Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 16
(jieÍiIe^t nýár ! 303. tbl. — Fimmtudagur 31. desember 1953 Enginn verkamaður, sjómaður eða iðnaðarmaður í f jórum efstu sætum \ Oi.il ftreinir línukommúnistar skipa þar öll sæli EFTIR miklar raunir hefur nú kommúnistum tekizt að klúðra Kjman framboðslista sínum við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykja- vík. Var hann birtur í „Þjóðviljanum“ í gær. Það sem helzt vekur athygli í sambandi við þennan framboðs- lista kommúnista er, að í fjórum efstu sætum hans fyrirfinnst cnginn verkamaður, enginn sjómaður, og enginn iðnaðarmaður. Btins vegar eru þar tveir af blaðamönnum Þjóðviljans, þeir Guð- tnundur Vigfússon og Jónas Árnason, sem eru í fyrsta og fjórða «æti. í öðru sæti er Petrína Jakobsson teiknari og í þriðja sæti Ingi R. Helgason lögfræðingur, fararstjóri Búkarestfaranna. EÍNDREGNIR EÍNUKOMMÚNISTAR Allt er þetta fólk eindregnir línukommúnistar. Er auðsætt að á járnaga Brynjólfs Bjarnasonar hefur í engu slaknað innan kommúnistaflokksins hér í Rvík. Flestum mun finnast, sem lítið verkalýðsbragð sé af þessum íi'amboðslista kommúnista. Af röðun hans er auðsætt að komm- únistar búast við að tapa einu eæti við bæjarstjórnarkosning- irnar, En eins og kunnugt er eiga þeir 'nú fjóra fulltrúa í bæjar- .itjórn höfuðborgarinnar. ICRISTINN REKUR LESTINA Neðstur á framboðslista kontmúnista er Kristinn And- résson, sem kallaður hefur verið „línuvörður“ númer 1. ‘ Um hann var einhverntíma sagt í Moskvu, að hann væri sá maður á íslandi, sem „fé- ■ lagarnir“ þar eystra gætu allt- af reitt sig á. Um framboðslista kommún-í ista í heild er annars það að segja, að hann er ósigurinn uppmálaður. SSðkkssvri STOKKSEYRI, 30. des. Sjálfstæð isflokkurinn hér í hreppnum hef- ur ákveðið lista sinn við væntan- legar hreppsnefndarkosningar og eru þessir menn á listanum: Magnús Sigurðsson, bústjóri, Bjarnþór Bjarnason, bóndi, Jón Magnússon, kaupmaður, Ásgeir Eiríksson, kaupmaður, Símon Sturlaugsson, verkamaður, Tóm- as Karlsson, sjómaður og Stein- grímur Jónsson, verkamaður. í kjöri til sýslunefndar, sem fram fer samtímis er í kjöri fyr- ir S j álf stæðisf lokkinn Ásgeir Eiríksson, kaupmaður og til vara Þorgeir Bjarnasen, bóndi. Áramótabrennur verða á 12 stöðum í bænum í KVÖLD verða hér í bænum alls 12 áramótabrennur. Eins og í fyrra verða tvær höfuðbrennur. Verða þær við Hringbraut, sunnan við Gamla Garð og á mótum Sigtúns og Lauganesvegar. Hinar brennurnar 10 eru minni brennur, sem íbúar einstakra hverfa í bænum hafa fengið leyfi til að koma upp. ÍSÍ SÉR UM AÐAL- BRENNURNAR Það er sérstök nefnd skipuð af trcxyj ti ui-v/ii **''•*-*'•" ***—r ■— íþróttasambandi íslands, sem sér komulag og hvað hann það von um höfuðbrennurnar tvær. Við þær brennur verður flugeldum skotið. TÓNLIST Á ÁRAMÓTUM Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- E.eikfélag Rfiykjiavtkur Frumsýnir ,Mýs og menn‘ næstkomandi sunnudag NÆSTKOMANDI sunnudag, 3. janúar, hefur Leikfélag Reykja- víkur frumsýningu á leikriti Steinbecks, „Mýs og menn“ í þýð- ingu Ólafs óhanns Sigurðssonar. Er Lárus Pálsson leikstjóri, en í>orsteinn Ö. Stephensen fer með aðalhlutverkið. -— Formaður Lúkfélagsins, Brynjólfur Jóhannesson og leikstjórinn Lárus Páls- •son ræddu við fréttamenn í gær. &RUGÐIÐ ÚT AF FASTRI VENJU Gat Brynjólfur þess, að eins og kunnugt væri hefði Leikfélag- ið haft frumsýningar á jólaleik- xiti sínu á annan dag jóla, en það hefði nú brugðið út af þeirri