Morgunblaðið - 11.02.1954, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmludagur 11. febr. 1954
Athugasemd og áskorun
Umræðurnar um fræðslumálalöggjöfina
fRÆÐSLULÖGGJÖFIN nýjasta
(1946—’47), er nú að komast hátt
á fyrsta áratuginn og má því
lcallast mál að líta yfir árangur
Jtessa mikla — og dýra — átaks,
til þess svo á 10 ára afmælinu að
geta áformað gagnlegar breyt-
ingar á þessum lagabálki, eftir
|>ví sem sönn reynsla gæfi tilefni
til. Um þetta allt hafa undan-
farið átt sér stað nokkurar um-
ræður við ýmis tækifæri, en
mjög á víð og dreif, svo að til
lítillar uppbyggingar hefur orðið.
Það má víst fullyrða, sem og
•ekki er óeðlilegt, að ýmsir ágall-
ar hafa þegar komið fram á þessu
riýja skólakerfi eða einstökum
þáttum þéss. Það var í öndverðu
Sett á laggir með löggjöf frá Al-
J>ingi og að því er virðist eftir
rækilegan undirbúning, sem ýms
ura hefur jafnvel þótt ærið ann-
arlegur frá þjóðlegu sjónarmiði
og grunað forgöngumenn um
græsku, sem þó varla er næg
ástæða til. En hvað sem um þetta
er, má þó segja, að með þessari
löggjöf var til fulls yfirgefin hin
íorna fræðsla á þessu landi, er
reyndar fýrst var horfið frá nær
40 árum áður (1907), og hefði
l>á átt, ef kieift hefði þótt, að
atinga rækilega við fótum, þó að
fræðslufrömuðir þeirra tíma
teldu hið gamla lag úrelt orðið
■og að litlu hafandi í hraðfleyg-
urn straumi tímans. Og hvað þá
»ú? En víst má segja, í þessu tii-
liti sem öðru, að breytingagirni
Islendinga eigi sér oft lítil tak-
wörk, er eigi getur ávallt stýrt
góðri lukku.
Kunnugir menn hafa sagt svo
frá, að á Alþingi hafi, er hin
*iýju lög voru sett, allur þorri
Júngheims annað hvort verið því
beinlínis meðmæltur eða látið
átölulaust, að þessi tilraun yrði
^erð, svo að það mætti sýna sig,
Irvernig þetta blessaðist að athug
•uðum ástæðum lands og lýðs. —
Fáir einir hafi á þingi haft uppi
^tthugasemdir og þó, er til kom,
lieldur linar, og ekki greitt
atkvæði á móti við úrslitin,
heldur fremur gegn einstökum
atriðum við gang málsins, þó að
*iú eftir á komi fram einhverir
»ienn, er telji sér slika andstöðu
-til hróss.
Næstsíðasta sunnudag var að
»ögn haldinn umræðufundur um
J>essi mál í einu samkomuhúsi
haúarins á vegum Stúdentafélags
Reykiavíkur. Þar munu hafa
*eifað málið tveir menn, þessu
kunnugir, sem sé magister Ár-
*nann Halldórsson, námsstjóri, er
kvað hafa gert það mjög þokka-
lega, og Jónas Jónsson, skóla-
aljóri, en hann hefur víða komið
inn á þetta efni á síðkastið, en
J>ví miður lítt verið við eina fjöl
felldur. Hefur mönnum skilist,
að hann hafi ýmislegt út á nú-
gildandi fyrirkomulag að setja
•og vilji jafnvel velta þvi algert
«m koll. í streng með honum á
Jaessum fundi er talið hafa tekið
Emar Magnússon, menntaskóla-
kennari, sem áður hefur flutt að
ýmsu leyti góð erindi um skóla-
*nál, þó að öfga hafi einnig kennt
í máli hans, einkum er hann hef-
*ir lítt gætt sín eða ekki vandað
undirbúning, sem hann þó mæta-
vel getur gert. Tillögur hans um
ýmis einstök atriði í skóla- og
kennslufrarnkvæmdum hafa
-stundum verið álitlegar, enda
hefur hann nóga reynslu til að
I>era, en eigi virðast ráðamenn
hafa tekið sérlegt tillit til þeirra,
«sem getur verið þeirra sök en
ekki hans. Þar bíður sumt sjálf-
Æagt síns tíma. — Einstök dæmi,
*em þessir menn koma stundum
mfeð í almanna áheyrn um fávísi
einhverra barna eða unglinga úr
skáium, oft um ekki merkileg
atriði, geta eins gerst á öllum
"tímum og allsstaðar í einhverri
mynd, en fáeinir ,,gatistar“ sanna
ekkert, enda geta þeir nú líka
orðið að mönnum, og það merk-
ismönnum, síðar á æfinni. Mætti
tína fram mörg rök að þessu,
sem ekki mun þörf á.
