Morgunblaðið - 10.04.1954, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.04.1954, Qupperneq 9
Laugardagur 10. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ B „PiEfur og sfúika" í Þjóðleikhúsinu LeikféEqg Re;ykjavíkur: «* * „Frænka Chorleys“, skopleikur eítir Brundon Thomas Þjóðleikhúsið sýnir Pilt og stúlku í kvöld og annað kvöld kl. 8, og eru það 39. og 40. sýningin á leikritinu. Þetta eru síðustu sýn- ingarnar fyrir páska og fer nú sýningum að fækka og ættu þsir, sem eiga eftir að sjá þetta vinsæla leikrit ekki að draga það öllu lengur. — Myndin sýnir Ilerdísi Þorvaldsdóttur sem Guðrúnu, Róbert Arn- finnsson sem Kristján búðarmann, Ævar R. Kvaran sem Möller kaupmann og Bryndísi Pétursdóttur sem Sigríði í Tungu, eftir teikningu Halldórs Péturssonar. Kindakjötið Framh. af bls. 1 EKKI TIL SKIPTANNA Menn hafa spurt, hvers vegna kjöt sé þá ekki flutt þaðan til þeirra staða sem verr eru staddir. Því er þá til að svara, að kjötið er í eign einstaklinga, kaup- manna og kaupfélaga. Það er ekki von, að þeir fari að kosta til uppskipunarkostnaði og flutn- ingskostnaði, m. m. þar sem þeir eru öruggir með að geta selt kjötið fyrir fullt verð heima hjá sér. Engin heimild er heldur til þess að hið opinbera taki kjötið með valdi til jafnrar dreifingar. Þó eru sterkustu rökín að sjálf- sögðu þau, að þessar birgðir á stöðum úti á landi eru svo smá- vægilegar, að þær eru ekki til skiptanna. SÉÐ FYRIR BRÝNUSTU ÞÖRFUM SJÚKRAHÚSA Þess hefur verið gætt sem sjálf sagt er, að halda eftir hæfilegum kjötbirgðum fyrir sjúkrahúsin í Reykjavík og annars staðar. Þó mun jafnvel þar verða að halda sparlega á kindakjötinu og reyna að drýgja það með öðru nýmeti, þegar kemur fram á sumar. Skortur á kindakjöti er engin nýjung hér á landí siðan fjár- sjúkdómarnir fóru að herja land- ið, þótt kjötskorturinn sé með mesta móti í ár. En væntanlega fer að rætast úr honum á næstu árum, eftir því sem bændur t. d. á Suðurlandi í uppsveitum Árnes og Rangárvallasýslu koma upp hjá sér heilbrigðum fjárstofni. Enn eru bændur vestan Eyja- fjarðar yfirleitt ekki komnir með fullan stofn og fjarri því bæði í Borgarfirðinum og Suðurlandi. Meðan fjárskiptin stóðu yfir fram á siðasta haust var heldur engu lambi slátrað á Vestfjarða- svæðinu. SUMARVERÐ Á NAUTAKJÖT Það er einnig kunnugt að birgð ir af nautakjöti voru í marz 248 tonnum minni en á sama tíma í fyrra og birgðir af hrossakjöti 83 tonnum minni. Hins vegar eru engar skýrslur til um hve mikið berst að af nauta- og hrossakjöti i sumar. Um þetta leyti árs er venjulega hækkað verð á nauta- kjöti og kemur á það svonefnt sumarverð. Var hækkun núna tilkynnt 5. april og nokkru meiri en s.l. ár, þ. e. úr 16 krónum í 19 krónur kílóið. Verður þetta Væntanlega til að auka fram- boðið. ANNAÐ NÝMETI Að venju leitar fólk og annars nýmetis, þegar fram á vorið kem- ur. Hrognkelsi eru alltaf álitin herramannsmatur, þá kemur svartfugl og síðar lundi. Þá kem- ur og láx og silungur og einnig hvalkjötið, sem er flutt ferskt til bæjarins þegar veiðar hefjast. Þrátt fyrir allt betta er þó