DAGA“ er briðja bindið af sjálfsævisögu Hagalíns. í þessu bindi skrifar hann um sjómennsku sína á æsku árunum, allt þangað til hann siglir til Reykjavíkur, til þess að hefja skólagöngu, en á því lýkur bindinu. Eins og í fyrri bindun- um kemur hér fjöldi fólks við sögu, og mörgum sérstæðum og minnisverðum persónum er lýst. Það er kostur við þessa sjálfsævi- sögu fram yfir margar aðrar ævi- sögur hve mikla rækt höfundur- inn leggur við að lýsa umhverfi sínu og menningu þess á því tímabili, er sagan fjailar um Verður hún því um leið menn- ingarsaga heils héraðs. Um með ferð efnisins er fátt að segja, því að Hagalín er fyrir löngu viður kenndur sem snillingur í þessari bókrhenntagrein. Víða í bókinni eru afbragðs góðar persónulýs- ingar og viðuburðalýsingar, og samtöl eru afburða snjöll. 1Sn það, sem einkennir bókina, er hin góðlátlega kímni, sem beitt er í lýsingum persónanna og gild ir það ekki sízt um höfuðper sónuna sjálfa. Þroskasaga hans er bæði skemmtileg og lærdóms rík, fyrir þá sem vilja kynnast þeim kjörum, sem framsæknir alþýðumenn áttu við að búa, því að hún verður um leið lýsing á viðhorfum fólksins til hinna ýmsu menningarstrauma, sem bárust til landsins á þessum ár- um. Maður kannast við stjórn- málaáhugann, þegar menn skipt- ust í heimastjórnar- og sjálfstæð- ismenn, og sama máli gegnir um styrjöldina fyrri þegar menn skiptust í flokka með og móti styrjaldaraðilum. Viriðst svo, sem allur þorri manna hafi rætt ólíkt frjálslegar um þessa hluti, og af meiri skynsemi, meðan út- varp var ekki til, og blaðaáróður- inn var ekki kominn í slíkan al- gleyming, og síðar varð. Það er spurning, hvort hér er ekki um mikla afturför að ræða. U mstíl Hagalíns þarf ekki að fara mörgum orðum. Honum hefur víða tekizt vel upp, en ef til vill hefur snilli frásagnarinn- ar aldrei verið meiri en í þess- ari bók og tveim fyrri birldum hennar. Frásögnin er hröð og hvergi málalengingar, svo að maður les bókina í einni lotu. Margir munu bíða næsta bind- is með eftirvæntingu, því að þar mun verða skýrt frá fyrstu ár- unum í höfuðstaðnum og því menningarlífi, sem hinn vest- firzki unglingur á eftir að kynn- ast nánar þar. Hannes J. Magnússon: Hetjur hvcrsdagslífsins. Bókaútgáfan Norðri. „Hetjur hversdagslífsins" nefn- ir Hannes J. Magnússon skóla- stjóri þessar bernsku- og æsku- minningar sínar. Þó er þetta eng- in sjálfsævisaga í venjulegum skilningi. Hún fjallar um fólk í Skagafirði og lifnaðarhætti þar um og eftir síðustu aldamót. Er í bókinni mikill fróðleikur um líf sveitafólksins, og öll frásögn- in andar hlýju og skilningi á kjörum þess. Þó er þetta engan- veginn nein rómantisk lofgerð um sveitalífið, heldur er örðug- leikunum lýst, án þess að draga fjöður yfir neitt, svo sem skýrast kemur í ljós í síðasta kaflanum um ,,Vorharðindin“. Lesandan- um finnst hann bókstaflega vera staddur hjá fólkinu í litla bæn- um, meðan verið er að drýgja síðustu heytugguna og eldiviðar- llöguna, í von um að vorið fari nú bráðum að koma. Það voru lietjur í