En nú er kominn tími til þess
að stalra við, bæði til alvarlegr-
ar athugunar málsins og til þess
að þessum eyðimerkur-þeysingi
eða vindmylnu hernaði linni,
sem einatt hefur verið í því fólg-
inn að blanda flestu milli him-
ins og jarðar inn í þetta umtal
allt, að sumu leyti hreinum
skrítlum úr austri og vestri, sem
gott er til kátínu-auka hjá leiði-
gjörnum áheyrendum, en fjar-
stætt allri heilbrigðri lausn í
höfuðmálinu eða grannhugsuð-
um úrbótum á því, sem aflaga
hefur farið. Nú vilja menn fá það
svart á hvítu, hvernig þessir
ágætu menn vilja forma sínar
tillcgur til -breytinga á fyrir-
liggjandi löggjöf og framkvæmd
hennar. Skal því hérmeð skorað
á þá Jónas og Einar ?ð sameina
sig um ákveðnar og rökstuddar
tillögur í heild og í einstökum
greinum þessa máls, er síðan
yrðu teknar undir álit og dóm
annara viturra manna, er um
þetta ættu að fjalla á næstu
misserum. Kæmu þá og saman
tillögur fleiri manna skynbærra,
án alls einstrengisháttar eða
ofsa, því að svo mun hátta til um
þetta mál, að stjórnarvöld skóla-
málanna verða óhjákvæmilega,
ef vel skal vegna, að taka það
allt til alhliða yfirskoðunar á
næstunni, að heyrðum röddum
og rökum hvorra tveggja, með-
haldsmanna þessa skólakerfis og
gagnrýnenda. Mun þá og sann-
reynast, að báðir hafa talsvert
eða allmikið til síns máls.
I þessum efnum, er hér ræðir
um, er svo mikið í húfi fyrir hið
íslenzka þjóðfólag í nútíð og
framtíð, bæði frá uppeldislegu
og fjárhagslegu sjónarmiði, að
gefa verður því hinn fyllsta gaum
og leggja við það hina mestu
alúð, svo að úr því leysist á sem
farsællegastan hátt til frambúð-
ar, og má þar engin óvild koma
til greina. En hvað sem öðru líð-
ur og hvort sem mönnum líkar
betur eða verr, geta menn eigi
lokað augum fyrir því, að þjóðir
og þjóðfélagshættir í hverju
menningarlandi geta ekki staðið
í stað. „Tímarnir breytast og
mennirnir með“.
Prior.
Allmikið ber á
kvillum > kúm
MYKJUNESI, 7. febr. — Eftir
langvarandi umhleypinga og
hlýindatíð, hefur nú brugðið til
norðaustan áttar með allmiklu
frosti. Og þótt allir væru búnir
að fá nóg af hinum miklu úr-
komum, langar fólk þó ekki til
að fá mikla kulda. Lítilsháttar
snjóföl er á jörðu, en klakalög
engin vegna hinnar mildu veðr-
áttu í vetur.
Hagar eru nægir fyrir fé og
hross, ef veður leyfir ástöðu. —
Heldur mun taða vera létt til
fóðurs í vetur, enda verulega úr
sér sprottin s. 1. sumar. Nokkuð
hefur borið á kvillum í kúm í
vetur hér í Holtum, en þó sums-
staðar meira annarsstaðar í sýsl-
unni og hefur hinn röski héraðs-
dýralæknir á Hellu haft ærið að
starfa. — M. G.
Til eflingar kristindómi
HOLLYWOOD — Hinn 21. febr.
n.k. leggur kvikmyndaleikarinn
Lew Ayers upp í hnattferð. —
Hyggst hann kvikmynda trúar-
athafnir ýmissa ólíkra trúar-
bragða og nota síðar til „eflingar
kristindómi og heimsfriði".
Lagði af stað til
Braailíu í jrærdag
HIÐ nýja skip Eimskipafélags
íslands, Tungufoss, lagði af stað
kl. 15,40 í gær frá Kaup-
mannahöfn áleiðis til Brazilíu,
en þangað flytur skipið
1400 tonn af saltfiski og losar
hann á fjórum höfnum.
Skipið hafði í reynsluferð 14.92
sjómílna hraða.
