Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 SJÁVARÚTVEGU erfiðleika, þar sem aðrar leiðir til hagnýt.ingar voru ekki fyrir hendi. Ofangreind skipting á afla- magninu eftir hagnýtingu gefur nokkuð til kynna hver fram- leiðslan varð af hinum ýmsu af- urðum, sem framleiddar eru úr fiskinum sjálfum. Til ársloka má gera ráð fyrir, að framleiðsla eftirtaldra afurða hafi numið sem hér segir, og er þá að nokkru leyti um áætlaðar tölur að ræða: Freðfiskur ....... 27.000 smál. Saltfiskur........ 46.000 smáh Skreið ........... 13.000 smáfT I þessu sambandi er vert að geta þess, að saltfiskurinn er hér miðaður við fullstaðinn fisk en töluverður hluti þessa fisks hef- ur verið verkaður fyrir hina ýmsu þurrfiskmarkaði en um magn er ekki vitað með vissu. Um skreiðarframleiðsluna erþað að segja, að allmikið af fiski hef- ur verið hengt upp á þessu hausti og verður því ekki fullverkað fyrr en kemur fram á næsta ár, svo raunverulega er skreiðarfram leiðslan á árinu nokkru minni en hér er talið. Síldveiðarnar Hinn gífurlegi aflabrestur á síldveiðunum á árinu 1952 gerði að verkum, að yfirleitt var mikil óvissa ríkjandi um þátttöku í síldarútgerðinni allt fram að þeim tíma, er vertíðin skyldi hef j ast. Hvortveggja var, að útgerð- armenn voru hikandi við að stefna skipum sínum til tvísýnna veiða og lánastofnanirnar tregar til að veita mikið lánsfé til síld- arútgerðar. Að þessu sinni fór þó svo, að síldin gerði vart við sig venju fremur snemma á vertíð- inni og varð það til þess, að all- mörg skip fóru til veiða, sem ó- vissa hafði ríkt um áður. Að lokum varð tala þeirra skipa, sem til síldveiða fóru 163 og var það 13 skipum færra en órið áður. Af þessum skipum voru 5 togarar. Þessi vertíð varð endaisepp eins og reynslan hefur orðið með flestar aflaleysis vertíðirnar. Meginhluti aflans fékkst í júlímánuði. Síldin varð óvenju snemma feit og söltunar- hæf og nýttist því sá afli, sem fékkst betur en ella hefði orðið, þar sem verulegur hluti hans fór til söltunar. Hafði þetta úrslita- áhrif á afkomu síldveiðiskipanna, þar sem verðmæti síldarinnar, sem til söltunar fór var meira en 2% sinnum meira, miðað við svip að magn, en þeirrar, sem lótin var í bræðslu. Eins og undanfarin aflaleysisár fóru veiðarnar aðallega fram austarlega á veiðisvæðinu og djúpt úti. Hefur síldin stöðugt verið að færa sig fjær landinu og virtist svo sem sú síld, sem kom nú upp að Norðurlandinu færi á hraðri ferð austur með landinu og frá norðanverðu Austurlandi á haf út. Síldarafl- inn varð alls á vertíðinni norðan- og austanlands 41 þús. smáh Var það raunar fjórum sinnum meiri afli en verið hafði árið á undan, en þá var mesta afla- leysisár, sem komið hefur á síld- veiðum hér við land. Eftirfarandi yfirlit sýnir hvernig síldaraflinn skiptist eftir hagnýtingu: síldin með öllu. Var hér aðallega um að ræða millisíld og smásíld en sæmilega feita og góða til vinnslu. Óvenju mikið var nú fryst af síld, sem stafaði af því, að tekist hafði að selja allmikið magn af þeirri vöru til landanna i Austur- Evróp.u. Nam magn það, sem fryst var alls um 10.400 smál. Venjuleg beitusíldarþörf mun vera um 6000 smál. og var því fryst um 4.500 smál. fram yfir það til útflutnings. Útflutningur sjávarafurða vísu einnig æði misjafnt niður eins og að því er snerti verk- smiðjurnar, en þó ekki eins til- finnanlega. Eins og árið 1952 hófu nokkur hinna stærri skipa reknetjaveið- ar á djúpmiðum austur af Islandi að loknum herpinótaveiðunum. Höfðu skip þau, sem þær veiðar stunduðu þá fengið allgóðan afla og saltað síldina á skipsfjöl. Að þessu sinni fór þó svo, að