Morgunblaðið - 27.01.1954, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.01.1954, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. jan. 1954 Framhaldssagan 37 Án Timothy og frænkanna var ekki hægt að komast, því að um hagi annarra var þeim öllum í brjóst borin. Forsytarnir voru yfirleitt ófá- anlcgir til þess að viðurkenna að cinka tilfinningar ættu rétt á sér 0g öll ástarævintýri fannst þeim ganga hneyksli næst — að apninnsta kosti, ef þeim lauk ekki með hjónabandi. ' Langt var nú liðið frá því að Jolyon ungi hafði misstigið sig. Erfðavenjan var aftur komin í pndvegið og hún heimtaði það, að Forsytarnir hnupluðu aldrei folómum í annara garði. Ástin var einskonar mislingar, sem flestir fengu einu sinni á ævinni, og eina jæknisráðið var hjónabandið. James var sá af Forsytunum, Sem brá mest, er honum bárust þessar furðulegu fréttir af Irenu ■og Bosinney. Hann hafði fyrir löngu gleymt því, er hann á sín- um tíma hafði horaður og fölur meg hnotubrúnt jaðarskegg verið á biðilsbuxunum eftir Emily og' Snúist eins og skopparakringla kringum hana. Eirðarleysið og þráin, sem þá hafði brunnið í honum var nú úr minni liðið. Og ef einhver hefði minnt hann á, að þá hefði hann verið þess full- viss að hann myndi deyja, ef hann næði ekki ástum ungu stúlk unnar með ljósa hárið, sem var strokið svo siðsamlega frá enn- inu, hvítu armana og vel vaxna líkamann í víðu pilsaglennunni, þá mundi hann hafa tekið það óstinnt upp og harðneitað að nokkuð væri hæft í því. Þessi fregn um konu sonar hans reykaði um hjá honum eins Og skuggi, sem ekki var hægt að ná tökum á. Hún var eins og Vofa, sem ógn og óhugnan lagði frá. Hann reyndi að átta sig á þessu Skilja það, en það var jafn von- laust og að átta sig á þessum sorgaratburðum sem kvöldblöðin sögðu frá Þetta hlaut að vera til- þúningur. Það gat ekki átt sér Stað. Vel mátti vera, að hún væri Soames ekki eins og hún ætti að vera, en yndisleg var hún óneit- anlega! ; James hafði, eins og menn hafa Vndantekningarlítið, gaman af sniðugum hneykslissögum. Ef jhonum var sagt eitthvað kitlandi þá hlustaði hann á það með mik- Slli athygli, sagði það öðrum og þætti þá ávallt kryddi í. En hann hafði aldrei gert sér jgrein fyrir því, hvað þetta hafði áð segja fyrir þá, sem við málið voru riðnir. Og nú, þegar þetta snerti hann sjálfan, bá var einna líkast því, sem hann væri úti í niðdimmri saggaþoku, sem fyllti munninn á honum með óbragði og gerði hon um erfitt um andardráttinn. Hneyksli — hneyksli, sem snérti hann sjálfan og hans nán- ustu! I fyrstu var eins og drægi úr honum allan mátt er hann heyrði þetta orð: hneyksli! Hann skorti öll skilyrði til þess að skilja það sem gerst hafði, orsök þess, þróunina og afleiðingarnar og tilfinningar þeirra sem hlut áttu að máli. Hann gat blátt áfram ekki skilið, að nokkur vildi stofna sér í slíka hættu vegna ástríðunnar einnar saman. Á meðal allra þeirra manna, sem hann þekkti — manna, sem fóru dag eftir dag í City og luku jþar viðskiftum sínum, og í tóm- ístundum sínum keyptu hluta- bréf og hús og spiluðu áhættuspil, ^var það enginn sem ,heföi látið sér koma til hugar að hætta nokkru fyrir ástríðuna. I augum James var ástríða og hneyksli ná- kvæmlega það sama. En auðivtað var þetta eintóm- ur þvættingur. Annað gat það ekki verið. Hann var hvergi smeykur. En svona var það, þeg- ar japlað var á slúðrinu sí og æ. James var nokkuð óstyrkur og viðkvæmur að eðlisfari. Hann