Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. des. 1953 MORGUNBLAfílÐ 3 UTANRÍKISVIÐSklPTIN 1953 unda, þ. e. freðfisljsins og salt- aðra hrogna, hefur verið mun minni að magni en árið 1952 en mun hærra verð hefur fengizt fyrir þær. Einkum er þetta eftir- tektarvert, hvað freðfiskinn snertir. Til frekari athugunar og sam- anburðar birtist hér tafla yfir magn og verðmæti helztu útflutn ingsvaranna árið 1952/1953. Er tafla þessi mjög samandregin til hægðarauka: Tafla ÚTFLUTNINGURINN 1953 1952 Magn Verð Magn Verð 1000 kg 1000 kr % 1000 kg 1000 kr. % Saltaður fiskur 36.265 146.904 23.44 44.588 186.144 31.14 ís- og freðfiskur .... 41.607 203.820 32.52 55.342 195.620 32.72 Síld, söltuð og fryst 20.392 68.541 10.93 10.980 38.819 6.49 Lýsi og olíur 17.222 60.103 9.59 11.808 43.642 7.30 Fisk- og síldarmjöl .. 20.080 44.494 7.10 22.924 47.462 7.94 Niðursoðinn fiskur .. 107 938 0.15 183 1.317 0.22 Hrogn, söltuð 2.535 7.337 1.17 2.690 6.889 1.15 Harðfiskur (skreið) .. 5.520 56.011 8.94 2.170 18.090 3.03 Ýmsar sjávarafurðir . 1.868 6.794 1.08 1.619 6.187 1.03 Kjöt 5 62 0.01 198 2.934 0.49 Ull 255 6.551 1.04 423 10.406 1.74 Skinn, gærur, húðir .. 12.768 2.04 18.146 3.04 Ýmsar landbúnaðarvörur 1.255 0.20 675 0.01 Ýmsar vörur 11.227 1.79 21.476 3.70 626.805 100% 597.807 100% Um markaðslöndin Þegar litið er á dreifingu út- flutningsins til hinna ýmsu við- skiptalanda vorra, rekumst við yfirleitt á sömu kaupendur og áður. Þó hefur orðið mikil breyt- ing á kaupum hinna ýmsu landa frá árinu áður. 1952 keyptu 13 lönd af oss fyrir meira en 10 millj. kr. hvert, en í ár hafa það orðið 20 lönd. Meðal þeirra, er við hafa bætzt, eru Sovétríkin og er hlutur þeirra særstur, eða 76.6 millj. kr. Þau keyptu ekkert árið 1952. Hin sex löndin, sem hafa bætzt í þann hóp, er kaupa ísl. afurðir fyrir meira en 10 millj. kr. eru: Portúgal, Noregur, Aust- ur-Þýzkaland, Brazilía, Nigeria og ísrael. Samtímis þessu hefur útflutn- ingur til Danmerkur, Bretlands, Ítalíu og Bandaríkjanna minnk- að mjög tilfinnanlega. Þótt útflutningurinn til Bret- lands dragist saman, er að sjálf- sögðu ekkert óvænt við það, eins og nú standa sakir. Meðan brezk- ir útvegsmenn fást ekki til þess að skilja þau algildu búvísindi, að ekki er bæði hægt að skera kúna og drekka þó mjólkina, munu þeir halda áfram að fjand- skapast við fisklandanir íslenzkra togara í brezkum höfnum. Frá því um aldamót hefur heimur- inn horft á, hvernig hægt var að yrja upp fiskimiðin í Norðursjó og við Færeyjar. — Af þessari reynslu og eigin reynslu síðustu áratuga viljum vér læra í tæka tíð, jafnvel þótt það kosti fjand- skap hefðbundinna viðskipta- vina. Við höfðum byrjað að erja þetta land og sækja sjóinn um- hverfis það löngu áður en sögur herma um brezka sjósókn á ís- landsmið. Fengsælustu mið síðari tíma eru fundin af íslenzkum fiskimönnum, hvað sem fákunn- andi skriffinnar og aðrir í Bret- landi segja. í fiskveiðitækni voru Bretar sjálfsagt langt á undan okkur, en samt sem áður fundu þeir ekki önnur mið umhverfis strendur landsins en þau, sem vér íslendingar urðum að láta oss nægja að horfa á tilsýndar á björtum góðviðrisdögum vegna tæknilegs umkomuleysis kúgaðr- ar og marghrjáðrar þjóðar. Hertir í skóla íss og elda höf- um við orðið langminnugri en flestar aðrar þjóðir á mannlega rangsleitni. Seinir til stórræða og seinir að gleyma. Eigi það að verða reynsla vor í verzlunarsamskiptum íslands og