Morgunblaðið - 05.03.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1954, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. marz 1954 MORGVNBLAÐIÐ 11 Jón Hjnrtorson frá Saurbæ 75 ára I DAG er 75 ára Jón H.iartarson frá Saurbæ í Vatnsdal, núver- andi vörður á Alþingi. Hann er fæddur í Sauðanesi á Ásum 5. marz 1879. Foreldrar hans voru Hjörtur Jónasson og Ástríður Jónsdóttir. Jón ólst upp á hálfgerðum hrakningi og á mörgum stöðum í Húnavatnssýslu til 16 ára aldurs en var síðan vinnumaður hjá nokkrum bændum og lengst hjá Birni Sigfússyni alþm. á Kornsá. Árið 1906 byrjaði hann búskap á Saurbæ í Vatnsdal og keypti þá jörð árið 1910. Þar bjó Jón í 15 ár og farnaðist giftusam- lega. Jörðin er lítil jörð og var í hinni mestu niðurníðslu er Jón kom þar. En hann bætti hana mjög. Vandað ibúðarhús úr stein- steypu reisti hann og var það mikið átak. Peningshús jók hann og byggði að nýju. Sléttaði mik- ið í túni og stækkaði það. Girti tún, engjar og mikið af úthaga. Árið 1925 flutti Jón til fieykja- víkur og stundaði þar verzlun- arstörf o. fl. til 1932. Keypti þá eyðijörðina Skeggjastaði í Mos- íellssveit. Byggði þar stórt og vandað steinhús girti túnið og bætti svo að töðufengur margfald aðist. Var þó eigi þarna nema 6 ár, því 1938 flutti hann aftur til Reykjavíkur. Starfaði þar fyrst við verzlun o. fl. En sið- ustu 9 árin hefir hann starfað sem vörður á Alþingi. Árið 1908 giftist hann Guðrúnu Friðriksdóttur, hinni mestu merkiskonu. Eignuðust þau tvö börn, Hjört og Helgu og eina kjördóttur, Margréti að nafni. Eru þau öll á Hfi og myndar- fólk. Er Hjörtur framkvæmda- maður mikill í verzlun og iðnaði. Þeir feðgar stofnuðu verzlunina „Ólympía", Laugaveg 26 og er Jón enn me.ðeigandi. í dag verð- ur hann á IbeimiH Hjartar sonar síns, BarmaMið 56. Þessi ævissga Jóns Hjartar- sonar, seun tefe hefir verið sögð í örfáum œr®sin5S!, er mikil ævin- týrasaga. erjcta maðurinn eng- inn meðalOTafex. Má það teljast undarlegt, *ð Íþtíssi maður, sem byrjaði á hrakningi og síðan MáSfeækur vinnumað- ur skuli ít&ía kKsmið því öllu í verk sem a@ ffjrsfman greinir. En hann hefíjr waSS afburðamaður að dugnaíö hagsýni. Áhugi hans, elja <a& aifköst öll voru með yfirbíErSuraa. Fjármaðicr vaur hann ágætur og átti fallegt og afurðamikið fé. Búskapur hans allur var með snyrtibrag. Átíti konan í því sinn góða þátt, því árvekni henn- ar og dugnaðar í öllu starfi var samsvarandi og hjá húsbóndan- um. Bömin studdu líka foreldra sína af miklum myndarskap strax og þau komust til þroska. Árið 1942 varð Jón fyrir því þunga áfalli, að missa konu sína. Féll honum það þungt að von- um, en tók mótlætinu með mikilli stillingu. Jón Hjartarson er greindur maður og hvers manns hugljúfi. Glaðvær og hnittinn í svörum. Vel hagorður en dulur á vísur sínar. Gestrisinn hefir harn alla tíð verið, enda á hann marga vini norðanlands og sunnan, en enga óvildarmenn. — Hann er sá maður sem aldrei bregður gefin loforð. Honum er óhætt aS treysta. Á Alþingi nýtur hann sem annarsstaðar vináttu og trausts. Hann er enn hress og kátur. Hef- ir það til að hlaupa við fót ef einhverju þarf að hraða. Má nærri geta, að á yngri árum hefir hann eigi verið lengi að því sem gera