Morgunblaðið - 14.02.1954, Síða 11

Morgunblaðið - 14.02.1954, Síða 11
Sunnudagur 14. febr. 1954 MORGVTSBLAÐIÐ 11 —Leikfélagið Sfundaði nám við lónlisfarliá- skélann í París - Helduir hlfóm- leika í Mk í þessarl vifcn Sfuif samfaS við Guðmund Jénsson píanóisikara S.L. HAUST kom heim frá París, ungur tónlistarmaður, sem undan farin tvö ár hefir stundað nám yið hinn fræga tónlistarháskóla þar í borg. Hann heitir Guðmund ur Jónsson, sonur Jóns Guð- mundssonar, deildarstjóra og Kristínar Pálmadóttur hér í bæ. Framh. af-bls. 7. má nýliði á leiksviðinu, en hún fer vel með hlutverk sitt, af góð- um skilningi og smekkvísi, en er h.elzt til hlédræg. Öllu meira er hlutverk Leon- oru systur Apiciusar, er Elín Júl- íusdóttir leikur. Bregður hún upp j glöggri mynd af þessari piparmey, sem hefur úti allar klær til þess að krækja sér í maka, enda eru á því síðustu for- vöð. Steindór Hjörleifsson leikur Kristofer þjón Sparenborgs og Einar Ingi Sigurðsson Espan, þjón Apiciusar, en báðir eru þeir húsbændum sínum fremri að gáf- um. Er leikur þeirra allgóður, einkum Steindórs. — Önnur hlut verk gefa ekki tilefni til sérstakr ar umsagnar. Leikstjóranum Gunnari R. Hansen, hefur tekizt vel leik- stjórn og sviðsetning. Hraði leÍKSins er mjög góður og allt iðar þar af fjöri og glettni. Leikstjórinn hefur ennfremur ráð ið búningum, sem eru smekklegir og í góðu samræmi við þá tíma sem leikurinn gerist á. — Einnig eru a ðforsögn hans gerð hin skemmtilegu leiktjöld er Lothar Grund hefur málað. Lárus Sigurbjörnsson hefur þýtt leikritið á vandað og gott mál. Leikhúsið var fullskipað áhorf endum er tóku leiknum afbragðs- vel. Sigurður Grímsson. Oddvifinn héfaði málshöfðun í sfað þess að svara fyrir- spurn Á KJÓSENDAFUNDINUM í Kópavogi í fyrrakvöld beindi vinstri fylkingin öllum spjótum sínum að forvígismönnum Sjálf- stæðisflokksins í hreppnum. Hér lögðu ræðumenn hennar megin- áherzlu á persónulegar aðdrótt- anir og svívirðingar, en eyddu litlu af ræðutíma sínum í að ræða hagsmunamál hreppsins. Sem dæmi má nefna að er Finnbogi Rútur hinn „óháði“ kommúnistaþingmaður, var af einum ræðumanni Sjálfstæðis- manna beðinn að gefa fundar- mönnum upplýsingar um hrepps- mál, þá greip Finnbogi Rútur til síns alþekkta ráðs að svara því einu til að hann myndi ekki hér (á fundarstað) ræða þetta mál heldur við fyrirspyrjanda fyrir dómstólum. Sennilega hefur Finnbogi Rút- ur gleymt þvi, að flokkur hans er kominn á undanhald í hinu frjálsa þjóðfélagi íslendinga, sem kjósa að ræða* málin fyrir opn- um tjöldum á slíkum framboðs- fundum. — Kvöldfagnaður Framh. af bls. 1. starfi og mynda órjúfandi fylk- ingu, bæ sínum til varnar. En aðgöngumiðar að föstudags- samkomunni þrutu einnig á svip- stundu, og margt af starfsfólki flokksins varð enn frá að hverfa. Var bá ákveðið að efna enn til kvöldfagnaðar fyrir starfsfólk, er ekki komst að fyrra kvöldið, n. k. miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld í Sjálfstæðis- húsinu. Eru aðgöngumiðar að miðvikudagssahikomunm •' þegaf þrotnir og að verulegu leyti einnig fyrir fimmtudagskvö‘ldið> og má þá vænta þess, að tekist hafi að ná til meginþorra hins fjölmenna starfsliðs flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar. BYRJAÐI 12 ÁRA í TÓNLISTARSKOLANUM Guðmundur er fæddur og upp- alinn í Reykjavík og munu marg- ir Reykvíkingar þekkja hann frá „gamalli tíð“, því hann var ekki stór, þegar hann fyrst vakti at- hygli með píanóleik sínum. — 12 