Morgunblaðið - 27.01.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. jan. 1954 MORGUNBLAÐIÐ itagnar Íónsson: Frjálsiyndi og víðsýni móta starf og stefnu SjálfstæíHsmanna AKUREYRHBiRÉF Stækkun drátfarbrautarinnar, bygging hraðfrysti- húss 09 nýfízku saStfiskgeymsluhúsa eru aðal stefnu- mál Sjálfsfæðismanna í atvinnumálum Akureyringa E) C_■''ö ® @ \ STEFNUSKRÁ í SKUGGA Það er ekki að furða þó flokk- Ur Þjóðvarnarmanna hafi haft mikið aðdráttarafl fyrir komm- únista. í fyrsta lagi er höfuð- éhugamál þeirra í utanríkismál- lim, þ.e. uppsögn Keflavíkur- Eamningsins, ný hlutleysisstefna og varnarleysi landsins, einnig efst á stefnuskrá kommúnista. — Mesta áhugamálið eiga flokkarn- jr sameiginlegt. í öðru lagi eru ssvo Þjóðvarnarmenn svo langt „til vinstri“ í innanlandsmálum, að þeir gefa kommúnistum sízt eftir og eru Þjóðvarnarmenn að þessu leyti „kaþólskari en páf- inn“. Það er langt síðan komm- únistar hér hafa haft einurð á að koma fram með jafn „rauða Etefnuskrá" og Þjóðvarnarmenn. Menn verða að leita í Verkalýðs- blaðinu gamla, sem kom út eftir Etofnun kommúnistaflokksins um 1930, til þess að finna jafn rússneskt andrúmsloft, eins og er í sjálfri landsfundarsamþykkt flokksins í innanlandsmálum. — Síðan kommúnistar skírðu sig upp og kölluðu sig „Sameiningar flokk alþýðu“, hafa þeir ekki þor að að birta svo róttækar sam- þykktir. En Þjóðvarnarmenn hafa falið samþykktirnar í gömlu og lítt útbreiddu blaði sínu og pésum, og ekki haldið þeim á Jofti siðan, þó þær séu í fullu gildi innan flokksins og út á við. KOMMÚNISTAFLOKK- UR MEÐ ÞJÓÐERNIS- ANDLIT Þjóðvarnarmenn geta auðvitað ekki leynt kommúnistasvipnum ,við bæjarstjórnarkosningarnar. Að vísu er stefnuskrá þeirra í bæjarmálum moðsuða, sem hef- Ur svo sem engan svip, en Ejálfur listinn ber öll einkenni EÍns uppruna. Tveir efstu menn- árnir eru gamlir og grónir komm- Únistar og fjórði maðurinn, sem er nýliði, er forstjóri eins af Etærstu fyrirtækjum kommún- ísta, Prentsmiðjunni Hólar, sem Þjóðviljinn gumaði mjög af fyrir ptuttu. Þegar neðar kemur á list- enn blasa við nöfn ýmsra smærri jspámanna með langri reynslu úr pellum kommúnista. ) Flokkur Þjóðvarnarmanna er í rauninni kommúnistaflokkur með þjóðernis-andliti. Þess vegna er flokkurinn fals-flokkur og kem- úr það ekki illa heim, að flokk- lirinn skuli einmitt hafa lista- bókstafinn F við þessar kosning- »r. FJÓS LÆKNISINS ALFREÐ Gíslason geðveikra- Jæknir, hélt ræðu fyrir Alþýðu- flokkinn í útvarpið í gærkvöldi. læknirinn hóf mál sitt með því pð tala um hve Sjálfstæðismenn hefðu uppi mikinn áróður og bar Big illa undan því. — Þó varð raeða læknisins einhver illgjarn- esta áróðursræðan sem heyrðist S gærkvöldi. Miklum tíma varði Jæknirinn t. d. til þess að ófrægja Morgunblaðið og útgefendur þess, fyrr og siðar, í stað þess að tala Um bæjarmál. Staðhæfingar eins ög þær, að skólar hafi ekki verið fcyggðir í Reykjavík nema kosn- ingar standi fyrir dyrum og bæj- ©rfélagið sinni engum félagsleg- |im hagsmunamálum almennings vitna um hverskyns áróður lækn- Srinn bar á borð. — Sjálfur kom læknirinn ekki Keð eina einustu tillögu um eitt Bé neitt. Ræðan var tómur áróð- ur