Morgunblaðið - 14.02.1954, Side 7
r
Sunnudagur 14. febr. 1954
MORGVISBLAÐIÐ
7
Jóhannes S. Kjarval: Vetrarhraun.
Listsýningin í tilefni fimmtiígs-
afmælis Ragnars Jónssonar
Síðasti dagur sýningarinnar í dag
I TILEFNI af fimmtugsafmæli1
listvinarins Ragnars Jónssonar!
hafa nokkrir myndlistarmenn ’
efnt til listsýningar í Lista- j
ínannaskálanum. Sýning þessi
er öll hin myndarlegasta, verkin
flest vel valin, og sýningin í
heild gefur góða hugmynd um,
á hvaða stigi myndlist okkar
nú stendur.
Myndskreytt sýningarskrá hef
Ur verið gefin út með sýning-
Unni og er að henni sómi. Mynd
irnar í hana eru vel valdar og ljós
myndun hefur tekizt vel.
Valdir fulltrúar frá flestum
þeim myndlistar-stefnum, Sem
liér þekkjast, eiga myndir á sýn-
ingunni. Meðal sýnenda eru
margir elztu og viðurkenndustu
listamenn þjóðarinnar ásamt
yngri og umdeildari mönnum.
Tækifærið er því einstakt til sam'
anburðar á verkum yngri og eldri
málaranna, og er ekki að efa, að
margir hafa áhuga á slíku.
Listamennirnir sjálfir munu
hafa ráðið mestu um val verk-
anna og auðvitað hefur misjafn-
lega tekizt. Það má margt að
finna, en heildin hefur tekizt það
vel, að bezt er að láta misfellurn-
ar kyrrar liggja.
Heildarsvipur sýningarinnar er
skemmtilegur og upplífgandi,
hressilegur blær einkennir þar
alla veggi. Hver einstakur lista-
maður kemur fram sem sjálfstæð
Ur persónuleiki. Þrátt fyrir þær1
miklu andstæður, sem finna má
í verkum listamannanna, héfur
tekizt að skapa merkilega héild,
sem er lifandi og sterk. Það er
sannanlega langt síðan Reykvik
ingum hefur boðizt svo fjölbreytt
sýning sem þessi. Þeir, sem að
þessari sýningu standa, eiga því
mikinn heiður af samsetningu og
upphengingu sýningarinnar.
Á sýningunni eru mörg lista-
verk, sem ekki hafa áður komið
fýrir almennings sjónir, og einnig
er nokkuð af verkum úr einka-
söfnum, sem einstakt tækifæri
gefst til að kynnhst nú. Mér
íinnst stundum, að listunnendur
Sparenborg (Brynj. Jóhannesson) og Apicius (Gísli Halldórsson) skilmast.
Leikíélag Reykjavíkur:
Hviklyndn konnn efitir
hér notfæri sér ekki sem skyldi
þegar sjaldséð listaverk eru tí}
sýnis opinberlega. Alls staðar er-
lendis er mikill fengur talinn í,
þegar tækifæri bjóðast til að
kynnast listaverkum úr einka-
söfnum, og notfæra listunnendur
sér það óspart. Eru sýningar eins
og þessi oft mest sóttar erlendis
og teljast til viðburða.
Það er greinilegt á þessari sýn
ingu, hve góðri heild af islenzkri
list má koma saman ef vel er til
vandað. Ekki of mörgum verkum
hrúgað saman, og verkin ná
þannig að njóta sin til fulls. Mátu
lega margir listamenn látnir sýna
með nægilegan fjölda verka, svo
að hægt er að gera sér fulla hug-
mynd um persónuleika þeirra.
Sjálfsagt hefði verið hægt að
áð vanda þessa sýningu enn betur
en gert hefur verið. Vonandi eig
um við einhvern tímann eftir að
sjá íslenzka sýningu sém svo
vönduð verður í vali að þar megi
fátt að finna. Mér finnst, að þessi
sýning sé gott fordæmi og bendi
eindregið í þá átt, að slíkt verði
mögulegt í náinni framtíð.
Þetta er venju fremur lifandi
og skemmtileg samsýning, sem
fólk ætti ekki að láta óséða. Það
er sannarlega mikill menningar-
auki að sýningunni, og er vel til
fallið, að slík sýning skuli vera
haldin með komandi birtu og
lengri degi.
Að endingu vil ég færa þeim,
er að þessari sýningu standa,
þakkir fyrir að hafa gert hana
mögulega.
Valtýr Pétursson.
★
1 dag er síðasti dagur listsýn-
ingarinnar, svo að þetta er síð-
asta tækifærið til þess að s.já þessa
merku sýningu.