ekki óeðlilegt þótt raddir hafi heyrzt um að nauðsyn beri til að flytja inn nokkuð magn af erlendu kjöti til þess að brúa bilið þar til sumarslátrun hefst. Efri deild gerði eina breyKngu á áfengis- lagafrtHRvarpinu ÁFENGISLAGAFRUMVARPIÐ kom til einnar umræðu i efri deild í gær, eftir þær breytingar, sem neðri deild gerði á því. — Nokkrar breytingartillögur voru fluttar af efri deildar mönnum, en engin þeirra var samþykkt nema sú, að fella út úr frum- varpinu það ákvæði, sem neðri deild samþykkti með 18 atkv. gegn 15, að í því skyldi vera. Það hljóðaði svo að leyfi til vín- veitinga mætti því aðeins veita að hlutaðeigandi bæjarstjórn hefði fallizt á, að vín verði til sölu í veitingahúsum í bænum.' Vegna þessarar breytingar fer málið aftur til neðri deildar. — I Samþykki hún breytinguna, verð ur frumvarpið að lögum. Geri hún það ekki, verða greidd at- ( kvæði um málið í sameinuðu Alþingi. Forsetahjónin verða vi3 úlför Mörlu krénprinsessu OSLÓ, 9. apríl — Ákveðið hefir verið að forsetahjónin verði við- stödd útför Mörtu krónprinsessu 21. apríl n. k. Kemur forsetinn hingað kvöldið áður og heldur förinni áfram til Stokkhólms að kvöldi útfarardagsins. Oslóborg er nú í sorgarbúningi. Hvarvetna eru fánar dregnir í hálfa stöng. Verzlunargluggar tjalda hvítu og svörtu með mynd af krónprinsessunni, og í glugg- unum loga kertaljós. Hætt var við blaðamannaheim- sóknina vegna fráfalls krón- prinsessunnar, en blaðamennirn- ir eru nú í Osló og sátu í gær- kvöldi boð sendiherra íslands hér ásamt nokkrum ræðismönnum íslands og sendiherra Noregs á íslandi. —Sv. Þ. LEIKFELAG REYKJAVIKUR frumsýndi í JSnó miðvikudags- kvöldið 7. þ. m. hinn bráðfjöruga og skemmlilega skopleik „Frænka Charleys". Höfundux leiksins, Brandon Thomas (1849—1914), var brezk- ur rithöfundur og leikari, er samdi allmörg leikrit, en kunn- ast þeirra allra og það er mestra vinsælda hefur notið er „Frænka Charleys". Samdi Thomas leik- inn árið 1892 og var hann frum- sýndur í Englandi sama ár við mikla aðsókn og hrifni áhorfenda. Síðan hefur leikurinn farið sig- urför um heiminn og er hann enn í dag sýndur á helztu leik- húsum vestan hafs og austan. Er t.d. ekki langt síðan hann var sýndur bæði í London og New York. Hér í bæ hefur „Frænka Charleys" verið sýnd oft áður, — fyrst í Breiðfjörðsleikhúsinu gamla í Bröttugötu, árið 1895. Leikfélag Reykjavíkur sýndi leik inn þegar á fyrsta starfsári sínu, veturinn 1897—98 og aftur á ár- unum 1907-—08, 1917—18 og loks 1928—29. Einnig hefur leikurinn verið sýndur víða úti um land og honum hvarvetna verið frábær- lega vel tekið. Rekur mig óljóst minni til þess að ég hafi séð hann leikinn á Isafirði skömmu eftir síðustu aldamót. Mun það hafa verið fyrsta leiksýningin, eða með þeim allra fyrstu, sem ég sá á ævinni. Leikurinn er afbragðsvel sam- inn og ber það með sér að höf- undurinn hefur kunnað mætavel til verka, bæði sem rithöfundur og leikhúsmaður. Efni leiksins er að vísu ekki veigamikið fremur en títt er um létta skopleiki eða gáskafullar stúdentakómedíur, en hann vekur óspart hlátur áhorf- enda