Morgunblaðið - 31.12.1953, Side 14

Morgunblaðið - 31.12.1953, Side 14
14 MORGUIS B L AÐIÐ Fimmtudagur 31. des. 1953 ^ Bílamarkaðurinn, Brautarholti 22. Fiskhöllin. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu Kexverksmiðjan Frón, Sig. Þ. Skjaldberg. K-jleóilecýi nyar: Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu Iðnó, Ingólfscafé. Verzlunin Brynja Pétursbúð, Njálsgötu — Gunnarsbraut. jleóLleffl nyar. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. KýleóLlecýL nyar: Þökkum veitt vöðskipti og auðsýnt traust á liðnum árum. Baníel Þorsteinsson & Co. h.f. í , , nýár: Jóhannes Eilert Eggertsson — sextugur „Traustir skulu hornsteinar hárra sala. Bóndi er bústólpi, bú er lands- stólpi. því skal hann virður vel “ FYRIR réttum 60 árum, eða 31. desember 1893, fæddist að Meðal- felli í Kjós, piltur, er síðar var vatni ausinn og skírður Jóhannes Ellert. En í daglegu tali meðal kunnugra er hann alltaf nefndur Ellert á Meðalfelli. Og gæti ég vel hugsað mér, að ókunnugir vissu ekki um hið fyrra nafn hans. Foreldrar hans voru merkis hjónin Elín Gísladóttir, prests að Reynivöllum og Guðlaugar Ei- ríksdóttur, Sverrisson, og Eggert j Finnsson bóndi á Meðalfelli, Einarssonar prests að Reynivöll- um og Kristínar Stefánsdóttur Stefánsson, síðast prests að Reyni völlum. Forfeður þeirra Elínar og 1 Eggerts voru hinir *merkustu menn víðsvegar um landið. Bæði prestar, sýslumenn og biskupar.1 Mun ég ekki rekja þær ættir, nema aðeins að litlu leyti og minnast tveggja atgerfismanna í þeirri átt. Enda ekki á mínu færi , svo að vel sé. Eggert Olafsson lögmaður, sem fórst með brúði sinni á Breiða- firði. Sem hið stórbrotna kvæði Matthíasar er um kveðið „Þrút- ið var loft“. Eggert lögmaður var nátengdur Eggert á Meðalfelli, og mun hann heitinn eftir honum. Og annan mann vil ég nefna ná- skyldan Elínu á Meðalfelli, sem er hinn mikli landkönnuður Vil- hjálmur Stefánsson. Var Elín og hann systkinabörn. Þar sem að faðir Elínar og móðir Vilhjálms voru systkini. Það má því með sanni segja, að Ellert sé grein af góðum stofni, enda hefir eplið ekki fallið langt frá eikinni. Um leið má þess geta, að Ellert var einbirni. Foreldrar Ellerts voru hvort í sínu lagi sómi sinnar stéttar. Elín, sem hagsýn og góð húsfreyja og Eggert sem braut- ryðjandi í ýmsum búnaðarhátt- um. Mun Eggert hafa verið með þeim allra fyrstu hér á landi, sem reyndi votheysverkun. Er næsta furða hve seint sumum mönnum hefir lærzt sú verkunaraðferð, jafngóð og einföld sem hún í raun og veru er. Ellert ólst þvi upp í góðum skóla heima fyrir, auk þess sem hann sótti sér fræðslu síðar til frekara náms. Enda hefir Ellert trúlega og vel haldið uppi merki foreldra sinna, eftir að hann tók við húsforráðum á Meðalfelli. Að vísu með aðstoð ágætrar eig- inkonu, Sigurlínu Einarsdóttur, sem hann missti fyrir fáum ár- um — og sem vitað er var hon- um sár og mikill missir. Eignuð- ust þau 7 mannvænleg börn, 6 sonu og eina dóttur, sem er elzt og sér um bústörfin innanhúss með prýði. Og ber hún nafn Elýi- ar ömmu sinnar. Fyrir nokkrum árum var Meðalfell gert að óðal- setri. Eftir því sem ég bezt veit, mun nú stærst kúabú á Meðal- felli, hér í sveit. Og eiga þó marg ir bændur hér lagleg bú. Er Með- alfell sérstaklega fallegt býli — eitt með því fallegasta að ég tel, og eru þó mörg önnur óneytan- lega mjög falleg hér í sveit. Ligg- ur túnið á Meðalfelli mót suðri, undir samnefndu felli. Þegar Eggert Finnsson hóf þar búskap, var mest af túninu kargaþýft og með óræktar mýrarsundum. Nú er það allt þurrt og rennislétt og flæmi stórt og því allt unnið með nýtízku vélum. Nær túnið upp að fjallsrótum og niður að Meðal- fellsvatni. I logni og heiðskýru veðri er sólin hellir vermandi geislum sýnum yfir vatnið og nálæg fjöll sýnast standa á höfði og margir menn, bæði á bátum og á annan veg, eru að veiðum í vatninu, er fagurt yfir að líta heiman frá Meðalfelli. Það