og ekkert annað en áróður. Læknirinn gat þess í endirinn Rð bærinn hefði ekki sinnt málum áfengissjúklinga á þann hátt, sem Jæknirinn mun hafa viljað, en Elíkt er raunar ekki fyrst og fremst mál bæjarfélagsins heldur yíkisins. Læknirinn, sem telur éfengislækningar vera sitt hjart- Bnsmál, (um leið og það er at- yinnumál hans), hefði vel mátt jninnast þess að borgarstjórinn, ÞÓTT eigi sé vitað um borgir í Evrópu, sambærilegar við höfuð- borg íslands, hvað stærð snertir, sem hafi af eigin rammleik og á jafn skömmum tíma lyft stærri Grettistökum í efnahags- og menningarmálum sínum en Reykjavík undir stjórn Gunnars Thoroddsen og fyrirrennara hans í borgarstjórastarfi, þá þarf samt engum að koma það á óvart, þó að ýmsir þeir menn, sem eru bænum misjafnlega velviljaðir, reyni að nota sér til framdráttar þá auðsæju staðreynd, að enn bíða mörg aðkallandi verkefni og kannske sízt minni en þau, sem þegar hafa verið leyst af hendi. Sama máli gegnir vitanlega um þjóðfélagið í heild — og þó ekki síður. Hér er enn óræktað land stórum víðáttumeira en það, sem brotið hefur verið, fleiri fallvötn renna óbeizluð til sjávar en þau, sem tekin hafa verið í þjónustu fólksins, og þannig mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá, að þjóðin hefur, síðustu fimmtíu ár- in, orðið fyrst og fremst að sinna brýnustu skyldum landnemans, einfajdlega fyrir þá sök, að hún hefur ekki búið að neinum þeim verðmætum, sem aldir og kyn- slóðir hafa látið íbúum annarra landa og borga í arf. En það er létt verk að hamra stöðugt á því, sem ógert er í svo lítt numdu landi, og enn löðurmannlegra að hampa því einmitt framan í þá menn, sem haft hafa forustuna um flest það, sem unnið hefur verið. Krafan um framkvæmdir verður að visu til alis fyrst, en hún er þó sjálf venjulega aðeins „bláðamatur"; vandinn hvílir eftir sem áður á þeim, sem fram- kvæmdirr.ar hafa með höndum og bera um þær ábyrgð gagnvart þjóð sinni Þeir menn hafa að jafnaði færri orð og minni en hin ir, sem einkum láta sér annt um að heimta, og telja sér skyldara að gegna kalli timans en óráðs- kröfum málrófsmannanna, er sjá sér þann einan leik á borði að auglýsa sjálfa sig með sem stærst um orðum og fjarstæðukenndust- um fyrirætlunum. Svo sem venjulega gerist fyrir kosningai hafa nú síðustu dagana ýmsir þeir menn, sem ekki var vitað, að til væru nema á mann- talsskýrslum, reynt að vekja á sér eftirtekt með tilboðum um allskonar afreksverk, sem þeim hefur nú í fyrsta sinn hugkvæmst að inna af hendi._________________ Það er eins og þessir menn hafi allt í einu fengið köllun. Þeir bjóðast meira að segja til að „bjarga" bænum okkar yfir á sínar breiðu herðar og koma einsog frelsandi englar til hjálpar þeim mönnum — eða Gunnar Thoroddsen, hefur á tveim þingum borið fram frum- varp um, að byggt yrði hæli fyrir áfengissjúklinga og er það orð- ið að lögum þrátt fyrir fyrri mótstöðu sumra þeirra sem lækn- irinn ætlar að vinna með eftir bæjarstjórnarkosningarnar. En læknirinn flutti áróður og í áróðri hans var vitaskuld ekki staður fyrir það, sem borgarstjór- inn hefur gert í þessum málum á einn eða annan hátt. Læknirinn lauk máli sínu á