Morgunblaðið - 31.12.1953, Page 6
6
MORGIJTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. des. 1953
DAVÍÐ ÓLAFSSON F9SKIMÁLASTJÓRI:
8JAVARÚT
AFKOMA sjávarútvegsins er há'ð
margskonar aðstæðum, sem sum-
ar eru viðráðanlegar en aðrar
háðar náttúrlegum skilyrðum,
sem ekki verður við ráðið. —
Þrennt kemur hér aðallega til,
sem megin þýðingu hefur í þessu
sambandi. Er það þróun verðlags
og kaupgjalds í landinu, sem hef-
ur bein áhrif á framleiðslukostn-
að sjávarafurðanna, sala afurð-
anna á erlendum mörkuðum, en
verðlag þar ræður öllum um það
verðmæti, sem fæst fyrir afurð-
irnar og loks aflabrögðin, en á
þeim byggist að sjálfsögðu
hversu mikil að magni fram-
leiðslan getur orðið.
Að því er varðar fyrsta atriðið,
sem hér var nefnt, er það að
verulegu leyti á valdi okkar hver
þróun verður á verðlagi og
kaupgjaldi í landinu.
Allt frá því snemma á styrj-
aldarárunum hefur þessi þróun
verið óstöðug og stundum mjög
svo. Stöðugt hefur raunverulega
verið um hækkanir að ræða frá
ári til árs þó misjafnlega hafi
þær verið stórstígar. Fyrstu árin
virtist þetta ekki koma svo mjög
að sök vegna þess, að verðlag fór
þá einnig hækkandi á útflutnings
afurðunum og gat vegið á móti
kaupgjalds- og verðlagshækkun-
unum innanlands og stundum
meira en það. Var svo raunar
allt fram á fyrstu árin eftir styrj-
öldina. Síðan komst hér nokkur
röskun á þannig, að verðlags- og
kaupgjaldshækkanir innanlands
fóru fram úr verðhækkun á út-
flutningsafurðunum, sem raunar
áttu til að falla í verði, þegar
framboðið óx eftir því, sem fram-
leiðslutæki styrjaldarþjóðanna,
aðallega veiðiskipin, voru meir
og meir tekin í þjónustu fram-
leiðslunnar sjálfrar.
Skal hér ekki rakin sú saga,
enda öllum, sem fylgzt hafa með
þróuninni, mætavel kunn.
Með gengislækkuninni 1950
var hér brotið blað og þess
freistað að spyrna við fæti. —
Stefna fyrrveranai og núverandi
ríkisstjórnar hefur byggzt á því,
að lífsnauðsyn væri fyrir út-
flutningsframleiðsluna, að verð-
lag og kaupgjald í landinu væri
sem stöðugast og miðaðist við þá
greiðslugetu, sem verðlag út-
ílutningsafurðanna skapaði
þeirri framleiðslu.
Eftir að þær breytingar, sem
gengislækkunin hlaut að leiða af
sér, voru um garð gengnar má
segja, að þetta hafi tekist allvel,
en breytingar til hækkunar hafa
á árunum 1951—1953 ekki orðið
stórvægilegar. Þó hafa þær orð-
ið nægar til að skapa útflutnings-
framleiðslunni erfiðleika, sem að
nokkru leyti hefur verið reynt að
bæta upp með sérstökum ráð-1
stöfunum að því er snertir hluta
af útflutningsframleiðslunni, þ.e.
vissar afurðir bátaútvegsins. Var
svo enn á árinu 1953, að bátaút-
vegurinn naut vissra réttinda í
sambandi við innflutning ákveð-
inna vörutegunda, en réttindi
þessi gáfu þessari grein útflutn-
ingsframleiðslunnar auknar tekj-
SALA AFURÐANNA
I
Um sölu afurðanna á erlend-
um mörkuðúm er það að segja,
að verðlagsþróunin og sölumögu-
leikarnir hafa að sjálfsögðu ver-
ið nokkuð breytilegir eftir því
um hvaða afurðir hefur verið að
ræða og verður nánar komið að
því síðar í yfirliti þessu. Segja
má, að við fáum ekki við það
i áðið hve~su verðlag útflutnings-
afurðanna þróast á erlendum
mörkuðum, en framsýni þeirra,
sem framleiða og selja afurð-
irnar getur þó ávállt haft mikið
að segja um það, hver heildar-
útkoman verður. .Möguleikarnir.
