Morgunblaðið - 23.12.1953, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.1953, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. des. 1953 SEIMTIMENTAL úk hóss - S M A S eftir Dorothy Parker. F —Ó, KEYRIÐ þér bara eitthvað, bilstjóri — það skiptir ekki máli hvert, aðeins ef þér haldið áfram að keyra. — Það er betra að sitja i leigubíl, heldur en að ganga. JÞað þýðir ekkert 'fyrir mig að ganga. Ég myndi alltaf vera að rekast á einhvern í mannfjöldan- um, sem líktist honum — ein- j hvern, sem sveiflaði öxlunum líkt og hann, með hattinn út í öðrum vanganum. Ég myndi .strax telja mér trú um að það væri hann — að hann væri kom- inn aftur. Hjarta mitt myndi verða likt og seitlandi vatn og húsin myndu svigna, og beygja sig yfir mig. Nei, þá er betra að vera hér; aðeins að bílstjórinn vildi keyra hraðar, svo hratt að fólkið á gangstéttinn yrði að löngu, gráu striki, og ég gæti ekki séð neinar sveiflandi axlír og skásetta hatta. t>að er slæmt að þurfa að stöðva 1 svona mikilli umferð. Fólkið streymir of hægt og greinilega framhjá, og alltaf gæti sá næsti verið. Nei, auðvitað kæmi það ekki til mála. Ég veit það. Auð- vitað veit ég það. En það gæti verið. Og fólkið getur horft inn í bíl- inn og séð mig; það getur séð mig gráta. Ó, leyfðu þeim að horfa, það skiptir þig engu. Leyfðu þeim að glápa, svo þeim verði illt af því. Já þú glápir á mig, glápir og glápir, vesalings skringilega og þreytta kona. Hatt urinn er fallegur, finnst þér það ekki? Hann er til þess gerður að það sé horft á hann. Þessvegna er hann svona nýr og stór og rauður, Þessvegna eru þessar stóru mjúku fjaðrir á honum. Fátæklegi hatturinn þinn er all- ur snjáður og tuskulegur. Hann lítur út eins og dauður köttur, köttur, sem hefir orðið. fyrir bíl og verið sópað til hliðar í renni- steininn. Vildirðu ekki óskaáð þú værir ég, og gætir fengið þér nýjan hatt hvenær sem þér sýndist? Þú gætir gengið hratt, borið höfuðið hátt og lyft fótunum frá gang- stéttinni, ef þú værir á leiðinni að fá þér hatt, fallegan hatt, sem kostaði meira fé, en þú hefir nokkurntíma átt. Bara að þú fengir þér ekki einn, sem væri alveg 'eins og minn. Því rautt táknar sorg, eins og þú veizt. Skarlats-rautt fvrir ást, sem er dauð. Vissirðu það ekki? Hún er farin núna. Leigubíll- inn er kominn á stað aftur og hún er horfin að eilífu. Ég er að velta því fyrir mér hvað hún hugsaði, þegar augu okkar og líf mættust. Ég er að velta því fyrir mér hvort hún hefur öfundað mig af æsku minni og öryggi. Eða skyldi hún gera sér ljóst, að ég myndi fleygja öllu frá mér, sem ég ætti, ef ég fengi hið kyrr- láta og dauða hjarta hennar í stað míns? Hún skynjar ekki lengur, hún á ekki einu sinni ósk- ir. Hún er hætt að vona og brenna, ef hún hefir þá nokkurn fíma vonað og brunnið. Ó, þetta var fallegt, þetta var raunverulega Ijóðrænt. Hún er hætt að vona og brenna, ef hún hefur þá .... — Mjög fallegt! Jæja, ég er að velta því fyrir mér hvort hún — á sinn hægláta hátt — hefur orðið örlítið ánægð- ari, eða ef til vill sorgmæddari yfir því að vita að til væri mann- vera, sem væri enn ver sett en hún. Þetta er