Morgunblaðið - 14.04.1954, Blaðsíða 1
16 síður
Frá bæjarstjárnarfundi I gær:
Raimhæiar tillögur Sjúlistæðismanna í húsnæðismálum
Eden og Duiles sammála:
¥inna ska! að sameiginlegum
vörnum í SuðauslurAsíu
Bevan-sinnar gagnrýna áæflunina.
* lltrýming bragganna næstu árin
* 50 millj. kr. byggingarsjéður
* Hagkvæmar sambýlisbyggingar
* Sameiginlegar kyndtngarstöðvar
fyrir 100 íbúðir o. fl. úrræði
í
PARÍSARBORG, 13. apríl. — Reuter-NTB
IDAG lauk viðræðum utanríkisráðherranna Dullesar og Edens.
í tilkynningu, sem gefin var út í kvöld, segir, að Bretland og
Bandaríkin séu reiðubúin að rannsaka möguleika sameiginlegra
varnaráðstafana í Suðaustur-Asíu og á vestanverðu Kyrrahafi
ásamt þeim ríkjum öðrum, sem þar hafa hagsmuna að gæta.
DULLES HARÐÁNÆGÐUR
Dulles er farinn til Parísar,
þar sem hann ræðir Asiumál við
George Bidault, utanríkisráð-
herra. í viðtali við fréttamenn
sagði ráðherrann, að hann væri
harðánægður með árangur af
för sinni til Bretlands.
EDEN GAGNRÝNDUR
Eden sætti harðri gagnrýni, er
hann greindi þinginu frá við-
ræðunum. Vinstri armur Verka-
mannaflokksins undir forystu
Bevans sakaði þá ráðherrana um
að vinna fyrirhugaðri Genfar-
ráðstefnu tjón. Eden svaraði og
kvað þessar sameiginlegu varmr
mjög veigamiklar til eflingar
heimsfriðnum.
Bretar hefðu ekki heldur skuld
bundið sig til annars en rann-
saka áætlunina, sem Bandaríkin
hefðu lagt fram.
EINHUGUR OG EINBEITNI
Er hann á bandi
kommúnisfa!
NEW YORK, 13. apríl. — Banda-
ríkskum kjarnorkufræðingi, dr.
Robert Oppenheimer, hefur ver-
ið vikið frá störfum, en hann var
forseti einnar deildar kjarnorku-
málanefndarinnar bandarísku. Er
hann sakaður um of náið sam-
band við kommúnista og að hafa
ráðið kommúnista að kjarnorku-
stöð í Nýju Mexíkó á styrjaldar-
árunum.
,Þá kvað hann og hafa risið önd-
verður gegn smíði vetnisprengj-
unnar. Oppenheimer hefur neitað
áburði þessum.
--------------------®
Spaek falin
stjéE’nas'nByndun
BRÚSSEL, 13. apríl. — Stjórn-
málamenn í Erússel telja, að jafn
aðarmanninum Henri Spaak
verði falin stjórnaimyndun í
Dulles sagði fréttamönnum, að
fullkominn skilningur hefði fíkt
milli þeirra Edens, enda hefði
verið varpað ljósi yfir ýmis mál,
sem áður hefði valdið misskiln-
ingi.
Er hann kom til Parísar sagði
hann, að allar frjálsar þjóðir,
sem styrjöldin í Indó-Kína varð-
ar, hljóti að standa saman til
að binda endi á stríðið. „Vér
vonum, að Genfarráðstefnan þoki
oss áleiðis að því marki, en til
að svo megi verða, þurfum vér
að sína einhug og einbeitni."
Bolvinnik - Smyslov
meS 6 v. hvor
MOSKVU — Botvinnik hefir
mikla möguleika á að vinna
13. umferðina í heimsmeistara
keppninni í skák. Fór hún í
bið í dag eftir 40 leiki og hafði
Botvinnik þá betri stöðu.
Verður skákin tefld á morgun.
