Morgunblaðið - 14.04.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. apríl 1954 MORGIHSBLAÐIÐ 7 ^J^venjijóÁin og. ^JJeimilié Ofkælið ykkur ekkir ef þfð farið á skíði m páÉam! ÞAÐ eru aðeins fáir dagar til páska, og strax bænadagana hverfur unga fólkið úr bænum og heldur til fjalla til að dveljast þar þessa frídaga og iðka skíðaíþróttina. Það eru auðvitað ekki allir sem geta veitt sér þessa ánægju sem vilja, en stundum fer það þó þannig að margir þeirra sem fara í útilegur að vetrinum vildu heldur hafa setið heima í hlýju og yl. Það er ekkert gaman að vera uppi á háfjöllum í hörku frosti, þegar maður er illa búinn, en það vill oft verða svo, að fólk er ekki nógu forsjálft í þeim efnum, þótt merkilegt megi virð- ast, því að fiestir eru það vel efnum búnir að þeir geta veitt sér nauðsynlegan útbúnað í slík- ar ferðir. En vegna vanbúnaðar koma margir kvefaðir og vesælir af fjöllunum eftir hverja páska og hafa þar af leiðandi ekki notið frídaganna sem skyldi. HVERNIG Á AÐ KLÆÐA SIG Og hér fylgir dálítill pistill um hvernig á að kiæða sig, fyrir þá sem ekki eru vanir fjallferðum. Ullarnærföt eru nauðsynleg, og þó sérstaklega síðar ullarnær- buxur jafnt fyrir karla og konur. Þá má ekki heldur gleyma erma- langri ullarskyrtu eða peysu sem nærfati. Stúlkurnar þurfa ekki nein sokkabönd í skíðaferðum, þeim er ekki vandara um en piltunum að vera í hálfsokkum, vitanlega úr ull. En þetta eru að- eins nærsokkarnir sem eiga að vera innanundir skíðabuxunum og svo koma aðrir þykkari utan- yfir þeim. Þá er komin röðin að vettlingunum, þeir eiga að vera tvennir, fyrst prjónavettlingar og síðan strigavettlingar utanyfir sem ekki vökna. EYRUN MEGA EKKI KALA Hin raunveruiega skíðapeysa þarf að vera mjög hlý, en það er ekki gott að hún sé með háum kraga. Það verður til ó- þæginda þegar fólk svitnar. Það er miklu betra að hafa í þess stað lipran hálsklút, hann er hægt að rýmka um eftir þörfum eða taka af. A höfðinu er sjálf- sagt að hafa létta prjónahúfu eða alpahúfu innanundir úlpuhett- unni, því enginn fer á fjöll úlpu- ti í r < I?;: . ’ , , ■ : Fjöldi fólks dvelur í skíðaskálum íþrúttafélaganna um páskann. laus. Meira að segja er ekki úr vegi að hafa eyrnaskjól, því að vindurinn blæs oft og einatt inn undir úlpuhettuna, þegar fólk geisist á skíðum niður brattar brekkur og fjallshlíðar EKKI NÝJA SKÓ Að fara í langar skíðaferðir á nýjum skóm er ekki hyggilegt. Þeir þurfa helzt að vera vel til- gengnir og mýktir með feiti. — Nýir skór geta oft sært fótinn og valdið gikt og ýmis konar van- líðan. Ef skórnir vökna á ekki að KARFAN Kakan sjálf má vera úr hvaða tretudeigi sem er, en hún verður að bakast í tveimur 20 cm háum tertuformum. Þegar báðir botn- arnir eru orðnir kaldir, er annar látinn á tertufat og smurður með glerungi. Rétt áður en kak- an er framreidd, er karfan fyllt með litlum ís-boltum í mismun- andi litum. 1. Ofan á hinn botninn er lát- inn kringlóttur diskur og skorið utan með honum með hárbeittum hníf (haldið hnífnum lóðrétt). 2. Miðjan er fjarlægð og hring- urinn er látinn ofan á hinn botn- inn, sem þegar hefur verið gler- ungaður. 