Morgunblaðið - 05.03.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1954, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 5. marz 1954 f dag er 64. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5,27. Síðdegisflæði kl. 14,47. Næturlæknir er í Læknavarð- Btofunni, sími 5030. Nætúrvörður er í Lyfjabúðinni- Iðunni, sinii 7911. — 2. Helgafell 5954357 IV-V Dagbók ■..."'áA ° /ví, BMil — Föstud. 5.3.20. — VS - Fr. — Hvb. I.O.O.F. 1 1353581/2 = • Messur • Elliheimilið: Föstumessa kl. <6,30. — Séra Garðar Svavarsson. Brúðkaup Á morgun, laugardaginn 6. jmarz, verða gefin saman í hjóna- ’barnl í ráðhúsinu á Frederiksberg <Ólafía Einarsdóttir fornfræðingur •og mag. scient Bent Fuglede. — Heimilisfang brúðhjónanna er Forchhammersvej 22, Kaupmanna 3»öfn. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun *3Ína ungfrú Marta Kristín Egg- •ertsdóttir, Hólmgarði 41, og 'fíörður Magnússon Höskuldsson- »r, stýrimanns á- Lagarfosi, Nökkvavogi 50. Preslarnir og PáSi Zóf. í Austurbæjarbíói á sunnudaginn kl. 1,15. ÞAÐ HEFUR vakið nokkra athygli, að á Búnaðarþingi því, er nú stendur yfir, deildi Páll Zophoníasson allfast á íslenzka prestastétt Hallgrímskirkja fyrir framíaksleysi hennar í landbúnaðarmálum. Er að þessu vikið í erindum þeim, er hér fara á eftir. Það haft er cftir Páli Zoph. — og Páli flestir trúa — að prestarnir í sveitum Iandsins kunni ekki að búa. Hann sakar þá um kristindóm og andlegt orðagjálfur. Já, afleitt er að Páll ei skuli vera prestur sjálfur. Ég veit hann fengi söfnuð, sem hrifning léti í ljósi, ef læsi hann sína messu — í hæfilegu fjósi. Því þetta er ég viss um, og það mundi reynslan sanna, að þá yrði mikil vakning — á meðal nautgripanna. O. Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Homafjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar, Blönduóss, Egilstaða, Isafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. • Afmæli • Alþingi • Efri deild: 1. Verðjöfnun á olíu -^>g benzíni; 2. umr. 2. Menntun Icennara; 1. umr. 3. Stjóm flug- ■wiála; frh. 3. umr. Neðri deild: 1. Sóknargjöld; 2. ’umr. 2. Vátryggingarfélög fyrir íiskiskip; 2. umr. 3. Skipun lækn- áshéraða; 2. umr. 4. Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins; 1. vmr. 5. Kirkjubyggingasjóður; 1. Timr. • Flugferðir • riugfélag úlands h.f.: I dag er ráðgert að fljúga til MARMITE ger-extract í 4 oz. krukkum, fyrirliggjandi. H. ÓLAFSSON & BERAHÖFT Sími 82790: þrjár línur. I þ. m.; fer þaðan til Antwerpen, | Rotterdam og Hull. Dettifoss fór frá Ventspils í gær til Hamborgar. | Fjallfoss kom til Reykjavíkur 3. frá Hull. Goðafoss fór frá New York 3. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Bremen í gær til Ventspils og Hamborgar. Reykjafoss fór frá Rotterdam 27. f. m.; kom til Djúpa vogs í gær; fer þaðan austur og norður um land til Reykjavíkur. Selfoss kom til Reykjavíkur 23. f. m. frá Leith. Tröllafoss fór frá Reykjavik 18. f. m. til New York. Tungufoss fór frá Sao Salvador 1. þ. m. til Santos og Rio de Janeiro. Drangajökull fór frá Rotterdam 1. þ. m. til Reykjavík- Biblíulestur í kvöld kl. 8,30. Séra Sigurjón Árnason. Áttræð er í dag Jakobína G. Guðmundsdóttir, Grettisgötu 4, ekkja Þorvaldar Eyjólfssonar skipstjóra. • Skipafiéttir • Einiskipafélag; íslands