ára gamall hóf hann nám í Tón- listarskólanum hér í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi við prýðilegan orðstí. Síðustu tvö árin var honum veitt þar ókeypis skólavist og kennsla sem sérstök viðurkenn- ing fyprir afburða góða frammi- stöðu í náminu og er slíkt mjög fágætt. ÁHUGINN FÓR VAXANDI — En tókst þú ekki einnig stúdentspróf? spurði ég Guð- mund, er ég hitti hann að máli í fyrradag til að fræðast lítils- háttar um námsferil hans hingað til og áform hans í framtíðinni. — Jú, svarar Guðmundur, — ég var í Menntaskólanum jafn- framt Tónlistarskólanum svo að ég var eiginlega alveg tvískiptur í náminu, hafði meira en nóg af verkefnum að sinna. En áhugi minn fyrir píanóleikn um — og tónlistinni fór jafnt og stöðugt vaxandi eftir því sem ég þokaðist lengra áleiðis og að stúdentsprófi afloknu ákvað ég að reyna að halda áfram á þeirri braut fremur en að leggja út í háskólanám, þó að mér hins veg- ar væri Ijóst að síðari leiðin væri sjálfsagt miklu tryggari, hvað snerti atvinnumöguleika síðar meir. 1951 — TIL PARÍSAR — Og bá fórstu til Parísar? — Já, haustið 1951 fór ég þang- að. Veturinn eftir stúdentsprófið notaði ég til að átta mig á hiut- tinum, var hér í Háskólaunm, las „fýlu“ og frönsku til að búa mig undir dvölina í París. — En hvað geturðu sagt mér um þennan fræga tónlistarhá- skóla Parísarborgar? — Hann er meðal hinna elztu af sinni gerð í Evrópu, stofnaður érið 1874. Starfsemi hans nær reyndar yfir meira en tónlistina eina saman, hann er um leið leik- listarskóli, þar sem margir fræg- ir leikarar hafa hlotið menntun sína, til dæmis mætti nefna leik- konuna frægu Söru Bernhardt, enda heitir skólinn líka fullu nafni „Conservatoire de musique et de l’art dramatique". Öll hin frægustu síðari tíma tónskáld Frakka hafa stundað þar nám. — í sambandi við hann er og ein þekktasta hljómsveit Parísar. 16 KOMUST AÐ AF 50 — Er ekki erfitt að fá inngöngu í hann? — Jú, aðsóknin er mjög mikil og hörð samkeppni. Við hann er starfandi sérstök útlendingadeiid og vorum við, er ég tók prófið inn í hann, 50 tals- ins, sem tókurn þátt í samkeppnis prófinu Qg,af þeim. fengu 16 inn- göngu. Okkur voru fengin tvö verkefni — öllum þau sömu — til að æfa okkur á fyrir prófið 'óg höfðum við einn fhánuð til gtefnu til að búa okkur undir það. Guðmundur Jónsson. FYRSTI ÍSLENDINGURINN — Voru nokkrir fleiri Islend- ingar þarna um leið og þú? — Nei, ég var sá eini og að ég held fyrsti íslendingurinn, sem stundað hefi þar nám. Annars voru þar saman komin menn af öllum hugsanlegum þjóðernum. — Hvað fannst þér um Frakka sem tónlistarþjóð? — Mér fannst þeir yfirleitt vera músíkalskir, hafa næman skilning á tónlist, og mjög ná- kvæmir og strangir í músíktækni sinni. Hins vegar þótti mér þeir mjög svo frjálslyndir að því er snerti persónulega túlkun tón- listar. DÝRT A9 LIFA í PARÍS — Var ekki dýrt, að stunda tón listarnám í París? — Jú, svo sannarlega er það dýrt og þar að auki er svo hús- næðishrakið, sem sízt er betra en hér í Reykjavík. Það bitnar ekki hvað sízt á tónlistarnemendu*n, sem allir vilja helzt vfcra lausir við úr húsum sínum, og hávaðann og ónæðið, sem af þeim stafar. — Annars una allir listamenn sér vel í París — þessum brenni- punkti listarinnar og lífsins. IILJÓMLEIKAR í UPPSIGLINGU — Ég heyri að þú sért með hljómleika í uppsiglingu hér í Reykjavík? — Já það er nú meiningin. Ég hefi verið að æfa undir þá í vetur og er nú loks ákveðið, að þeir verði