Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 9

Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 9
Miðvikudagur 28. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ Dr. pliil. Hahí>n Stangerup: r\se<o r gjomrar menningarþjóðar UNDRUN amerísks bókaútgef- anda var mikil, á síðasta ári, er hann montaði sig með að gefa út Uionskviðu meðal ódýru bóka sinna og bjóst við að bann mundi í hæsta lagi selja af henni 50—60 þúsund eintök. Hann seldi á aðra milljón og álíka mikið af Odyss- efskviðu. Amerískir bókakaup- endur eru hungraðir í bækur, fyrst og fremst eru góðar bækur eftirlæti þeirra. Alíka mikið imdrunarefni var það amerískum bókaverði, er hann mótmælti tiltektum „kvenna nefndar“, er ætlaði sér að eiga frumkvæðið að því að „hreinsa“ bókasafn hans. í stað þess að fá almenning í bænum, þetta var smábær í Mið-vestur-ríkjunum, með um 200 þúsund íbúa, snerist almenningur þar þannig við „bókahreinsun" kvennanna, að safnverðinum var tekið eins og frelsishetju og hann fékk stuðn- jng beggja dagblaða bæjarins, jafnvel þess blaðsins er var gefið út af Hearst-pressunni. Dæmi slik eru óteljandi í Bandaríkjunum. Fullvíst er að bókaútgáfa Bandaríkjamanna á mikla framtið fyrir sér og frelsi hennar verður varið eins og ótal dæmi sanna. HVERSVEGNA KOMA EKKI NÝIR MENN FRAM? Samt sem áður verða menn Varir við vonbrigði meðal bók- menntagagnrýnenda og rithöf- unda og sömuleiðis verður þeirra vart í tímaritum og blaðagrein- um. Alls staðar er sama umræðu- efnið: Hvers vegna koma ekki fram nýir höfundar, ámóta og þeir beztu er ruddu sér braut í ameriskum bókmenntum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar? Spurningin er dálítið einfeldn- isleg, því hvar skyldi því hafa verið lofað, að bókmenntir standi í blóma áratug eftir áratug? — Mönnum getur hætt til að svara þeirri spurningu með raunsæi Evrópumannsins, að ekki sé þess að vænta að í bókmenntum þjóða sé áframhaldandi gullöld. Menn mega þakka fyrir, að fá blóma- skeið við og við, svo sem hálfa Öld í einu. En Bandaríkjamenn hafa ekki sömu bókmenntalega reynslu og við. Þess vegna eru þeir óþolin- móðir. En þetta er bæði styrkur þeirra, þegar um er að ræða hið verklega svið, og veikleiki á hinu andlega sviði. Þeir geta ekki skil- íð að verðmætar bókmenntir komi ekki af sjálfu sér þegar menn gera boð eftir þeim, þó milljónir manna bíði þeirra. Öhlenslager sagði eitt sinn um hamingjuna: „Hún kemur af sjálfu sér og tilgangslaust er að ætla sér að elta hana“. Sama er að segja um hæfileikana. Þetta getum við Evrópumenn skilið, vegna þess að hér er um að ræða alda — eða þúsund ára erfða- venjur í bókmenntum, er lifað hafa blómaskeið og kyrstöðutíma bil. BÓKMENNTIR BANDARÍK J- ANNA NÝGRÆÐINGUR En bókmenntir Ameríkumanna €ru nýgræðingur er nýlega hafa haft blómaskeið sitt, er byrjaði fyrir 30 árum. Á árunum milli 1920—40 urðu bókmenntir Banda ríkjamanna áhrifaríkar á heims- mælikvarða og mikið lesnar. — Fram að þeim tíma nutu þeir áhrifa frá öðrum þjóðum, en þá í fyrsta sinn höfðu þeír áhrif á heiminn. Enginn undraðist þetta mejra en Bandaríkjamenn sjálfir. Árið 1850 komst Nathaniel Hawthorne þannig ag orði, sem frægt varð, Ýmislegt gott er hægt að gera í Bandaríkjunum, en þau eru ekki' til þess fallin að menn ali þar aldur sinn. 50 árum seinna var komizt þannig að orði: Amer- íku vantar sögu og andlegar erfðavenjur. Því er heppilegast að leita verustaðar til annarra landa. Og svo allt í einu reis rithöf- undakynslóð Bandaríkjanna upp á árunum 1920—30, Sher.wood Anderson, Sinclair Lewis, Thom- as Wolfe, Dos