3. Afganginum af glerungnum er smurt á efri part körfunnar og síðan er, yfirborðið gárað með hnífsoddi, eins og myndin sýnir. GLERUNGURINN I hann fer: 3—4 barnaskeiðar af kókói, 4 matsk. af smjörlíki, 2 V2 bolli af flórsykri (sigtuðum), 2 matsk. sjóðandi vatn, pínulítið salt, 1 tsk. vanilla, 2 matsk. sýróp, 2 eggjarauður. Kókóið er gufubrætt með smjörlíkinu. — Síðan hrært sam- an við flórsykurinn, og sjóðandi vatnið. Þá er saltinu, vanillunni og sýrópinu bætt út í og hrært láta þá fyrir framan ofn eða ar- ineid til þess að þurrka þá. Á því verða þeir harðir og óþjálir. Það er betra að troða þá fulla með bréfum og láta þá þorna við venjulegan herbergishita. Bréfið sýgur í sig bleytuna og á einni nóttu eru þeir orðnir sæmilega vel þurrir. KVÖLDKLÆÐNAÐUR FJALLAGARPANNA Þeir, sem fara í margra daga fjallaferðalög á skíðum, þurfa einnig að muna eftir því að það þarf að hafa önnur föt með en skíðafötin. Það er óskemmtilegt að vera í sömu fötunum frá morgni tii kvölds, og svo geta þau blotnað og það þurfi að þurrka þau. Það væri ekki úr vegi að stúlkur hefðu með sér piis og peysu, til þess að skipta um á kvöldin, eða þá léttar síð- Framh. á bls. 12 vel í þangað til glerungurinn er orðinn kaldur. HANDARHALDIÐ Til þess að búa það til þarf um 30—35 cm langa papparæmu, um 1,25 cm og um 2 metra af mjóu silkibandi. Bandið er síðan undið um papparæmuna, fest rækilega í báða enda með glærum lím- pappír. Stungið í kökuna, eins og myndin sýnir og lítil slaufa báðum endum með glærum lím- Páska karfan með páska- eggjum úr ís A Ð þessu sinni býður kvennasíðan ykkur upp á einstaklega góða, TX fallega og skemmtilega páskaköku — Páska-körfu. Það er reyndar mesta tilstand við tilbúning hennar, en ég vona að um- stangið borgi sig. Kristján Gíslas á Sauðárkróki w. KRISTJÁN GÍSLASON, kaup- maður að Sauðárkróki, andaðist í Reykjavík 3. apríl síðastliðinn, rúmiega níræður að aldri. Hann verður jarðsunginn að Sauðár- króki í dag. Hann var fæddur að Eyvindar- stöðum í Svartárdal í Húnavatns- sýslu, 18. ágúst 1863, sonur hjón- anna þar, Gísla Olafssonar og konu ’nans Elísabetar Pálmadótt- ur. Áttu þau hjón 23 börn, er þau ólu önn fyrir rr.eð stökum dugnaði og myndarskap. I þessum fjölmenna systkina- hóp ólst Kristján upp. — Bar snemma á því hve mikið táp og fyrirhyggja var með piitinum og hagsýni í störfum hans og við- skiptum. 26 ára gamall var hann um skeið við verzlun hjá Stefáni Jónssyni faktor á Sauðárkróki, en byrjaði á sjálfstæðum verzlun arrekstri árið eftir við iítil efni. Kom hann verzlun sinni fyrst fyrir í gamalli sjóbúð. En hann naut dugnaðs síns og fyrir- hyggju i þessum atvinnurekstri svo vel, að viðskipti hans jukust furðu fljótt, því margir sóttust eftir að eiga viðskipti við þennan lipra, greiðvikna og áhugasama unga mann. Hann reisti sér því verzlunar- og íbúðarhús á „Króknum“, stækkaði það nokkrum árum síð- ar, svo aðstaða hans við verzlun- ina var samkvæmt fyllstu kröf- um þeirra tíma. Árið 1891 giftist Kristján Björgu Eiríksdóttur frá Blöndu- dalshólum í Blöndudal, en hún hafði frá upphafi gerzt samstarfs- maður hans við verzlunina. Björg var orðlögð ágætis- og myndarkona, enda manni sínum hinn ágætasti ráðgjafi í stóru og smáu. Hún andaðist árið 1928. í fjóra áratugi stóð verzlunar- rekstur Kristjáns Gíslasonar með miklum blóma, því vinsældir hans stóðu traustum fótum. Sam- hliða verzlunarrekstrinum gerð- ist hann stórvirkur athafnamað- ur í jarðrækt, keypti m.a. Ás- hildarkot í Borgarsveit, reisti þar myndarlegt steinhús og hóf nýrækt í stórum stíl. Svo hanrv varð á jarðræktarsviðinu