var einn af þeim mönnum sem sýknt og heilagt kvelja sjálfan sig með allskonar heilabrotum og efasemdum og aldrei geta af- ráðið neitt við sig. Hann gat blátt áfram ekki ákveðið neitt fyrr en hann var sannfærður um, að hann myndi bíða tjón, ef hann léti það farast fyrir. Hvað átti hann n úað gera? Tala við Soames? Það væri að bæta gráu ofan á svart. Hann vissi líka, að þetta var hégóminn einber. Það var þetta hús, sem allt þetta reis af. Hann hafði verið mótfallinn því frá upphafi. Hversvegna vildi Soames fara að búa upp í sveit? Og ef hann svo endilega vildi eyða offjár í eitt- hvert hús, því fékk hann þá ekki viðurkenndan byggingameistara í stað þessa unga Bosinneys, sem enginn kannaðist við. Hann hafði sagt undireins hvernig þessu mundi reiða af. Og honum hafði borist það til eyrna, að húsið yrði drjúgum mun dýrara en áætlað hafði verið. Þetta framar öllu öðru sann- færði James um, hver hætta væri hér á ferðum. Alltaf gekk það svona til þar sem þessir lista- menn voru annarsvegar. Hygg- inn maður átti að sneiða hjá þeim. Hann hafði varað Irenu við þessu — og nú var það komið á daginn, að það hafði ekki verið að ófyrirsynju. En allt í einu datt honum það snjallræði í hug, að hann ætti sjálfur að fara og skoða húsið. Það rofaði til í þoku efasemd- anna í huga hans, þegar honum hugkvæmdist þetta. Vera má að ákvörðunin um að hefjast sjálfur handa hafi sefað hann, en líklega hefur það þó öllu fremur verið tilhugsumn um það, að hann ætl- aði að fara að líta á hús, því að Forsytarnir höfðu sérstakan áhuga fyrir húsum. Honum fannst, að ef hann horfði fast á þessa byggingu úr múrsteini, steinlími og tré, sem hinn grunaði maður hafði byggt, þá myndi hann komast að sann- leikanum um sök eða sakleysi Irenu. Án þess að hafa orð á því við nokkurn fór hann með lestinni til Robin Hill, en þegar þangað kom, var þar engan vagn að fá, svo að hann varð að halda áfram ferðinni gangandi. Hann gekk hægt uppeftir hæð- inni, lotinn og dálítið álappalegur en hann leit ríkmannlega út með háan hatt og í lafafrakka, sem ekkert fis sást á. Emily sá fyrir því, að vísu ekki sjálf, en hún gætti þess, að þjónninn rækti skyldur sínar. Þrisvar varð hann að spyrja til vegar áður en komið var að leið- arlokum. Þungbúinn, hvítgrár himinn hvelfdist yfir jörðina. Enginn hressandi vindblær. Á slíkum degi veigrar jafnvel brezki verkamaðurinn sér við að vinna meira en nauðsyn ber til. James paufaðist áfram milli moldarhauganna — það var ver- ið að leggja akveginn — unz hann stóð við hliðið. Hann leit upp og svipaðist um, en þar sem hann stóð var lítið að sjá. Hann stóð þó þarna lengi í sömu spor- um, en guð einn má vita um hvað hann var að hugsa. Postulínsblá augun undir hvít- um augnabrúnunum hvikuðu ekki, titringur fór einusinni eða tvisvar um slapandi efrivörina. Það var auðvelt að hjá, hvaðan Soames erfði áhyggjusvipinn, sem stundum brá fyrir á andliti hans. Vera mætti að James hefði verið að segja við sjálfan sig: „Ekki veit ég, hvað segja skal — lífið er hart undir tönn“. Bosinney rakst á hann í þess- um þönkum. „Góðan daginn, herra Forsyte. Jæja, þér eruð sjálfsagt komnir til þess að sjá með eigin augum, hvernig húsið lítur út?