Morgunblaðið - 20.12.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1953, Blaðsíða 12
MORGIJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1953 JéSasksiísmfaair barsiaskélansia Það er venja í barnaskólum landsins að halda fjölbreyttar jólaskemmtanir. Sjá nemendur að sjálf- >ögðu um allan undirbúning að skemmtunum þessam undir stjórn kennara sinna. Oft er mikið kapp milli bekkja að sem bezt takist hjá hverjum. Sýna nemendur oft mikla hugkvæmni við val skemmti- atriða og skreytingu. Myndin sýnir nemendur 10 ára C bekks í Miðbæjarskólanum æfa leikritið „Jólagesti“ eftir Margrétu Jónsdóítur. Flu&nmgur ú byggingurefni til BreilifIkur hnfu teppzt i mánuði Hvallátrum í desember.' ÁRIÐ 1953 er senn á enda. Þáð,1 sem menn sérsíakfega munu minnast í sambandi við það ár, I er hið ágæta sumar. Hér er það talið eitt hið bezta, er yfir hefur gengið í tíð núlifandi manna. Upp skera sumarsins var í samræmi við það, grasfengur bænda varð mun meiri en nokkru sinni fyrr. Fór þar saman góð grasspretta og ágæt nýting. Þá var uppskera gárðávaxta mjög góð. Afurðir búfjár voru einnig góðar. ÁGANGUR ERLENDRA TOGARA Afli var góður á smábáta fram an af vori, en er á vorið leið gdrðust erlendir togarar mjög' nEérgöngulir, og var þar með fiskirí á smærri báta búið. Hélzt svo allt sumarið, fjöldi erlendra togara stunduðu veiðar hér úti fyrir, alltaf öðru hvoru. Höfðu þeir þann hátt á, að þeir settu dufl út á línuna og stunduðu svo veiðar jöfnum höndum fyrir ut- an og innan. Það virðist svo, að þessir land- helgisbrjótar viti nákvæmlega um ferðir varðskipanna, er það sjálfsagt ratarinn, sem hjálpar til með það. Hin gangtregu varðskip virðast hér ekkert geta við ráðið. Flugvélar er það eina, sem gæti komið þessum óboðnu gestum að óvöru. I haust varð vart við tog- aya að veiðum inni á Patreksfirði og einnig mun hafa orðið vart við sama í Tálknafirði. Eftir að svo er komið hlýtur sú spurning að vakna: Hversu langt getur þetta gengið? RÆKTUN Skurðgrafa var við vinnu á Rauðasandi í sumar, grafnir voru 41963 rúmm. Kostnaður við þenn án skurðgröft var alls kr. 143,514 kr. Lítið var um aðrar ræktunar- framkvæmdir. Langt er komin 7 km. sar.dgræðsiugirðingu í Breiðavík. Þá var einnig unnið áð sandgræðslugirðingu í Kolls- vík. Sandgræðslúgirðing sú er sett var upp í Sauðlauksdal fyrir nokkrum árum, virðist ætla að gefa góða raun. VEGAVINNA Lítið var unnið að nýbyggingu vega. Gerður var vegur yfir Sauð lauksdalssanda og kostaði mikið fé. Þá var lagfærður vegur niður Bjarngötudal á Rauðasandi, en mun þó ennþá vera einn af glæfralegustu vegarspottum Fréftbréf úr Rauðasandshreppa þessa lands. Gerðar voru tvær brýr, steinsteypt brú : Skapa- dalsá og járnbitabrú á tréstaurum með steyptu dekki á Sauðlauks- dalsvaðal. Unnið var að ruðn- ingu vegar frá Hænuvík að Kolls- vík, en þar er sýsluvegur. Ekki tókst þó, vegna ótíðar í haust, að Ijúka þeim vegi, en Kollsvík er nú við það að komast í vegar- samband. BYGGINGAR OG FLF.IRA Dálítið hefur verið byggt í sam bandi við búrekstur, svo sem fjár hús og votheyshlöður. Félags- heimili sveitarinnar var fullgert að utan og langt komið undir múrhúðun að innan. Fullgerð var efri hæð prestsbústaðarins að Sauðlauksdal og er tekin til íbúð- ar. f Breiðuvík var fullgerð íbúð bústjórans, sem er Bergsveinn Skúlason, íbúðin er 6 herbergi ásamt sameiginlegum matsal fyr- ir heimilið. Þá hefir einnig verið unnið þar að byggingu ibúða