seinni hluta þessarar viku — í Austurbæjarbíói. Verða það fyrstu sjálfstæðu tónleikarnir, sem ég ræðst í að halda. — Hvað er á efnisskránni hjá þér? — Ég ætla að leika Ouverture úr 28. kantötunni eftir Bach, Són ötu nr. 1 eftir Beethoven, Varia- tiens sérieures eftir Mendelssohn, Reflets dans l’eau og Jardins sousla pluie eftir Debussy, Jeux d’eau eftir Ravel og fjórar études og Polonaise í As-dúr eftir Chop- in. — Þetta er, eins og Guðmundur sagði sjálfur í fyrsta skipti, sem hann heldur hér sjálfstæða opin- bera tónleika. Hinsvegar hélt hann einu sinni er hann var í Menntaskólanum, píanótónleika, innan skólans og margoft kom hann fram á nemendatónleikum Tónlistarskólans og þótti jafnan takast skínandi Vel.1 Verða Reyk víkingar vafalaust forvitnir að heyra hvaða framförum hann hef ír tekið í París. Ég*þakka Guðmundi fyrir sam talið og óska honum gengis og frama á tónlistarbrautinni. sib. Reri blindur á Rætt við Benedikt Benénýsson sextugan FORMAÐUR Blindrafélagsins, Benedikt Karvel Benónýsson, að Grundarstíg 11, er sjötugur í dag. í tilefni af þessu merku tíma- mótum á langri og viðburðaríkri æfi Benedikts, átti fréttamaður Morgunblaðsins stutt viðtal við hann í gær. Árið 1939 var Blindrafé- lagið stofnað af 7 blindum mönn- um, og var Benedikt þá kosinn formaður þess og er þvi fyrsti og eini formaðurinn sem félagið hef ur átt fram að þessu. Hann hefur unnið ósleitulega fyrir þau mál sem varða atvinnumál blindra og undir stjórn hans hefur félagið eignazt myndarlegt hús að Grundarstig 11, en i því eru vinnustofur og íbúðir fyrir blint fólk. Sjálfur hefur Benedikt ver- ið blindur í 47 ár. ÞAÐ ER ORÐIN LÖNG NÓTT Benedikt var önnum kafinn við að þræða hár í bursta á vinnu stof unni þegar ég leit inn til hans í gær. Það var varla hægt að segja að þar væri sjónlaus mað- ur að verki, þar sem hann snar- aðist milli vélanna og setti þær í gang eina af annarri og lag- færði hitt og þetta í herberginu, glaðlegur á svipinn, hreyfur í Laugavegi 37. En það var ekld nægilega stórt ,svo að við réð- umst í að kaupa húsið hérna á Grundarstig 11, 1944. En þetta hús er samt sem áður ekki nægi- lega stórt Við erum 9 hérna á vinnustofunni, en þó vantar okk-. ur tilfinnanlegast geymslur. Það er líf og fjör hérna hjá okkur, við dönsum meira að sega hérna^iiapi á loftinu stundum þegar vel ligg- ur á okkur. Annars vonast ég til þess að við getum komið okkur upp nægilega stóru húsi þar sem vinnuskilyrði verða betri en hér einhverntíma í framtíðinni. Fólk á miklar þakkir skilið fyrir hvað það hefur sýnt okkur blinda fólkinu mikinn skilning og styrkt okkur á ýmsan hátt, sagði Benedikt að lokum. Það _ eru nú 500 manns í félaginu okk- ar og það er allt fólk sem starfar af alhug og dugnaði fyrir mál- efni okkar. Við þökkum Benedikt fyrir fróðlegt og skemmtilegt samtal og vonum að hann eigi mörg og gæfurík starfsár framundan, um leið og við óskum honum til ham- ingju með afmælið og allra heilla í framtíðinni. M. Th. máli. — Það þýðir ekki annað en vinna meoan maður getur hreyft hendurnar, sagði hann, það væri verra að vera án þeirra heldur en sjónarinnar. — Hvernig atvikaðist það að þér misstuð sjónina? —- Það var upp úr mislingum árið 1907. Ég var þá á Patreks- firði og nýtrúlofaður. Það var auðvitað erfitt að sætta sig við það á þeim árum, en það tókst nú samt. Ég gifti mig þrem árum seinna. Það mundi nú kannske mörgum finnast að 47 ár væri orðin löng nótt, en ég hefi nú getað unnið