Morgunblaðið - 07.01.1954, Qupperneq 7
Fimmtudagur 7. janúar 1954
MORGllNBLAÐIÐ
7
KomiiipfiiénÍR í boöi felaðamanna
Grísku konungshjónin hafa aflað sér mikilla vinsæida í Bandaríkjunum, en þau eru nú þar á ferð.
Hér á myndinni sjást þau í boði blaðamannaféiagsins í San Francisco. Á milli konungshjónanna
sitúr Elmer Robinson borgarstjóri, en við hina hlið drcttningarinnar er formaður félagsins, Ed.
Montgomery.
Sr. Benjamín Kristfánsson skrifar oni
Fornar gralir og Iræðimenn
Sagan af fornleifafræðinni,
eftir C. W. Ceram. — Björn
O. Björnsson íslenzkaði. —
Bókaforlag Odds Björnsson-
ar, Akureyri.
MÖRG ævintýri gerðust í forn-
eskju og meiri en menn vita.
Þung og ströng fellur timans
mikla móða, stygjarfljót dauðans
og eyðingarinnar, og færir
allt í kaf. Mennirnir hverfa eins
og blóm af grasi. Æskuhlátrarn-
ir hljóðna, harmur og tregi stöðv-
ast, dauðastunur og dýpstu raun-
ir kynslóðanna gleymast eins og
vindurinn sem blés í gær. Öll
vegsummerki um starf og stríð
fjöldamargra kynslóða sökkva í
jörðina í bókstaflegum skilningi,
þar sem þögnin og moldin geyma
þau.
En lengi reikar þó sögnin um
staði og stundir í hálfrökkri
forneskjunnar unz flestir hætta
að trúa henni, og halda að hún
sé ekkert nema ofsjón eða ímynd-
un.
Flestir eru augnabliksins börn.
En hafi þeir einhverja hugar-
orku afgangs snúa þeir von sinni
til framtíðarinnar. Fortíðin, hvað
kemur hún oss við, segja þeir,
fortiðin dauð og grafin?
Þó er þessu svo háttað, að vér
stöndum á herðum fortíðarinn-
ar, skiljum ekki nútimann og
verðum eilíflega áttavillt í líf-
inu nema vér höfum einhverja
hugmynd um þá leið, sem að
baki er. Hefðu menn næmari
skilning á því, að fortíðin til-
heyrir líka lífi þeirra sem mikill
örlagavaldur, mundu þeir setjast
við fætur sagnameistaranna til
að nema af þeim lifsreynslu ald-
anna. Ekkert er heldur lærdóms-
ríkara en virða fyrir sér örlög
stríðandi lýða. Af þeim má margt
nema til gagns, en þar eru líka
mörg víti til varnaðar. Það eru
ávextirnir af þessum íjársjóði
reynslunnar, sem menningu
skapa, en undir eins og spjöld
minninganna eru þurrkuð og af-
máð, verður mannkynið að hefja
sögu sína að nýju, finna það sem
týndist, reisa það úr rústum, sem
hrundi, og í þetta Sisýfosarerfiði
hafa oft farið þúsundir ára.
Áður en ritlist og prentlist var
fundin, voru stórum meiri örðug-
leikar á því að flytja lifsreynslu
og menningararf einnar kynslóð-
ar til annarar. Og dyndu stór-
kostlegar hörmungar yfir þjóð-
irnar: drepsóttir, hallæri, jarð-
skjálftar, eða ef trylltir og lítt
siðaðir þjóðflokkar ruddust yfir
siðmönnuð þjóðfélög, var stund-
um margra alda menning lögð
svo gersamlega í rúst, að ekki
stóð steinn yfir steini. Barbar-
arnir gerðu hesthús úr hofum,
brutu listaverk sér til skemmt-
unar, níddu allt niður á sitt ó-
menningarstig. Síðan fauk moid
eða sandur yfir valinn og færði
allt í kaf.
Það var lengi haft fyrir satt
og stóð í almanakinu, að frá
sköpun heimsins væri ekki nema
tæp sex þúsund ár, og vissu menn
þó litil skil á nokkurri sögu nema
sem svaraði helmingi þess tíma-
bils. Nú vita menn að þetta tíma-
tal er fjarri öllum sanni. Um
hundruð milljónir ára hafði lífið
þróast á jörðunni áður en mað-
urinn kom til sögunnar, og :nenj-
ar hafa fundizt eftir hann 5 jarð-
lögum að minnsta kosti um hálfa
milljón ára. Hins vegar vita
menn harla lítið um afrek hans
lengst þess tíma og halda jafnvel
að þau hafi lítil verið framan af.