venju sinni, m. a. með hag frum- fcýningargesta fyrir augum. Sagði hann að þeir væru flestir þeir fiömu og í Þjóðleikhúsinu og hefði Leikfélagið því ákveðið að hafa frumsýninguna á sunnudag- inn. COÐUP FAMSTARFSMAÐUR Þá gat Brynjólfur þess hve ánægjulegt það væri að félagið skyldi hafa komizt að samkomu- lagi við Þjóðleikhússtjóra um að Lárus Pálsson setti „Mýs og menn“ á svið. — Samstarfið við Lárus væri mjög ánægjulegt og um þessi jól væru liðin 20 ár ffá því að Lárus kom fyrst fram á leiksvið hjá Leikfélaginu. Var það í jólaleikritinu 1933, Manni og konu, og hafði hann hlutverk Fmns. Var Lárus þá nýkominn heim fiá leiknámi í Danmörku, en þar Tiafði hann rétt nýlokið við að leika í „Mýs og menn“ og hafði hann hlutverk negrans. HLUTVERKASKIPUNIN Hlutverkaskipunin að þessu sinni í Mýs og menn er þessi: Lenni, Þorsteinn Ö. Stéphensen, Georg, Brynjólfur Jóhannesson, Candy Steindór Hjörleifsson, bú- stjórinn Einar Þ. Einarsson, Slim Gísli Halldórsson, Curley Einar Ingi Sigurðsson, kona Curleys Erna Sigurleifsdóttir, Whitt Karl Guðmundsson, negrinn Crooks Alfreð Andrésson og Karlson, Valdemar Lárusson. Leiktjöld eru máluð af Lothar Grundht. ÞEKKTUR HÖFUNDUR Höfundurinn, John Steinbeck er löngu þekktur hér á landi og þetta leikrit hans, „Mýs og menn“ hefur tvívegis 'verið leikið í ríkisútvarpinu, í fyrra skiptið 13. febrúar 1943 og í síðara skipt- ið 8. maí, s.á. Er leikritið sjálfstætt verk, en ekki samið upp úr samnefndu sögunni. Leikurinn er í þrem þáttum og sex sýningum. Tekur sýningin rúma 3 klt. Auk „Mýs og menn“ hafa þessi verk Steinbecks komið út í íslenzkri þýðingu: Kátir voru karlar, Þrúgur reiðinnar, Duttl- ungar örlaganna, Máninn líður, en auk þess hafa fjölmargar smá- sögur komið út eftir hann. þjónn, skýrði blaðinu svo frá í gær, að skipulagt hefði verið eft- irlit með brennpnum og fyrir- lögreglumanna að fólk sýni kurteisi og góða hegðun við brennurnar sem og annars stað- ar. Erlingur sagði að kveikt yrði á brennunum um kl. 11,30 og við höfuðbrennurnar verða lögreglu- bílar með hátalara og verður út- varpað tónlist til skemmtunar þeim er á brennurnar horfa þeg- ar árið 1953 kveður og 1954 geng- ur í garð. Sparifjárínnlög í 11,5 millj. kr, í GREIN, sem Páll S. Pálsson, framkvæmdarstjóri Félags ísl. iðnrekenda skrifar um iðnað- inn á árinu 1953 hér í blaðið í dag, skýrir hann m. a. frá því, að þegar á f.vrstu starl'sdög- um Iðnaðarbankans hafi hon- um borizt all mikið fé til ávöxtunar. Sparifjárinnstæður í bankanum nú um áramótin nemi um 11,5 millj. kr. Hlutafé bankans og ógreidd hlutafjárloforð nema alls 6,5 millj. kr. Þá er Iðnlánasjóður nú einnig í vörzlu hins nýja Iðnaðarbanka og nemur hann rúmlega 3 millj. kr. Eins og kunnugt er var Iðn- aðarbankinn h.f. stofnaður með lögum frá síðasta Alþingi. Hóf hann starfsemi sína 25. júní s.l. Templei* tekur \ið herafla Atlants- Akraues sigraði í skákeiiivíginu í GÆRKVÖLDI ákváðu Keflvík- ingar að gefa Akurnesingum skákina, í skákeinvígi því sem staðið hefur yfir milli þeirra hér í Morgunblaðinu í vetur. Kefl- víkingar kváðust viJja senda Ak- urnesingum þakkir fyrir drengi- lega keppni og vonast til þess að eiga eftir að keppa við þá áftur hér í Morgunblaðinu. Keflvíking- ar senda Akurnesingum beztu nýársóskir. — Þessb mynd ér af sigurvegurunum, en þeir eru tal- ið frá vinstri: Gunnlaugur Sigur- björnsson,. vélstjóri, skákmeistari - Akraness 1952 og ’53, Vigfús Run- ólfsson, járnsmíðameistari, Árni Ingimundarson, klæðskeri, skák- meistari