Morgunblaðið - 31.12.1953, Side 12
12
MORGUTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. des. 1953
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
KJleóilecfL mjar:
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Höfðatúni 8,
^jieóUe^t mjar.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Verzlunin Anna Gunnlaugsson,
Laugavegi 37.
LjieóLiecýt nyar:
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu,
Verzlun Sigurðar Halldórssonar,
Öldugötu 29.
Amenna byggingafélagið.
Óskum öllum viðskiptavinum vorum
með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Hofsvallabúðin h.f.
LjieóLiecýt mjar:
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu
Stórholtsbúð.
Stórholti 16.
Ljieóiie^t mjar:
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu,
maróóoyi
ora
Vélsmiðjan Klettur h.f.
Hafnarfirði,
Elín Einnrsdóttir —
minning
í DAG er til moldar kvödd í
dómkirkju Reykjavíkur frú Elín
Einarsdóttir, frá Ægissíðu 84, hér
í borg. Mun burtför hennar slá
á marga viðkvæma strengi, svo
ung og átakanlega. sem hún fór
af pessum heimi.
Frú Elín var fædd að Evri í
Skötufirði við ísafjarðardjúp, 11.
maí árið 1911. Foreldrar hennar
voru þau: Einar Þorsteinsson,
skipstjóri, og Sigrún Baldvins-
dóttir kona hans. Voru þau hjón
atorkumenn af góðu bergi^rotin.
Liggur ætt þeirra í gegnum
marga afreksmenn, bæði til lands
og sjávar, langt í aldir aft-
ur. Móðurbróðir Elínar var t. d.
hinn þekkti verklýðsforingi og
alþingismaður, Jón Baldvinsson.
Einar, faðir Elínar, var og bræðr-
ungur við Jón Auðunn, alþingis-
mann og bankastjóra á ísafirði.
Má af þessu ráða, hversu kyngöf-
•ug Elin heitin var og það jafnt
í báðar ættir.
Bernsku sína og fyrstu æsku
átti Elín heitin í föðurgarði þar
vestra. Ólst hún upp í hóp 10
systkina og fjögurra uppeldis-
bræðra. Mun hún því ung hafa
lært margt að skoða og mörgu
að sinna. En árið 1922 flutti hún,
ásamt foreldrum sínum, til Hafn-
arfjarðar. Stundaði hún næstu
árin nám í barnaskóla Hafnar-
fjarðar og síðar í gagnfræðaskól-
anum að Flensborg.
16 ára gömul réðst hún svo
sem verzlunarmær að Edinborgar
verzlun hér í Reykjavík. Vann
hún þar um tveggja ára skeið,
eða unz hún giftist framkvæmda-
stjóra verzlunarinnar, Tryggva
Magnússyni, 27. marz árið 1929.
Urðu samvistir þeirra hjóna
bjartar en skammar. Eftir aðeins
14 ára sambúð varð hún að sjá
á bak honum, sem hún svo ung
hafði gefið hug og hönd. Stóð hún
þá uppi með brostnar vonir,
bjartar minningar og tvær ung-
ar, elskulegar dætur. En þessar
dætur eru: Guðrún og Sigrún
Kristín, báðar við háskólanám í
Reykjavík. Er það nú í annað
sinn, að lífið réttir þessum ungu
systrum beiskasta bikar skilnað-
ar og saknaðar.
Eftir lát eiginmannsins árið
1944, réðst Elín sem skrifstofu-
mær til mágkonu sinnar, Ástu
Magnúsdóttur ríkisféhirðis, sem
mátti segja að væri hennar góði
engill æ síðan. Vann hún þar
margvísleg störf af mikilli trú-
mennsku og kostgæfni og því
fleiri og stærri, því lengur sem
leið. Var hún um skeið aðalgjald-
keri ríkisfjárhirzlunnar. En í árs-
lok 1951 kenndi hún alvarlegs
meins, sem knúði hana þá þegar
til að hætta störfum. Urðu tvö
síðustu árin henni þung baráttu-
ár við hinn ósigrandi óvin, unz
líf hennar varð að fullu að lúta
í lægra haldi.
Rúm 42 ár er skömm manns-
ævi á okkar mælikvarða. Það er
svo oft erfitt að skilja og að
kveðja, þegar samferðamennirnir
eru kallaðir frá okkur fyrir ald-
ur fram. En, „þeir, sem guðirnir
elska, deyja ungir“. Og „marg-
oft tvítugur, meira hefur lifað,
svefnugum segg, er sjötugur
hjarði". Þetta tvennt er áreiðan-
lega nokkur skýring á skammri
ævi. Það er ekki allt komið undir
því, hve lengi, heldur hvernig
lifað er og starfað. Björt minn-
ing réttlætir bezt skammvinnt
líf.
Og bjartar og hlýjar minning-
ar vakti frú Elín Einarsdóttir
vissulega hjá öllum þeim, sem
nokkuð höfðu af henni að segja.
Heimilið og störf hennar þar,
báru henni órækt vitni sem eigin-
konu og móður. Þar sameinuðust
á áberandi hátt ást hennar og
umhyggja, listfengi og smekkvísi.
Hún var og kona grandvör og
traust bæði í orði Og verki. Allur
yfirborðsháttur var henni and-
stæður og fjarlægur. Trygglyndi
hennar og vinfestu varð lítt
breytt eða um þokað. Hún var
heilsteypt og sönn og þó um leið
bæði hljóðlát og fáguð í allri
framkomu. Og henni var ekki að
eins gefið ytra útlit fegurra öðr-
um konum. Það hvíldi yfir henni
; allri sérstök tign, ákveðinn virðu
leiki. Hún var í rauninni drottn-
ingarleg í útliti, yfirbragði, fasi
og framkomu. Og drottningar-
bragðið, sem hún bar, felldi þó
engan skugga á systurlund henn-
ar og nærgætni í annara garð.
Hún var létt Og glöð í vinahóp,
og henni var sýnt um að bæta
úr og leggja lið, ~þar sem þörf
var fyrir.
Þannig er myndin, sem'ég hygg
að við samstarfs- og samferða-
mennirnir yfirleitt munum eiga
af henni og geyma. Og sterkustu
drættina í þessari mynd geymdi
Elín heitiii ófölnaða fram á síð-
ustu stund. Hún bar sinn þunga
Framh. á bls. 14.
í §* m
m
FRÁ FIIMNLANDI
útvegum við ílestar teguindir af pappír
Blaðapappír
Bókapappír
Umbúðapappír
Smjörpappír
Umsiög
Reikningshefli
Siílabækur
Toiletpappír
o. fl. pappírsvðrur
Állskonar pappír til iðnaðar og umbúða
Verð og sýnishorn fyrirliggjandi
S. ARNASON & m.
Einkaumboðsmenn fyrir The Finnish Papcr RliHs Ass. — Finnish Bcard Mills Ass.
Finnish Paper and Board Converters* Association.
)
i
s
s
s
s
')
s
s
s
s
s
)
s
s
s
s
s
s
s
s
)
I
s
s
s
s
s
s
s
)
s
s
)
s
s
s
s
s
s
s
í'
s
s
)
s
)
s
s
s
)
s
s
s
s
s
)
s
s
I
I
f
f
)
s