— Eftir 12. umferð eru þeir
Botvinnik og Smyslov með 6
vinninga hvor. — NTB.
60 farsst í
járnbrauterslysi
PARÍS, 13. apríl: — í dag sprakk
farþegalest í loft upp á leið milli
Battambang og Pnom Penh,
höfuðborgar Kambódíu. Létu þar
60 manns lífið.
í tilkynningu stjórnarinnar um
málið segir, að komið hafi verið
fyrir sprengju undir járnbrautar
teinunum. •— Reuter-NTB
Yerkfall yfirvofandi
hjá SAS
KAUPMANNAHÖFN, 13. apríl:
— Viðræður um heildarsamninga
við starfsmenn flugfélagsins SAS
hafa strandað. Hefir starfslið fé-
lagsins boðað verkfall frá laug-
ardeginum 24. apríl.
Belgíu, enda vann flokkur hans
á í kosningunum á sunnudag.
Kaþólski flokkurinn, sem að
vísu tapaði meirihluta sínum, er
enn stærsti flokkur landsins. Var
flokksfundur haldinn í dag, þar
sem um það var rætt, hvernig
brugðizt skyldi við hugsanlegu
boði um þátttöku í rikisstjórn.
Reuter—NTB
Stjóraarfrumvarp um að
leyfa innflutning kjöts
AFUNDI Neðri deildar í gær var lagt fram stjórnarfrumvarp
um að landbúnaðarráðherra sé heimilt að leyfa innflutning
á kjöti til landsins í apríl-, maí- og júnímánuði 1954. Leyfi þetta
má því aðeins veita, að yfirdýralæknir samþykki innflutninginn
og fylgt verði fyrirmælum hans um kjötinnflutning þennan.
TILFINNANLEGUR SKORTUR
KJÖTS
Steingrímur Steinþórsson land-
búnaðarráðherra fylgdi frum-
varpinu úr hlaði. Ræddi hann
nokkuð um hvernig hagað myndi
kaupum og innflutningi kjötsins
svo ekki hlytist tjón af völdum
gin- og klaufaveiki.
í greinargerð frumvarpsins
segir m. a. að kjötneyzla hafi
verið meiri á þessu ári en hinu
síðasta og að skortur á kjöti og
kjötvörum verði mjög tilfinnan-
legur á þessu vori.
Til þess að bæta úr kjötskort-
inum hefur framleiðsluráð land-
búnaðarins tilkynnt ráðuneytinu
að það telji rétt að leyfa inn-
flutning á kjöti, svo fremi yfir-
dýralæknir samþykki það og
fylgt verði skilyrðum sem hann
kann að setja til að tryggja að
búfjársjúkdómar flytjist ekki til
landsins í sambandi við innflutn-
inginn.
Neðri deild samþykkti frum-
vaipið á 3 fundum og sendi Efri
deild, en þar var það einnig sam-
þykkt við þrjár umræður.
jPINS OG ÁÐUR hefir komið fram í bæjarstjórn Reykja-
víkur hefir bæjarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna að
undanförnu haft til athugunar úrræði í húsnæðismálunum,
sem verði til þess að bæta verulega úr húsnæðiseklunni.
Á fundi bæjarstjórnarinnar í gær voru tillögur Sjálfstæð-
ismanna lagðar fram í bæjarstjórninni — og samþykktar
þar óbreyttar og samhljóða.
Jóhann Hafstein hafði orð fyrir Sjálfstæðismönnum og gerði
rökstudda grein fyrir tillögum þeirra í ýtarlegri ræðu.
Vék hann í upphafi máls síns að því, að fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar í janúar s. 1. hefðu Sjálfstæðismenn markað stefnu
sína í húsnæðismálunum, sem miðaðist við ráðgerðar fram-
kvæmdir á kjörtimabilinu.