afli varð miklu rýrari og torsóttari, þar sem síldin fór nú að því er virtist hraðar austur á bóginn. Varð því þessi veiðiskapur enda- sleppur og olli mönnum von- brigðum. Óhagstætt tíðarfar olli einnig erfiðleikum við veiðarnar. SÍLDVEIÐIN VIÐ SUBVESTURLAND Eins og' áður fór fjöldi báta til reknetjaveiða við Suðvesturland að lokinni síldarvertíð norðan- lands. Undanfarin ár hafa skap- ast af því erfiðleikar, að ekki hefur verið hægt að ganga frá söiu Faxasíldar á hina gömlu markaði fyrr en útséð hefur ver- ið um, að ekki aflaðist upp i gerða samninga af Norðurlandssíld. — Hefur þetta skapað mikla óvissu fyrir reknetjaútgerðina á Suð- vesturlandi. Að þessu sinni hafði hinsvegar tekizt að selja fyrir- fram allmikið magn af Faxasíld til Rússlands og var því ekkert til fyrirstöðu að salta upp í þann samning ef síldin, sem veiddist hentaði. En nú brá svo við, að sú síld, sem veiddist reyndist óvenju smá og sumt af henni auk þess horað og því óhæf til söltunar. Orsakaði þetta mikla erfiðleika bæði fyrir veiðiskipin og söltunar stöðvarnar. Afli var þó af og til góður en nýttist af fyrrgreindri óstæðu mjög iila. Hættu veiðarn- ar því venju fremur snemma og mun afkoma þeirra, sem við þessa útgerð fengust og sömu- leiðis þeirra, sem önnuðust verk- un aflans hafa orðið léleg. Heildarafli á síldveiðunum við Suðvesturland varð um 27.000 Til loka nóvembermánaðar nam útflutningur sjávarafurða um 602 millj. kr. og mun væntan- lega verða til ársloka milli 660 og 680 millj. kr. Mun því ekki verða fjarri, að þetta ár verði mesta útflutningsár sjávarafurða hingaðtil, en árið 1951 nam út- flutningsverðmæti þeirra nær 680 millj. kr. Ekki verður hér tækifæri til að greina sundur þennan útflutn- ing eftir afurðum en nægja verð- ur að geta helztu flokkanna og skal síðan rætt lítillega um hina þýðingarmestu. Utflutningur sjávarafurða jan./ nóv. 1953. Freðfiskur og freð- síld ........... 206 millj. kr. Saltfiskur, verk- aður og óverk. 143 — — Skreið ............ 56 — — Lýsi allsk......... 61 — — Fiski- og síldarmjöl 44 — — Saltsíld .......... 59 — — Ar.nað ............ 33 — — Samtals 602 millj. kr. Ár Til bræðslu Til söltunar Til frystingar mál uppsaltaðar tn. uppmældar tn. 1953 119.000 175.000 8.900 1952 27.000 46.000 7.400 1951 350.000 87.000 6.400 Það kemur greinilegar fram af ofangreindum tölum, að afkoma síidarverksmiðjanna hefur verið slæm á árinu, þar sem allur sá afli, sem fór til bræðslu gerir tæplega meira en nema sem svar- ar 1% sólarhrings vinnslu í öll- um síldarverksmiðjunum á Norð- ur- og Austurlandi. Að vísu kom þetta ekki jafnt niður á verk- smiðjurnar, þar sem t. d. meira en helmingur aflans fór til verk- smiðjunnar á Raufarhöfn, en verksmiðjurnar á vestursvæðinu fengu enga síld til vinnslu. Hin hagkvæma nýting síldarinnar til söltunar kom ekki aðeins veiði- skipunum að góðu haldi, heldur bætti það einnig afkomu fjöl- margra söltunarstöðva, sem hafa átt við erfiðleika að stríða und- anfarin aflaleysisár. Kom það að smál. en um 21 þús. smál. árið 1952. Sýnir eftirfarandi yfirlit hvernig sú síld skiptist eftir verkunaraðf erðum: Til br. Til sölt. Til fryst.