Morgunblaðið - 13.04.1954, Page 4

Morgunblaðið - 13.04.1954, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. apríl 1954 l 4 J Hefi opnað mái ar a vin nustof u á Túnigötu 5 Tek að mér málun á: Húsum, skipum, skiltum, húsgögnum og auglýsingum. Uppl. í síma 82772 eða 81579. Hafsteinn Hansson málarameistari. Góður einkabíU óskast strax, má vera 2ja dyra. Bílasalan Klapparstíg 37 — Sími 82032 Húseignir og Eóð í Reykja- vík, á hitaveitusvæðinu eru til leigu eða sölu, ef um semst. Lóðin er um 2900 fermetrar og húsin 2600 rúmmetrar. Lysthafendur sendi nöfn sín í bréfi til afgreiðslu Morg- unblaðsins merkt „Hitaveitusvæði“ —391, fyrir 21. þ.m. Félög innan í. R. R. er sækja vilja um æfingatíma á völlum vallarstjórnar, sendi umsókn til vallarstjóra, Iþróttavellinum fyrir 17. apríl Stjórn íþróttasvæðanna. Arney í Breiðafirði er til sölu. — Laus til íbúðar í fardögum í vor. Ahöfn getur fylgt. — Upplýsingar gefur KRISTJÁN GUÐLAUGSSON, hæstaréttarlögmaður, Austurstræti 1, sími 3400. BEZT \ páska og sumargjöfin handa börnum er enskur : ULLARPRJÓNAFATNAÐUR. — Margar gerðir ■ og fallegar. i m VERZLUNIN VARÐAN ! ' . ■ ■ Laugaveg 60 — Sími 82031 ; E jm s E Framtíðaratvinna j ■ ■ Skrifstofumaður, reglusamur duglegur, óskast. — l m Uppl. (ekki í síma), gefur Egill Vilhjálmsson, : ■ ■ Laugaveg 116. ; Húsvörður ‘m ■ i« Ungur, reglusamur og ábyggilegur maður, óskast frá • ’ M • B 1. mai n. k. til husvarðarstarfa. Laun samkv. taxta Dags- : , • Ibrunar um fastraðna pakkhúsmenn. : Tilboð (ásamt mynd), sem greinir frá aldri og fyrri ■ störfum, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld : ■ merkt: Húsvörður —394. : — Dagbók — „Skóli fyrir ungherja" FRAMSÓKNARBLAÐIÐ „Dagur“ á Akureyri skýrir svo frá, að nýlega hafi verið settur þar á fót „skóli fyrir unghesta“, en „hrossin, sem þar eru við nám, eru frá 4—8 vetra og um tuttugu talsins“. Þá lætur blaðið þess einnig getið, að sökum þrengsla hafl orðið að neita mörgum hestum um skólavist. Sjá, menningin blómgast, og nú er því takmarki náð, sem námfúsir hestar vors lands hafa jafnan þráð. Því stofninn var góður, en stundum fannst hinsvegar bresta á stjórnmálaskilning og menntun norðlenzkra hesta. Því bjóðum vér velkomna strax í vorn Framsóknarflokk þá fáka, sem nema hið göfuga samvinnubrokk. Og skemmtilegt væri, ef skagfirzkar hestaættir skipuðu Hermanns rúm, þegar foringinn hættir. B. í dag er 103. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 2,24. Síðdegisflæði kl. 15,02. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1618. St:. St:. 59544147 VII. LO.O.F. Rb. St. I Bþ. = 1034138 V2 — 9. 0 RMR — Föstud. 16.4.20. — HRS------Mt. — Htb. □------------------------□ . Veðrið • í gær var suðvestan kaldi og éljaveður á Suður- og Vesturlandi, en hægviðri og léttskýjað austan- lands og austantil á Norðurlandi. í Reykjavík var hiti 1 stig kl. 15„00, 5 stig á Akureyri, 1 stig á Galtarvita og 2 stig á Dalatanga. Mestur hiti hér í gær kl. 15,00 naældist á Akureyri, 5 stig, og minnstur hiti 0 stig í Stykkishólmi og á Helissandi. 1 London var hiti 5 stig; um há- degi, 2 stig í Kaupmannahöfn, —2 stig í París, 0 stig í Osló, .1 stig í Stokkhólmi, 0' stig í Berlín og 4 stig í Þórshöfn. □------------------------□ • Bruðkaup « Gefin voru saman í hjónaband síðast liðinn sunnudag (11. apríl) Jórunn Hadda Egilsdóttir, Víði- mel 19, og Ingiberg Þórarinn Halldórsson, Snorrabraut 36. S. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Ásdís Björns- dóttir, Hringbraut 115, og Hróð- mar Margeirson, s. st. — Heimili þeirra er á Hringbraut 115. . Hjónaefni . Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Guðmunds- dóttir frá Bermóðsstöðum og Val- ter H. Jónsson, Hverfisgötu 82. S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú María Júlía Helgadóttir, Grenimel 17, og Reyn- ir Guðsteinsson, Bjarkarlundi, Vetmannaeyjum. . Flugferðir . Loftleiðir h.f.: Edda, millilandaflugvél Loft- leiða, er yæntanleg þingað til Reykjavíkur kl. 11,00 í fyrramálið frá New York. Gert er ráð fyrir að flugvélin fari á hádegi áleiðis til Stafangurs, Oslóar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Flugfélag íslands h.f.: Innanlahdsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Isafjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja og Þingeyrar. Á morg- un eru áætlaðar flugferðir til Ak- ureyrar, Hólmavikur, ísafjarðar, Sands, Vestmannaeyja, Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæj- arklausturs og Austfjarða. Miliandaflug: Gullfaxi fór í morgun til Prestvíkur og Kaup- mannahafnar. Flugvélin er vænt- anleg aftur til Reykjavíkur kl. 19,15 á morgun. Prestar! Þeir prestar, sem ætla að aug- lýsa páskamessurnar í skírdags- blaðinu, sem er seinasta blað fyrir páska, eru vinsaml. beðnir að hafa samband við Dagbókina í dag Félag austfirzkra kvenna heldur spilafund í Aðalstræti 12 í kvöld kl. 8,30 stundvíslega. Hraunprýðiskonur halda síðasta fund vetrarins í kvöld. Sólvangur, Hafnarfirði. Heimsóknartími á virkum dög- um er frá kl. 3—4 og frá kl. 7,30 til 8 síðdegis. Á helgum dögum frá kl. 3—4,30 og frá kl. 7,30—8 síðd. — Börn mega ekki koma í heim- sókn nema í fylgd með fullorðnum. Þakkarávarp. í vetur hafa ýmsir listamenn og kristileg félög komið hingað og veitt okkur marga ánægjustund og auðgað okkur með list sinni og öðru uppbyggilegu efni. Fyrir það viljum vér þakka af heilum hug og sendum ykkur öllum kærar kveðjur. — Vistfólk á Kópavogs- hælinu. . Blöð og tímarit • Eining, 3. tbl. er nýkomið út. Efni er m. a. grein um hinn ný- kjörna biskup eftir séra Kristin Stefánsson, minningai'orð um Run ólf Sveinsson, sandgræðslustjóia, grein um Jóhann Ögm. Oddsson, 75 ára. grein um bækur Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins, út- varpsræða séra Jóns Auðuns dóm- prófasts, er hann flutti á föstu- daginn langa 1953, grein um á- J fengismálin erlendis, og margt fleira er í ritinu. Ljósbcrinn, 3. tbl. er nýkomið út. Efni er m. a. sagan: Drengur- inn, sem ekki gat skrökvað, frá- sögn af nútíma kraftaverki, Kom af himni, grein um drengjaborg- ina í Nebraska, framhaldssagan, Sekur eða saklaus, — þá er og margt fleira í heftinu. Bjarmi, 3.—4. tbl. er nýkomið út. Efni er m. a. grein eftir Gunn- ar Jóhannesson er nefnist Á föstu, — greinin: Hann getur umbreytt, ræða eftir N. J. Grötem, haldin í K.F.U.M. í Reykjavík, — Þeir, sem bíða, Þá er grein um kristni- boð og margt fleira. Kvöldbænir í Hallgríms- kirkju verða á hverju virku kvöldi kl. 8 e. h. framvegis. (Á miðvikudags- kvöldum eru föstumessur kl. 8,15) ( Hafið Passíusálmana með. Heimdellingar! Skrifstofa Heimdallar er í Von- arstræti 4, sími 7103. Félagsmenn! Hafið samband við skrifstofuna. Sækið félagsskírteinin. Sólheimadrengurinn. Afhent Morgunblaðinu: V. H. 50 krónur. Skagfirzk kona 200 ki’. G. A. 20 kr. Tveir bræður 50 kr. N. N. 25 kr. t- • tJtvarp • 19,30 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um (plötur). 20,30 Erindi: Áfang- ar í réttindamálum kvenna; síðara erindi (Rannveig Þorsteinsdóttir lögfræðingur). 20,55 Tónleikar: Kling-klang kvintettinn syngur (plötur). 21,15 Náttúrlegir hlutir: Spurningar og svör um náttúru- fræði (Guðmundur Þorláksson cand. mag.). 21,30 Undir Ijúfum lögum: Carl Billich leikur píanó- lög eftir Chopin. 22,20 Úr heimi myndlistai'innar. Björn Th. Björns son listfræðingur sér um þáttinn. 22,40 Kammertónleikar (plötur): Píanókvintett í flmoll op. 34 eftir Brahms (Rudolf Serkin og Busch- kvartettinn leika). 23,20 Dag- skrárlok. Erlendar stöðvar. (Allir tímar — íslenzk klukka.)’ Danmörk: Á 49,50 metrum daglega á tím- anum kl. 17,40—21,15. Fastir lið- ir: 17,45 Fréttir. 18,00 Aktuelt kvarter. 20,00 Fréttir. 18,15 Giro 413 — óskalagaþátt- ur. 19,15 Útvarpsleikrit: „Djevel- ens Stridsmand" eftir Bernard Shaw, Edwin Tiemroth er leik- stjóri. Svíþjóð: Útvarpar t. d. á 25 og 31 m, Fastir liðir: 11,00 Klukknahring- ing og kvæði dagsins. 11,30, 18,00 og 21,15 Fréttir. Á þriðjudögum og föstudögum kl. 14,00 Fram- haldssagan. 16„45 Upplestur á ljóðum eftir Olof von Dalin. 20,00 Þáttur frá útlöndum. Amerískur bill nýr, 6 manna, óskast,' eða leyfi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt: 377.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.