Rit fyrir bókaverði
„Vocabuiarium Bibliothecari
nefnist orðabók, sem UNESCO
hefir gefið út i þeim tilgangi að
auka alþjóðasamvinnu bóka-
i varða. Bókin er ó þremur mál-
um, ensku, frönsku og þýzku.
Húsnædi til leigu
Frá 14. maí, verður til leigu húsnæði við höfnina, hent-
ugt fyrir skrifstófur eða verzlun. Gólfflötur um 200—
400 <Jm. — Fyrirspurnir merktar: „B. G. —480“, sendist
blaðinu fyrir þ. 17. febrúar þ. á.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
frumsýndi s.l. miðvikudagskvöld
gleðileikinn „Hviklyndu kon-
una“ eftir Holberg. Hefur Leik-
félagið tekið leikrit þetta til sýn-
ingar til þess að heiðra minningu
skáldsins í tilefni af 200. ártíð
þess nú fyrir skömmu.
Sýningin hófst með forleik er
leikstjórinn Gunnar R. Hansen
hefur samið. Situr skáldið þar í
stofu sinni, aldrað og virðulegt,
er ungan nútímamann, leikara,
ber þar að garði. Skáldið tekur
honum vinsamlega og ræðast þeir
við um stund, mest um hagi
skáldsins, og verk þess, en einnig
um það sem nú gerist í leikhús-
málum og leiklist. Með forleik
þéssum reynir höfundurinn að
kynna áhorfendum skáldið og við
horf þess til ritverka sinna og
samtíðar. — Er því flest það,
sem skáldinu er lagt í munn, tek-
ið úr ritum þess. — Þáttur þessi
er að mörgu leyti vel saminn, og
höfindinum hefur tekizt vel að
leiða saman þessa fulltrúa
tveggja fjarlægra tíma svo að
samtalið verður eðlilegt. En þátt-
urinn er full langdreginn og
þannig með hann faríð, að hann
minnir fremur á blaðaviðtal en
venjiilegt rabb marina í milli. Fer
Brynjólfur Jóhannesson þarna
með hlutverk Holbergs, en Stein-
dór Hjörleifsson leikur hinn
unga aðkomumann.
„Hviklynda konan“ er fyrsta
leikrit Holbergs og hefur á sér
marga annmarka frumsmíðinn-
ar, enda átti leikritið örðugt upp-
dráttar um langt skeið, eða allt
þangað til frú Heiberg tók það
á sína arma og bar það fram til
sigurs með frábærum leik sínum
í hlutverki Lúkretsíu, sem er að-
alhlutverk leiksins. Leikritinu
var margt til foráttu fundið og
það ekki að ástæðulausu. Það
þótti laust í reipunUm, persónurn
ar óljósar. en einkum þótti Luk-
retsía alltof ýkt og ósönn, og
ekki nógu skemmtileg. — Hol-
berg skrifaði margt og mikið til
varnar þessari frumsmíð sinni og
hann endursamdi leikritið nokkr-
um sinnum. Leikstjórinn hefur
farið þá leið að taka úr fyrstu og
síðustu gerð leikritsins það sem
honum hefur þótt bezt og er það
vissulega viturlega ráðið. Með
því hefur Lukretsía, konan kvik-
lynda, orðið skýrari og því skilj-
anlegri. — Frú Heiberg íann, að
til þess að gera sanna og mann-
lega þessa konu, sem „sem skiftir
skapi sextán sinnum á dag“ eins
og Torben, vikadrengur hennar
segir, þurfti að renna einhverjum
stoðum undir þessi öru skap-
brigði hennar. Gg þar eð textinn
og framsögnin ein nægði ekki til
þess, lagði hún megináherzlu á
svipbrigðin. Með því móti urðu
„dutiungar“ Lukretsíu allir skilj-
anlegri en ella.
Forleikur eftir leiksfjórann Gunnar R. Hansen
Það gefur auga leið, að erfitt
er hverri leikkonu, að gera Luk-
retsíu fyllstu skil, — að sýna á
eðlilegan og sannfærandi hátt hin
snöggu skapbrigði þesarar marg-
brotnu konu, frá léttúð til guð-
hræðslu, drembilætis til auðmýkt
ar, dirfsku til ótta og tára til
hláturs. Þessa þraut höfðu marg-
ar af færustu leikkonum Dana á
undan frú Heiberg ekki getað
Lukretsia (Erna Sigurleifsdóttir)
og Torben (Árni Tryggvason).
leyst. Erú Efna Sigurleifsdóttir
líkur í frnmsögn og iátbragði. —-
EHn Ingvarsdóttir gerir hlutverhi
Ollegaard vinnustúlku Lukretsii*
mjög góð skil, og sýnir hér nýja
hlið á leikgáfu sinni. Hún er
einnig greind og slungin eins og"
Pernillur Holbergs jafnan eru en
einfeldnisleg og saklaus á svip,
er hún talar við húsmóður sína.