* Ar mál uppsalt.tn. uppm.tn. 1953 66.500 56.400 104.000 1952 29.000 70.500 74.000 Hluti af þeirri síld, sem fór til bræðslu, eða um 28.000 mál, veiddist í herpinót i Grundarfirði fy.rrihluta nóvember. I fyrstu viku nóvember varð síldar vart þar vestra, sem og víðar á fjörð- um inni, þó ekki reyndist það mikið er til kom. Nokkur skip fóru þegar með nætur til Grund- arfjarðar og stóð veiðihrota þessi í rúmlega hálfan mánuð. Varð veiðin þarna endaslepp því eftir aftakaveður af suðvestri, sem gerði um Suðvesturland hvarf Freðfiskurinn er nú orðinn mestur að verðmæti allra útflutn ingsafurðanna. Nam magn það, sem útflutt var 34.000 smál. að viðbættri freðsíld 5.300 srnál. eða samanlagt nær 40.000 smál. Er þetta langsamlega mesti útflutn- ingur freðfisks, sem verið hefur á einu ári, ef síldin er talin með. A sama timabili ó fyrra ári var flutt út af freðfiski 23.000 smál. að verðmæti 142 millj. kr. Enn sem undanfarin ár voru Banda- ríkin stærsti kaupandi freðfisks en þangað fóru á tímabilinu nær 13.000 smál., sem var þó nær 2 þús. smál. minna en á fyrra ári. Sá markaður er vandfýsinn mjög á vörugæði bg útlit vörunnar og því getur verið erfitt kostnaðar- ins vegna að fullnægja þeim kröfum, sem hann gerir. Hins- vegar er markaðurinn mjög breytilegur og getur tekið stór- breytingum á skömmum tíma. Er svo að sjá, að slikra stórbreytinga geti verið von þár á næstunni og er ekki gott að gera sér í hugar- iund hVaða möguleikar geta þar skapast fyrir freðfiskframleiðslu okkar. Mjög þýðingarmikið atriði fyr- ir freðfiskframleiðsluna var samn ingur sá, sem gerður var við Rússland síðari hluta sumars um sölu á 10 þús. smál. af framleiðsiu þessa árs og 11 þús. smál. af framleiðslu næsta árs af freð- fi.ski. Hefir afgreiðsla þessa fisks gengið greiðlega og fiskurinn likað vel. Því er ekki að leyna að sú stefnubreyting Sovétstjórnarinn- ar, sem lýsti sér i því að vilja auka 'viðskipti við þjóðirnar í Vestur-Evrópu getur, ef fram- hald verður á, haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir fiskfram- leiðslu okkar. í Austur-Evrópu er fjölmenni mikið og frá fornu fari hefur fiskneyzla, þó aðallega neyzla saltsíldar, verið mikil þar sumstaðar. Það ætti því að mega vænta þess, ef annarleg sjónar- mið stjórnmálalegs eðlist verða ekki látin hafa áhrif á stefnu þessara þjóða í viðskiptamálum, að þar sé að finna mikla hugsan- lega markaði fyrir allskonar fisk- afurðir, því þörfin fyrir þær af- urðir er vafalaust fyrir hendi. SALTSÍLDIN Um saltsíldina er líkt að segja og freðfiskinn, að samningurinn við Rússland hafði þar mikla þýðingu. í þessu sambandi er þó vert að gera sér ljóst, að með hinni breyltu stefnu Sovétstjórn- arinnar í viðskiptamálum opnuð- ust markaðir fyrir saltsíld, sem segja má, að um aldaraðir hafi verið meginundirstaðan undir saitsíldarframleiðslu Evrópu- þjóðanna. Allt fram að byitingunni 1917, var útflutningur saltsíidar til Rússlands mjög veigamikill þátt- ur k saltsíldarútflutningi helztu útflutningslandanna svo sem Bret lands og Hollands. Byitingin lok- aði hér að mestu öilum sundum en eftir voru þó baltnesku löndin þrjú, sem allt þar til þau voru innlimuð í Rússland, i upphafi síðustu styrjaldar, lokaði einnig þeim markaði. Sú breyting, sem orðið hefur á viðskiptastefnu Sovétstjórnarinn ar getur því einnig, að þvi er salt- síldina snertir haft mikla þýðingu með því að opna það, sem nefna mætti eðliiega og hefðbundna markaði fyrir þessa vöru. Saitsíidarútflutningurinn varð á tímabilinu 59 millj. kr., en auk Rússlands keyptu Svíþjóð og Finnland verulegan hluta fram- leiðslunnar. SALTFISKURINN Enn er saltfiskurinn, verkaður og óverkaður, þýðingarmikill liður í útflutningnum. Nam verð- mæti þess útflutnings 143 millj. kr. Rúmlega % þess voru fyrir óverkaðan fisk en hitt fyrir verk- aðan. Hefir orðið nokkur aukn- ing á útflutningsverðmæti verk- aða fisksins, eða um rúmlega 13 millj. kr. miðað við sama tíma fyrra órs. Er þar aðallega um að ræða Spán og Brazilíu, sem keypt hafa meira magn en áður. Hinsvegar hefir útflutnings- verðmæti