Helzt glórði eitthvað í sögu
Gyðinga, sem snemma urðu mjög
skrifandi þjóð, en margir hugðu
þó ýmsar hinar eldri sögusagnir
þjóðsögur einar og ýkjur. Hið
sama var að segja um menningu
þá, sem Hómerskviðurnar fjöll-
uðu um. Héldu sumir þá atburði
skáldskap frá rótum og voru
jafnvel farnir að hafa við orð, að
Trója mundi aldrei hafa verið
til.
En fyrir um það bil hundrað
árum síðan tóku að gerast at-
burðir, sem vörpuðu skæru ijósi
yfir ýmis fornsögutímabil mann-
kynsins, er menn vissu lítt eða
ekkert um 'áður. Fornleifafræðin
varð til. Mönnum hugkvæmdist
allt í einu að sópa ryki aldanna
af fornum rústum. Og sjá, kirkju-
garðurinn reis! Horfnar kynslóð-
ir hófu upp rödd sína og nýju.
Þjóðtungur, sem gleymdar höfðu
verið um þúsundir ára voru upp-
götvaðar af skarpvitrum vísinda-
mönnum. Bókmenntir þeirra
fundust skráðar á stein, stund-
um heil bókasöfn. Listaverk
þeirra, hallir og hofgarðar, turn-
ar og borgarvirki stigu upp úr
jörðunni, ef nokkuð var mikil-
fenglegri en nokkrar sagnir
höfðu kunnað frá að herma. Guð-
ir, sem löngu voru gleymdir,
komu fram úr rökkurmóðu ald-
anna: Guðir með fuglshaus, guð-
ir í nautslíki og allra hugsanlegra
kvikinda, guðir gerðir úr hreinu
gullij sem vógu 24 smálestir,
heiiagir krókodílar, slöngur og
pöddur. Allt þetta litauðuga líf
fornaldarinnar reis upp frá dauð-
um í furðulegri fjölbreytni, svo
að menn lærðu að þekkja áhöld,
skartgripi og húsmuni fólks, sem
lifði fyrir þúsundum ára. Og það,
sem merkilegast var, menn kom-
ust að raun um að fyrir ára-
þúsundum, áður en nokkur saga
var skráð, voru menningartíma-
bil auðug af iist og lifsþægind-
um oft nauðaiík að hugsunar-
hætti vorum eigin tímum.
Frá þessu öllu er sagt í bókinni:
Fornar grafir og fræðimenn á svo
skemmtilegan, lærdómsríkan og
hugðnæman hátt, að engin skáld-
saga grípur hugann sterkari tök-
um, enda er lífið sjálft að öilum
jafnaði öllum skáldskap meira
og furðulegra. í bók þessari er
skýrt frá uppgreftri í Pomeji og
Hercuianeum, Ilionsborg og á
Krít, Egyptalandi, Mesópótamíu,
Mið-Ameríku, og Perú. Hinar
fornfrægu borgir Nineve og
Babylon, finnast að nýju. Babels-
turninn kemur í ljós, ættborg
Abrahams, Úr i Kaldeu, er gafin
upp og það kemur í ljós að sagn-
irnar um Nóaflóðið og fleira í
Genesis eru komnar úr grárri
forneskju.
Og ekki eru síður skemmti-
legar frásagnirnar af þeim mönn-
um, sem með sterku ímyndunar-
afli, óvenjulegri snilligáfu og ó-
bugandi dugnaði réðu gátur for-
tíðarinnar eina eftir aðra og
leiddu þannig í ljós hið undar-
lega stórbrotna líf fortíðarinnar.
Þekkingargleði þessara manna
var svo frábær og um leið skygni
þeirra á viðfangsefnið svo furðu-
leg, að það er eins og þeir rati
beint á það, sem þeir leita að.
Slík kraftaverk vinnur hinn
fræðilegi áhugi, að segja má að í
þeim efnum sé ekkert ómögu-
legt fyrir guði.
Bók þessi kom út i Þýzkalandi
fyrir fimm árum síðan en hefir
siðan verið þýdd á fjöldamörg
tungumál og hvarvetna hlotið
hinar ákjósanlegustu viðtökur og
Frh. á bls. 11.
Sameiginlcgur listi Framsóknar
og Sj álfstæðisflokksiiís í Húsavík
HÚSAVÍK, 6. jan. — Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokfc-
urinn hér í Húsavík hafa sameiginlegan lista við væntanlegar bæj-
arstjórnarkosningar, 31. janúar. Listinn er þannig skipður:
1. Karl Kristjánsson alþingismaður.
2. Frú Helena Líndal.
3. Þórir Friðgeirsson, gjaldkeri.
4. ' Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri.
5. Ari Kristinsson, lögfræðingur.
6. Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri.
7. Aðalsteinn Halldórsson, verkstjóri.
8. Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri.