Bretlands á síðari hluta tutt- ugustu aldarinnar, að fiskimenn þjóðar, sem hefur með vopna- valdi gert tvær tilraunir á 25 árum til þess að eyða veldi og virðingu Bretlands, verði meiri aufúsugestir þar í landi en vér, sem í þessum sömu átökum höf- um lagt farkost vorn, líf vort og limi í sölurnar til þess að bægja hungurvofunni frá dyrum brezkra heimila, þá segir mér svo hugur um, að íslenzkir fiski- menn, minnugir fyrri fjandskap- ar Breta við hagsmuni, sem eru oss jafn þýðingarmiklir og allar námur Bretlands samanlagðar eru þeim, kjósi heldur að sitja heima að búum sínum en hætta sér öðru sinni austur yfir ís- landsála, jafnvel þó Bretland færi Marz fórnir. Eftirfarandi tafla sýnir dreif- ingu útflutningsins til helztu við- skiptalanda vorra. Eru þau lönd einungis tilfærð, sem hafa keypt fyrir 10 millj. kr. eða meira. ÚTFLUTNINGUR: 1953 1952 m. kr. m. kr. Danmörk 12.2 52.9 Noregur 10.5 3.0 Svíþjóð 28.1 19.7 Finnland 39.8 25.3 Bretland 67.4 84.0 Frakkland • 11.3 12.0 Grikkland 12.0 20.9 Hoftand 11.7 16.7 Ítalía 30.6 77.9 Pólland 13.0 20.9 Portúgal 35.0 0.8 Sovétríkin 76.6 Spánn 26.0 18.4 Tékkóslóvakía 12.2 13.1 Austur-Þýzkaland 26.6 5.6 Vestur-Þýzkaland 45.5 33.8 Bandaríkin 102.0 154.8 Brazilía 11.0 5.5 Nígería 15.2 4.5 ísrael 11.3 5.2 Innflutningisverzlunin Innflutningurinn nálgast nú hröðum skrefum milljarðinn. Að vísu er hann reiknaður í cif verði, svo raunverulegur vöru- innflutningur er mun minni; en þar sem sú hefur orðið venja, ber að líta á tölurnar eins og þær birtast. í nóvemberlok var innflutning- urinn orðinn 940 millj. kr. eða um 100 millj. kr. hærri en í fyrra. Aukinn innflutningur kapital- vara er orsök meiri hluta þessar- ar hækkunar, eða um 70%. Hinn hlutinn skrifast eingöngu á reikn ing neyzluvöruinnflutningsins, þar sem innflutningsverðmæti rekstrarvara hefur minnkað bæði beint og hlutfallslega. Fljótt á litið virðist þetta mjög einkennilegt, en skýringin mun vera sú, að allverulegur hluti hins aukna rekstrarvöruinnflutn- ings á árinu 1952 myndaði birgð- ir fyrir árið 1953. Hér fer á eftir tafla, er sýnir innflutning ársins flokkaðan eft- ir neyzlu-, rekstrar- og kapital- vörum. Skipting þessi byggist á sama grundvelli og áður hefur verið notaður í undanfarandi áramótagreinum og er henni ekki ætlað að vera annað en bráðabirgða samanburður, með- an að endanlegar tölur eru ekki fyrir hendi. Skekkjan, sem í þeim er, mun þó ekki vera stór- vægileg. Kapitalvörur 1953 1952 m. kr. % m. kr. % 314.7 33.5 265.7 31.5 320.8 34.1 346.1 41.0 304.5 32.4 232.1 27.5 Jafnvirðiskaupin Eitt af mestu vandamálum ut- anríkisverzlunarinnar hefur ver- ið að hagnýta jafnvirðiskaupa markaðina eftir beztu föngum. Hefur ríkisvaldið gripið til ým- issa ráðstafana í því skyni. Milli áranna 1951 og 1952 varð ekki vart nokkurrar teljandi aukningar á innflutningi fiá þessum löndum, en á þessu ári hefur hann hins vegar aukizt talsvert eða úr ca. 16.4% í 20.2% eða í beinum tölum úr 138.8 millj. kr. í 191.8 millj. kr. Að svo mikið betri árangur hefur náðst á árinu í viðskipt- unum við jafnvirðiskaupalöndin rætur sínar að rekja til aukins innflutnings frá Finnlandi, Spáni og Braziliu, annars vegar, og hins vegar frá Austur-Þýzkalandi og Sovétríkjunum, sem við keypt um ekkert frá árið 1952. INNFLUTNINGUR: 1953 1952 m.kr. m.kr. Danmörk 53.6 53.5 Noregur 13.5 12.9 Svíþjóð 23.4 30.3 Finnland 46.9 31.3 Austurríki 12.3 13.4 Belgía 22.2 28.7 Bretland 114.8 180.0 Frakkland 17.2 5.9 Holland 23.9 20.5 Pólland 24.2 x 32.2 Sovétríkin 11.4 Spánn 39.2 25.3 Tékkóslóvakía 22.1 21.5 A-Þýzkaland 13.0 V-Þýzkaland 60.1 37 9 Bandaríkin 259.8 171.0 Brazilía 22.7 15.1 Kanada 10.3 8.1 Holl. V-Indíur 99.9 1328 Heildarinnflutningur pr. 30/11: Kt . 