Morgunblaðið - 31.12.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.12.1953, Qupperneq 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 31. des. 1953 Framhaldssagan 16 af landslagi, bending um dulda andúð á Lundúnum með sínum háu húsum og endagötum, þar sem hann sjálfur, ætt hans og stétt ól allan sinn aldur. Stund- um bar það við að hann tók nokkrar myndir með sér í vagn- inn og kom við hjá Jobson, á leið sinni í bæinn. Sjaldan bar það við, að hann sýndi þær/öðrum. írena, en skoð- anir hennar mat hann mikils, teit-þvt-nær aldrei inn í herberg- ið. Hann bað hana ekki að líta á myndirnar, og hún fór ekki ham á það. Þetta var eitt af því, sem olli honum hryggðar og gremju. Hann hataði þótta henn- ar, en hafði jafnframt beig af lionum. í spegilglerrúðum í listverzl- uninni sá hann myndina af sér sjálfum stara á sig. Það gljáði á háan hattinn og svart hárið, andlitið var fölt og skegglaust, varirnar þunnar, hak- an einbeittleg. Allt þetta ásamt þröngum, svörtum lafafrakkan- um sýndi dulan mann og sérgóð- an, sem hafði tamið sér stillingu og jafnaðargeð. En köld, grá féstuleg augun störðu dapurlega á hann, eins og þeim væri kunn- ugt um einhvern dulinn vanmátt. Hann reit sér tii minnist, af h verju myndirnar voru, nöfn mál aranna og gerði áætlun um, hvað gefandi væri fyrir þær, en allt þetta gerði hann án þeirrar ánægju og nautnar, sem þetta sjálfsmat hans var vant að veita honum — síðan hélt hann áfram göngunni. Það var vandræðalaust að not- ást við nr. 62 eitt ár enn, ef hann réð það af við sig að byggja. Nú áraði vel fyrir þá, sem vildu Þýggja. Gengi pundsins var nú þærra en það hafði verið árum saman og lóðin hjá Robin Hilí, sém hann hafði séð, þegar hann um vorið fór að líta eftir veði Nicholls, var hin ákjósanlegasta. liandið, sem var tæpar tólf míl- ur frá Hyde Park Corner mundi fþra síhækkandi í verði og ávallt gefa honum meira en hann gaf fýrir það. Peningum gat því ekki \ferið betur varið en í það að þyggja stílfagurt hús á lóðinni. ■ Það skifti minnstu fyrir hann, Ijótt hann yrði sá fyrsti af ætt- rpennum sínum, sem eignaðist sjveitasetur, en hitt skifti öllu, að fá írenu frá London, út úr öllu 'ámkvæmisiifinu, og skilja hann frá vinum hennar og öllum sem rugluðu hana. Það voru alltöf tniklir dáleikar með June og henni. June geðjaðist ekki að honum og sama gilti um hug hans til hennar. Sama blóðið rann í þáðum. Það var fyrir öllu að homa írenu frá London. Hún ihundi hafa áhægju af húsinu og rtjóta þess að skreyta það. — Hún var svo listhneygð. ; Húsið átti að vera fagurt og sítilhreint, svo að alltaf væri hægt dð selja það fyrir hátt verð. | Venjulegan byggingameistara ^at hann ekki notast við, og því far það, sem honum hafði dottið Éosinney í hug. Frá því að hann sat kveldboðið hjá Swithin hafði hann leitað upplýsinga um hann. Árangurinn hafði orðið lítill en þó fremur uppörvandi. „Hann er af nýja skólanum“. , „Fær“. . „Já, það er hann, en heldur sér feki alltaf við jörðina.“ I Soames hafði ekki tekizt að Homast að þvi, hvaða hús Bos- tnney hafði byggt, eða hvað hann hafði tekið fyrir þau. En Soames kom það svo fyrir sýnir, að Bos- iney mundi ekki vera sérstaklega glöggsýnn í fjármálum og því mundi hann sjálfur ráða mestu um skilmálana, og að því geðj- aðist honum vel. Um kveldið er hann hélt heim á leið frá City, kom hann við hjá Bosinney. Byggingameistarinn var á skyrtunni, reykti pípu og athugaði teikningar sínar. Soam- es hafði engan formála. „Mér þætti vænt um, að þér kæmuð með mér til Robin Hill á sunnudaginn, ef þér hefðuð tíma. Þér gætuð sýnt mér, hvern- ig yður litist á byggingarlóð þar.“ „Ætlið þér að byggja?“ „Það gæti komið til mála, en þér skuluð hafa hljótt um það fyrst um sinn. En ég vildi fá yðar álit“. „Það er velkomið“. Soames litaðist um í herberg- inu. „Þér búið nokkuð hátt hérna“, sagði hann. „Mér líkar það vel, maður venst stigunum“, svaraði Bos- inney. „Hvað borgið þér fyrir þetta herbergi?" spurði Soames. „Fimmtíu pundum meira en ætti að vera“, svaraði Bosinney. Soames geðjaðist vel að þessu svari. „Já, það mun vera dýrt. Eg sæki yður þá á sunnudaginn um ellefu leytið.