óverkaða fiskins minnkað allmikið eða um þriðj- ung, enda var framleiðsla hans minni á árinu. Var allþröngt á mörkuðunum framan af árinu vegna þess hversu miklar birgðir höfðu safn- ast þar af framleiðslu ársins 1952. SKREIÐARUTFLUTNINGUR Skreiðarútflutningurinn hefir numið yfir 56 millj. kr., og er það meira en þreföldun á verð- mætinu frá fyrra ári. Hefir áður verið getið um hina miklu aukn- ingu skreiðarframieiðslunnar á árinu. Helztu markaðir fyrir þessa framieiðslu eru í Vestur-Afríku, í hitabeltinu. Norðmenn hafa um langa hríð setið nær einir að þeim mörkuðum. Verð á skreið fór mjög hækkandi síðari hluta fyrra árs og framanaf þessu ári, en það leiddi aftur til mikils framboðs, þar sem svo stóð á, að um mikla framleiðsluaukningu var að ræða. Hefir þá orðið nokkur lækk un á verðlaginu síðari hluta árs- ins og útflutningi seinkað af þeim sökum og einnig vegna þess að markaðurinn yfirfylltist um tíma. Heldur virðist þó mega sjá merki þess, að markamurinn leiti aftur i jafnvægi, en allverulegur hluti skreiðarframleiðslunnar mun liggja hér í birgðum um áramót- in, þar sem útfiutningurinn hefir gengið mun seinna en gert var ráð fyrir. Það er með þessa fram- leiðslu eins og aðra, að hún selst ekki af sjálfu sér og svo mikil , aukning á framboði, sem hér heí- ir orðið hlýtur að skapa nokkurn vanda fyrst í stað á meðan verið er að vinna markaði. Hinsvegar er ekki ástæða til að ætla annað en, að okkur takist að vinna þá markaði, sem nauðsyn ber til, ef rétt er að farið og þó umfram allt gætt þess að vanda framleiðsl- una. I baráttunni um markaði eru vörugæði oft hið þýðingarmesta. ÞORSKALYSI OG FISKIMJOL Þorskalýsisútflutningurinn hef ir verið rneð eðlilegum hætti á. árinu, en verðlag hefir þó verið fremur hátt, ef miðað ær við undanfarin ár. Út var flutt fyrir 42.5 millj. kr. 10.800 smál. af lýsi, en auk þess allskonar lýsi annað fyrir um 19 millj. kr. Var þar um. að ræða hvallýsi, karfalýsi og síldai'iýsi. Fiskimjöl allskónar og síldar- mjöl var flutt út fyrir 44 millj. kr., en verðlag á mjöli hefir verið fast og fremur hagstætt á árinu. Er mjölið orðið allstór liður í útflutningnum, enda má nú heita að nýttur sé allur úrgangur frá fiskvinnslunni og framleiðslan. því mikil. Aðrar sjávarafurðir hafa verið fluttar út fyrir 33 millj. kr. Er þar aðallega um að ræða hval- afurðir svo sem hvalkjöt og mjöl, hrogn, fryst og söltuð, ís- varinn fisk og rækjur og humar. Að því er snertir hið síðast- nefnda er um tiltölulega nýja framleiðslu að ræða, sem hefir farið vaxandi að undanförnu. Er hér um frysta vöru að ræða. Ef litið er fram á árið 1954 mun rnega segja, að ýmislegt bendi til þess, að það geti orðið sæmilegt ár, aðeins ef aflabrögð verða með skaplegu móti og efnahagslifið innanlands kemst ekki úr skorðum. Tryggð hefir verið sala á verulegu magni af frystum fiski og er að því leyti ólík aðstaða samanborið við það, sem var um síðustu áramót, þeg- ar fyrir voru í landinu miklar birgðir óseldar af þeirri vöru. Birgðir af freðfiski eru nú raun- verulega engar teljandi. Af öðrum útflutningsafurðum er heldur ekki um að ræða nein- ai teljandi birgðir nema af skreið eins og áður getur. Þar er þó vart ástæða til að örvænta því sjálfsagt leitar sá markaður jafnvægi á nýjan leik. Það fer heldur ekki hjá því að talsverður hugur er í mönn- um að auka útgerðina og hafa verið keyptir allmargir nýir og gamlir fiskibátar til landsins og nýir smíðaðir innanlands. Er það ósk mín og von, að hið komandi ár megi færa ís- lenzkum sjávarútvegi mikinn afla og farsæla afkomu. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.