Fyrsti áfanginn á leiðinni er
Kap Verdeeyjar, en þangað er
um 12 claga sigling, en til Brazilíu
16—17 daga. — Skipið kemur í
hafnirnar í Recife, Sao Salvador,
Rio de Janeiro og Santos. •— I
Brazilíu tekur skipið kaffi og
sykur, en ferð þessi mun taka
um tvo mánuði.
Tungufoss er fyrsti fossinn sem
siglir til Suður-Ameríku.
GETRAUHASPÁ
Bolton—Preston 1
Chelsea—Wolves 1
Liverpool—Charlton 1x2
Maftch. Utd—Tottenham 1
Middlesbro—Huddersfield x 2
Newcastle—Burnley 1 x
Portsmouth—Manch. City 1
Sheff. Utd—Aston Villa x
Brentford—Hull 1 2
Derby—Everton 1 2
Nottingham-—Fulham x
Plymouth—Leicester 2
Elísabefareyjar
OTTAWA, 6. febr. — Það var til-
kynnt í dag að nyrstu eyjunum
í eyjaklasanum norðan Kanada
hefðu verið gefið heitið Drottn-
ingar Elísabetar eyjar. Þær eru
um 1120 km fyrir norðan heim-
skautabaug og búa þar 200 eski-
móar. — Reuter.
MÁLMEY, 10. febrúar — Skipa-
smíðastöðin Kockums Varv, af-
henti í dag fyrsta skipið sem
lokið hefir verið smíðum á á
þessu ári. Það er mótorskipið
Varanger sem er 16 þús. smál.
Byrjað var á smíði skipsins í
nóvember s. 1. ár. —NTB.
fSlýjum iðnfyrirtækjum
utan Reykjavíkur verði
veitt fyrirgreiðsla
íillaga Sjálfsfæðismanna á Aiþingi
í GÆR kom til fyrri umræðu í sam. þingi þingsályktunartillaga
Sjálfstæiðsmannanna Jónasar Rafnars, Magnúsar Jónssonar,
Kjartans J. Jóhannssonar og Einars Ingimundarsonar um aðstoð
við ný iðnfyrirtæki til atvinnujöfnunar. í tillögunni er ráð fyrir;
gert að rannsakað verði hvernig stuðla megi að því að ný iðn«
fyrirtæki rísi upp í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem skilyrði
eru góð til iðnaðarframleiðslu, en atvinnuleysi hefur gert vart við
sig. Sérstaklega verði athugað hvort ekki sé rétt að setja löggjö£
um fyrirgreiðslu ríkisvaldsins við stofnun iðnfyrirtækja, svo hag«
nýta megi náttúruauðlindir og jafnframt að koma í veg fyrir at«
vinnuleysi.
---------é-------------* IÐNAÐUIUNN í REYKJAVÍK
Jónas Rafnar flutti framsögu-
yr .. M ■ | • ræðuna. Kvað hann iðnaðinn
RvoissKeiiuiiiunm hafa t>róast ört á siðad arum'
svo að inaður væri nú ekki síð-
ur rnikilsverður þáttur í atvinnu*
lífi íslendinga en sjávarútvegufl
og landbúnaður. Iðnþróunin hlýt*
ur >;ð hslda áfram ekki sízt m3
eftir- að lokið er við nývirkjanip
Laxár og Sogs.
Flestir munu líta svo á, hélt
Jónas áfram, að ekki sé hagstætt
fyrir þjóðarheildina að einskorða
iðnað landsmanna að mestu við
Reykjavik.
Flestöll meiri háttar iðnaðar-
fyrirtæki, nema ullarverksmiðj-
ur og iðjuver, sem vinna úr sjáv-
arafurðum, eru staðsett í Reykja-
vík. í Félagi ísl. iðnrekenda eru
120 fyrirtæki í Reykjavík á móti
20 utan Reykjavíkur. Iðnaður
SÍS er nær eingöngu bundinn
við Akureyri og Reykjavík. —
Liggja að þessu margar ástæður.
KVÖLDSKEMMTUN sú er hald-
in var í Austurbæjarbíói í gær-
kvöldi verður endurtekin í
kvöld kl. 11,15 og er það í síð-
asta skiptið. Húsfyllir var í gær-
kvöldi og komust færri að en
vildu.
Hinum íslenzku skemmtikröft-
um er þarna komu fram var tek-
ið sérstaklega vel.
Enski jazzsöngvarinn og tenór-
saxófónleikarinn A1 Timothy
vakti mikla hrifningu, en hann
lék og söng fjölda laga með að-
stoð tríós Árna ísleifssonar.
