Morgunblaðið - 20.12.1953, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. des. 1953 ~j
Danir selja jólagreni í
vaxandi mæli út um heim
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
KAUPMANNAHÖFN 14. des. — Það vekur mikla athygli að Danir
eru nú farnir að flytja jólagreni, tré og greinar út til annarra landa
í mjög vaxandi mæli. Þykir danskt greni yfirleitt framúrskarandi að
gæðum og streyma pantanir inn frá mörgum löndum heims.
TIL AFRÍKU OG ÍSLANDS <
Danir hafa selt allmikið af
jólatrjám til Afríku, aðallega til
Suður-Afríku. Nýlega keyptu ís-
lendingar allt sitt greni frá Dan-
mörku og stór samningur hefur
verið gerður við innflutnings-
fyrirtæki í Berlín.
SVISSLENDINGAR ÁNÆGDIR
MED DANSKT GRENI
Nú síðast hafa Svisslendingar
féögið áhuga á dönsku greni og
kom nefnd sérfræðinga þaðan út
á.józku heiðarnar til að lita á
jplatrén og munu þeir hafa ver-
ið ánægðir. Munu Svisslending-
af kaupa að minnsta kosti 10
þúsund jólatré og allmikið af
greinum. Sendingar hafa líka far
ið til Ítalíu og Frakklands.
kommúnisfa-
6 Rússar fórust á Mount Everest
STOKKHÓLMI — Sænski fjall-
g'Öngumaðurinn Anders Bolind-
er hefur fengið upplýsingar um
það eftir rússneskum heimildum,
að s. 1. ár hafi Rússar gert risa-
leiðangur út af örkinni til að
klífa Mount Everest. Það mis-
tókst og létu 6 menn lífið.
LUNDUNUM, 18. des. — Land-
stjóri Breta í Suð-Austur Asíu,
Malcolm MacDonald, sagði í dag,
að yfirlýsing sú sem kommúnist-
ar í Indó-Kína gáfu fyrir
skömmu þess efnis, að þeir væru
ólmir að ræða friðarsamninga við
Frakka, sé staðlausir stafir og
ekkert nema fyrirlitlegur komm-
únistaáróður. — Landstjórinn við
hafði þessi ummæli á blaða-
mannafundi í Bankok, en þar
hafði hann viðdvöl á leiðinni frá
Tailandi til Singapore.
Q- (*) i'
Bezta te á markaðinum
frá því á dögum Dickens.
s Fáanlegt í pökkum ódýrt
.Mt ; einnig í skrautöskjum.
Biðjið ávallt um
PICKVVICK-TE
JAMES
Sjálfvirka uppþvotfavélin
er einhver ódýrasta en þó fullkomnasta þvottavélin. sem
fáanleg er.
JAMES UPPÞVOTTAVÉLIN
er á hjólum og má færa hana til milli eldhúss og
borðstofu, ef þörf þykir.
JAMES UPPÞVOTTAVÉLIN
kostar aðeins kr. 7479,70.
HEJKL4 H.F.
Austurstræti 14 — Sími 1687
- ö’Meil
Framh. af bls. 9.
sænska leikritaskáldið Strindberg 1
og hefur O’Neil kveðið svo að (
orði, að hann hafi engum manni (
átt jafn mikið upp að ynna sem)
honum. „Við lestur verka hans
opnuðust augu mín fyrir fegurð J
leiklistarinnar — og þau knúðu
sjálfan mig til að hefjast handa
um leikritagerð", sagði hann eitt
sinn. Einnig varð hann fyrir
miklum áhrifum af verkum
Nietzches og Freuds, — og urðu
áhrif hins síðar nefnda þó eink-
um og sér í lagi afdrifarík fyrir
list hans.
★ SÉRSTÆTT SKÁLD —
BRAUTRYÐJANDI
En O’Neil var fyrst og fremst
persónulegt og sérstætt skáld. —
Hann var alger brautryðjandi og
mesti landkönnuður á sviði nú-
tíma leiklistar. Hann leitaðist við
að skapa leiklistinni nýtt form og
nýjan búning. Getum við t. d.
1 séð það í leikritunum Emperor
I Jones (1921), ekspressioniska til-
1 arunaverkinu The Hairy Ape
j (1922), Strange Interlude (1928)
| og Mourning becomes Electra. —
í Jafnvel í síðustu leikritum sín-
um The Iceman Cometh og The
í Moon for the Misbegotten, er
hann enn að kanna nýjar leiðir,
— enn að ryðja brautina og vísa
veginn. — í verkum hans renna
saman raunsæjar mannlýsingar
og symbólsk túlkun. — O’Neill
keppir ekki einasta að því, að
lýsa þeim manngerðum sem hann
fjallar um, heldur umhverfinu og
reynslunni sem mótar þær. Per-
sónurnar vaxa upp úr hversdeg-
inum, ef svo mætti að orði kom-
ast, hörð og óblíð veröldin skor-
ar þær á hólm, — knýr þær til
bardaga. En skáldið bendir aldrei
á ákveðna úrlausn í verkum sín-
um — prédikar sjaldan —. f þeim
speglar hann aðeins á áhrifamik-
inn hátt efasemdir 20. aldarinnar,
óyndi hennar, kvíða og vitfirr-
ingu. Og hann sýnir fálmandi og
villuráfandi mannkyn leita að
i rótfestu í vanhirtum akri mann-
lífsins.