Passos, Hemming- way, svo nefndir séu nokkrir af þeim helztu. Bandaríkjamenn néru stírurn- ar úr augunum og ætluðu ekki að trúa þessu undri En undrin héldu áfram næsta áratug með Faulkner, Steinbeck, Caldwell, Farrell, Saroyan og mörgum öðr- um, svo þjóðinni varð það ljóst, að loks hafði hún eignast bók- menntir, er voru í samræmi við veldi þjóðarinnar og stærð. Og svo héldu menn að sjálf- sögðu, að áframhald yrði á þessu, ný stórmenni kæmu til sögunnar á komandi áratugum. En ekkert varð úr þessu. Stórtíðindi á bók- menntasviðinu héldu ekki áfram. Höfundar, sem mest kveður að enn í dag, eru þeir sem hófu-rit- höfundaferil sinn á fyrsta áratug blómaskeiðsins. ÁIIRIF HEIMSSTYRJALDAR- INNAR 1914—1918 Hvers vegna ber ekkert á nýj- um höfundum ungu kynslóðarinn ar? Ein af ástæðunum er sú, að þeir hafa ekki öðlazt ný sjónar- mið. Bandaríkin og allur heim- urinn gerbreyttist á tímabilinu efflr fyrstu heimsstyrjöldina. — Hin miklu tímamót á milli gamia og nýja tímans urðu á orustuvöll- unum í Flandern á árunum 1914 —1918. Þá molnuðu hugsjónir og erfða- venjur niður og mótmæli risu gegn vanabundnum sjónarmiðum og úreltum kennisetningum. En upp úr þessum rústum efasemd- anna leituðu menn gleymsku og deyfilyfja. Scott Fitzgerald, sem á síðustu tímum hefur hlotið endurvakta frægð bæði vestra og í Evrópu skilgreinir tímamótin á árunum 1920—30 til viðburð- anna 1929, er menn hverfa frá sjálfshyggju einstaklinganna og fjárkreppan í Wall Street brauzt út. Að sjálfsögðu er það rétt, að næstu ár á eftir komu fram nýir rithöfundar með ný viðfangsefni. Stjórnmálastefna Rosewelts (New Deal) umturnaði félagsmál um þjóðarinnar og kom því til leiðar að nýjar bókmenntir risu með greinilegri félagshyggju í staðinn fyrir einstaklingsbundn- ar bækur. Skáldskapurinn varð ekki að- eins skjöldur fyrir einstaklinginn en vörn fyrir betra og skynsam- legra þjóðfélag. Önnur heims- styrjöldin og ástandið, sem kom á árunum eftir hana, hefur ekki skapað ný viðhorf í andlegum og félagslegum efnum. En þær hug- myndir og lifsskoðanir er hafa gert vart við sig síðan, eru eins konar endurskin af fyrri heims- styrjöld. Seinni styrjöldin gat ekki skelft nýja kynslóð eins og hin fyrri. Að styrjöld væri hry.llileg, og allt verðgildi á hverfanda hveli, hafði Hemmingway kennt manni. Ekki gat það heldur örfað hug- rekki manna og vakið nýjar hugs anir, að nú ætti að gera gagn- gerða breytingu á Bandarikjtin- um með því að skapa þolarileg lífsskilyrði, því um það höfgu menn lesið í bókum Steinbecks. Auk þess höfðu menn á stríðsár- unum og á árunum þar á eftir tekið upp félagsleg viðfangsefni með víðtækum félagslegum end- urreisnaráætlunum. Blómaskeið í bókmenntum eins og Bandaríkin áttu sér, á milli heimsstyrjaldanna, er heilsu samleg og góð fyrir alla, aðra en þá, sem eiga að bera framþróun- ina á herðum sér og verða að þöla skuggann af hinum miklu fyrirrennurum sínum. UNGU RITHÖFUNDARNIR Meðal ungra rithöfunda í Bandaríkjunum eru lærisveinar Hemmingways, lærisveinar Stein becks, lærisveinar Thomas Wolfes í stríðum straumum, en enginn þeirra hefur sagt skilið við lærifeður sína og sleppt sér lausum í nýjan sjálfstæðan skáld- skap. Þess vegna ber nú mest á meðal rithöfunda Vesturheims iðnum nostrurum er aðhyllast anda Al- exandríu frekar en skapandi afl Aþenumanna. Þ.e.a.s. ævisögur, greinasöfn, frásagnir, fagurkera- dundur, þar sem menn eru að reyna fyrir sér. Gagnrýni, ritgerð arlist eru aðal viðfangsefnin. — Vafasamt er að menn finni nokk- urs staðar í heimsbókmenntun- um eins margar ágætar ævisögur merkra