til hagnýtingar fiskaflans eru
breytilegar og veltur á miklu, að
framleiðendur geri sér það ljóst
í upphafi framleiðslutímabilsins
hvernig útlitið er á hinum ýmsu
mörkuðum og hagi eftir því, að
svo miiilu leyti, sem því verður
við komið, hagnýtingu fiskaflans.
Má segja, að nú sé svo komið,
að framleiðslutækin leyfi hér að
verulegu leyti þá tilbreytingu,
sem nauðsynleg er þó það sé hins
vegar Ijóst, að mikil fjárfesting
hafi verið nauðsynleg til þess, að
svo mætti verða og enn sé ýmis-
legt ógert á því sviði.
Glöggt tíæmi um stórfelldar
breytingar á hagnýtingu aflans
vegna breyttrar markaðshorfa
má einmitt finna á árinu 1953,
að því er snertir skreiðarfram-
leiðsluna, sem hefur nær fimm-
faldazt frá því, sem var á fyrra
ári.
RÝMKUN FISKVEIÐI-
LANDHELGINNAR
Vaxandi áhyggjuefni hefur það
verið öllum, sem fylgzt hafa með
fiskveiðum okkar undanfarin ár,
hversu aflabrögð hafa farið rýrn-
andi ár frá ári. Þessi þróun varð
eitt sterkasta vopnið í þeirri bar-
áttu, sem háð hefur verið fyrir
rýmkun fiskveiðilandhelginnar,
þar sem glöggt mátti sjá, að hér
var um a ðræða ofveiði, sem staf-
aði af of miklum ágangi á fiski-
stofnana. Sönnunin fyrir rétt-
mæti þeirra raka virðist ætla að
koma fram jafnvel fyrr en hina
bjartsýnustu gat dreymt um. —
Þegar á fyrstu vertíðinni, sem
hinnar auknu friðuriar fiskimið-
anna tók að gæta, snérist þróun-
in við a.m.k. á sumum þýðingar-
mestu íiskimiðunum.
Davíð Ólafsson.
^•r
Því er þó ekki að leyna, að
friðunarinnar gætir misjafnlega
mikið á hinum ýmsu fiskimið-
um og þó má einkum gera ráð
fyrir, að lengri tími geti liðið þar
til áhrif friðunarinnar koma
fram á sumum fiskimiðum. Eðli-
legt er, að áhrifa hennar gæti
fyrst þar, sem þau svæði eru
stærst, sem friðuð hafa verið,
enda þar aðallega um að ræða
hrygninga- og uppeldisstöðvar
þýðingarmikilla fiskistofna. Hins
vegar er þess að vænta, að aúkn-
ing sú, sem verður á fiskistofn-
unum á þessum svæðum, muni
síðar koma fram í aukinni fiski-
gengd víðsvegar umhverfis land-
ið, bæði á djúp- og grunnmiðum.
Skal hér nú gerð grein fyrir
hinum einstöku þáttum fiskveið-
anna.
Þorskveiðarnar
Aflamagn það, sem fékkst á-
þorskveiðunum á þessu ári mun
hafa numið sem næst 290 þús.
smál. og er þá áætlað aflamagn
tveggja síðustu mánaða ársins,
þar sem ekki liggja fyrir skýrsl-
ur um aflann í þeim mánuðum.