bókstaflegum skilningi þess orðs, sem þoldu slíka erfið- Ipika án þess að glata allri von pg bíða tjón á sálu sinni. Það er þótt mælt, sem höf. segir í inn- gangsorðum bókarinnar: — „Þeg- ád' ég var unglingur ag las um ósigrandi fylkingar herskárra konunga og keisara, og afreks- verlc þeirra, fylltist ég aðdáun og lotningu .... En seinna hefur þetta breytzt. Nú dái ég meir hina óbreyttu og óþekktu her- skara, sem byggja upp heiminn og menningu þjóðanna. Ég dái hinar hljóðu fylkingar, sem plægja, sá og uppskera, sem leggja stein við stein í byggingu framtíðarinnar, sem ryðja vegina og byggja brýrnar“. — Þetta er boðskapur bókarinnar og ættu margir að leggja sér hann á minn ið á okkar tíma. Þórður Tómasson frá Vallnatún: i SAGNAGESTUR I. ísafoldarsprentsmiðja. Þórður Tómasson frá Vallna- túni er áður kunnur fyrir bók sína, Eyfellskar sagnir, sem kom út í þremur heftum fyrir nokkr- um árum. í þessari bók færir hann út sagnasvið sitt til Land- eyja og víðar. Fyrsti og lengsti þátturinn er um sjóróðra við Landeyjasand, en auk hans eru margir smærri þættir í kverinu, sumir alla leið austan úr Skafta- fellssýslu. Sigurður A. Magnússon: GRÍSKIR REISUDAGAR ísafoldarprentsmiðja. Sigurður A. Magnússon er les- endum Morgunblaðsins að góðu kunnur fyrir hin fróðlegu ferða- bréf sín frá Grikklandi, sem birt- ixst hér í blaðinu öðru hverju fyrir tveimur árum. Nú hefur hann skrifað stóra og myndarlega bók um dvöl sína í þessu fjar- læga og söguríka landi. Það er skemmst af að segja, að bókin er bæði fróðleg og skemmtileg, enda er Grikkland og Grikkir svo f jar- lægt okkur og þó að mörgu leyti líkt, að ævintýrablær verður yfir frásögninni. í bókinn er saga Grikkja rakin framan úr forn- eskju og til vorra daga. Eins og kunnugt er hefur gengið á ýmsu þar í landi undanfarin ár, borg- arastyrjaldir og allskonar of- beldisverk, eins og sjá má af fréttum dagblaðanna. Sigurð- ur greinir frá aðdraganda og or- sökum þessara atburða á grein- argóðan hátt og af fullkomnu hlutleysi, að því er bezt verður séð, en slíkt veitist mörgum erfitt á þessum tímum, þar sem flestir virðast vera ólmir í að láta í ljós samúð ega andúð á málsaðilum, en láta sig minna skipta raunverulega frásögn. Einnig bregður höfundur upp mörgum glöggum myndum af þjóðlífinu, siðum og trúarbrögð- um, og inn á milli skýtur hann skemmtilegum frásögnum, sem varpa ljósi yfir margt í lyndis- einkunnum þessarar fjarlægu þjóðar, sem Norðurlandabúum virðist lítt skiljanlegt. Það er fengur að þessari ferðabók. Fjöldi mynda er í henni og frá- gangur góður. IIANDAN UM IIÖF. Ljóðaþýðingar eftir Helga Háífdánarson. Heimskringla. Hér eru ljóðaþýðingar frá mörgum löndum, en mest fer þar fyrir enskum skáldum, og þar eru flestar Shakspeare þýðingarnar. Ritdómendur hafa lokið lofsorði á þessa bók, og skal ekki dregið í efa að það sé réttmætt. Þýðing- arnar bera með sér að vandvirk- ur maður hefur verið þar að verki. Það er vissulega fengur að því, a, fá úrval úr ljóðaskáldskap annarra þjóða, en fátt hefur ver- ið