Alþýðublaðið - 24.06.1920, Qupperneq 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
leli konnngnr.
Eftir Upton Sinclair.
'Ráðriirtéaskrifstofan
óskar eftir kaupafólki í sveit.
Þriðja bók:
Pjónar Kola konungs.
(Frh.).
Þá sneri Hallur sér aítur að
syni Kola. Hallur þekti hann, eins
og bekkjarbræður þekkjast. Hann
var ekki illur í sér og ruddalegur,
eins og karlinn hann faðir hans.
Hann var að eins veikgeðja og
sérhlífinn, eins og þeir, sem ætíð
hafa haft alt, sem þeir vildu hendi
til rétta. Og hann hafði aldrei á
æfi sinni þurft að taka fasta á-
kvörðun. Hann hafði verið alinn
upp í samkvæmislífinu, og var sér
fullkomlega meðvitandi um vald
sitt og stórmensku.
Það, sem lá á honum eins og
mara, var endurminningin um
farandsalskreppuna, sem pabbi
hans hafði borið á baki sér, og
takmark lífs hans var að verða
skoðaður sem fullkominn brodd-
borgari. Hallur hafði iíkur til að
fá sfnu framgengt, ef hann gæti
nú kitlað hégómagirnd hans. Og
hann vissi, hvernig hann átti að
bera sig til.
„Percy", sagði hann, „komdu
hérna inn með mér, við skulum
tala saman undir fjögur augu".
XIV.
I öðrum enda vagnsins var her-
bergi, sem tveir svartir þjónar
voru inni í. Þeir hypjuðu sig á
braut, þegar Hallur og Harrigan
komu þangað.
Þegar þeir voru einir orðnir,
byrjaði Hallur ineð þvf, að biðja,
hann afsökunar; það voru þorp-
ararnir, sem höfðu neytt hann til
þessa. Ef Harrigan hefði verið í
hans sporum, mundi hann þá ekki
hafa leitað á náðir Halls? En nú
var þetta skeði Sagan var komin
á loft, og hún varð ekki stöðvuð.
Jafnvel þó fréttaritarinn, vinur
Halls, skrifaði ekkert um þetta,
og þó að Hallur mintist ekkert á
hana, þá voru eftir þjónarnir,
vagnþjónarnir, þorpárarnir, og síð-
ast, en ekki sízt, allir vinir hans,
sem ómögulega myndu geta á sér
setið, að masa um hana. Sagan
myndi breiðast um allan bæinn.
„Þú hlýtur því að sjá, Percy,
að ekki er unt að komast hjá því,
að sagan breiðist út, Meðan þú
lifir, munu allir dæma þig eftir
sögunni".
Hinn svaraði engu, en hann
skildi þetta fullvel. „Og þú getur
Iátið þessa sögu verða alveg eins
og þú vilt, Percyl Þú getur verið
hetja, eða raggeitl Annars végar
eru nokkur þúsund dalir, en hinum
megin hundrað mannslíf. Heimur-
inn mun segja: Hann mat manns-
lífin meira en peningana. Fjöl-
skylda þín þarfnast ekki þessara
dala, sfður en svo. Drottinn minn,
þú hefir eytt meiru fé í þessa
járnbrautarferðl"
Þögn. Hallur gaf fórnarlambi
sínu tíma til að hugsa um málið.
Arangurinn varð spurning, sem
var alveg eftir Harrigan.
„Hvað hefir þú eiginlega upp
úr þessari sögu?"
„Percy", sagði Hallur, „eg held
að eg geti ekki skýrt það fyrir
þér. Eg hefi séð svo margt skelfi-
legt, að eg ber varla fullkomna
ábyrgð á öllu því, sem eg segi
og geri. Eg þekki veikamennina
og sé andlit þeirra fyrir hugskots-
sjónum mínum. Eg finn til hins
sama og þú myndir finna til, ef
þú vissir að vinir þínir, sem ferð-
ast hafa í vagni þínum og etið
við borð þitt, væru innibyrgðir
langt í jörð niðri! Gætir þú þá
stjórnað þér? Gætir þú numið
staðar og farið að brjóta heilann
um það, hvort það nú væri fag-
urt í sjón og kurteist, sem þú
gerðir? Ónei, það mundir þú sízt
gera — og eg heldur ekki. Eg
verð að bjarga þessum verka-
mönnum, Percyl Sá, sem nú stend-
ur frammi fyrir þér, er viti sínu
fjær. Þú getur sagt föður þínum
það, til þess að réttlæta þig. Hann
þekkir mig; hann trúir því strax.
Engum hefir enn dottið I hug,
hver eg er. Hefði eg sagt til
nafns míns, hefðu embættismanna-
ræflarnir í Pedro ef til vill orðið
hræddir, og hefðu þá að minsta
kosti látist ætla að gera eitthvað.
En eg gerði það ekki, þvf eg
kærði mig ékkert um það, vegna
föður míns. En ef engin leið er
fær önnur, ef eg get ekki á ein-
hvern hátt bjargað öllum mönn-
unum, þá tek eg ekki tillit til
neins og vinn í mínu eigin nafni.
Segðu fcður þínum, hverju eg
hótaði. Segðu honum, að eg hafi
hótað því, að fara inn I bæinn
°S segja það hverjum manni —
kæra félagið í blöðunum, fara með
það til landstjórans, gera upp-
hlaup og láta taka mig fastan á
götunni, ef nauðsyn krefði. Eg
hefi sannanirnar. Eg hefi verið
áhorfandi að öllu saman. Skilurðu
mig?"
og
höggvinn lielis,
í kössum og lausri vigt, fæst f
verzlun
Björns Jónssonar & Guðm. Guðjónss.,
Grettisgötu 28. Sími 1007.
Nýkomnar:
með fslenzkum lögum, sungnum
af Pétri Jónssyni, Eggert Stefáns-
syni og fleirum.
Einnig eru nú aftur komnar
hinar ágætu Condornálar.
Hljóðfærahús Reykjavikur.
Ford,-
flutningabifreið, 3/4 tons, f sérlega
góðu standi, til sölu mjög ódýrt,
ef samið er nú þegar. Hentug
fyrir stóra verzlun.
Afgr. Alþbl. vísar á seljanda.
Alþbl. kostar I kr. á mánuði.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiöjaa Gutenberg.