flesta vinnu sem betur fer. — Hvað störfuðuð þér áður en þér fluttust til Reykjavíkur. — Jaa, það er nú svona hitt og þetta. Ég hafði nýlokið við að læra bókband, þegar ég missti sjónina vann ég> við það í nokk- ur ár á eftir. En svo hætti ég því og fór að vinna almenna land- vinnu á Patreksfirði. SJÓMAÐUR í MÖRG ÁR En það var oft lítið um vinnu þá á Patreksfirði og það kom fyrir að sjáandi menh voru þá heidur teknir til vinnu, sem mér finnst eðlilegt. Svo ég fór bara til sjós og það gekk ágætlega. Ég var tildæmis á Rúnu þegar hún strandaði í Dýrafirði 1912. Hún lenti á skeri utarlega í firð- inum norðantil. Það er svo sem ýmislegt, sem maður hefur lent í og það er bara gaman að rifja það upp. — Hvað var aðallega starf yð- ar til sjós? — Ég var að mestu í því að hausa og „vaska niður“ eins og það er kallað. — Er konan á lífi? — Nei, hún dó 1924, og þá hætti ég við sjómennskuna, við vorum gift í 15 ár. Hún hét Guð- björg Jónsdóttir og var ættuð úr Breiðafirði. — Eigið þér börn á lífi? — Já, ég á eina dóttur, Helgu Þórdísi, hún er hjúkrunarkona og býr hér í bænum. Við hjónin eignuðumst 4 börn en það elzta dó 17 ára og það næsta 13 ára og eitt dó rétt eftir fæðinguna. VIÐ BYRJUÐUM MEÐ LÍTIÐ — .Hvenær vfluttust þér ’til. Reykjavíkur? — Það var árið 1938. Síðan hefi ég áðallega unnið fyrir Blindra- félagið, en það var stofnað 1939. Við .áttum þá , enga. vinnustofu, en rétt á eftir byrjuðum við með vinnustofu í kjallarahúsnæði á Framh. af bls. 8. þessu vinsamlega boði til íslenzks sýningarhalds í Danmörku í sam- bandi við þangaðkomu forseta íslands. SÝNING í ÁRÓSUM Fyrir nokkrum dögum barst Sendiherra Dana hér það við- bótarboð frá dönsku stjórninni,- að listaverk þau er send verða til Kaupmannahafnar, geti einnig verið tekin til sýningar í Árós- um, í boði dönsku ríkisstjórnar- innar og bæjarstjórnar Árósa. Þar á einnig að halda sýninguna í salarkynnum ráðhúss borgar- innar. — Siykkishólmur Framh. af bls. 2. A-listans — og þar með skipa Framsóknarmann sem oddvita hreppsnefndar. Stykkishólmsbú- ar munu tæplega hafa vænzt þess„ að A-lista- og C-listamenn mundu sameinaðir mynda meiri. hluta hreppsnefndar, eftir það sem á undan var gengið, á milli þeirra, á kjördegi. Ef hinsvegar er athugaður styrkleiki hinna þriggja stjórn- málaflokka, sem fylgi Stykkis- hólmsbúa skiptist á milli, er rétt að hafa í huga, hvernig kosn ingin til sýslunefndarinar féll. A-listi, sem var studdur af Jafnaðar- og Framsóknar- mönnum og sem var skipað- ur 2 mætustu mönnum þess- ara flokka í Stykkishólmi, hlaut 162 atkv. B-listi, sem var skipaður og studdur af Sjálfstæðismönn- um, hlaut 232 atkv. Eins og lög kveða á um hafa sýslunefndarkosningar farið fram samhliða hreppsnefndarkosning- um allt frá 1938. í öllum kosn- ingum frá þeim tíma hafa listar Sjálfstæðismanna í Stykkis- hólmi, bæði til hreppsnefndar og sýslunefndar, ávallt hlotið svipað atkvæðamagn, þar til nú, að C- listinn — listi óháðra borgara —• með Sjálfstæðismenn í tveim efstu sætunum, hefir ruglað dómgreind borgaranna, með þeim afleiðingum, sem að ofan greinir — og sem orsakar það, að fylgi Sjálfstæðismanna til sýslunefndgr .er 47 atkv. meira en ;til hreppsnefndar. Qllum má því véra Íjóst, að fyígi Sjálif- stæðisflokksins í Stykkishóítni hefir í raun og veru aldrei verið sterkara en nú, enda þótt ,j-(f svona hafi Æil tekizt með myrfd- un meira hluta hreppsnefndar að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.