af góðum ljóðaþýðingum síð- an Matthías leið, að Magnúsi Ásgeirssyni undanteknum. Helgi Hálfdánarson hefur lagt í það að þýða Rubaját á íslenzku, en það hefur M. Á. einnig gert, og geta nú lesendur dæmt um, hvor þýð- ingin á þessu heimsfræga kvæði er betri. ( Konrad Z. Lorenz: TALAÐ VIÐ DÝRIN Heimskringla. Höfundur þessarar bókar er Austurríkismaður. Hann er einn af frægustu dýrafræðingum, sem nú eru uppi. Hefur hann einkum lagt stund á dýrasálfræði og samið mörg merkileg rit um þau efni. Dýrasögur hans urðu skjótt frægar víða um lönd, enda er frásagnarháttur hans ljós og auðskilinn. Símon Jóh. Ágústs- son prófessor hefur þýtt bókina, en Finnur Guðmundsson náttúru- fræðingur ritar formála. Bókin er prýdd mörgum teikningum eftir höfundinn. Karl Forsell: UM ÖLL HEIMSINS HÖF. Draupnisútgáfan. Þetta eru endurminningar ævintýramanns. Hann byrjaði sjómannsferill sinn á öld segl- skipanna og varð síðar skipstjóri á stórum gufuskipum. Hann hef- ur siglt um öll heimsins höf, .eins og titill bókarinnar bendir til, og hefur því frá mörgu að segja. Sum ævintýrin, sem hann tendir i, virðast nærri ótrúleg, en hvað sem um það er, þá er frásögnin ákaflega „spennandi“, enda hef- ur bókin orðið mjög vinsæl í heirr^landi hans, Svíþjóð. Helgi Sæmundsson ritstjóri hefur þýtt hana á íslenzku, og er þýðingin, eins og vænta mátti, með ágæt- um. Ármann Kr. Einarsson: FALINN FJÁRSJÓÐUR Bókaforlag Odds Björns- sonar. Ármann Kr. Einarsson er fyrir löngu kunnur sem skáldsagna- höfundur, en hann hefur einnig skrifað bækur fyrir börn og unglinga, en síðasta unglingabók- in, sem hann gaf út, kom 1945. Það er óhætt að fullyrða, að þessi bók hefur flest einkenni góðra unglingabóka; hún er spennandi án þess að vera reyfarakennd, en er þó alveg laus við alla prédikun sem iýtir stundum bækur, sem skrifaðar eru fyrir unglinga. Verður hún áreiðanlega vinsæl hjá yngri kynslóðinni. Margar teikningar eftir Odd Björnsson eru í bókinni og ytri frágangur góður. Guðm. G. Hagalín: ÚTILEGUBÖRNIN í FANNADAL Barnablaðið Æskan. Það mun víst hafa komið mörgum á óvart, þegar unglinga- bók eftir Hagalín kom á markað- inn. Þetta er víst fyrsta bók hans, sem er skrifuð fyrir unglinga, en hún hefur flest einkenni fyrri bóka hans, er atburðarík og skemmtileg, en hefur auk þess ákveðinn boðskap að flytja. í raun og veru er það gleðilegt, þegar hinir beztu rithöfundar gefa sér tóm til að skrifa fyrir yngstu kynslóðina, en það er meiri vandi en margur hyggur, og einasta ráðið til þess að hamla upp á mótí þeim ósóma, sem haldið hefur verið svo mjög að yngstu kynslóðinni undan- farið, svo sem lélegum kvikmynd um og myndablöðum, sem gefin eru út fyrir aðrar og frumstæðari þjóðir. — Þessi saga Hagalíns hefur öll einkenni góðrar ungl- ingabókar. Margrét Jónsdóttir: TODDA í SUNNUHLÍÐ Barnablaðið Æskan. Margrétu Jónsdóttur er óþarfi að kynna fyrir yngstu kýnslóð- inni. Unglingabækur hennar njóta mikilla vinsælda um land allt. Þessi bók er framhald sög- unnar um Toddu frá Blágarði, rangfærslu í