“ Það var einmitt þetta, sem var erindi James, en honum féll það - UR DAGLEGA LIFIISIU Sagan af Bauka-Stebba 3. Líða nú fram stundir, þangað til karlinn kemur eitt sinn að máli við Stebba og segist munu deyja bráðum, og ætli hann að arfleiða hann að þessu litla, sem hann eigi. Spyr hann síðan hvort hann myndi ekki hafa gaman af að sjá eitthvað-af því. og játar Stebbi því, og hugsar með sér, að hann hafi aldrei orðið var við neitt þess háttar. Fara þeir nú frá húsinu nokkuð langt inn í skóginn. Þar stanzar karl hjá tveim stórum eikum. Ryður hann mold og laufum þar frá einum stað og sér Stebbi, að þar er hlemmur undir og stór hringur í. Opnar karl hlemminn og segir Stebba að koma á eftir sér. Fara þeir síðan niður mörg þrep og koma inn í stóran sal. Var hann fullur af vefnaðarvörum. Voru þær mjög fagrar og undraðist Stebbi mjög mikið, því að hann hafði aldrei fyrr séð annað eins. Ekki stönzuðu þeir lengi þarna, heldur fóru þeir inn í annan sal. Hann var fullur af gulli og silfri og peningum í stórum pokum. Undraðist Stebbi nú enn meir yfir öllum þessum auðæf- um. En karl hélt áfram, og Stebbi á eftir, inn í þriðja sal- inn. Sátu þar kóngur og drottning úr gulli í hásætum úr gimsteinum. Höfðu þau gullbauga á hverjum fingri, og hélt kóngurinn á veldissprota úr gulli en drottning á stórri gull- hríslu. Framh. af bls. 6. ánægju af að hlusta á Björn í út- varpinu. .,MeS kvöldkaffinu“. ÞESSI nýi útvarpsþáttur, sem Rúrík Haraldsson leikari sér um, er ekki ennþá kominn á þann rek spöl að hægt sé að segja, að út- F..____,5K varpið hafi aukið með hon um hróður sinn. Flestar þær fyndnir, sem leikarinn leggur til sjálf ur milli atriða, hafa til þessa v verið æðj bragðdaufar og skemmtiatriðin sjálf hafa verið litlu eða engu betri. Er þá leik- þátturinn, sem útvarpið sæmdi 1. verðlaunum á sínum tíma, ekki undan skilinn. Þátturinn s.l. miðvikudag virt- ist mér þó skárri en sá fyrri og i er það í sjálfu sér gott og blessað. | Bezta atriðið þá var án efa leik- þátturinn „Silfurbrúðkaupið“ eft ir Herdísi Guðmundsdóttur, enda var ágætlega með hann farið. Leikurinn var að vísu ekki efnis- mikill, enda engin ástæða til að gera kröfu til mikils skáldskapar í slíkum gamanþáttum, en hann var laglega saminn og af góðri kímni. Einkum var kvæðið, sem bankastjórinn orti til konu sinn- ar, hreinasta afbragð. Dagskrá Akureyrar. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag voru Akureyringar á ferðinni í útvarp- inu. Einsöngvararnir báðir, þeir Eiríkur Stefánsson og Kristinn Þorvaldsson, eru dágóðir radd- menn, — Eiríkur þó betri. Hefur hann notalegan baryton og fór vel með þau þrjú lög sem hann söng, en þó einna bezt með hið fagra lag Schu- berts „Dauðinn og stúlk- an“. — Kristinn er tenor, ekki mjög hár, að ég held, og röddin dálítið hrjúf á köflum. — Bezt þótti mér hann syngja hið skemmtilega lag Jóns Þórarins- sonar „íslenzkt vögguljóð á Hörpu“. Guðmundur Frímann skáld las nokkur kvæði þýdd og frumsam- in. Var það bezti og athyglisverð- asti liðurinn á dagskrá Akureyr- inganna. Guðmundur Frímann er fyrir löngu orðinn þjóðkunnugt skáld. Hefur hann gefið út fjórar ljóðabækur er allar bera vitni mikilli Ijóðrænni gáfu höfund- arins. Má af þessum bókum glöggt sjá hversu höfundurinn þroskast og nær æ betri tökum á efni og formi eftir því sem árin líða unz hann nú með síðustu bók sinni „Svört verða sólskin“ (1951) skipar virðulegan sess á skáldaþingi þjóðarinnar. En auk þess að vera gott skáld, er Guð- mundur Frímann einnig drátt- hagur í bezta lagi og hefur hann sjálfur skreytt bækur sínar af mikilli smekkvísi, með fallegum teikningum og stafrósum. Kvæð- in, bæði hin þýddu og