h.f.: Brúarfoss kom til Hamborgar 3. oxo þurrkaðar súpur í pökkum: Vermicelli Bouillion Julienne Tomalo Champignons Chicken fást nú í flestum verzlunum borgarinar. Notkunnarreglur á íslenzku á hverjum pakka. Ljúffengar — Nærandi. Heildsölubirgðir H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT Sími 82790; þrjár línur. Skipaútgerð rikisins: Hekla kom til Reykjavíkur í gærkvöldi að austan úr hringferð. Esja á að fara frá Reykjavík í dag austur um land í hringferð. Herðubreið er í Reykjavík. Skjald- breið fór fr* Reykjavík í gær- kvöldi til Breiðaf jarðarhafna. Þyrill er á Vestf jörðum á norðu r- \ leið. Helgi Helgason á að fara frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyia. Skipadeifd S.Í.S.: Hvassafell er á Dalvík. Arnar- fell er í Reykjavik. Jökulfell er í i New York. Dísarfell er í Amster- dam. Bláfell fór frá Keflavík 28.1 f. m. áleiðis til Bremen. Sameinaða: Dronning Alexandrine kom til Kaupmannahafnar samkvæmt á- ætlun miðvikudaginn 3. marz og fer þaðan aftur í kvöld áleiðis til Færeyja og Reykjavíkur. Málfundafélagið Óðinn. Skrifstofa féiagsins í Sjálf- stæðishúsinu er opin á föstudugs- kvöldum frá kl. 8—10. Sími 7104. Félagsmenn, sem eiga ógreitt ár- gjald fyrir árið 1953, eru vinsam- lega beðnir um að gera skil í skrifstofuna í kvöld. Kvöldbænir í Hallgríms- kirkju verða á hverju virku kvöldi kl. 8 e. h. framvegis. (Á miðvikudags- ikvöldum eru föstumessur kl. 8,15). Leiðrétting. Sú meinlega villa slæddist inn í blaðið í fyrradag, að Höskuldur Austmar var sagður hafa flutt skemmtiþátt á 40 ára afmæli Skíðafélags Reykjavíkur, en átti að vera Höskuldur Skagfjörð. Fólkið á Heiði, Afhent Morgunblaðinu: S. V. B. 30 krónur. Sólheimadrengurinn. Afhent Moi'gunblaðinu: G. I. E. 50 krónur. Málfundafélagið Óðinn. Stjórn félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- ins á föstudagskvöldum fra kl. 8—10. Sími 7104. • Blöð og tímarit • Bláa ritið, 2. hefti 1954 er ný- komið út. Efni þess er m. a, sög- urnar Staðgengill morðingjans, Hátt yfir öll takmörk, Spanska .taskan, Smarágðahálsbandið, Of seint. Þá er framhaldssagan, Lee- systurnar eftir Cronin, greinar- stúfur um Doris Day, kafli úr bókinni „Maðurinn, sem guð gleymdi", o. fl. er í ritinu. Læknahlaðið. Ot er komið 5. tbl. 38. árgangs. Inniheldur ritið mer.kilega grein eftir Guðmund Björnsson augnlækni um blindu á Islandi. Auk þess eru í ritinu A morgurt kl. 3 verðttr barnaleik- ritið „Fcrðin til tunglsins" leikið í 22. skipti í Þjóðleikhúsinu. Þetta er vafalaust vinsælasta barnaleik rit, sem nokkru- sinni hefir verið fluít hár á landi, enda hafa færri komizt að en vilja. Þá verður sýn ing á sunnudag, en uppselt er á þá sýningu. — Iíóbert Arnfinns- son leikui Óla lokbrá mjög skemmtilega, og samband hans við börnin á áhorfendabekkjun- um jafnan mjög náið. Myndin er af Róbert í hlutverki Óla lokbrár. Aðeins öríáar sýningar eru nú eftir. Stokkseyringafélagið. Árshátíðin er í kvöld i Þjóð- leikhússkjallaranum. Aðgöngumið- ar á sama stað kl. 5—7 í dag. Norræna búfræðafélag. Islandsdeild norræna búfræða- félagsins — NJF — heldur hinn árlega aðalfund sinn í baðstofu iðnaðarmanna í kvöld kl. 8,30. Auk félagsmanna eru búnaðarþings- fulltrúar og aðrir, sem áhuga hafa á málefnum félagsins, velkomnir á fundinn. Í.R.