168 fonn fisks
AKRANESI, 10. febrúar — Heild
arafli Akranesbátanna í gær var
168 smálestir. í dag voru 18 bát-
ar á sjó og var afli þeirra frá
4—-12 smálestir. M.b. Ólafur
Magnússon varð fyrir þvi óhappi,
að brjóta línuspilið þegar hann
átti eftir að draga 9 bjóð í dag,
en annar bátur lauk við að draga
bjóð fyrir hann. Verður við-
gerð á spilinu að öllum líkind-
um lokið í kvöld. —Oddur.
Hæsta ag lægsta smásöluverð ýmissa
vörutegunda
STU-ÐLAÐ AÐ IÐNAÐI
ANNARSSTAÐAR
Erlendis er sú stefna mjög
uppi að það cpihbera stuðli að
því að ný iðnfyrirtæki rísi upp
utan stórborganna. Er það sam-
kvæmt þeirri reynslu að vinnu-
aflið verður óstöðugra þar sem
ekki er iðnaður. Má á þeim stöð-
um, sem ekki hafa iðnað, búast
við atvinnuleysi, að minnsta
kosti vfir vetrarmánuðina. Með
dreifingu iðnaðarins verður hins
vegar meira jafnvægi í byggð
landsins.
HÆSTA og lægsta smásöluverð ýmissa vörutegunda í nokkrum
smásöluverzlunum í Reykjavík reyndist vera hér segir: Lægst kr. þann 1. þ. m. sem Vegið Hæst meðalverð kr. kr.
Rúgmjöl pr. kg. 2.30 3.10 2.63
Hveiti 3.15 3.65 3.52
Haframjöl 2.95 3.30 3.15
Hrísgrjón 6.10 6.50 6.17
Sagógrjón 5.25 6.35 5.43
Hrísmjöl 4.10 6.70 5.89
Kartöflumjöl 4.55 4.75 4.71
Baunir 5.00 6.00 5.52
Kaffi, óbrennt 26.45 28.10 26.90
Te, Y8 lbs. pk 3.10 3.95 3.69
Kakao, V2 lbs. ds 7.20 .8.95 8.33
Molasykur 4.20 4.50 4.36
Strásykur 3.05 3.40 3.31
Púðursykur 3.20 5.50 3.69
Kandís 5.50 6.70 5.85
Rúsínur 11.00 12.20 11.51
Sveskjur 70/80 16.00 19.00 17.43
Sítrónur 9.70 12.20 10.23
Þvottaefni, útlent pr. pk. 4.70 5.00 4.84
Þvottaefni, innlent 2.85 3.30 3.10
Á eftirtöldum vörum er sama verð í öllum verzlunum :
Kaffi brennt og malað .., 40.60
Kaffibætir 14.75
Suðusúkkulaði 53.00
Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluverði
getur m. a. skapazt vegna tegundamismunar og mismunandi inn-
kaupa.
Skrifstofan mun ekki gefa upplýsingar um nöfn einstakra verzl-
ana í sambandi við framangreindar athuganir.
(Frétt frá skrifstofu verðgæzlustjóra).
TILGANGUR TILLÖGUNNAR
Með tillögunni, hélt Jónas
áfram, er gert ráð fyrir að
rikisstjórnin láti athuga sem
fyrst hvað unnt sé að gera til
þcss að auka iðnaðinn utan
höfuðstaðarins með það fyrir
augum að koma í veg fyrir
atvinnuleysi. Ég tel ckkl
ástæðu til þess að ræða þær
leiðir, sem ef til vill eru fær-
astar til þess að ná þeim til-
gangi, en nauðsynlegt mun þó
reynast að skapa iðnaðinum
utan Reykjavíkur fyrst um
sinn betri aðstöðu en í Reykja-
vík. Til þess að það valdi sem
minnstri röskun verður að láta
fyrirgreiðsluna fyrst og fremst
ná til nýrra iðnfyrirtækja, svo
þeir sem leggja út í nýja teg-
und iðnaðar kjósi af eigin hvöt
um að velja verkgmiðjunni
stað utan Reykjavíkur, þar
sem góð skilyrði eru fyrir
hendi.
Tillögumenn telja, að fyrir-
greiðslan gæti m. a. verið fólg-
in í eftirgreindum atriðum:
1. Skatt og útsvarsfrelsi fyrstu
árin.
2. Stofnlán með hagkvæmum
kjörum til lengri tíma.
3. Fvrirgreiðsla um útvegun
dreyfingartækja.
4. Fyrirgreiðsla og. aðstoð við
uppsetningu dreifingarmiðstöðv-
ar í Reykjavík. *■'
5. Fyrirgreiðsla um gjaldeyrÍSt
yfirfærslur til kaupa á efnivor-
um og vélum til iðnaðarins. j