einmitt það, sem hon- um var svo illa við hjá mér. Ég veit alveg hvað hann myndi hafa sagt. „I guðanna bænum hættu þessu sentimentala rugli“, myndi j Eg get ekki haldið þessu áfram hann hafa sagt. „Hversvegna ertu lengur, ég get það ekki. Ég get að þessu? Þó þú sjáir gamla hrein j ekki skilið þennan leyndardóm. gerningakonu á götunni, þarftu Ef ég aðeins vissi að þetta liði ekki endilega að væla yfir henni. hjá á einum degi, — ári, eða Það gengur ekkert að henní, hún tveim mánuðum. Þá gæti ég hald klárar sig.. Þegar augu okkar og líf mættust! — Rugl! Hún tók ! ekki einu sinni eftir þér. Og hið 1 kyrrláta dauða hjarta hennar!! I —- Þvaður og vitleysa. Hún hefir J sennilega verið á leiðinni að fá sér flösku af slæmu gini og farið á rjúkandi fyllirí. Þarftu endi- lega að gera hlutina svona drama tíska? Þú þarft ekki að telja þér trú urfi að allir séu sorgmæddir. Hversvegna ertu alltaf svona sentimental? Gerðu það fyrir mig að hætta því Rósalía" I Þetta myndi hann segja — ég veit það. En hann mun hvorki segja þetta, eða nokkuð annað við mig framar. Aldrei framar. Hvorki bitur- né blíðuyrði. Hann er far- inn og hann kemur ekki aftur. „Auðvitað kem ég aftur“, sagði hann. „Nei, ég veit ekki hvenær ég kem —- ekki nákvæmlega, — það hefi ég margoft sagt J>ér. Ó, Rósalía farðu nú ekki að búa þér til neina alheimssorg út af þesSu. Það verða í mesta lagi fá- einir mánuðir, ef til vill. — Strákar og stelpur þurfa að fá frí frá hvort öðru, svona öðru hvoru! Þetta er ekkert til þess að vera að skæla yfir. Og ég helzt fjanda- kornið ekki til eilífðar fjarri New York.“ En ég vissi það — ég vissi það. Ég vissi það, vissi það vegna þess að hann var kominn langt í burtu frá mér, löngu áður en hann fór í raun og veru. Hann er farinn og hann kemur ekki aftur — hann er farinn og hann kemur ekki aftur — hann er farinn og — hlustaðu á, hvern- ig hjólin rymja þetta í eyra þér, aftur og aftur. Þetta er sjálfsagt það, sem kallað er að vera sentimental. Hjól geta ekki sagt neitt. Hjól geta ekki talað. En ég heyri í þeim. Ég er að velta því fyrir mér hversvegna það er svona rangt að vera sentimental. Fólk gerir. svo lítið úr tilfinning- nnum. „Ekki gætirðu komið að mér, þar sem ég sæti og væri að vola yfir draumórum“. Með orðinu draumórar á það víst við minningar manns. Og það er svo innilega hreykið yfir að eiga engar minningar. Ein- kennilegt hvernig það stærir sig af göllum sínum. „Ég tek ekkert of bókstaflega", segir það. „Ég get ekki hugsað mér að taka hlut ina svo alvarlega, að ég gæti særzt á því“. Það segir: „Engin mannvera í heiminum er svo þýðingarmikil fyrir mig að ég gefi henni tækifæri á að særa mig.