Er hér um að ræða lítið eitt
minna aflamagn en var á fyrra
ári en þá var heildaraflamagnið
305 þús. smál. Þessi lækkun á
aflamagninu kemur nær eingöngu
niður á togurunum svo sem skýrt
mun verða hér á eftir.
TOGARARNIR
Eins og undanfarin ár stund-
uðu togararnir einnig á þessu ári
nær eingöngu þorksveiðar eða
skyldar veiðar, en aðeins fáir
þeirra fóru stuttan tíma til síld-
veiða um sumarið.
Rekstur togaranna hefur að
mörgu leyti verið erfiður á und-
anförnum árum m.a. sökum þess
hversu breytingar hafa orðið
miklar á markaðsmöguleikum
fyrir togarafiskinn og þarafleið-
ar.di á hagnýtingu hans. Sam-
dráttur ísfiskmarkaðanna og al-
ger lokun þeirra í Bretlandi frá
því á miðju ári 1952 og fram á
haustið 1953 leiddi til þess að
taka varð upp aðrar verkunarað-
ferðir, sem togaraútgerðin var
að ýmsu leyti ekki undirbúin.
Einnig leiddi rýrnandi aflafeng-
ur á heimamiðum til þess, að
togararnir urðu að leita á fjar-
læg fiskimið til fanga og urðu
þá Grænlandsmið aðallega fyrir
vaiinu.
Á vetrarvertíðinni stunduðu
flestir togararnir veiðar til fram-
leiðslu skreiðar og saltfiskverk-
unar. Mun óhætt að fullyrða, að
þeir auknu mögulekiar, sem sköp
uðust til framleiðslu skreiðar á
þessu ári hafi orðið til þess að
bjarga rekstri togaranna frá
stórkostlegum vandræðum, því
aðrir möguleikar til hagnýtingar
aflans voru mjög takmarkaðir
framan af árinu. Að lokinni vetr-
arvertíðinni sögðu þessir erfið-
leikar til sín, þegar veðurfarið
hindraði það, að unnt væri að
hengja upp fisk til herzlu. Var
r.ekstur margra togaranna því
mjög stopull fram yfir mitt sum-
ar. Á þessú varð breyting, þegar
samið hafði verið um sölu á ail-
miklu magni af karfaflökum til
Rússlands og togararnir gátu haf-
ið karfaveiðar fyrir frystihúsin.
Um svipað leyti hófust einnig ís-
fiskveiðar fyrir Þýzkalandsmark
að og nokkru síðar tókst að opna
ísfiskmarkáðinn í Bretlandi á
ný.
En þrátt fyrir, að svo rættist úr
er leið á árið mun þó óhætt að
fullyrða, að afkoma togaranna
hefur orðið mjög erfið á þessu
ári og verri en árið áður. Kemur
þar að sjálfsögðu nokkuð til að
aflabrögð hafa ekki orðið svo
sem menn höfðu gert sér vonir
um og hefur umhleypingasöm tíð
undanfarna mánuði valdið þar
nokkru um.
Til loka októbermánaðar höfðu
togararnii aflað alls 126.000 smál.
en á sama tíma árið 1952 nam
heildarafli þeirra 136.000 smál.
og er síld ekki hér ekki með-
talin.
Á fyrri helmingi ársins, á vetr-
arvertíðinni, var heildarafli tog-
aranna einnig lítið eitt minni en
á sama tíma árið áður og nam
þá 87.000 smál. en 89.000 smál.
árið 1952. Munurinn hefur þó
orðið meiri eftir því, sem liðið
hefur á árið og liggja til þess
tvær meginorsakir. I fyrsta lagi
var útgerð togaranna eins og áð-
ur segir stopulli um hásumarið
og í öðru lagi var meira stundað
á heimamiðum nú og aflabrögð
ekki eins góð og þau höfðu verið
við Grænland árið áður, þegar
verulegur hluti fiotans stundaði
þar saltfiskveiðar.
