Morgunblaðið - 10.04.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.04.1954, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 10. apríl 1954 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOM Framhaldssagan 13 „Og hvað skeði þegar þú gerð- ít það sem þú máttir ekki?“ „Mér var refsað", sagði hún. ,,'Ég var lokuð inni í herberginu mínu. Ég hló nú bara að því. Ég lcomst út um gluggann ef mér sýndist. Ég sat í runnunum og reykti.“ Henni fannst bersýnilega að orð hennar hefðu mikil áhrif á hann svo hún stæltist öll við og hélt áfram. „Ég kom meira að segja með nokkrar sígarettur hingað, get ég sagt yður.“ „Það var alveg óþarfi“, sagði hann. „Ég á nóg“. — Hann ýtti sígarettupakka yfir borðið til hennar. „Gerðu svo vel“. Hún starði á hann sem steini- lostin. „Er yður sama þó að ég reyki?“ „Úr því þú hefur reykt áður J>á er auðséð að þú færð ekkert útbrot af því“, sagði hann. „Þú getur komið hingað til mín og fengið þér sígarettu þegar þig langar til“. Hún hikaði og sagði svo: „Mig langar ekki í núna“. Hún var auð sjáanlega hrædd um að sér svelgd ist á frammi fyrir honum. „Það er sagt að maður hætti að stækka, ef maður reyki þegar maður er mjög ungur“, sagði hann, „en ég veit ekki hvort það ■er satt. Það væri gaman að sjá hvort svo er“. „Það er eins og yður sé sama, hvað fólk gerir hér“, sagði hún. „Við verðum að setja okkur viss takmörk. Við getum til dæmis ekki leyft að einhyert barnanna gangi um og drepi hin. Þá koma auðvitað foreldrarnir til skjalanna. Og okkur er heldur ckki sérlega vel við að húsin séu brennd ofan af okkur eða nokk- uð sé eyðilagt á annan hátt“. „Ég skil ekki hvers konar skóli það er eiginlega, ef allt er leyft“. „Eins og þú hefur kannske séð, Silvía, þá höfum við skrítnar skoðanir á hlutunum hérna. Að minnsta kosti finnst sumu fólki við hafa skrítnar reglur þó að okkur finnist það ekki. Okkur finnst aðalatriðið vera, að allir séu ánægðir og ö'llum líði vel. Þú hefur sennilega þá hugmynd að skólar séu eingöngu til að angra börnum. Þessi skóli starfar til þess fyrst og fremst að gera börnin ánægð til þess að þeim þyki gaman að læra Og það er nokkuð mikils virði að læra bæði eitt og annað áður en út í lifsbaráttuna kemur“. Silvía sat kyrr með krosslagð- ar hendur, en á svip hennar var að sjá sem orð hans hefðu ekki mikil áhrif á' hana. Eftir stutta þögn sagði hún ögrandi: „Ætlið þér þá ekki að refsa mér?“ „Fyrir hvað?“ „Fyrir það sem fólk hefur sagt yður um mig“. „Nei, við ætlum ekki að refsa l>ér“. „Mér er svo sem sama hvað þið gerið við mig“. „Ef svo er væri það sannar- lega tilgangslaust að refsa þér“, sagði hann. „Miklu nær væri að reyna að gera þig ánægða. Á ég að segja þér hvað ég las einu sinni: Hamingjusamur maður hefur aldrei gert óspektir á fund- um, æst til ófriðar eéa framið glæpi. Ég held að ef þú gætir verið ánægð hér, þá mundi fólk jhætta að kvarta undan þér“. „Ég er fullánægð“. „Jæja“, sagði hann. „En ef þú kemst einhvern tíma að þeirri niðurstöðu, að þú sért það ekki, þá langar mig til að biðja þig að | koma til mín og segja mér það“. , Silvía stóð upp. Ekkert í svip hennar bar vott þess að hún bæri hlýjan hug til hans eða treysti honum á nokkurn hátt. „Var það þetta, sem þér vilduð mér?“ „Já, nú máttu fara ef þú vilt“. Hún gekk niður af svölunum. Hann horfði á eftir henni, von- svikinn yfir því hve lítið honum hafði orðið ágengt og hve illa honum hafði tekizt upp. Allt þetta rugl um hamingjuna. Það var ekki hægt að gera fólk ham- ingjusamt með því að segja því að það ætti að vera það. Og ekki var hægt að vekja traust til manns með því að bjóða sígar- ettu. Þetta var allt svo auðvelt þegar lesið var um það í bókum. En þegar til kastanna kom, þá var öðru máli að gegna. I bók- unum stóð að væri maður góður við börnin, þá sýndu þau góðvild á móti, og allir voru ánægðir | þaðan af, Tóm vitleysa. Það eina sem skeði var það að barnið fyrir leit mann fyrir heimskulega framkomu, færði sig upp á skaft- ið og varð ennþá erfiðara viður- eignar en nokkru sinni fyrr. En hvað annað átti hann að gera? Ekki dugði að nota likamlegar refsingar Silvíu væri ekki betur borgið með þeim. En kannske | var hann bara of óþolinmóður. Hann hafði sagt það við Pawley að hann gæti ekki búist við nokkr um árangri strax. ■ Hann sá að Silvía kom aftur. snöggvast glæddist von hans. En svo sá hann að ennþá var sami þóttasvipurinn á andliti hennar. Hún nam staðar fyrir neðan tröppurnar. I „Það er alveg satt að ég hef verið í Bandaríkjunum”, sagði hún. Hann hló. „Já, því skyldi það ! ekki vera satt?