getur líka orðið úfið og illt yfirferðar. Og einnig í sambandi við Meðal- fellsvatn geymast hinir ömurleg- ustu atburðir. En svo hefir það , alltaf verið og mun verða, — að skyn og skúrir skiftast á í lífi mannanna. Að mínum dómi er Ellert frekar hlédrægur maður og hefir sig lítt frammi. Eigi að síður hefir hann ekki komizt hjá því að starfa fyrir fjöldann. Hafa því hlaðizt á hann fjölmörg störf, bæði innansveitar og utan, að lengja myndi það mál mitt um of svo að ég kýs þann kostinn að sleppa þeirri upptalningu. Og þegar leitað er til Ellerts er hann manna fúsastur að inna þau störf af hendi er honum kunna að verða falin, enda nýtur hann fyllsta trausts sveitunga sinna í þeim efnum, og það að verðleik- um. Fyrir fáum árum var Ellert endurskoðandi reikninga Slátur- félags Suðurlands og hafði það á hendi í nokkur ár, en er nú í stjórn þess félags. Einnig er hann í stjórn Mjólkurfélags Reykja- víkur. Fyrr á árum naut Ellert töluverðrar menntunar. Stundaði hann nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði, og síðar á bænda- skólanum á Hvanneyri, og lauk hann var námi í búfræði. Hefir hann trúlega fært sér þessa menntun i nyt, enda nauðsynleg manni við jafn margþætt störf, er honum hafa verið falin. Ellert er hverjum manni bón- greiðugri, enda hafa margir sveit ungar hans notað sér það óspart. Var Ellert með þeim fyrstu, sem eignuðust jeppabíl, og hefir hann verið óbágur á það að flytja fólk, bæði að hehnan og heim aftur. Hafa bæði ég og aðrir notað sér góðsemd hans í þessum efnum. Hefir hann eytt allmiklum tíma og fjármunum í slík ferðalög. Venjulegast án endurgjalds, að ég hygg. Ellert er maður yfirlætis- laus og hinn vingjarnlegasti í daglegri umgengni. Vinátta hans mun ekki bregðast þeim, er eitt sinn hefir eignast hana, því hann er drengur hinn bezti í orðsins fyllstu merkingu. Fjölmargt fleira mætti gott um Ellert segja og hans nánustu, en mér er ekki grunlaust um, að Ellert kæri sig' ekki um það, ef ég þekki hann rétt, því skulu hon- um þakkir færðar og óskir send- ar. Ég vil því óska honum alls góðs og börnum hans, á hinu nýja ári og einnig með nýja ára- tuginn í lífi hans, sem einnig hefst á morgun og með nýju ára- tugina sem þá koma þar á eftir. Vildi ég biðja þér alls góðs, hvort sem árin kunna að verða fá eða mörg, sem enn eru ólifuð. Þessa ósk sendir þér einn samferða- maður. St. G. Minning Framh. af bls. 12. kross með sérstöku þreki, óvenju legum léttleika. Hún þráði að lifa, en gat þó vel sætt sig við að deyja, af því hún átti útsýn til tveggja heima. Hún gat bros- að í gegnum þjáningarnar ög tár- in, af því að hún átti hug skálds- ins: „ef að missir allt þú vinnur, eilífðin hið týnda finnur“. Við samstarfsmennirnir í Arn- arhvoli þökkum þér, Elín, ánægju legt samstarf Og viðkynningu. •— Allir samferðamennirnir þakka þér „laufin, sem þú lagðir í lífs- ins sjóð“, allt það, sem þú varst og vannst þessum heimi. Blessuð sé minning þín, — eftirlifandi börnin þín, allt það hér, sem var þér helgast og kærast. Og blessuð sé koma þín heim þangað, sem fegurstu vonirnar og draumarnir fá að rætast. Jón Skagan. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verð- ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 12. júní 1954 og hefst kl. 1,30 e. h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og legg- ur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikn- inga til 31. desember 1953 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnar- innar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð- endum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðánda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 8.—10. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný um- boð og afturkallanir eldri-umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 2. júní 1954. Reykjavík, 22. desember 1953. STJÓRNIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.