þuriti. Ég óska þessum aldna heiðurs- manni og hans vandamönnum allrar hamingju á hans merki- lega afmæli. Vil ég um leið þakka honum langa og trausta vináttu og margar liðnar ánægjustundir. Jón Pálmason. Búnaðarfræðslan og A Passíusálmar í Hallgrímskírkju UNDANFARIN ár, eða síðan Hallgrímskapella á Skólavörðu- hæð var vígð og tekin í notkun, hafa Passíusálmarnir verið sungn ?r þar á hverju rúmhel^u kvöldi um langafostu. Jafnframt hefur píslarsagan verið lesin, tilheyr- andi kafli hennar hvert kvöld, og flutt stutt og einföld bæna- gjörð. Á þessari föstu, sem nú er byrjuð, verður uppteknum hætti haldið um þetta og er hér með vakin athygli á því. Morgun- og kvöldbænir fara fram reglulega í mörgum kirkj- um erlendis og er mörgum kær- komið að geta átt helgistund í kirkju um leið og dagsverkið hefst og að því loknu. Þessar kvöldbænir föstunnar í Hall- grímskirkju eru fyrsta tiiraun hér í bæ til slíks helgihalds. Passíusálmarnir hafa á liðnum öldum borið uppi heigistundir heimilanna á föstunni. Víða eru þeir lesnir enn, í einrúmi eða sameiginlega. Þakkarverð er meðalganga útvarpsins um að styrkja þátt þeirra í þjóðlífinu. Nú les meðhjálpari Hallgríms- kirkju, Ari Stefánsson, þá í út- varpið, af þeim látlausa virðu- leik, sem einkennir hann og all- ir kannast við, sem hafa séð eða heyrt til hans við helga þjón- ustu. En það er líka gott að koma saman og syngja Passíusálmana. Og enginn staður er kjörnari til þess en kirkjan, sem helguð er Hallgrími Péturssyni. Sú kirkja á að réttum skilningi að vera meira en viðurkenning vorrar kynslóðar á þeirri þökk, sem Hallgrími ber fyrir leiðsögn sína í andlegum efnum á liðnum tíma. Hún á að votta það líka, að þjóð hans vilji enn og eftirleiðis njóta þeirra spektar, sem honum var gefin og í sálmum hans býr. Hún á fyrst og fremst að stuðla að því, að svo verði. Kvöldvökur föstunnar í Hallgrímskirkju er liður í veigamesta ætlunarverki minningarkirkjunnar. Þessar athafnir hafa verið sótt- ar betur en margur mundi ætla að óreyndu. Er hér með bent á, að þær hefjast að þessu sinni í kvöld og verða á hverju rúm- helgu kvöldi föstunnar k). 8, nema miðvikudagskvöld, en þá , Framh. á bls. 12 VEGNA umræðna í blöðum um að starfsemi sú, á sviði búnaðar- fræðslu með sérstöku fyrirkomu- )agi, sern nú er þegar hafin, hefði átt að koma til umræðu á Bún- aðarþingi áður en af framkvæmd um vrði. ska) eftirfarandi upp- lýst: 1. Á árinu 1953 stóð íslending- um til boða fjárhæð nokkur af fjármunum þeim, er tilheyrðu j Marshallfé, en sem fulltrúar ' Bandaríkjanna höfðu fullan eignar- og ráðstöfunarrétt á. ' Fjárhæðin var borin fram til þess að efla fræðslustarfsemi á sviði landbúnaðarins, í þeim til- gangi að örva framleiðsluaukn- ingu, og bundin því skilyrði að íslenzka þjóðin legði fram hærri upphæð á móti í sama skyni. Að sjálfsögðu kom til kasta is- lenzkra stjórnarvalda að ákveða hvort tilboði þessu yrði sinnt eða hafnað. Ákvörðun um það var | tekin þegar Alþingi samþykkti | fjáriög í desember síðastliðnum. 