fyr- ir vistmenn. Er það tveggja hæða hús ásamt kjallara. Ekki tekst þó að ljúka við þessi íbúð í ár vcgna þess, I hversu erfitt hefuv verið að koma að byggingarefni og öðru, er með þarf. Til slíkra flutninga er ekki önnur leið fær en sjólciðin, en hún getur verið lokuð mánuðum saman, | þó ekki í manna minnum jafn j gersamlega lokuð um þennan tíma árs eins og í haust og það I sem af er vetri. Þetta eru þeir erfiðleikar sem útvíknamenn hér hafa um allan aldur átt við að stríða. Það skal því engan undra þótt þeir, engu síður en aðrir landsmenn, þrái að komast í vegarsamband ekki sízt þar sem engar stór- fjárfúlgur á nútíma mæli- kvarða þurfa til að létta þess- um erfiðleikum af. Konnari er kominn að Breiða- ’ vík Njáll Þóroddsson og 3 vist- menn. Fleiri koma er ibúð þeirra verður tilbúin, en meirihluti hennar verður það um áramót. j Vísir að bústofni er kominn í Breiðavík. Verða þar í vetur 60 fjár, 4 nautgripir og 3 hestar. J Eins og kunnugt er var allt í auðn í Breiðavík, er til var tekið. Uppbyggingarstaifið hefur því bæði verið erfitt og fjárfrekt, en málefnið ætti að vera þjóðinni mikils virði. RAFORKUMÁL í Vesturbotni er byrjað á 3( kw. vatnsvirkjun. Var þar lokif við að steypa um 40 m. stíflugarf í Osaá. I Hænuvík er byrjað é 12 kw. vatnsvirkjun og var þai einnig lokið við að steypa stíflu Framkvæmdir komust ekk: lengra vegna ótíðar í haust. Þá var bætt við í Breiðavík í kw. díselsamstæðu. Eru þar ní tvær samstæður, önnur 22 kw og hin 5 kw. HEILSUFAR Heilsufar hefur verið ágætt í sveitinni og líðan fólks og af- koma yfirleitt góð. ÓSLITINN ÓVEÐURSKAFLI Frá því í september í haust til þessa tima hefir verið einn óslit- inn óveðurskafli, og menn lítið getað að sér haft. Eru það mikil viðbrigði eftir hið ágæta sumar, en slíkra veðrabreytinga megum við íslendingar lengi vænta og sætta okkur við. En því meir sem skammdegisveðrin skaprauna okkur, því meir fögnum við lengra degi og hækkandi sól. — Þ. J. 5 mnútiia mót- mælaverkfall TIL þess að mótmæla því að ekki hefur enn verið fullnægt þeim loforðum, er bandamenn hétu hinn 1. nóvember 1943 um að gera Austurríki aftur að frjálsu og fullvalda ríki, gekkst verka- lýðssamband Austurríkis fyrir því hinn 30. október sl., að 5 mínútna allsherjarverkfall var háð um landið allt. í ræðu, sem forseti sambandsins, J. Böhm, hélt í útvarp meðan á þessari vinnustöðvun stóð, ásakaði hann Rússa fyrir að hafa þráfaldlega komið í veg fyrir raunhæfar við- ræður, sem miðuðu að því að veita Austurríki fullkomin sjálf- stjórnarréttindi, sem jafnframt fælu þá í sér fulla efnd þeirra lof orða, sem bandamenn hétu Aust- urríkismönnum fyrir 10 árum síðan. Jóhanna Gunnarsdóttir Minningarorð FRÚ JÓHANNA Gunnarsdóttir frá Papey var jarðsungin í gær frá Fossvogskapellu. Hún var fædd að Flögu í Skaftártungu 20. maí 1880. Foreldrar hennar voru hjónin þar, Gunnar bóndi Vig- fússon og Þuríður Ólafsdóttir, kona hans. Jóhanna var yngst þeirra Flögu systkina, en á lífi eru Vigfús bóndi þar og Ólafía ekkja í Hraun koti í Landbroti. Jóhanna ólst upp í foreldrahúsum fram að tví- tugs aldri, en fluttist þá til Reykjavikur, og aflaði sér þar þekkingar í hússtjórn og hann-' yrðum. Dvaldi hún þar lengst af, þangað til hún fluttist til Papeyjar 1911. Árið eftir giftist hún Gísla Þorvarðarsyni, bónda þar. Eignuðust þau 4 börn og eru 3 þeirra á lífi. Jóhanna var seinni kona Gísla, en fyrri kona hans var Margrét systir hennar. Þeim