Einna næst stíl Holbergs er
iærdómsmaðurinn og hinn stirð—
busalegi „bókabeus" Per Iver-
sen, í meðferð Þorsteins Ö. Steph-
ensens. Hann er biðill Lúkretsíu„
og hann heldur óhöndulegur,
enda verður árangurinn eftir þv*
að ieiksiokum. Þorsteinn hefur
sýnt það áður með ágætum leilL
sínum í hlutverki Jeppat
í „Jeppa á Fjalli“., að
hann skilur Hoiberg og kanrt:
að túlka hinar skringulegw
manngerðir hans. Drýgindi og
sjálfsánægja Per Iversen, skína.
út úr manninum öllum, svipbrigfF
um hans og hreyfingum svo aSÞ
allt er þar í samræmi hvað við-
annað. Og bráðskemmtilegur eir
hinn pervislegi hlátur hans. Gerfi
Þorsteins er einnig afbragðsgott.
Brynjólfur Jóhannesson leiku*“
Franz Sparenborg, annan af biðl
um Lukretsíu. Sparenborg er eins.
og nafnið bendir til, enginn óráð-
síumaður i fjármálum, og vitt
hafa á öllu hóf. Hann hefur að>
en.
er heldur ekki þeim vanda vax- V1SU alðrei séð Lúkretsíu,
in. Til þess hefur hún ekki nægi- i henul hefur verið fýst fyrir hon-
legt vald á svipbrigðum sinum um fagurlega og hann veit að hún
og framsögn hennar og þó eink-
um raddbeitingu er enn nokkuð
óbótavant — Þó er leikur hennar
oft fjörmikill og lifandi og til-
þrifin veruleg þegar henni renn-'
ur í skap. Og auðséð er að hún
hefur réttan skilning á hlutverk-
inu, enda þótt hún nái ekki á
því fullum tökum. Auk þess er
hún glæsileg á sviðinu óg hreyfir:
sig vel bg frjálslega í hinum ó-
líku búningum.
Árni Tryggvason leikur Torben
vikadreng Lukretsiu. Er það tví-
mælalaust skemmtilegasta hlut-
verk leiksins. Eins og flest allt
þjónustufólk í leikritum Hol-
bergs, er þessi náungi greindur
og orðheppinn, úrræðagóður og
ófyrirleitinn með afbrigðum. —
Árni leikur þetta hlútverk prýðis
vel, er fullur af gáska og glettni,
muni vera loðin um lófana og það
er honum nóg. En hann er gleði-
laus og siðavandur piparsveini*
og því fellur honum allur ketill
í eld þegar hann hittir Lukretsiu,
sem þá er í þeim ham sem miður
skildi, full af grófgerðri léttúð.
Enda lýkur viðskiftum þeirra
svo að hún hrekur hann á brott.
méð verstu fúkyrðum. — Brynjól
ur dregur upp skýra og skenimti-
lega mynd af þessum geðstirða
smáborgara og er leikur hans ör-
uggur, en ýkulaus. — Apicius,
er Gísli Halldórsson leikur, er
algjör andstæða Sparenborgs.
Hann er yngri maður, slæpingi og
kvennabósi og óseðjandi átvagl,
sem ekki hugsað um neitt annað
en krásir og vín, óg frámunaleg-
ur heigull. Einnig hann leitar á
biðilsbuxunum til Lukretsíu, með
sama árangri og meðbiðlar hans:
Gísli fer prýðilega með hlutverk
er hann gerir enn skemmti- ; þetta — og gerfi hans er allgott.
legri með hinum hjákátlegustu : Ef til vin mætti hann þó vera
svigbrigðum. Og hann er ekþi (méiri utan um sig af öllum
vikaseinn á sviðinu, því að hann ^ þeirn ógrynnum víns og matar, er
er á sífeldum þönum fram og | hann treður í sig daglega. — Gísli
aftur og hefur alltaf öll ósköpin . er að verða fjölhæfur og góður
að gera. — Árni er þegar orðinn (leikari.
ágætur gamanleikari og er vissu- Önnur hlutverk eru smærri. —
lega kominn tími til þess, að
hann fái að spreyta sig á veiga-
meiri hltuverkum en hingað tiL
En þó er sá ljóður á ráði hans,
að hann er jafnan sjálfum sér
Helenu systur Sparenborgs leikur
Helga Valtýsdóttir, — lítið hlut-
vérk er ekki gefur tilefni til mik-
ils leiks. Frú Helga er að heita
Framh. h bls, 1L