“ Næsta sunnudag sótti hann Bosinney í vagni og ók til stöðv- arinnar. Er þeir komu til Robin Hill, var þar engan vagn að fá, svo að þeir gengu út til lóðar- innar. Þetta var fyrsta ágúst. Dásam- legt sumarevðiir, glaða sólskin. Sóames skotraði augunum til frakka Bosinneys. Vasarnir voru úttroðnir af skjölum. „Þér munið það máske“, sagði Soames, ,,að ég hafði orð á því, að þetta hús átti að koma öllum á óvænt, svo að þér megið ekkert minnast á það. Ég ræði aldrei um það sem ég hefi á prjónuunum, fyrr en allt er komið í fram- kvæmd. Bosinney kinkaði kolli. „Það er aldrei hægt að vita, hvað af því kann að leiða, ef konur eru hafðar með í ráðum“, hélt Soames áfram. „Nei, það er satt“, svaraði Bos- inney. „Konur eru handaverk djöfulsins“. Þessi skoðun hafði lengi leynst í hugarfylgsnum Soames, en hann hafði aldrei látið hana í ljós. „Jæja“, sagði hann, „þér eruð þá farnir að komast að raun um ....“. Hann lauk ekki við setn- inguna en gat þó ekki stillt sig um að bæta við: „June er einbeitt — það hefur hún ávallt verið“. „Viljafesta er góður eiginleiki hjá þeim sem er engill.“ Soames svaraði þessu engu. Honum mundi aldrei hafa komið það til hugar að telja írenu engil, eða ræða um kosti hennar og ókosti. Þeir gengu nú erftir hálfrudd- um vegi, sem lá yfir gerði. Hand- an við það grillti í kofa í skógar- jaðri. Lævirkjarnir hófu sig til flugs frá grasmónum og flugu syngjandi út í blámóðuna en út í sjóndeildarhringnum, handan við víðáttumikla akra blánaði fyrir hæðum og hálsum. Soames gekk á undan og valdi veginn þar til komið var yfir gerðið. Þá staðnæmdist hann. Þar var staðurinn, sem hann hafði valið, en nú, þegar hann ætlaði að sýna Bosinney hann, kom á hann einkennilegt hik. „Maðurinn, sem ég ætlaði að tala við býr í húsinu þarna“, sagði hann, „hann mun gefa okk- ur morgunverð. Það er bezt að snæða áður en við göngum til samninganna." Soames neytti lítils, en var alltaf að virða Bosinney fyrir sér, og öðru hvoru strauk hann silki- klútnum um ennið í laumi. Er máltíðinni var lokið, stóð Bos- inney upp. „Þið munuð ætla að ræða um kaupin", sagði hann. „Ég ætla að ganga út á meðan og litast um“, og án þess að bíða eftir svari fór hann leiðar sinnar. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Ágúst Fr. & Co. Laugavegi 38. it / leöiiecýi Mjar, Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Samband ísl. samvinnufélaga. it / leöiiecfL aijar, Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlun Benónýs Benónýssonar, Hafnarstræti 19. Kaftækjaverziunin og vinnustofan jCjÓS OCf Líti Ll.f. Laugavegi 79, óskar öllum starfsmönnum og viðskiptavinum gleðilegs árs og þökk fyrir það gamla. I 3 l 3 l 3 l 3 í 3 | | l 3 l l 3 l 3 l 3 | V> 3 3 l 3 l 3 l 3 l í BRANDUR I HLIÐINNI NORSKT ÆVINTÝRI 4 mínu. Þorir þú að veðja öðrum hundrað skildingum?" spurði Brandur. Húsbóndinn féllzt á það. Brandur var síðan á bænum fram á kvöld, en þá lögðu þeir af stað heim til kerlingar. Þegar þeir íélagar lögðu af stað frá bænum, stóð allt heimilisfólkið úti á hlaði og hló að Brandi. „Gott kvöld,“ sagði Brandur þegar hann opnaði bæinn sinn. „Gott kvöld,“ sagði konan hans. „Guði sé þökk fyrir, að þú skulir nú vera kominn aftur.“ Síðan spurði hún Brand hvernig honum hefði gengið í þorpinu. „O, það gekk nú svona og svona,“ svaraði þá Brandur. „Þegar ég kom til þorpsins vildi enginn kaupa kúna, svo að ég skipti á henni og hesti.“ „Hafðu þakkir fyrir það,“ sagði þá kerlingin. „Við erum það vel stætt fólk, að okkur ætti að vera innan handar að keyra í kerru með hesti fyrir til kirkjunnar. Nú, og úr því að við höfum vel efni á að eiga hest, þá var líka alveg rétt af þér að skipta. Þú skalt nú fara út og setja hann inn í gripahúsið," sagði konan við Brand. „Ég kom ekki með hestinn með mér,“ sagði Brandur. — „Þegar ég var kominn nokkuð áleiðis heim, mætti ég manni, I I I í í : 1 t i l 1 vs 3 l l 3 l 3 l r: i nija Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Björn Kristjánsson. it / leOLiecjL njar, með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Prjónastofan Hlín h.f., Skólavörðustíg 18. it ! eöLLejL njar, Þökk fyrir viðskiptin. J(jöt oj (jrœnmeti Snorrabraut 56. eöLLecjt nýár! Þökk fyrir viðskiptin. Bergstaðastræti 37, Bræðraborgarstíg 5. it f l 3 í 3 í 3 í 3 l J 3 l 3 l v> 3 l 3 l o3 l 3 l 3 | 3 I í 3 l 3 l 3 & 3 $ 3, leöLLecjL njar, Þökk fyrir viðskiptin á gamla árinu. Hannes Hannesson. Sími 5468. Valg'eir Hanneson. Sími 82171.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.