eins og sannaðist svo eftir- minnanlega á frumsýningunni nú. Vitanlega á það ekki við í leikdómi að rekja efni skopleika af því tagi, sem hér er um að ræða, enda væri engum með því greiði gerður, hvorki leikhúsinu né væntanlegum áhorfendum. — Það verður því ekki gert hér, en geta vil ég þess, að ég minnist þess ekki að hafa verið á leik- sýningu þar sem hlegið hefur verið af meiri hjartans lyst, en á þessari sýningu í Iðnó. Einar Pálsson hefur sett leik- inn á svið og annast leikstjórn- ina. Flest hefur honum farist prýðilega i þvi starfi, enda hefur hann sýnt það oft áður að hann er efnilegur og vaxandi leikstjóri. Hraði leiksins er ágætur og hef- ur leikstjóranum með honum tekizt að bæta nokkuð úr þeim seinagangi sem á leiknum er á stöku stað frá hendi höfundar- ins, — og staðsetningar allar eru hinar eðlilegustu. En í tveimur atriðum hefur leikstjóranum skjátlast. öðru að vísu ekki stór- feldu, en hinu því veigameira. Fyrra atriðið er að nokkurt ó- samræmi er í búningum, t.d. þeirra sambiðlanna, Spettigue málfærslumanns, er Einar Þ. Einarsson leikur ágætlega, og Sir Francis er Jmrsteinn ö. Stephen- sen leikur. Annar með topplaga óskapnað á höfði, hinn með brenglaðan nútíma hatt, — og fleira mætti til telja. Hitt atriðið, oð hið veigameira, er Sir Francis sjálfur. Verður ekki annað séð en að leikstjórinn og þó liklega fremur leikarinn, hafi kastað höndum til þessa fimmtíu og eins árs gamla sirs og hermanns, svo fráleitt er gerfi Þorsteins í þessu hlutverki, enda er þar ljósJ lifandi kominn fjármálaráðherr- ann úr Skóla fyrir skattgreiðend- ur, sem Þorsteinn lék í haust. Var næsta ótrúlegt að hin auð- uga og glæsilega veraldarkona Donna Lucia d’Alvadorez, sem Gerður Hjörleifsdóttir túlkaði Leikstjóri: Einar Pálsson Árni Tryggvason sem „Frænka Charleys“. með ágætum, skyldi láta heillast svo að þessum heiðursmanni, jafnvel þó um fornan kunnings- skap væri að ræða. Hlutverk stúdentanna tveggja, Jacks Chesney’s og Charleys Wykeham’s, er þeir Einar Ingi Sigurðsson og Steindór Hjörleifs- son leika eru erfiðari viðfangs en menn skyldu ætla í fljótu bragði, meðal annars vegna þess hversu „symetrisk“ þau eru hvort við annað og því hætt við að þau verði leiðigjörn. En leik- endurnir gerðu þeim allgóð skil, einkum þó Einar, enda hlutverk hans betra. Steindór Hjörleifs- son er, sem allir vita, efnilegur leikari, en hann er fyrst og fremst skapgerðarleikari og í slíkum hlutverkum nýtur hann sín bezt. Ungu stúlkurnar Amy og Kitty, er leiknar eru af Önnu Stínu Þórarinsdóttur og Kristjönu Breiðfjörð, voru snotrar og sam- boðnar hinum ungu ástföngnu Oxfordstúdentum og leikur þeirra áferðargóður, en feimni þeirra einum of mikil er þær koma fyrst inn til stúdentanna, — en það mun vera leikstjórnar- atriði. Helga Valtýsdóttir leikur El!u Delahay, skjólstæðing Donnu Luciu, unga og glæsilega stúlku, en hlutdræga. Fer hún vel með þetta hlutverk, sem þó gefur ekki tilefni til mikilla átaka. Einkum var leikur hennar góður er hún gekk til unnusta síns, hins óvið- jafnanlega Babberleys, í leikslok. Brynjólfur