BÁTAFLOTINN -
Svo sem áður getur urðu breyt-
ingar til batnaðar á aflabrögðum
bátaflotans á sumum stöðum á
vetrarvertíðinni. Átti þetta aðal-
lega við um báta, sem stunduðu
línuveiðar frá veiðistöðvunum
við Faxaflóa og kom vafalaust
af þeirri auknu friðun, sem hin
nýju fiskveiðitakmörk orsökuðu.
Meðalafli línubátanna á þessu
svæði mun hafa orðið um 16%
meiri miðað við sjóferð, en hann
var næstu vertíð á undan, en
meðalaflinn hafði farið lækkandi
frá ári til árs allt frá 1947.
I Vestmannaeyjum voru all-
miklar ógæftir fyrri hluta ver-
tíðarinnar, ef frá er talinn janú-
ar, en sjór er þá að jafnaði ekki
mikið stundaður þar um slóðir.
Drógu ógæftirnar mjög úr afla-
möguieikum línubátanna og má
vafalaust kenna því mikið um
hversu vertíð línubátanna varð
Jéleg að þessu sinni. Hinsvegar
aflaðist mikið* í þorskanetin á
báta frá Vestmannaeyjum þó
ekki gengi það jafnt yfir. Fiski-
göngur við Vestmannaeyjar ein-
kenndust helzt af því, að þær virt i
ust mestar á heimamiðum og
austan við Vestmannaeyjar en
þar hefur lítið orðið fiskivart um
aldarfjórðungsskeið. Er talið, að
friðunarinnar hafi gætt hér.
Afli í þorskanet brást hinsveg-
ar mjög í Faxaflóa, en sú veiði-
aðferð var nú viðhöfð þar af ó-
venju mörgum bátum. ■ Mátti
heita, að um algert aflaleysi væri
að ræða.
Við Suð-Austurlandið þ.e.
Hornafjörð var afli einnig ó-
venju lélegur á vetrarvertíðinni,
og hefur svo raunar verið nú um
nokkurt árabil.
Á Vestfjörðum hefur aflabrest-
ur mjög gert vart við sig á und-
anförnum árum og eríiðleikar út-
gerðarinnar af þeim sökum verið
miklir þar um slóðir. Á síðustu
vetrarvertíð bætti það nokkuð
úr, að steinbítsafli var mikill um
tíma, en aðstaða báta í hinum
ýmsu veiðistöðvum til að stunda
steinbítsveiðina er þó æði mis-
jöfn.
Sumarútgerð á þorskveiðum
var eins og venjar er stunduð
víða við lándið, en með misjöfn-
um árangri. Eru þær veiðar aðal-
lega stundaðar á litlum þiljuðum
bátum eða opnum vélbátum. —
Aflahlaup komu þó af og til á
nokkrum stöðum, en annars stað-
ar eins og t.d. við Austfirði var
tilfinnanlegt aflaleysi á þessum
veiðum. Eru bátar þessir að sjálf-
sögðu mjög staðbundnir og geta
ekki leitað langt frá .bækistöðv-
um sínum. Komi því ekki fiskur
á heimamið þeirra, sem eru
grunnmiðin, bregst afli þeirra.
Það er þó, eins og áður segir,
von til þess, að aukin friðun muni
i auka fiskigengd á grunnmiðum
víðsvegar umhverfis landið, þó
síðar verði.
Afli bátaflotans til loka októ-
bermánaðar nam um 127.000
smál. og var það nær því hið
sama og á sama tíma á fyrra ári.
Fyrri helming ársins, eða þann
tima, sem vetrarvertíðin stendur
yfir var aflafengur bátaflotans
heldur meiri en á sama tíma
fyrra ár eða 116.00 smál. á móti
109.00 smál., en síðari hluti árs-
ins hefur orðið aflarýrari en þá
var m.a. fyrir ógæftir.
Hagnýting aflans
Eftirfarandi yfirlit gefur hug-
mynd um hvernig sá afli, sem
fengist hefur á þorskveiðunum
hefur verið hagnýttur.