TÍMANUM 6. þ.m. segir for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, að Samábyrgð íslands á fiskiskip- um hafi „tapað mörgum milljón- um króna af fé, sem hún á ekki fyrirliggjandi og stendur hún því í tilsvarandi skuld við Skipaút- gerðina". Ákærur forstjórans eru svo al- varlegar, að þrátt fyrir það, að stjórn Samábyrgðarinnar telur óviðeigandi að gera viðskipti sín við Skipaútgerð ríkisins að um- talsefni opinberlega, sér hún sér þó eigi annað fært, en að leið- rétta þessi þjösnalegu og alger- lega ósönnu ummæli. Á s.l. 5 árum hafa orðið stór- felld töp á vátryggingum ríkis- sjóðsskipanna. Mismunur á kaskó iðgjöldum og tjónum á þessu tímabili, varð nál. öVz milljón króna. En töp vátryggjenda eru þó talsvert meiri, vegna kostn- aðar við vátryggingarnar, eða varla undir sjö milljónum króna. Hins vegar hefir lítið af þessum töpum komið í hlut Samábyrgð- arinnar, því hún hefir ekki sjálf nema 5%—10% af áhættu. Á- hættan er að langmestu leyti hjá erlendum vátryggjendum, eða nánar tiltekið 75%—85% í hverju skipi. Samábyrgðin hefir því hvorki tapað einni milljón né „mörgum milljónum króna“ á vátrygging- um ríkissjóðsskipanna. En hún hefir á þessu tímabili fært Skipa- útgerð ríkisins nál. sjö milljón króna gróða, miðað við það, að greitt hefði verið sannvirði fyrir vátryggingarnar. Um fjárhag -Samábyrgðarinn- ar þarf ekki að deila, því reikn- ingar hennar eru birtir opinber- lega. Þeir sýna, að hún á stofnfé sitt óskert, og að auki nokkurt eigið aflafé. Ber henni og skylda til, sem vátryggingarfyrirtæki, að eiga skuldlausa eign í sam- ræmi við þá áhættu, sem hún ber á hverjum tíma. Frá viðskiptum Samábyrgðar- innar og Skipaútgerðarinnar hirð ir Samábyrgðin ekki að greina að öðru leyti en því, að um hver áramót hefir Skipaútgerðin skuldað Samábyrgðinni veruleg- ar fjárhæðir. Og 1. jan. þ. á. var skuld Skipaútgerðarinnar við Samábyrgðina kr. 1,7 milljónir. Sést af þessu ljóslega, hvort það er Samábyrgðin, sem hefir hald- ið fé fyrir Skipaútgerð ríkisins, eða það er Skipaútgerð ríkisins sem haldið hefir fé fyrir Sam- ábyrgðinni. Forstjórinn kvartar undan því, hve óhagstætt sé fyrir Skipaút- gerð ríkisins að vátryggja hjá Samábyrgðinni. ! en er þó sjálfstæð að öðru leyti. ; Söguhetjan er hálf-dönsk, og eru I í bókinni skemmtilegar lýsingar á ýmsu, er kcmur henni einkenni lega fyrir sjónir, stórborgarbarn- 1 inu, er dvelur í fyrsta skipti á afskekktum, íslenzkum sveitabæ. Jóhannes Friðlaugsson: UPPI Á ÖRÆFUM Dýrasögur og frásagnir. Barnablaðið Æskan. j Jóhannes Friðlaugsson hefur skrifað mikið í blöð og tímarit í áratugi, og einnig gefið út nokkr ar bækur. Sögurnar í þessari bók fjalla um samskipti manna og dýra og flestar þeirra eru sannar. Höfundurinn er mikill dýravin- ur, og skilur dýrin og sálarlíf þeirra, en auk þess andar öll frá- sögnin af ást til landsins og nátt- úru þess. Frásagnir hans eru þrungnar af göfugum hugsjón- urn, og eiga ekki sízt erindi til ■ þejrra, scm eiga heima í kaup- stöðunum, og eru að vonum ó- kunnugri