“ Ó, hver hefur á réttu og hver á röngu að standa, hver er það, sem ákveður? E£ til vill hafði ég á réttu að standa með hreingerningarkonuna. Ef til vill var hún mjög slitin og ef til vill var hjarta hennar kyrrlátt og dautt. Ef til vill vissi hún allt um mig á þessu augnabliki. Það þarf ekki endilega að hafa verið allt í lagi með hana, og hún þarf ekki endilega að hafa verið á leiðinni að fá sér flösku af gini, þó hann hafi sagt það. — Æ, ég man aldrei. — Hann sagði það ekki, hann var hvergi nærri! Ég ímynd aði mér bara að hann hefði sagt það. Ég hélt ég hefði heyrt hann segja það. Hann er alltaf nærri mér — hann með sína fegurð og grimmd. En hann má ekki vera nærri mér lengur. Ég má ekki hugsa um hann. Alveg rétt — hættu bara að hugsa um hann — hættu að anda — hættu að heyra — hættu að að sjá! Stoppaðu blóðið í æðum þínum. ið það út, jafnvel þó það gengi ekki skrikkjalaust. En það heldur alltaf áfram, og það er enginn endir. „Sorgin, líkt og sifellt regn, seitlar í hjarta mínu. — Fjöldinn tvístrast og hrópar í angist. — Komandi dagur mun finna þau kyrrlát á ný. Þar er hvorki þroski né rýrnun, því síður upphaf né endir. Bíðum við — hvernig er nú næsta ljóðlína? Eitthvað — eitt- hvað, sem rímaði við „bezt“. En, alla vega — endirinn var ein- hvern veginn svona: — „Hugsanir mínar eru hægar og hljóðar upp ég stend og niður sezt. Smáatriði, eins og hvaða kjóll mér þykir fara bezt! Já, þannig hljóðaði það. Og það er svo mikill sannleikur í þessu. Hvaða máli skiptir það fyrir mig, livaða fötum ég geng í? Hýrgaðu sjálfa þig upp með því að kaupa stóran, rauðan hatt. En þú færð bara leið á honum. Hvernig ág ég að afbera það að sitja svona og stara, og kaupa rauða hatta, sem ég fæ strax leið á, og sitja síðan og stara á ný. Dag eftir dag, Á morgun, hinn daginn og daginn þar á eftir. Hvernig .get ég afborið þá? En hvað get ég gert, annað en setið og starað og keypt mér stóra, rauða hatta? „Farðu og heimsóttu vini þína og skemmtu þér“, segja þau. „Þú mátt ekki skera þig svona út úr. til þess að dramatísera hlutina.“ Dramatísera! Ef það, að finna stöðugt — nei sífellt regn streyma um hjarta sitt, er kallað að dramatísera, þá geri ég það. —1 Hvernig getur þetta heimska og smásmugulega fólk vitað hvað þjáning er? Hvernig ætti það, með sín þykku hjörtu, að vita hvað sundurrifið hjarta er? Geta þau ekki skilið, þessi heimsku fífl, að ég get ekki heimsótt vini, sem við vorum vön að heimsækja saman? Ég gæti ekki komið aftur á þá staði, sem hann hafði heim- sótt með mér. Vegna þess að hann er farinn og það er allt liðið, horf ið, lokið! Og þegar öllu er lokið, þá eru það aðeins þeir staðir, þar sem sorgin hefir heimsótt mann sem getur gefið manni fró. Ef ég kem þar, sem hamingja okkar var mest, hlýtur hjarta mitt að springa. Og það er sentimentalt, geri ég ráð fyrir. Það er víst sentimentalt að geta ekki afbor- ið að sjá þá staði, þar sem allt lék í lyndi. Og það, að geta ekki séð neitt, sem minnir á horfinn ástvin. Sorgin er kyrrð, sem mað- ur öðlast í minningu heitra til- finninga. Þetta var — þetta er dásamlegt. „í minningu heitra tilfinninga“. Þetta var þó ljóð- rænt! Ég vildi að ég gæti sagt það við hann. En ég segi ekkert við hann framar, aldrei, aldrei framar. Hann er farinn og það er allt liðið, og ég þori ekki að hugsa urn það, sem liðið er. Allar hugs- anir mínar verða að vera hægar og sljóar, og ég verð —. NEI! í guðanna bænum. Ekki! Bílstjórinn ætti ekki að keyra eftir þessari götu. Þetta er gatan okkar, gata ástar og unaðar. Ég gct það ekki, ég get það ekki! Ég beygi mig niður