Smál. miðað við
slægðan fisk
með haus
1953 1952
jan/okt jan/okt
ísvarinn fiskur 3.440 25.600
Fiskur til fryst. 82.000 112.000
Fiskur til herzl. 76.000 14.500
Fiskur til sölt. 87.000 103.000
Annað 3.700 8.600
Samtals 252.140 263.700
Megin breytingin, sem orðið
hefur á hagnýtingu aflans er sú,
að allar verkunaraðferðir nema
skreiðarverkunin hafa dregist
saman, en þar hefur orðið um
stórkostlega aukningu að ræða
eða meira en fimmfalda.
ísvarði fiskurinn á árinu 1952
var nær allur fluttur út á vetrar-
vertíðinni það ár, en þá var lönd-
unarbann brezku togaraeigend-
anna að sjálfsögðu enn ekki haf-
ið, þar sem hinar nýju reglur um
fiskveiðitakmörkun voru þá ekki
enn komnar í gildi, en þær voru
notaðar sem yfirvarp til að skelia
á löndunarbanninu og útiloka
þar með óþægilegan keppinaut
frá ferskfiskmarkaðinum.
Framan af árinu 1953 var því
enginn útflutningur ísvarins
fisks, en það sem flutt var út
síðari hluta ársins til loka októ-
bermánaðar var nær allt til
Þýzkalands, en landanir ís-
lenzkra togara þar hófust að
vanda í september. I október hóf-
ust svo aftur landanir íslenzkra
togara í Bretlandi. Voru þær
framkvæmdar á grundvelli samn
ings, er íslenzkir togaraeigendur
höfðu gert við brezka kaupsýslu-
manninn . Dawson. Var þar með
rofið löndunarbann brezku. tog-
araeigendanna, þrátt fyrir endur
teknar tilraunir þeirra til að
hindra framkvæmd samningsins
og mátti heita, að þeir beittu í
baráttu sinni öllum hugsanlegum
aðferðum en létu þó ekki hendur
skipta, enda vafasamt, að þeir
hefðu haft bolmagn til þess.
A grundvelli samningsins
voru farnar 7 söluferðir til Bret-
lands, en miklir annmarkar komu
þó í ljós við framkvæmd hans,
sem að lokum leiddu til þess, að
hlé hefur orðið á löndunum á
meðan athugun fer fram á bví
hvaða leiðir séu færar til frekari
framkvæmda.
Um 27% minna af fiski fór til
frystingar nú en á sama tíma á
fyrra ári. Leit þannig út framan
af árinu, að þrengjast mundi
nokkuð um sölu á frystum fiski
og einnig voru í ársbyrjun all-
miklar birgðir óútfluttar af freð-
fiski. Samningurinn við Rússa
breytti hér allmikið viðhorfinu
og einnig hefur rýmkast um á
öðrum mörkuðum.
Þriðja verkunaraðferðin, sem
minna var um, var saltfiskverk-
unin. Var svipað um það að segja
og freðfiskinn, að þar voru mikl-
ar birgðir, að vísu ekki í landinu
heldur í markaðslöndunum og
því tregari sala en áður.
Til þess að unnt væri að hag-
nýta aflann varð því að breyta
til með verkun á honum. — Hér
kom skreiðarverkunin og hafði
mikla þýðingu. Eins og áður seg-
ir fimmfaldaðist það magn af
fiski, sem fór í skreiðarverkun og
tók því sú verkunaraðferð við
nær því öllu því magni, sem hin-
ar verkunaraðferðirnar gátu ekki
tekið við Á árinu 1952 og fram-
an af þessu ári var flutt til lands-
ins mjög mikið efni í fisktrönur,
sem að sjálfsögðu kostaði mikið
fé en einmitt þessi innflutningur
trönuefnisins gerði mögulegt að
nýta þetta miklá magn af fiski,
sem annars hefð skapað mikla