því lífi, sem hrærist í 1 náttúrunni, en þeir, sem ala allan sinn aldur í sveitum landsins. Hinn gífurlegi mismunur á ið- gjöldum og tjónum sýnir, svo ei þarf um að deila, að vátrygging- arnar hafa ekki verið óhagstæðar fyrir þann vátryggða. Staðhæfingar sínar um óhæfi- legar iðgjaldahækkanir hjá Sam- ábyrgðinni rökstyður forstjórinn hins vegar með því að birta fjár- hæð þá, er hann telur að Skipa- útgerð ríkisins hafi greitt fyrir tryggingarnar þegar Samábyrgð- in tók við þeim, og til saman- burðar þá fjárhæð, sem hann segist nú verða að greiða. Þegar Samábyrgðin tók við vá- tryggingum skipanna, tryggði Skipaútgerðin fyrir kr. 7.603.800. 00. En nú tryggir hún fyrir kr. 52.692.100.00. Sjálfsagt skilur forstjórinn þeS. sem allir aðrir munu skilja, að eðlilegt sé, að meira þurfi að borga fyrir það að tryggja sig fyrir 52 milljónum, en að tryggja sig fyrir 7 milljónum. Allir menn, sem eitthvað þekkja til vátrygginga, vita það, ao vátryggingarkjör eru fyrst og fremst metin eftir iðgja’.ds- prósentu, þ. e. hve mörg prósent sá tryggði greiðir af tryggingar- fjárhæðinni. Meðan núver.ndi forstjóri Skipaútgerðar ríkidns sá um vátryggingar ríkissjóos- skipanna, var meðaliðgjald allra skipanna*): *) Vitaskipið Hermóðu er hvergi talið með, því vitar.ála- stjórnin hefir ávallt séð urn vá- tryggingu þess. Kaskóiðgjald 6,1879% Interessuiðgjald 1,7218% Nú í dag eru meðaliðgjöldin þessi Kaskoiðgjald 4,398 % Interessuiðgjald 1,0012% Það er hin mesta firra, er for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins seg- ir að vátryggendur ætli með hækkuðum iðgjöldum að vinna á skömmum tíma upp það tap, er þeir hafi beðið á vátryggingum ríkissjóðsskipanna s.l. 5 ár. Vátryggendur skila aldrei, framyfir það, sem vátryggingar- samningar herma, gróð', sesn þeim hefir hlotnast. Þeir krefj- ast og aldrei beint né óbéint greiðslu fyrir töp, sem þeir hafa beðið. Hins vegar er það venja, þegar um framhaldstryggingar er að ræða, að rannsaka afkomu trvgg- ingarinnar þrjú s.l. ár, því út- koman af þeirri rannsókn gefur mikilsverðar bendingar um áhættuna, og þá einnig hvað meta skuli framtíðariðgjaldið'. Að lokum tekur stjórn Sam- ábyrgðarinnar fram, að það er misskilningur að Samábyrgðin hafi skilyrðislausan einkarétt til að vátryggja skip ríkissjóðs. Sá réttur, eða sú kvöð, er bundið því skilyrði, að Samábyrgðin geti séð um tryggingarnar með kjör- um, sem ekki séu lakari, en aðr- ir bjóða. En auðivtað er það í alla staði eðlilegt, að ríkið feli sinni cigin vátryggingarstofnun að sjá um vátryggingar skipa sinna. Stjórn Samábyrgðar íslands á fiskiskipum. Hröpuðu mei stuttu millibill LUNDÚNUM, 16. des. — Fjórar brezkar þrýstiloftsflugvélar hröp uðu í dag með stuttu millibiJi til jarðar í Austur-Englandi. Tvær þeirra skemmdust mikið, en flug- mennirnir komust lifandi úr flök- unum. Hinar tvær vélarnar hröpuðu til jarðar, þegar þær ætluðu að lenda. Flugmaðurinn í annarri ílugunni meiddist lífshættulega, —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.