og held fyrir augun, svo ég geti ekki séð. Ég verð að halda hjarta mínu kyrru, ég verð að vera eins og þetta smá smugulega, uppþornaða fólk, sem er hreykið af því að eiga engar minningar. En ég sé allt, þó augu mín séu Framh, á bls. 11. Eisenhower Bandaríkjaíorseti og Dag Haramarskjöld framkva '<3a- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hrilsast fyrir utan stórbyggingu S. Þ. í. New York, daginn sem Eisenhov/er ávarpaði þing Samt uött þjóðanna. Lengst til vinstri er John Forster Dulles utanríi ráð- herra og lengst tií hægri er aðalfullíiúi Bandaríkjanna hjá S. í».„ Henry Cabot Lodge. - oo þar er fjöldi góðra leikaraefi a. UM SÍÐUSTU mánaðamót frumsýndi Leikfélag Siglu'jarðar leikritið „Logann helga“ eftir Somerset Maugham. Hefi: leik- ritið verið sýnt fimm sinnum og verður sýningum haldii ái'ram yfir hátíðarnar. Karl Guðmundsson leiltari fór héðan nc ður á Sigluíjörð og leiðbeindi hann Siglíirðingum við uppsetni: gu og var leikstjóri. MIKILL AHUGI < Þegar Mbi. hitti Karl Guð- mundsson nýlega að máli, komst hann að orði á þessa leið: — Það var mér mjög mikil ánægja að starfa að leiklistarmálunum með Siglfirðingum. Fólkið hefur svo mikinn innri áhuga og er sér- staklega fljótt að tileinka sér hverskonar leiðbeiningar. Allt er þetta fólk sem er upptekið við störf á daginn, en leikæfingar standa yfir langt fram á kvöld eða nótt. ERFIÐ STARFSSKILYRÐI — Hvernig eru starfsskilyrðin til leiks þarna? — Leikfélagið er endurreist fyrir tveimur árum eða svo. Það ræður sjálft ekki yfir neinu hús- næði, en húsnæði fékkst til æf- inga í húsi Utvegsbankans og leik ritið var leikið í sjómannaheim- ilinu, sem rekið er af stúkunni Framsókn. Samkomusalurinfbþar tekur 180 manns í sæti. SÝNING Á LOGANUH HELGA — Hverjir eru í stjórn Leik- félagsins? — Formaður er Björn Dúason, gjaldkeri Gísli Þorsteinsson, rit- ari Gcstur Guðjónsson og með- stjórnar.di Pétur Baldvinsson, — Hvað er um leiksýninguna að þessu sinni að segja? — Tekið var til sýninga. ’eik- ritið „Loginn helgi“ cftir Somer- set Maugham. Er það fyrst" leik- ritið alvarlegs eðiis, sem T eik- félagið flytur. Hafa tvö I .ikrit v'erið sýnd áður, Græna lyítan og Karólina snúr sér að leik .stinn, Frumsýning á leikritdnu var 27. nóv. Er ætlunin að sýna þ ð yfir jólin. Hlutverkaskipting e: bann- ig að Morris, hinn slasaða 'anrs leikur Július Júlíusson i óstaf- greiðslumaður, Frú Tabre' aóð- ur hans leikur frú Kristín T 'ald- vinscóttir. Með hlutverk Stellu konu Morris, fer frú Olga Tórar- insdóttir, Collin Tabret bróðir Morris er leikinn af Hrnnesi. Baldvinssyni. Hjúkrunarlonan. ungfrú Wayland er leikin rf frú Huldu Steinsdóttur, læk: irian dr. Harvester af Jóhannesi /óns- svni kennara, rnajor Lyconda af Pétri Baldvinssyni innheimtu- mánni og Aiice þjónustustúlka leikin af Höllu Haraldsdóttur. m GÓBIR LEIKARAR — Hvað er annars um leiklist- arlíf á Siglufirði að segja? — Leik.iistin hefur verið t:i!s- vert iðkuð á Siglufirði í um. hálfa öld. Gamalt leikfélag var þar starfandi og síðan hefur stúk- an Framsókn alltaf haldið uppi Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.