Akraness 1951 og núver- andi Akranesmeistari í hraðskák, Guðmundur Bjarnason, netagerS armaður, skákmeistari Akraness 1938. — Taflfélag Akraness var5 20 ára í haust. Núverandi íorm. er Karl HeJgason, leikfimiskenn- ari. — Morgunblaðið færir skák- sveitunum báðum þakkir fyrir. Söfnun hafín ti! stvrktar fólkinu á Heiði I GÆRDAG komu allmargir Reykvíkingar á skrifstofu Morgun- blaðsins og afhentu peningagjafir til hins bágstadda fólks á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði. Meðal annars kom lítil telpa með rúmar 50 kr., sem hún sagði að hún og systkini hennar tvö hefðu safnað. — Skagfirðingafélagið hefur nú beitt sér fyrir fjársöfnun handa hinni bágstöddú fjölskyldu og bað stjórn félagsins Morgun- blaðið fyrir eftirfarandi bón til Reykvíkinga: „Enginn þarf að ætla sér að bæta hjónunum á Iieiði í Gönguskörðum að fullu sorg þeirra og skaða, er þau stóðu fáklædd með börnin sex við brennandi bæ sinn og vissu hið sjöunda þar inni verða eldinum að bráð, án þess að fá að gert. En við getum létt þeim gönguna á árinu sem í hönd. fer með því að hjálpa þeim til að eignast nauðsynlegustu föt og fæði fjölskyldunni til framfæris. Reykvíkingar hafa margoft brugðizt vel við nauðsyn þeirra er að þrengdi. Svo mun enn reynast. — Morgunblaðið veitir móttöku peningagjöfum til f jölskyldunnar á Heiði. — Safnast þegar saman kemur. AÐRIR ER SAFNA í viðtali við Morgunblaðið skýrði Sigurður Sigurðsson, ! sýslumaður, á Sauðárkróki, svo I frá að Rauða kross deildirnar á . Akureyri og Siglufirði myndu I taka þátt í hjálpinni við Heiða- I fólkið. Ennfremur standa vonir til að hjálp berist einnig frá Húnvetningum. I gær barst blaðinu ennfremur tilkynning frá Rauða krossi ís- lands svohljóðandi: Rauða kross deildin á Sauðár- króki hefur ákveðið að beita sér ríkjanna LUNDUNUM, 30. desó — Brezka stjórnin tilkynnti í kvöld, að Sir Gerald Templer hershöfðingi, yfirmaður breska hersins í Malaya og landstjóri þar verði skipaður yfirmaður Mið-Evrópu- herafla Atlantshafsríkjanna og brezka Rínarhersins. — Templer hefur getið sér mikinn orðstír fyrir herstjórn sína í Malaya. fyrir fjársöfnun til hjálpar heim- ilisfólkinu að Heiði í Gönguskörð um, sem missti aleigu sína í elds- voða hinn 29. þ. m. Veitir Rauða kross deildin á Sauðárkróki móttöku fjárfram- lögum í þessu skyni. Formaður deildarinnar er Torfi Bjarnason, héraðslæknir. Rauði kross íslands hefur enn- fremur ákveðið að aðstoða við fjársöfnun þessa og verður tekið á móti fjárframlögum á skrif- stofunni Thorvaldssensstræíi 6. LÍKUB ERU TIL AÐ SAMNINGAR TAKIST SAMNINGAR standa enn yfir milli samtaka útvegsmanna og sjó- mannafélaga víðs vegar um land um kaup og kjör á vélbátaflot- anum á komandi vetrarvertíð. En sjómenn hafa eins og kunnugt er farið fram á hækkun kauptryggingar, hækkun fiskverðs og ýmsar breytingar á gildandi samningum. OLHCLEGT AÐ TIL STOÐV- UNAR KOMI Vonir standa til þess að ekki komi til stöðvunar vélbátaflot- ans af þessum orsökum. Hins- vegar hefur verkfall verið boð- að af hálfu margra sjómanna- félaga, ef samningar hafa ekki tekizt frá 1. til 5. janúar. N. k. laugardag mun verða íundur hér í Reykjavík með full- trúum Landssambands ísl. út- vegsmanna og sjómannasamtak- anna. Þá hefur stjórn L. í. Ú. staðið í samningum undanfarið við ríkisstjórnina um áframhald þeirra gjaldeyrisfríðinda, sem bátaútvegurinn hefur notið. Er þeim samningum ekki að fuli'J lokið. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.