“ „Pabbi minn segir yður kannske að ég hafi aldrei komið þangað, en ég hef það nú samt“. „Hvernig fórstu að því að kom ast þangað án þess að hann vissi?“ „Yður hefur sennilega verið sagt það, að ég strauk úr hinum skólanum og var týnd í viku“. „Það var ekkert minnst á það“. „Þeir þora þá ekki að kannast við það. En ég fór þá. Ég sagði þeim bara aldrei hvar ég hefði verið“. „Einmitt. Og þennan tíma varstu í Bandaríkjunum?" „Já“. Hún horfði beint í augu hans. „Einn kunningi minn frá Bandaríkjunum átti einkaflug- vél. Hann kom og sótti mig. Við flugum til New York. Svo flaug hann með mig aftur til baka. Við Ientum á litlum flugvelli uppi í sveit um nótt. Trúið þér mér ekki?“ „Því skyldi ég ekki gera það?“ „Þetta er alveg satt. Mér datt í hug að segja yður þetta, ef slte kynni að þér töluðuð við pabba minn og þér hélduð þá að ég hefði logið“. „Það var ágætt að þú sagðir mér þetta“. Hún horfði á hann dálitla stund, sneri sér svo við og gekk burt. Það var einkennilegt hvernig henni hafði tekizt að segja þessa sögu með mikilli sann færíngu. — Ef til vill trúði hún þessu sjálf. Unglingar höfðu oft ríkt hugmyndaflug og gerðu sér tæplega grein fyrir því á stund- um hvað var draumur og hvað veruleiki. Honum datt í hug eðli hug- myndaflugs Silvíu, hvernig hún ímyndaði sér að hún væri um- vafin hinni sönnu ást Og þá mundi hann eftir því, hvernig hann hafði látið sig dreyma í æsku um að vera elskaður heitt og innilega af fagurri konu, sem hann hafði bjargað úr sjávar- háska og þá varð honum hugsað til Caroline og hvernig ástarævr intýrið hafði algerlega farið út um þúfur. Ef menn aðeins gætu stöðugt lifað í draumaheimum. KOTLU- M Á R hét maður. Hann var höfðingi mikill og bjó að Reyk- hólum vestra. Hann átti konu þá, er Katla hét. Hún var af góðum ættum. — Einhverju sinni reið Már, sem oftar, til Alþingis, en Katla var eftir heima. Meðan Már var burtu, gengur Katla einn morgun til dyngju sinnar og sofnar þegar. — Þangað komu og aðrar konur síðar, og sefur hún sem áður. Þegar leið að miðdegi, vilja þær vekja Kötlu, en þess var ekki kostur. Hugðu þær Kötlu þá dauða, og sögðu fóstra hennar til. —- Þegar hann kom þar, sem Katla lá sagði hann, að hún væri ekki dauð, því að önd bærðist fyrir brjósti henn- ar, en hann gæti ekki vakið hana. Sat hann svo yfir henni 4 dægur föst og full. Á fimmta dægri vaknaði Katla, og var þá harmfull mjög, en engirtn þorði að fregna hana, hvað því olli. Eftir það kemur Már heim af þingi". Þá hafði Katla brugði'ð háttum sínum, því að hvorki gekk hún á móti honum né bneigði honum, er hann kom. Hann leitar þá eftir hjá salkonum hennar, hvað þessu valdi, en þær kváðust ekki vita neitt um annað en að Katla hefði sofið 4 dægur, en ekki sagt neinum, hvað fyrir sig hefði borið. Már gekk þá á konu sína um þetta í tómi, og spurði hvað orðið hefði um hana í svefnhöfga þessum, og kvað henni ekki mundu verða mein af mælgi sinni. Katla sagði honum þá upp alla sögu. „Mér þótti,“ segir hún, „kona koma til mín í dyngjuna, húsfreyjuleg og orðfögur. Hún kvaðst eiga heima á Þverá skammt héðan, og bað mig að fylgja sér á götu. AMERÍSKIR JUL II Austurstræti 14 — Sími 1687 Höfum fengið nýtt úrval af borðlömpum. Verðið vi-3 allra hæfi. BORBLAMPAR VOLKSWAGEN Frá Volkswagenverksmiðjunum í Þýzknlandi útvegum vér með stuttum fyrirvara hentugar sendiferðabifreiðar, með og án yfirbygginga. Leitið upplýsinga. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Sími 1275 UTANHIJÐUNARETNI Þeir, sem vilja tryggja sér utanhúðunarefni hjá oss 3 fyrir vorið, eru góðfúslega beðnir um að leggja inn pant- 1 anir sínar sem fyrst. GLSTSTEINN \ Símar 6517 og 5296

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.