EUGENE O’NEIL er fæddur í j
New York 1888, sonur frægs far-
leikara. Hann var settur til
menhta, en hvarf frá námi eftir
skamma dvöl í Princetonháskóla.'
Síðan lagði hann land undir fót, j
ferðaðist víða, gerðist farand- J
sali, gullgrafari, sjómaður og
blaðamaður, en smitaðist af
berklum og var sendur á hæli. J
Þar fann hann loks sjálfan sig
og ákvað að gerast leikritahöf-1
undur. Eftir hælisvitina lagði'
hann stund á leikritagerð við
Harward. Fyrsta leikrit hans
Bound East for Cardiff, var sýnt
1916 og síðan samdi hann hvorki
meira né minna en 40 leikrit, sem
flest hafa verið sett á svið um
allan heim. Þrisvar sinnum hlaut
O’Neil Pulitzerbókmenntaverð-
launin, og árið 1936 hlaut hann
bókmenntaverðlaun Nobels. Var
hann annar Bandaríkjamaðurinn,
sem þau verðlaun fékk. — Geta
má þess að lokum, að er O’Neil
hafði lokið við The Iceman Com-
eth, skrifaði hann leikritið Long
day’s Journey Into Night og
mælti svo fyrir, að ekki mætti
sýna það, fyrr en 25 árum eftir
dauða hans. Þar fjallar hann um
líf sjálfs sín, eina harmleikinn,
sem hann átti þátt í, — en skrif-
aði ekki sjálfur.
M.
— Molar
Framh. af bls. 9.
NÝLEGA er komin út á norsku
og hefur vakið athygli bók fær-
eyska rithöfundarins Richards B.
Thomsens: Naar fossens sang dör
hen.
í VIKUNNI sem leið kom út í
Danmörku á vegum Nytt Nordisk
Forlag, Arnold Busck bók um
Kaj Munk og leikrit hans eftir
Harald Mogensen. I byrjun jan-
úar eru 10 ár liðin frá því, að
sporhundar nazista myrtu skáld-
ið. — I bókinni er að finna mik-
inn fróðleik um hið mikilhæfa
danska leikritaskáld og verk
hans, m. a. frá því skýrt, að vin-
sælasta leikrit skáldsins Orðið,
sé eina leikrit Munks sem sýnt
hefur verið á íslandi (1943). —
Lesmál bókarinnar er 72 síður,
en aftast í henni eru 200 myndir
af ýmsum leikurum sem farið
hafa með hlutverk í leikritum
skáldsins. Er þar m. a. mynd af
Lárusi Pálssyn í hlutverki Borg-
ens, tekin er Orðið var hér
sýnt.
Bókarfregn
STOKKHOLMI, 18. des. — Þeg-
ar lafði Churchill kom til Stokk-
hólms fyrir skömmu til að veita
móttöku Nobelsverðlaununum1
manns síns sagði hún við blaða- |
menn, að Sir Winston sé nú að !
skrifa nýja bók, nokkurs konar J
boðskap til heimsins. — Að öðru
leyti vildi hún ekkert um bók-
ina segja, og er hún var að því
spurð, hvað hún ætti að heita,
kvað hún það óákveðið.
— NTB-Reuter.
„Hafdís og Heiðar“, skáld-
saga fyrir ungmenni, eftir
Heiðrúnu.
Útgefandi: ísafoldarprent-
smiðja h. f.
í FYRRADAG kom í bókabúðir
ný skáldsaga fyrir unga fólkið,
eftir Hugrúnu skáldkonu (Fil-
ippíu Kristjánsdóttur). Nefnir
skáldkonan sögu sína „Hafdís og
Heiðar“ og gerist hún öðrum
þræði í sveit og hinum hér í höf-
uðborginni, Reykjavík. Ilugrún
skáldkona er löngu þjóðkunn fyr
ir barnasögur sínar og ljóð, en
hefur minna gert af því að skrifa
stórar skáldsögur. Þó hefur hún
einu sinni áður látið frá sér fara
stóra skáldsögu, svo þessi saga
hennar er önnur í röðinni af hin-
um viðameiri. Hugrún skrifar
lipurt mál og viðfeldið, og sveip-
ar gjarnan frásagnir sínar hinu
góða í fari mannsins. Trúin á Guð
er skáldkonunni ofar öllu öðru
og ajlt í gegnum söguna frá upp-
hafi til enda, finnur lesandinn
hvernig sögupersónurnar eru að
mótast frá hendi höfundar. Óstýr-
látt og frekt dekurbarn, Hafdís,
er smátt og smátt fyrir tilstuðlan
systur sinnar og mágs að um-
breytast til hinnar hugsandi og
batnandi mannssálar, og hin
söguhetjan, Heiðar, er vaxin úr
grasi góðvildar og trúar og hefur
sín áhrif til að bæta og græða.