Margréti og Gí?la varð 7 barna auðið, voru þau öll á lífi og öll í ómegð, er þau misstu móður sína, er dó að barnsförum í slíku aftaka veðri, að ófært var milli lands og eyjar, eftir lækn- ishjálp eða nokkurri aðstoð. Það var ekkert aukvisaverk, sem frú Jóhanna tókst á hendur, að gerast stjúpa sjö barna, hús- freyja á hinu margþætta stórbúi Papeyjar, auk sinna eigin barna er skjótlega bættust í hópinn. Ilún var að vísu ekki ein til bús- umsýslu heima fyrir, því að elzta systir hennar, er Sigríður hét, harðdugleg kona, var ómetanleg hjálparhella beggja systra sinna utan húss sem innan, alla þeirra búskapartíð, Og ekki þurfti að ugga um aðdrætti búsfanga, þar sem hið sannkallaða víkings- menni Gísli, maður hennar átti hlut að máli. Öllum stjúpbörnum sínum reyndist Jóhanna, sem sínum eigin og gekk þeim í móður stað svo sem framast verður auðið. Ingólfur Gíslason, f.v. héraðs- læknir á Djúpavogi, hefur látið svo um mælt, að Jóhanna stjúpa hans hafi verið forkur dugleg, framúrskarandi myndarleg í verk um sínum og skyldurækin með afbrigðum. Mann sinn missti hún fyrir 5 árum eftir 37 ára sambúð, brá hún þá búi og fluttist til Reykja- víkur,' þar sem hún bjó með dætrum sínum til dauðadags h. 11. þ. m., hafði hún þá átt við þreytandi og oft kvalafulla van- heilsu að stríða s.l. 30 ár. Var það nýrnaveiki er loks varð hennar banamein. Jóhanna hlífði sjálfri sér lítt meðan hún gat uppi staðið, enda hefði það ekki allt af komið sér vel í Papey, því að oft bar þar óvænt gesti að garði misjafnlega til reika eftir sjóvolk og svaðilfarir. Jóhann í Papey gat litið yfir dyggilega unnið og gæfuríkt æfi- starf, því að öllum þessum mikla barnahóp komu þau hjón upp til manndóms og þroska. Það var ekkert trys að koma í Papey á þeim árum. Ja, því lík- ur viðtökur. Því lík rausn og risna. Stórgjöful voru þau Pap- eyjarhjón einnig út í frá Og bera eftirfarandi vísur þess vitni: Heill þér Papey, hafs í auga, hamraborgin hafna prúða. Gestrisni og glæsimennsku heimkynni og höfðingslundar. Og hin síðari er sumarkveðja til þeirra Papeyjarhjóna vorið 1923, þar er einnig vikið að hjálp semi þeirra og höfðingsskap. Kenni ég eik, er viðum veikum veitir skjól um kalda njólu. Vænn og breiður vængjameiður vex á rein með fögrum greinum. Þaðan hlaut ég eld og aldin, öld má heyra, svo er um fleiri, því að íslenzk rausn og risna ræður á storð í verki og orði. Góð kona Og merk er fallin frá. Það er skarð fyrir skildi, en hinir mannvænlegu stofnar, Papeyjar systkin, standa þar til bóta. RíkarSur Jónsson. 62 þús. toimum meira en fyrir lít víkkun landhelgiimar *EFTIRFARANDI hefur Daily Mail (frá 14. des.) eftir fiskiráðunaut Islands í Bretlandi, Huntley Woodcock: — íslendingar hafa trú á því, að aðgerðir þeirra í landhelgismál- inu séu ávinningur fyrir allar þjóðir. Brezkir togarar hafa veitt um 62 þús. tonnum meira en áð- ur á því eina ári sem þeir hafa verið útilokaðir frá íslandsmið- unum gömlu. Hafa þeir fengið þennan afla á öðrum miðum, og er það afleiðing aðgerða íslend- inga í landhelgismálinu. — Trésmiðjan VÍÐIR Mjög falleg póleruð stofuborð. Fjölda margar tegundir fyrirliggjandi. Einnig saumaborð úr birki. Útvarpsborð birki, mahogni og máluð. Mikið úrval annarra búsgagna. Komið og skoðið hjá okkur áður en þér festið kaup annars staðar. HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR * Laugaveg 166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.