sönn. fyrirmynd sveitunga sinna. Fékk. hann svipað hiutverk í jarðrækt- arframförum eins og Ræktunar- félagið tók að sér fyrir Eyfirð- inga. Meðan Kristján var á Jéttasta skeiði var stórhugur hans og' framtak til sífelldrar uppörfun- ar og hvatningar samferðamönn- um hans. Glaður og reifur var hann jafnan í hvívetna bæði vi«k gesti og heimafólk. Kunnugum sem ókunnugum var hann aðlað- andi félagi, sífellt í fararbroddi þar sem um framfaramál var aS ræða. Heimili hans og frú Bjarg- ar á Sauðárkróki var orðlagt: víða um sveitir fyrir rausn og" myndarskap, endá voru þatt hjónin samhent í því sem öðrtt. að láta gott af sér leiða. En þegar Kristján missti sína ágætu konu, var sem leiðarijós hans hefði siokknað, fjörið og áhuginn dvín- að, enda var hann þá kominn á efri ár. Af fimm börnum þeirra hjóna eru tvö dáin, elzti sonurinn, Axel, stórkaupmaður á Akureyri, ei fórst af slysförum, vinsæll og dug: andi maður, með nýtustu borg- urum Akureyrar, og frú Þórunn Elfar, er búsett var hér í bæ. En þau, sem eftir lifa, eru: Eiríkur, kaupmaður á Akureyri og i Reykjavík, Björn, stórkaupmað- ur, er lengi var búsettur í Þýzka- landi, og Sigríður, ógift i Reykja- vík, er var meg föður sínum og" honum frábær stoð í tólf ár fyrir norðan, þangað til hann fluttist hingað suður. Síðustu árin var hann á elliheimilinu í Hvera- gerði. Frú Ásta, kona Páls Hann- essonar, skipstjóra, er dóttir hans. Kristján Gisiason var eftir- tektarverður fulltrúi aldamóta- kynslóðarinnar, er af eigin rarnm ieik' hóf sig til vegs og virðingar. Hann iærði snemma að trevsta á eigin mátt og fylgdi því fram af alefli, að notfæra sér og sín- um til framdráttar hverja þá möguleika er hin kröppu kjör buðu einstaklingnum í þá daga. I „lífsins skóla“ hafði hinn fá- tæki bóndasonur úr Svartárdal lært hvers virði hið frjálsa fram- tak er. Treysti hann því að sú tilhögun yrði þjóð hans til heilla í framtíðinni, eins og hún hafði reynzt honum sjálfum. Y St. Askorun vegna bóka- þarfa brezkra háskóla ALLMIKILL áhugi er fyrir íslenzkunámi í Bretlandi eins og* kunnugt er orðið, en brezka háskóla skortir mjög íslenzkar bækur og þá sérstaklega eftir nútíma höfunda. íslenzka safnið £ Lundúnaháskóla var eyðilagt í loftárásum Þjóðverja og aðrir há- ' skólar brezkir, sem íslenzku kenna, hafa aldrei eignazt góð söfn ! íslenzkra bóka til afnota fyrir nemendur sem leggja stund á ís- ^ lenzk fræði. I Bókagjafir til brezkra háskóla mundu glæða almennan áhuga I fyrir íslenzkunámi, en áframhaldandi bókaskortur kynni að draga úr honum svo mjög sem slíkt háir nemendum og kennurum. Aðalkennarinn í íslenzku við Luiidúnaháskóla, Mr. Peter Foote, dvelst hér við bókmenntastörf og vinnur að því að efla hið ís- lenzka bókasafn háskólans á ný. 'láðgert er að leita eftir bóka- gjöfum úr hendi forleggjara og annarra bókaeigenda meðal al- mennings. Hafa þeir dr. Alexander Jóhannesson háskólarektor og Finnur Sigmundsson iandsbókavörður heitir málinu stuðning og það vill stjórn félagsins Anglia einnig gera. Er heitið á aila þá, sem aflögufærir eru, að senda bókagjafir til Mr. Peter Foote, Suðurgötu 22 (sími 3676), landsbókavarðar (sími 3375), Snæbjarnar Jónssonar, Holtsgötu 7 (sími 2436) eða í skrif- stofu Hilmars Foss, Hafnarstræti 11 (sími 4824). Stjórn ANGLIA — fél. enskumælandi manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.