þá lund, að bæjarfélag- ið og bæjarstjórnin væri líkast fjósi þar sem staðið hefðu mörg naut, sem nú ætti að hleypa út og tæma fjósið. — Eftir ræðu læknisins að dæma gæti svo virzt, sem f jós- ið muni alls ekki verða tómt eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar, ef hann, sem annar maður á lista Alþýðuflokksins, skyldi komast að. jafnvel til að leysa þá menn af hólmi —, sem staðið hafa í eldi baráttunnar fyrir aukn um lífsþægindum og auðugra menningarlífi til handa borg- urum höfuðstaðarins og raun- verulega unnið þar stórvirki. Þó að þessir háværu málskrafs- menn gufi að sjálfsögðu allir upp að kvöldi kosningadagsins, þá hljóta þeir að verða hverjum venjulegum manni til mestu leið- inda á meðan þeir koma hávaða sínum við. Allir stjórnmálaflokkar þessa bæjar hafa það að nafninu til á stefnuskrá sinni að halda örugg- iega vörð um einstaklinginn og tryggja réttmætt frelsi hans í þjóðféiaginu. Þó hefur einstakl- ingurinn aldrei átt eins í vök að verjast og nú, og það einmitt gegn þessum „vinum“ sínum, sem lofa honum gulli og græn- um skógum, en bíða reyndar eft- ir því að rífa hann í sig, ef hann af eigin afli skyldi freista þess að klóra sig upp á skörina. Einn flokkurinn hefur þó óneit anlega sérstöðu í þessu efni, en það er Sjálfstæðisflokkurinn. Vegna þess að innan vébanda hans snúa bökum saman ýmsir áhrifamenn og ötulir liðsmenn úr öllum stéttum, þá vofir miklu síður yfir honum en öðrum póli- tískum samtökum sú voveiflega tilhneiging að kúga meðlimi sína frá öllu sjálfstæðu lífsmati. Ein bezta sönnun þessa er þó ef til vill borgarstjóraefni flokksins, núverandi borgar- stjóri Gunnar Thoroddsen. Nafn hans, eða — réttara sagt — STARF hans á undanförn- um árum, er hin tryggasta sönnun þess, að flokkur sá, er að honum stendur, berst fyrir lvðræði, auknum mann- réttindum og menningu allra. Á þessari miskunnarlausu véla- og viðskiptaöld eru það næstum því furðuleg forrétt- indi fyrir íbúa þessa bæjar að eiga kost á forustu svo víð- sýns gáfumanns sem Gunnar Thoroddsen er. Þeir menn, sem stefna að því að kyrkja flest fyrirtæki einstakl inga í helgreipum nefnda og ráða, hafa nú einmitt orðið til þess að benda mönnum á það, að Reykjavíkurbæ eigi að reka á sama hátt og einstaklingsfyrir- tæki. Það er að sönnu dálítið broslegt að heyra slíkt af vörum þessara manna, en satt er það engu að síður. Gunnar Thorodd- sen virðist og öðrum fremur hafa haft þetta í huga, enda vafalaust að skapi flestra stuðningsmanna hans. Hann hefur reynzt minn- ugur þess. að bærinn er til orð- inn fyrir íbúana, en þeir ekki fyrir hann, og er raunar eina fyrirtækið, sem rekið er fyrir reikning alla bæjabúa. Af þeim sökum hefur hann einvörðungu beitt sér fyrir því, sem allir bæj- arbúar njóta eða geta notið góðs af. Þeir fjórir flokkar, sem nú berjast um völdin á móti Sjálf- stæðisflokknum, hafa vitanlega alls engan möguleika á því að koma sér saman um borgarstjóra, enda forðast þeir að nefna eitt einasta nafn í því sambandi; svo gersamlega eru þeir heillum horfnir í gundroða sínum og von lausu fálmi. Það væri beinlínis hlægilegt að fá slíkum mönnum atkvæði sitt nú. Hér kemur það að engu