940 .049.000 Ekki má gleyma því, að aukin innflutningsviðskipti við jafn- virðiskaupalöndin hafa ýmissa vankanta í för með sér, sem gera nauðsynlegra en ella, að fulls samræmis gæti í framkvæmd þeirrar viðskiptastefnu, sem rek- in er. Einn aðal erfiðleikinn er sú afgreiðslutregða, sem gerir vart við sig í flestum þeirra. — Þetta verður þess valdandi, að fé verzlunarinnar liggur lengur „dautt“ en ella væri, auk þess, sem seinagangur í afgreiðslum el- ur áróðursmenn, sem á stundum reyna að sannfæra yfirvöldin um það, að þessi og þessi vara sé ó- fáanleg og nauðsynlegt sé að kaupa hana anriars staðar frá til að fyrirbyggja vöruskort. Dæmi eru til, að rétt sé frá hermt, en dæmi eru sömuleiðis til um, að gefnar hafi verið rangar upplýs- ingar. í framkvæmdinni veltur á, að allar slíkar upplýsingar séu gaumgæfilega athugaðar, þar sem vestræn samkeppni við sömu vörur frá jafnvirðiskaupalöndun- um getur í mörgum tilfellum haf t örlagaríkar afleiðingar fyrir til- raunir manna til skynsamlegrar lausnar á þessu stóra viðskipta- hagsmunamáli. Helztu neyzluvörur Sú aukning á þessum viðskipt- um, sem orðið hefur á árinu er ekki einhliða til hagsbóta fyrir útflutningsframleiðsluna eins og svo oft áður, heldur fyrir allan landslýð, þar sem féngizt hafa jafnþýðingarmiklar vörur og olí- ur, sement og rör á fullkomlega samkeppnisfæru verði við E.P.U. eða dollara verð. Innflutningur þessara vörutegunda, svo og kornvöru og sykurs, fáist þær vörutegundir með hagkvæmum kjörum, hefur í för með sér þýð- ingarmikinn sparnað á greiðsl- um vorum í E.U.P. eða dollara gjaldeyri. Þar sem ekki hefur enn verið flutt inn nema fyrir hluta þess andvirðist, er sölurnar til Aust- ur-Þýzkalands og Sovétríkjanna gefa í aðra hönd, er augljóst, að um verulegan innflutning verður að ræða frá þessum löndum á næsta ári, og á það, að öðru ó- breyttu, að létta greiðsluhalla landsins við E.P.U. löndin, en það verður þýðingarmeira á árinu 1954 en áður. Séu tölur einar mælikvarði á, hverjaf séu beztu viðskiptaþjóðir vorar, verða Bandaríkin í fyrsta sæti, hvað snertir útflutning og innflutning, Sovétríkin í öðru sæti, hvað útflutning áhrærir, en Bretland í öðru sæti, hvað áhrær- ir innflutninginn. Hins vegar orkar tvímælis, hvort rétt sé að metg þetta eftir tölum einum saman. Ekki virðist ósanngjarnt, að tekið sé tillit til fólksfjölda viðkomandi viðskipta landa, svo og þeirra kjara, er þau, bjóða eigin útflutningsvörur á. Greiðslur í frjálsum gjaldeyri vega í flestum tilfellum þyngra á metunum en jafnvirðiskaup. Sé tekið tillit til þessara atriða, verða Portúgal og Finnland tví- mælalaust beztu markaðslönd fyrir íslenzkar afurðir á árinu 1953. Á sama hátt og talin voru upp þau lönd, sem keyptu af oss fyrir meir en 10 millj. kr. verða sömu- leiðis talin upp þau lönd, sem hafa selt oss vörur fyrir meir en 10 millj. kr. Með því að bera saman þessar tvær töflur fæst skýr mynd af mikilvægi hvers lands fyrir sig fyrir utanríkis- viðskipti íslendinga. Eins og að undanförnu verður hér á eftir gerð grein fyrir þeirri breytingu, sem orðið hefur á inn- flutnings verðmæti helztu neyzlu varanna frá