-ingar halda árshátíð sína á laugar- daginn. Aðgöngumiðar eru afhent- ir hjá Magnúsí Baldvinssyni, Laugavegi 12. Leikfélag Hafnarfjarðar Sýnir ævintýraleikinn Hans og Grétu á morgun (Iaugardag) kl. 4 i Bæjarbíói. Reykjavíkurdeid R.K.Í. Börnin, sem seldu Rauða kross merki á öskudag og fengu ávísana miða á kvikmyndasýningu, án þess að prentað væri á miðana, að hvaða kvikmyndahúsi þeir ganga, eiga að koma á kvikmyndasýningu bókafregnir og félagsf réttir. Kitið er gefið út af Læknafélagi Reykja víkur. Aðalritsýjóri er Ólafur Geirsson. Nýtt kvennablað, fcbrúarheftið, er komið út. Efni blaðsins er með- alannars: Biskupsfrúin, Hið á- gæta útvarpserindi um Bólu- Hjálmar, eftir Guðrúnu P. Helga- dóttur, Æviminningar frú Þóru Sigm’björnsdóttur, Hellissandi, og frú Guðrúnar Sigurðardóttur, Skrauthólum. Formæður í Israel, Sara — kvæði eftir Guðrúnu Stefánsdóttur. —- Framhaldssag- an eftir Guðrúnu frá Lundi og margt fleira. J • Utvarp • 20,20 Lestur fornrita: Njáls saga; XVI. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20,50 Tónleikar: Kvartett eftir Shostakovich (Bjorn Ólafsson, Josef Felzmann, Jón Sen og Einar Vigfússon leika). 21,10 Dagskrá frá Akureyri: Guð- mundur Jörundsson skipstjóri tal- ar við tvo eyfirzka sjómenn, Eið Benediktsson og Stefán Magnús- son. 21,30 Einsöngur: Paul Rohe- son syngur (plötur). 21,45 Frá út- löndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 22,10 Passíusálmur (17). .22,20 Útvarpsagan: „Salka Valka*' eftir Halldór Kiljan Laxness; XIV. (Höfundur les). 22,45 Dans- og dægurlög: Danny Kaye syngur (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Idhh rnorgiwkaffinui — Hann er eitt af því allra viljasterkanta, sem ég þekki; hann þarf alltaf að fara beint í mesta strauminn! ★ Hinn látni biskup Lunde í Oslo var frægur fyrir barnaguðsþjón- ustur sínar. En eitt sinn kom það fyrir, að hann talaði af sér í ræðu. Hann sagði börnunum, að ef þau yrðu hiædd, skyldu þau leita huggunar hjá guði, — alveg eins og þegar þau færu til mömmu sinnar og fengju huggun hjá henni. Einu sinni, þegar ég var lítill drengur, sagði hann, — þá varð ég hræddur, og ég fór til mömmu, hún tók mig á kné sér og sagði: — Vertu nú ekki hræddur, kæri Lunde biskup!! ★ Rithöfundurinn Ernest Heming- ■way auglýsti eítt sinn eftir einka- ritara, og ein af umsækjendunum sagði, þegar hún kom til viðtals: — Herra Hemingway! Ég get hraðritað 200 orð á mínútu! — Guð komi til! hrópaði Hem- ingway. — Hvaðan í ósköpunum ætti ég að fá 200 orð á mínútu? ★ Eddie Cantor tók sér ferð á hendur, eins og margir aðrir kvik- myndaleikarar gerðu, — til Kóreu, til þess að skemmta hermönnum, sem þar iágu á sjúkrahúsum. Hann kom m. a. inn á sjúkra- stofu, þar sem hinum virtist ein- tómir þursar og daufdumbar liggja. Honum datt í hug að syngja eitthvað af skemmtilegu söngvun- um sinum, — eða segja einhverjar skemmtilegar sögur; — en það var eins og hann gæti ekki komið upp einu einasta orði, og að lokum ákvað hann að yfirgefa sjúkra- stofuna og sagði, um leið og hann fór út: — Verið þið sælir, drengir mín- ir, og góðan bata! Alir sjúklingarnir á stofunni svöruðu honum einum rómi: — Takk, sömuleiðis, herra Cantorl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.