haldi, þótt hver af þess- um flokkum um sig kunni að eiga nýtum mör' á nð 'kipa Við Sjálfst ■ - .’o verð- um áreiðanleg a c.kki einir um að nota kosningar þær, er nú fara í hönd, til að þakka Framh. á bls. 8. KOSNIN GAB ARÁTT AN fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara í lok þessa mán aðar er nú hafin af fullum krafti. Hér á Akureyri, sem annars stað- ar, eru þær nú fyrsta og síðasta umræðuefni manna á meðal. Undanfarið hefir fjöldi funda ver ið haldinn og stefnumálin rædd og um þau ritað i málgögn flokk- anna. í síðustu viku birtu Sjálfstæð- ismenn stefnuskrá sína í bæjar- málum Akureyrar. Er stefnu- skráin hin athyglisverðasta og var bent á raunhæfar leiðir til úrbóta þeim vandamálum er Ak- ureyringar eiga helzt við að stríða um þessar mundir. EFLING ATVINNUVEGANNA ÞUNGAMIÐJA STEFNUSKRÁRINNAR Undanfarin ár hefir borið á því, að þróunin í atvinnumálum bæjarbúa hafi tæplega fylgt eft- ir vexti bæjarins. Hefir nokkuð borið á því, að fólk flytti brott úr bænum. Þetta getur þó ekki tal- ist hafa verið í stórum stil og því fer fjarri, að um stórfellda stöðn un eða afturför sé að ræða. Gera má ráð fyrir að fremur slæmt árferði, svo sem síldarleysi, og óhagstæð veðrátta fyrir land- búnaðinn, niðurskurður búfjár og samdráttur í iðnaðinum hafi ráðið hér allmiklu um. Síðasta ár má þó telja gott bæði til lands og sjávar, að öðru leyti en því, að síldin brást að miklu leyti. Enda lifnaði stórum yfir atvinnuveg- um bæjarbúa á þessu ári, og verð ur ekki annað sagt en að afkoma bæjarbúa hafi verið i sæmilegu meðallagi. Hitt er svo aftur á móti ljóst, að ekkert má út af bera, svo að ekki fari illa, og er því óhætt að fullyrða, að atvinnu málin eru þau mál, er megin áherzlu þarf að leggja á í bæjar- málum Akureyringa. Þetta gera Sjálfstæðismenn sér fyllilega ljóst og munu þeir því leggja megin áherzlu á eflingu þeirra með starfi sínu í bæjar- stjórn Akureyrar. STÆKKUN DRÁTTAR- BRAUTARINNAR Akureyringar eiga nú orðið fimm nýsköpunartogara og er togaraútgerðin orðin snar þátt- ur í atvinnulífi bæjarbúa. Segja má, að þessi atvinnugrein hafi, frá því er hún hófst hér, verið óskabarn Sjálfstæðismanna hér á Akureyri og er óhætt að full- yrða að hún hefir verið eitthvert mesta heillaspor er hér hefir ver- ið stígið á sviði atvinnumála hin síðari ár. Munu Akureyringar því lengi minnast nýsköpunar- stjórnarinnar, er ruddi veg- inn og veitti þessari lífæð inn í atvinnumál þjóðarinnar. Enn er þessi atvinnugrein þó ung að ár- um og hennar er vissulega þörf mikillar styrktar og eflingar. Mikið vantar á að hér séu henni sköpuð fullkomin aðstaða til þess að bæjarbúar megi hafa af henni sem mestan arð. Hvenær sem draga þarf togara á land. verður að fara með þá til Reykjavíkur. Auk þess, sem í þetta sóast dýrmætur tími, er þetta beint atvinnutap fyrir þau fyrirtæki, sem hæglega gætu hér annast þá viðgerð, sem fram þarf að fara á skipunum. Stækkun dráttar- brautarinnar er því mikil þörf og munu Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn beita sér af alefli fyrir að þetta mál nái hið bráðasta fram að ganga. BYGGING FULLKOMINNA FISKGE YMSLUHÚ S A Annað stórmál, sem snertir