árinu áður. 1953 1952 m.kr. m.kr. Kornvörur að mestu til manneldis 38.8 41.9 Ávextir og grænmeti 24.3 19.2 Sykur og sykurvörur 16.6 21.2 Kaffi, te, kako o. fl. 24.6 18.7 Álnavara, garn o. fl. 99.0 82.0 Fatnaður 25.2 19.2 Skófatnaður 15.0 12.2 Séu þessar tölur athugaðar með hliðsjón af innflutningi þeirra árið 1951 má hiklaust halda því fram, að neyzluvörumarkaður landsins sé mettaður og að þær sveiflur, sem koma í ljós frá ári til árs sýni breytingar þær, sem verða á birgðum landsmanna. í þessu sambandi er það at- hyglisvert, að til kaupa á álna- vöru, garni o. fl. svo og fatnaði hafa farið bæði árin meir en ein króna af hverjum tíu, og það enda þótt komið hafi verið upp stórvirkum verksmiðjurekstri í landinu sjálfu til fatnaðargerðar. í þessum flokkum er talið með garn og hessian til framleiðsl- unnar, en engu að síður hljóta þessar tölur að vekja athygli. NIÐURLAG Af því, sem nú hefur verið sagt, verður ekki annað ráðið, en að verzlunarástandið hafi verið sæmilegt. Markaðir hafa fengizt fyrir all- ar aðal útflutningsvörur vorar fyrir verð, sem yfirleitt er hag- stætt miðað við fyrri ár. Svo til engar birgðir liggja óseldar í landinu. Umsetningin á innlenda markaðinum hefur orðið meiri en dæmi eru til um áður, og hlýt- ur það að spá góðu um afkomu verzlunarinnar á þessu ári. Atvinnuleysi hefur ekki gert vart við sig og kaupgeta verið mun meiri en árið áður. Um mörg undanfarandi ára- mót hafa verið uppi raddir urn það úti i heimi, að offramleiðsla væri á næsta leiti, sem mundi valda alvarlegum truflunum á efnahagskerfi vestrænna þjóða. Fyrir oss, sem og aðrar þjóðir, er mjög þýðignarmikið að geta gert sér grein fyrir sveiflum efnahagslífsins með góðum fyr- irvara. Efnahagssamvinna hinna vestrænu þjóða er helzta trygg- ingin, sem heimurinn hefur gegn nýrri efnahagskreppu svipaðri þeirri, sem skall á 1929. Sporin, sem stigin voru á árunum fyrir stríð — verzlunarhöft og toll- vernd —, sem einhliða ráðstaf- anir einangraðra þjóða, munu vekja ugg. Nú viðurkenna allir, að þessar ráðstafanir voru ein- göngu til þess að gera kreppu- ástandið langvinnara og erfiðara viðureignar. En er þá ekkert að hræðast? Því fer fjarri, að hægt sé að svara slíkri spurningu neitandi. Sölu- horfur á hinum alþjóðlega hrá- vörumarkaði hafa verið daufari en dæmi eru til um frá stríðs- lokum. Ástandið ákvarðast nú orðið fyrst og fremst af fram- tíðarmati kaupendanna Og þeir hafa sýnt tilhneigingu til að bíða átekta. Biðin getur auðveldlega skapað verðfall, jafnvel verð- hrun. Margt bendir til, að áfram- haldandi lækkun á hrávöruverð- inu verði að ræða. Fari svo, get- ur áhrifanna gætt á verði þeirra framleiðsluvara, sem notaðar eru sem hráefni. Aðeins kreppu- ástand mundi hafa áhrif á verð- lag þeirra matvæla, er við flytj- um út, en ekki er nein alvarleg ástæða til þess að óttast um þessi áramót, að slíkt ástand sé að skapast. En hvað, sem þessu líður, þá er ógerningur að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að talsverðir erfiðleikar eru framundan fyrir togaraflotann, ef ekki er hægt að tryggja honum viðunandi salt- fiskverð á komandi ári og áfram haldandi sölu á skreið í stað hins glataða ísfiskmarkaðar í Bret- landi. Verði áframhald á þeirri erð- lagsþróun, sem gerði vart við sig snemma á árinu, ættu peninga- tekjur íslendinga að geta keypt lítið eitt meira vörumagn á ár- inu 1954.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.