Með þeim tillögum, sem nú væru fram lagðar, væri hafizt handa
um framkvæmd þessarar stefnu. Hér væri bæði um að ræða til-
lögur um tilteknar byrjunarframkvæmdir og eins ráðagerðir fram
í tímann. Mundi flokkur Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn síðan
fylgja þessum málum fram á hverjum tíma eftir því sem fjárhag-
ur og aðstæður leyfðu og þörf krefði.
Meginatriði tillagnanna er að aðstoða þá sem verst eru settir
til þess að eignast ibúðir og í því sambandi sé höfuðáherzla lögð
á útrýmingu braggaíbúða samfara öðrum ráðstöfunum til útrým-
ingar öðru lélegu húsnæði.
Takmarkið væri að útrýma braggaíbúðunum á næstu 4—5 ár-
um. Hinir miklu mannflutningar úr dreifbýlinu á undanförnum
árum eru meginorsök húsnæðisvandræðanna. Hér er því um vanda-
mál að ræða, sem bæði Alþingi og ríkisstjórn ber skylda til að
sameinast bæjarstjórn um til úrlausnar. Við það eru tillögurnar
m. a. miðaðar.
Það vakti athygli að fulltrúar minnihlutaflokkanna í bæjar-
stjórn lögðu nú ekkert til þessara mála. Stóðu þeir upp til mála-
mynda, Ingi R. Helgason og Þórður Björnsson, en hvörugur hafði
nokkuð fram að færa, enda engar tillögur fluttar af fulltrúum
annarra flokka, sem alli^ samþykktu tillögur Sjálfstæðismanna.
Tillögur Sjálfstæðismanna fara hér á eftir:
BÆJARSTJÓRN REVKJAVÍKUR ÁLYKTAR EFTIRFARANDI:
1. Að hefja byggingu hagkvæmra sambýlishúsa og gefa fólki
kost á því að eignast þessar íbúðir fokheldar með hitalögn,
í því skyni að útrýma um leið braggaíbúðum.
Ákveður bæjarstjórnin að byrja nú þegar byggingu fjög-
urra slíkra sambyggðra raðhúsa, tveggja hæða, með 40
fjögurra herbergja íbúðum.
2. Að hefja nú þegar byggingu á f jórum húsum húsum til við-
bótar í Bústaðahverfinu í því skyni að gefa fjölskyldu-
fólki í lélegum íbúðum kost á að eignast þau fokheld með
hitalögn.
3. Að fela bæjarráði að undirbúa frekari framkvæmdir í sam-
ræmi við lið I og 2 og athuga sérstaklega að skipuleggja
staðsetningu fjölbýlishúsanna með það fyrir augum, að
sameiginleg kyndingarstöð verði fyrir t. d. allt að 100
íbúðir og með því greitt fyrir að hægt verði að hagnýta
hitaveituvatn í íbúðunum þá tíma árs, sem nægjanlegt
heitt vatn er.
4. Að fela bæjarráði að leita samninga við þá einstaklinga
og félög, sem á þessu ári hefir verið úthlutað lóðum undir
fjölbýlishús með um 300 íbúðum, að hluta þeirra íbúða
verði fyrir milligöngu bæjarins ráðstafað til fjölskyldna,
sem búa í bröggum eða öðru lélegu húsnæði.
5. Að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis að
gera sérstakar ráðstafanir í sambandi við húsnæðismálin,
sem miði að því, að útrýmt verði öllum braggaíbúðum á
næstu 4—5 árum.
Bendir bæjarstjórnin á eft-
irgarandi leiðir og óskar sam-
starfs við ríkisstjprnina á
slíkum eða öðrum hliðstæð-
um grundvelli:
STOFNAÐUR SÉ 50 MILLJ.
KR. BYGGINGARSJÓÐUR
Stofnaður sé Byggingarsjóð-
ur í þeim tilgangi að útrýma
braggaíbúðum í Reykjavík.
I. Byggingarsjóði sé aflað
50 millj. króna á árunum 1954,
1955 og 1956.
Þessa fjáröflun skal fram-
kvæma:
Framh. á bls. 9