fyrst og fremst togaraútgerðina er bygging fullkominna geymslu- húsa fyrir saltfisk. Hér er um að ræða ákaflega stórt fjárhagslegfc atriði fyrir útgerðina. Stórkost- legt magn af saltfiski berst hér á land og er verkað hér fyrir hina ýmsu markaði. Þetta skapar geysi mikla atvinnu fyrir bæjarbúa, en afrakstur útgerðarinnar verð- ur ekki að sama skapi mikill, þar sem hér eru ekki fullkomin verk. unarskilyrði fyrir fiskinn. Af þessu leiðir að óhæfilega mikilt hluti fisksins verður ekki fyrsta flokks vara, en það þýðir að sjálf sögðu stórkostlegt fjárhagslegt tjón fyrir útgerðina og rýrir um leið afrakstur almennings af þessari tekjudrjúgu atvinnu- grein. Af þessu hlýzt einnig það, að saltfiskverkun verður ekki stunduð hér ef önnur hagkvæm- ari nýting aflans er fyrir hendi, fjárhagslega séð fyrir rekstur út- gerðarinnar. En sökum þess hvð saltfiskverkunin skap.gr mikla at- vinnu í landi, er það ómetanlegur hagur fyrir bæjarbúa að hér séu henni sköpuð sem fullkomnust og bezt skilyrði. Bygging nýrra fisk- geymsluhúsa með fyllkomnum. nýtízku kæliútbúnaði er því knýjandi nauðsyn fyrir togara- útgerðina í bænum. HRAÐFRYSTIHÚS Þriðja stórmálið, sem einnig kemur til með að snerta togara- útgerðina fyrst og fremst, er bygging hraðfrystihúss. Hefir máJ þetta verið aJImikið rætt hér í bæ og bent á nokkrar leiðir ex fara bæri til þess að finna rekstr argrundvöll fyrir fyrirtæki senv þessu. Hraðfrystihús hér á Akur- eyri yrði að byggja afkomu sína. að mestu eða öllu leyti á togara- útgerðinni. Sú eina leið hefir því verið álitin fær í þessu efni, a& togaraútgerðin ætti sjálf og ræiki slíkt hús. Fara nú fram gagn- gerðar athuganir á því, hvort Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. er fært að taka að sér að byggja og reka hér hraðfrystihús og standa vonir til að málið komist á rek- spöl á þeim grundvelli. HAFNARMANNVIRKI Eitt af stefnumálum Sjálfstæð- ismanna hér, eru auknar fram- kvæmdir í hafnarmálum kaup- staðarins. Hér er mikil þörf bygg ingar bryggju fyrir togarana og ennfremur bryggju þar sem fram. gæti farið móttaka þungavarn- ings. Athafnasvæðið við höfnina er allt of lítið miðað við þá miklu þörf, er skapast hefir hér vi# aukningu útgerðarinnar. Gömlu hafnarmannvirkin á Tanganum eru úrelt orðin og léleg og einnig allt of lítil þegar afgreiða þarf hér mörg skip á sama tíma. Aukning hafnarmannvirkjanna er því eitt þeirra stóru mála, er koma munu til kasta næstu bæj- arstjórnar að leysa og í þeim hafa Sjálfstæðismenn markað skýia stefnu. EINSTAKLINGAR OG FÉLÖG REKI ATVINNUFYRIRTÆKIN Hér hafa fyrst og fremst verið rædd atvinnumál Akureyringa og þá fvrst og fremst á sviði út- vegsmála, eins og þau lita úr fyr- ir þessar kosningar, ekki vegna þess að ekki séu mörg önnur mál þess verð að þau séu rædd, held- ur vegna þess, að þetta eru þau. mál, sem hæst bera og þörf er að mestur gaumur sé gefinn. Sjálf- stæðismenn hafa markað stefnu í öllum meginmálum þeim er koma munu til kasta bæjarstjórr. arinnar en ekki er hér tóm að rekja þau að sinni. Höfuðstefna flokksins er ©g; verður sú sem lýst er í stefnu- Frarnh á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.