2. Að fenginni þeirri fjárhæð, er fram skyldi leggja á móti, lá næst fyrir að ríkisstjórnin undir- ritaði samning þann, er mælti fyrir um hvernig fénu skyldi varið. Til þess að ganga endan- lega frá þeim málum kom hingað maður að nafni Mr. King, frá FOA í París, þ. 6. janúar s. 1. Samningurinn var undirritaður hér í Reykjavík af Thomas P. Dillon, Charge d’Affaires ad interim, fyrir hönd Bandaríkj- anna og Steingrími Steinþórs- syni, landbúnaðarráðherra, fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar, þann 11. janúar. 3. Að því búnu var starfið strax hafið. Samkvæmt samning- um skyldi umræddu fé aðeins varið til upplýsingastarfsemi og eigi til fjárfestingar, enda skyldi það vera fullnotað fyrir júnílok 1954. Með sérstöku samkomulagi var þó þessi frestur framlengdur til síðari hluta ársins 1954. Ríkis- stjórnin hafði fallizt á, að af framkvæmdum yrði og fól nú Búnaðarfélagi íslands að annast þær. 4. Upprunalega fylgdu tilboð- inu áætlanir um starfsaðferðir í megindráttum, en við nánari end urskoðun féllst Mr. King á viss- ar breytingar, vegna sérstakra staðhátta hér er sýnt var að leiddu til vænlegri árangurs af starfinu. — Þess hefur annars- staðar verið getið, að þegar mál þetta var á undirbúningsskeiði var lejtað álits vissra ráðunauta Búnaðarfélags íslands um nokk- ur atriði. 5. Ríkisstjórn fslands sendi mál þetta til umsagnar stjórnar Bún- aðarfélags íslands í nóvember- mánuði s. 1. Mælti stjórnin þá með því, að tekið yrði tilboði um nefnda fjárhagsaðstoð til upplýs- ingastarfa, en eigi kom til greina að kalla Búnaðarþing saman til þess eins að svara já eða nei við tilboði þessu, en um annað var ekki að ræða. Hér lá fyrir ákveð- ið tilboð til ákveðinna hlutverka sem afneita skyldi eða sam- þykkja. Þjóðir, sem standa okkur miklu framar í flestu, er varðar fram- leiðsluháttu og starfsaðferðir innan landbúnaðarins, höfðu þá þegar fengið hliðstæða aðstoð og störf þeirra voru hafin. Hér urð- um við á síðustu stundu að taka ákvörðun og hefja starfið fyrir- varalaust er undirskrift var feng- in, því að um áframhaldandi fjárhagsaðstoð i þessu skyni er eigi að ræða. Reykjavik, 26. febrúar 1954. Gísli Kristjánsson. vertíðinni: Bátarnir sem róa frá Akranesi AKRANESI, 3. marz. TJÁN bátar hafa róið frá Akranesi á þessari vertíð. — Bátarnip eru þessir og skipstjórar þeirra: Bátar: Skipstjórar: Keilir ....................... Garðar Finnsson Svanur ..................... Þórður Óskarsson Böðvar .......................Hannes Ólafsson Sveinn Guðmundsson...........Þórður Sigurðsson , Bjarni Jóhannesson.............Einar Árnason Ásbjörg ...................... Björn Ágústsson Reynir Heimaskagi Fylkir .... Ásmundur . Hrefna .... Sigrún..... Ólafur Magnússon .... Sigurfari Farsæll . Sæfaxi .. Aðalbjörg ...... Einar Gíslason ......Njáll Þórðarson ...... Marinó Árnason .. Valdimar Ágústsson .... Georg Sigurðsson . . Guðmundur Jónsson . . . Þorkell Halldórsson .... Þórður Guðjónsson . Jóhannes Guðjónsson Guðjón Friðbjarnarson Halldór Guðmundsson Fram ............................ Ragnar Friðriksson 100 fiskar á móti tuttugu þegar beitt er með loðnu Fór frá línunni á loðnuveiðar, ! lékk 15 iunnur í kasfi. Fyrsta þýzka skipið BERGEN — Fyrsta þýzka far- þegaskipið, sem heimsækir Noreg eftir stríðið er væntanlegt þang- að 18. maí n.k. — Þetta skip mun síðar í sumar fara aðra ferð með þýzka skemmtiferðamenn til Noregs. Stokkseyri, 4. marz: EINN af Stokkseyrarbátunum, Ægir, kom hingað í dag með | 15 tunnur af loðnu, er hann fékk vestur undir Þrídröngum við ! Vestmannaeyjar. | Ægir fór á sjó í morgun og lagði línuna, eftir um það bil | klukkustundar keyrslu fram und an Stokkseyri. Eftir að hann hafði | gengið frá línunni, hélt hann áleiðis til Vestmannaeyja til þess að ná í beitu. 15 TUNNUR í EINU KASTI Þegar hann hafði keyrt í 3 klst. varð hann var við geysi mikla loðnutorfu. Ægir gerði eitt kast með háf og fékk 15 tunnur. Ægir héit síðan beinustu leið til Stokks eyrar. með loðnuna og landaði henni hér milli kl. 4—5 í dag. S^ðan hélt hann út aftur til þess að vitja um línuna og er ókominn aftur. 100 FISKAR MÓTI 20 ÞEGAR BEITT ER LOÐNU Stokkseyrarbátarnir hafa hing- að til eingöngu haft síld til beitu, þar sem loðna hefur ekki verið fyrir hendi, en á hana fiskast miklum mun betur. Að sögn formanna eru hlutföll nálægust því að á hvern bjóð beittan með síld fiskist 20 fiskar Allir sem vettlingi geta valdið virnia í fiskvinnu VESTMANNAEYJUM, 4. marz. HINN mikli landburður af fiski, sem verið hefur hér í Vestmanna eyjum undanfarna daga hífur að sjálfsögðu skapað gífurlega at- vinnu hér í bænum og er nú mikill skortur á verkafólki, þó allir, sem vettlingi geta valdið séu kómnir í fiskvinnu. Menn af öllum stéttum hópast að lokinni vinnu sinni niður í fiskiðjuverin. Nú er einkum skortur á mönnum við línubeit- ingu, því margir beitingamenn haf helzt úr lestinni vegna meiðsla og handameins. Eðlilegt er að skipstjórar vilji róa með lengri línu þegar svona vel fisk- ast: —Bj.Guðm. en á bjóð beittan með loðnu fisk- ist 100 fiskar. Var þag því mikið gleðiefní út gerðarmönnum hér, þegar Ægir kom með feng sinn í dag og munu bátarnir beita með loðnu í kvöd fyrir næsta róður. Af)i bátanna í dag var 4—5 tonn. — Magnús. Kvei vlð það sama, inflúenza aukin FARSÓTTIR í Reykjavík vikuna 14.—20. febrúar 1954 voru sem hér segir samkvæmt skýrslum 26 (25) lækna. í svigum tölur frá næstu viku á undan. Kverkabólga ... Kvefsótt ...... Iðrakvef ...... Influenza...... Kveflungnabólga . Taksótt........ Munnagur ...... Kikhósti ...... Hlaupabóla..... Ristill ....... Saltskortur y f ir- vofaudi í Eyjum VESTMANNAEYJAR, 4. marz: Saltskortur er yfirvofandi hér. —■ Saltskipið, sem von var á í febr. byrjun, varð fyrir áfalli suður í Biskayflóa og varð að hætta við förina. Annað skip var fengið síðar og er nú von á því á mánu- dag. Með óbreyttum landburði af fiski, óttast menn hér að svr» kunni að fara, að s altskortur verði, jafnvel þó von sé bráða- birgðaúrlausnar frá Reykjavík. —Bj.Guðm. 54 ( 93) 452 (448) 34 ( 34) 28 ( 8) 26 ( 33) 1 ( 1) 1 ( 6) 30 ( 25) 10 ( 14) 2 ( 1) AKRANESI, 4. marz: — í kvöld kom vb. Farsæll meg 38 tunnur af*loðnu frá Reykjavík og E)d- borgin með 12 tunnur. Beittu Akranesbátarnir loðnunni í kvöld flestallir. Loðnan veiddist í morg un við Vestmannaeyjar og var flutt þaðan til Þorlákshafnar. Þaðan var hún flutt á bifreiðum til Reykjavíkur en þar tóku E)d- borgin og Farsæll við henni og fluttu hana til Akraness. Kom loðnan það tímanlega að bátarnir gátu beitt henni í kvöld, Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.