Saga þessi er þannig gerð frá
hendi höfundar, að óhætt er að
mæla eindregið með henni sem
hollri og siðbætandi bók fyrir
ungu kynslóðina og þætti mér
ekki ólíklegt, að hún ætti eftir
að verða eftirsótt til lestrar.
Hugrún skáldkona hefur á und-
anförnum árum lagt talsvert af
mörkum á sviði skáldskaparins,
eins og bezt má sjá af því, að
bókin „Hafdís og Heiðar“ er hin
níunda í röðinni. Þrátt fyrir það,
að Huðrúnu hefur verið sýnd
margskonar viðurkenning, þá
hefur hún ekki hin síðustu þrjú
ár hlotið skáldastyrk og er ekki
úr vegi að minna á það við þetta
tækifæri. Guðl. Einarsson.
1S0. árffð Du Ponl
EITT stærsta framleiðslu- og
verzlunarfyrirtæki heims, E.I.
Du Pont De Nemours & Co. Inc.,
var sett á laggírnar 19. júlí 1802.
Stofnandinn var franskur land-
nemi í Bandaríkjunum, sem kom
ið hafði þangað á nýársdag alda-
mótaárið, þá tæplega þrítugur að
aldri. Alla tíð síðan hefur fyrir-
tækinu verið stjórnað af afkom-
endum hans.
Du Pont hóf fyrst framleiðslu
á sprengiefni og síðan í hverri
grein efnaiðnaðarins af annarri.
Á fyrirtækið nú 30 verksmiðju-
bákn, sem framleiða allskyns
vörur eftir formúlum sem jafnan
eru fundnar í efnarannsóknar-
stofnunum þess. Framleiðsla
fyrirtækisins hefur stuðlað að
bættum lífsskilyrðum um víða
veröld.
Starfsmenn þessa risafyrir-
tækis skipta nú tugum þúsunda.
Til dæmis um afkomumöguleika
starfsfólksins má geta þess, að
árið 1948 voru 49.6% þess hús-
eigendur, en síðan hafa bætzt í
hópinn 7000 fjölskyldur, þannig
að hlutfallstalan er nú orðin
57.4%. Þá eiga 88.9% starfsmanna
einkabifreiðir.
Framleiðsluvörur Du Pont eru
seldar í öllum löndum heims, en
auk þess lætur fyrirtækið fram-
leiðendum allskyns vörutegunda
hráefni þeirra í té.
I tilefni 150. ártíðar fyrirtækis-
ins hefur verið gerð kvikmynd,
sem sýnir sögu Du Pont fjölskyld
unnar og þróunar fyrirtækisins
allt frá stofnun.
Umboðsmenn E.I. Du Pont De
Nemours & Co. Inc., hér á landi,
Friðrik Bertelsen & Co. h.f., gang
ast fyrir sýningu kvikmyndar
þessarar í Nýja bíói í dag, 20.
þ. m., kl. 2 e. h. Stendur sýningin
í 40 mínútur.
— Skógrækt
Framhald af bls. 6
geymsluklefa með frystikerfi,
vatnslagnir um alla reiti, áhöld
og vinnuvélar og ótal margt
fleira, sem of langt mál yrði upp
að telja,
Allt það fjármagn, sem lagt er
í uppeldisstöð sem þessa, ásamt
reksturskostnaði, liggur óarð-
bært fyrstu árin fjögur, eða þar
til plöntur af fræi því sem fyrst
er sáð, hafa náð aldri og þroska
til sölu. Skógræktarfélag Reykja
víkur hefur ávallt átt við þröng-
an fjárhag að búa og þess vegna
hafa mörg undirbúningsstörf
verið af vanefnum gerð, eirs og
glögglega kemur fram í ræktun
skjólbeltanna.
Hin stórlega aukna sáning síð-
ustu tveggja ára krefst enn meiri
fjárfestingar næstu árin til þess
að þeim milljónum plantna, sem
nú eru í sáðbeðum, verði búin
hæfileg þroskaskilyrði.
Firmakeppnin
í bridge
TVÆR umferðir eru nú búnar í-
hvorum riðli firmakeppninnar í
bridge. 16 efstu fyrirtækin í öðr-
um riðlinum eru sem hér segir;
1. Síld & Fiskur 113.5 stig, 2.
Bernhard Petersen 107, 3. Harald
arbúð h.f. 160.5, 4. Smári, smjör-
líkisgerð 105, 5. Florida Café 104,
6. Ellingsen 103.5, 7. O. Johnson
& Kaaber 102, 8. Últíma h.f. 100.5,
9. SÍF 100.5, 10. Chemia h.f. 100,
11. Freyja 99, 12. Olíufélagið h.f.
99, 13. Verðandi 99, 14. Sveinn
Egilsson 97.5, 15. Agnar Norð-
fjörð 97.5 og 16. Frón, kexverk-
smiðja 97 stig.