9. Þórhallur B. Snædal, trésmíðameistari.
10. Karl Aðalsteinsson útgerðarmaður.
11. Reynir Jónasson, bílstjóri.
12. Haraldur Jóhannesson, verkamaður.
13. Kristján Benediktsson, bilstjóri.
14. Þorgeir Gestsson, héraðslæknir.
Reykvízkur iðnaður stór.
aukinn á síðast liðnu ári
Fleipur Hannibals Valdimarssonar.
í HINNI mótsagnakenndu lang-
loku, sem formaður Alþýðuflokks
ins, Hannibal Valdimarsson, birti
í Alþýðublaðinu um áramótin,
segir hann meðal annars: „Iðn-
aðinum var haldið í sömu bónda-
beygjunni og áður —“. Þessi fuil-
yrðing formannsins stangast
mjög á" við þær upplýsingar, sem
forustumenn iðnaðarins sjálfs
hafa gefið í áramótagreinum sín-
um.
Páll S. ^Pálsson, framkv.stj.
Félags íslenzkra iðnrekenda,
birtir þannig samanburð á
starfsmannahaldi nokkurra
fyrirtækja 1952 og 1953. Af
þeim samanburði sést, að þau
56 fyrirtæki, sem talin eru,
höfðu 1. júní 1952 aðeins 503
starfsmenn. í árslok 1952 var
starfsmannatalan 658 en er nú
83G. Þessi aukning afsannar
gersamlega fullyrðingu Hanni
bals.
Auk þessa skýrir Páll S. Páls-
son frá margs konar framförum,
sem orðið hafi í íslenzkum iðnaði
á árinu og ýmislegri fyrirgreiðslu
sem honum hafi verið veitt. Páll
fer alls ekki dulf með, að iðnað-
urinn hafi unnið mikla „sigra“
á árinu.
Sama skoðun um stórbættan
hag iðnaðarins, kemur fram hjá
Eggert Jónssyni, framkvæmdar-
stjóra Landssambands iðnaðar-
manna. Hann segir:
„Iðnaðarmenn hafa vissu-
lega ástæðu til þess, að líta
bjartari augum á framtíðina
nú en við áramótin í fyrra“.
Þetta er hverju orði sannara,
og vita það allir, sem eitthvað
koma nærri iðnaði, þó að hitt sé
líka rétt, að áminna menn um,
að margt er enn ógert, bæði af
hálfu iðnaðarmanna og þess opin-
bera. Það verður stöðugt að veræ
á verði og „sigurvíman“ má ekki.
villa mönnum sýn, eins og PálL
S. Pálsson segir réttilega.
En óvitahjal hjá mönnum einst
og Hannibal Valdimarssyni er
einungis tii tjóns. Vanþekking'
hans er þeim mun átakanlegri,
sem Alþýðuflokkurinn reynir nú.
við bæjarstjórnarkosningarnar
sérstaklega að afla sér fylgis hjá
iðnaðarmönnum og iðnaðarverka
fólki. Þær tilraunir munu ekki
takast.
Fólkið, sem á lífsafkomu sína
undir velfarnaði iðnaðarins, veit,
að hann verður einungis byggð-
ur upp af raunhæfri þekking,
dugnaði, áræði og velvilja allra,
sem hlut eiga að máli. Allt þetta
skortir núverandi forustumenn.
Alþýðuflokksins í þessum mál-
um sem öðrum.
Iðnaðarmenn og iðnaðar-
verkafólk lifir ekki á gambri
og stóryrðuni, þó að slíkt hafi
reynzt ábatasamlegur atvinnw
vegur fyrir formann Alþýðu-
flokksins.
Iðnaðarmenn eiga það sameig-
inlegt með öðrum vinnandi mönn.
um í landinu, að þeir þurfa að
byggja lífsafkomu sína á stað-
reyndum og raunhæfum fram-
kvæmdum. Þess vegna fylgja þeir
Sjálfstæðismönnum að málum,
mönnunum, sem forustuna hafa
haft um uppbyggingu íslenzks
iðnaðar, eins og íslenzks athafna.
iíft yfirieitt.
Reykvískur iðnaðarmaður.
BREZKU konungshjónin eru nú
á ferðalagi um Nýja-Sjáland. —
Flugu þau í dag yfir aðalkvik-
fjárhéruð landsins. — NTB.
Höfum flutt
skrifstofu og vöruafgreiðslu
í Þingholtsstræti 18
DAVÍÐ S. JÓNSSON & Co.
umboðs- og heildverzlun.
óskast til leigu í 2—3 mánuði. — Tilboð með upplýs- I
>
ingum um tegund, stærð o. s. frv., sendist afgr. Mbl. i
fyrir laugardag, merkt: „Sendiferðabíll — 461“. t