frum- sömdu, er Guðmundur las upp á fimmtudaginn voru vel gerð, — með öruggu listbragði skáldsins. Flámæli barna. í ÞÆTTINUM: Vettvangur kvenna, þetta sama kvöld, skýrði einn af kennurum Laugarnes- skóla frá merkilegum tilraunum, sem gerðar hafa verið í skólan- um nokkur undanfarin ár til þess að venja börn af flámæli. Hafa þessar tilraunir borið mjög góð- an árangur. — Vakti mesta at- hygli mína og furðu, hversu mikil brögð virðast vera að því, að börn og unglingar séu flámælt, að því er mér skildist, allt að 36 af hundraði í þessum skóla. Ekki mun þessi Ijóður vera arfgengur, heldur tilkominn fyrir áhiif á heimilunum eða frá leiksystkin- um.Þessi tilraun Laugarnesskóla til þess að bæta úr þessum hvum- leiða framburðargalla, er mjög lofsverð, og ættu aðrir skólar að taka upp samskonar kennslu í framburði, ef þeir hafa ekki þeg- ar gert það. Erindi um „Faust“» Á ÞORRAVÖKUNNI í útvarpinu s.l. föstudag flutti Ingvar G. Brynjólfsson erindi er hann nefndi „Faust“ — saga, þjóð- saga og skáld- skapur." Að því búnu fór fram upplestur og samlestur úr leikritinu „Faust“ eftir Goethe. — Er- indi Ingvars G. Brynjólfs- sonar var stór- fróðlegt, ágætlega samið og vel flutt. Hann gerði grein fyrir hin- um sannsögulega Faust sem virð- ist hafa haft fátt sér til ágætis, verið svikari og skrumari, er þótt ist allra manna lærðastur og kunna mikið fyrir sér í duldum fræðum. Þá sýndi fyrirlesarinn fram á hversu þjóðsagan um þennan kynjakarl myndast og þróast og verður almenningseign í Þýzkalandi og víðar, unz Goethe rekur smiðshöggið á per- sónuna, með því að semja um hana hið sígilda leikrit sitt „Faust“, er gerði þá báða ódauð- lega, höfundinn og galdramann- inn. Goethe hafði, sem kunnugt er leikritið í smíðum meirihluta ævi sinnar og lauk því ekki fyrr en nokkru fyrir andlát sitt. Benti fyrirlesarinn á hversu miklum breytingum leikritið hefði tekið af þessum ástæðum, eftir því sem höfundurinn þroskaðist að vizku og Iífsreynslu. „Afbragðs eiginkona“. ÞETTA bráðskemmtilega og snjalla leikrit eftir Somerset Maugham, var flutt í útvarpið á laugardaginn var. Tekur höfund- urinn þar til meðferðar af napurri kald- hæðni hjóna- bandið eins og það gerist á „betri bæjun- um“ og afstöðu makanna hvors til annars og til hjónabands- ins sem stofn- unar, einkum eftir að ástarvíman er af þeim runnin. Aðalhlutverkin eru Con- strance, sem frú Helga Valtýsdótt ir lék, og eiginmaður hennar, John læknir, er Jón Aðils fór með. Milli þessara aðila fara fram meginátök leiksins, og kem- ur þar margt athyglisvert fram og lærdómsríkt, því að satt að segja, er þar ekki brugðið nein- um rómantískum bjarma á hjóna- bandið sem slíkt. — Þau Helga og Jón Aðils fóru vel með hlut- verk sín, en frúin þó betur eftir því sem á leikinn leið. Þá var og mjög skemmtilegt það, sem frú Culver, móðir Constöncu, lagði til málanna. Hún er lífsreynd kona og gáfuð og lítur á karl- mennina sem mestu gallagripi frá náttúrunnar hendi og því sé ekki tiltökumál þó að þá beri endrum og eins út af hinum þrönga vegi dvggðarinnar. Frú Regína Þórð- ardóttir lék hlutverk þetta og fór einkar vel með það. Aðrir leikendur voru: Herdís Þorvalds- dóttir, Elín Ingvarsdóttir, Gest- ur Pálsson, Ævar Kvaran og Gísli Alfreðsson. Fóru allir þessir leik- endur vel með hlutverk sín. Ævar Kvaran var leikstjóri, en. Hjördís S. Kvaran hefur þýtt leikinn á gott og vandað mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.