Jóhannesson fer með hlutverk Brasetts, háskóla- þjónsins, sem sér um líkamlega velferð hinna ungu stúdenta. — Vínföngin vilja verða nokkuð ó- drjúg í höndum hans, enda má sjá þess merki á honum einkum er líður á daginn. En sá gamli býr yfir góðri kímni sem auðsætt er af hinum kostulegu svipbrigð- um Brynjólfs. Ágætur leikur og prýðilegt gerfi, sem Brynjólfi er lagið. Og þá kem ég að þeim leikar- anum sem ber hita og þunga dags ins, Árna Tryggvasyni, er leikur hinn unga og glaðværa stúdent, Fancourt Babberley, — alias „frænku“ Charleys. Árni Tryggvason er grósku- mikill leikari og þá fyrst og' fremst gamanleikari. Frá því hann lék assesor Svale í „Ævin- týrinu“ haustið 1952, með nýjum skilningi á þeirri persónu og frá- bærum tilþrifum hefur hann ver- ið í stöðugri sókn, er náð hefur hámarki nú í hlutverki „frænx- unnar“. — Hin bráðskemmtilegu svipbrigði hans og látbragð í þessu hlutverki, bæði áður en hann klæðist gerfi „frænkunnar“ og í því, eru svo samræmd að þau verða að órjúfandi heild, — skopleikurinn persónugerður. Og leikgleði hans er svo ómótstæði- leg, að hann hefur áhorfendurna í hendi sér frá upphafi leiksins til enda. — Með þessum leik sín- um hefur Árni unnið glæsilegt afrek, enda var hann að leiks- lokum hylltur af leikhúsgestum með fádæma fögnuði. Leiktjöldin hefur Lothar Grund gert af góðri smekkvísi. Einkum voru skemmtileg tjöldin í háskólagarðinum í 2. þætti. Lárus Sigurbjörnsson hefur þýtt leikritið eftir frumgerð þess, á gott og lipurt mál. Leiknum var forkunnarvel tek ið og leikstjóri og leikendur á- kaft hylltir að leikslokum. Sigurður Grímsson. Sýnikennsla Húsmæðrafélags- ins á mánudagskvöldið Sýndir rétfir ur hvalkjöti, hrossakjöti o. fl. NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld, 12. þ. m., efnir Hús- mæðrafélag Reykjavíkur til sýni- kennslu í húsakynnum sínum í Borgartúni 7, uppi. — Er það frk. Vilborg Björnsdóttir, hús- mæðrakennari, sem sýnir margs konar rétti úr hvalkjöti, hrossa- kjöti, kartöflum, rófum o. fl. Húsmæður hafa kvartað yfir kunnáttuleysi sínu við að mat- reiða úr hvalkjöti og hrossakjöti, svo vel fari, en nú ríður á að kunna að notfæra sér þær fæðu- tegundir, sem fáanlegar eru í kjötleysinu. En réttir úr hval- og hrossakjöti eru bæði ljúffengic og hollir ef rétt er að farið. Þess vegna efnir Húsmæðra- félagið til sýnikennslunnar á mánudaginn fyrir reykvískar húsmæður. — Verður kennslan ókeypis, en konur geta fengið keyptar uppskriftir hjá félaginu. Vafalaust verða margar konur, sem notfæra sér þetta einstæða tækifæri, en Húsmæðrafélagið hefur efnt til slíkra ókeypis sýni- kennslukvölda áður og þá jafnan verið fullskipað. Ný !ög um fuglaveið- ar og fuglafriðun í GÆR afgreiddi Alþingi sem lög frumvarp ríkisstjórnarinnar um fuglaveiðar og fuglafriðun. Er það mikill lagabálkur, sam- in af sérstakri nefnd og kveður á um veiðirétt og stjórn friðunar og veiðimála, friðunarákvæði og veiðitíma, flug’aveiðisamþykkt- ir, veiðitæki og veiðiaðferðir, inn- og útflutning fugla og refsi- ákvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.