manna og eins frábærar frásagnir um stórpólitíska við- burði eða hagfræðiverk eða hnyttnar og vel samdar bók- menntagreinar og yfirlit og hand bækur eins og á þessum árum. En fagurfræðilegar bókmenntir eru það ekki. Jafnvel þar sem um slik verk er að ræða endur- speglast andinn frá Alexandríu. Lyrikkin hefur lengi, að mér virð ist, verið eins konar akademísk- ur samtíningur eða úrval fyrir kennisetningar nýgagnrýnenda. En þessi lyrik er í sjálfu sér ekki ný, og staðsetur sig af frjálsum vilja undir klíkur og sértrúar- hópa. FRÁSAGNARRÓMAN OG SYMBOLISMI Hinn ungi róman skiptir sér að jöfnu á milli frásagnar-rómans- ins og symbolisma. í stuttu máli: Frásagnar rómaninn getur tillíkst ágætum frásögnum frá stríðinu. En næstum allir eru þeir óskáld- legir, eins konar viðbætur við hinar ágætu blaðagreinar amer- ískra stríðsfréttaritara. — Öðru máli er að gegna um bók Hemm- ingways, „Vopnin kvödd“, er fær sitt óviðjafnanlega gildi vegna þeirrar andagiftar sem í frásögn bókarinnar felst, og þess hjarta er þar slær á milli línanna. Hér er ekki átt við bækur eins og eftir John Horne Burns „The Gallery“, Vance Bourjaily „The End of my Life“, Norman Mail- ers „The Naked and the Dead“, Shaws „The Young Lions“, til James Jones „From here to Enter nity“, sem er sú bezta þeirra. — Flestar eru bækur þessar þýddar og kunnar á Norðurlöndum, en einkum sem sönnunargögn hlífð- arlausrar, átakanlegar frásagnir um styrjöld, stundum nákvæmar sannsögulegar lýsingar, en ekki list. Enginn eldstólpi frá efni til hugsjóna. Þær eru skemmtilegar til að lesa en hafa ekki áhrif, þær kenna okkur en hrífa okkur ekki, eins og „Vopnin kvödd“ eftir Hemmingway gerðu eða „Tiðindalaust á vesturvígstöðvun um“. Einmitt vegna þessa að menn voru svo langeygðir eftir „þriðju kynslóð" höfundanna, vakti bók Truman Capotes „Other Voices, Other Roomslí, athygli og nokkr- Framh. á bls. 12 M sjónarhóli sveitamanns _ * - Góð stétt — Oskiljanleg afstaða — Afsfaða bænda — Stétt með stétt OTRÚLEG en því miður sönn, Enginn bóndi hefði í þessari að- reyndist fregn, sem útvarpið stöðu farið að gera sér það * flutti á dymbilviku um það, að hugarlund, að hér væri um að reykvískir sjómenn á togurum ræða einhverja samkeppni við hefðu þröngvað Bæjarútgerð íslenzka bændastétt. Qændur Reykjavíkur til að afturkalla mundu undantekningarlaust ráðningu nokkurra færeyskra há- hugsa sem svo: hér fáum við seta á skip útgerðarinnar, sem nýja liðsmenn í lífsbaráttu okk • ella eru ekki gerð út vegna mann ar. Koma þeirra í sveitina mun eklu. gera okkur lífsbaráttuna léttari Afstaða sjómanna í þessu máli en alls ekki þyngja hana með virðist vægast sagt óskiljanleg. aukinni framleiðslu á markaðinn. Hún hlýtur að skaða stétt þeirra, Það eru bara þröngsýn stéttar- bæjarfélag þeirra og þar með sjónarmið, sem ekki eiga neinn þjóðarhag. — Mér hefur alltaf rétt á sér í frjglslyndu, samvirku fundist sjómannastéttin vera þjóðfélagi, þar sem kjörorðið á að nokkurskonar uppáhaldsstétt vera: Stétt með stétt. þjóðfélagsins. Ég held ekki að I ástæðulausu. Maður heyrir helzt | aldrei sagt um hana annað en EKKI VIL ÉG skiljast svo við hrós. Sjómennirnir eru vel mennt þetta mál að láta ekki getið grein aðir, duglegir, myndarlegir, á- ar sem um þetta mál birtist í ræðnir, bera hróður lands síns málgagni Þjóðvarnarflokks fs- hvar, sem þeir fara bæði sem farmenn og fiskimenn. —o— ÞETTA HAFA sjómennirnir hlot ið að finna, svo að þeir áttu að" vita að þjóðin öll er stolt af þeim og störfum þeirra og vill sýna það í verki. Hún vill búa þeim eins góða farkosti og fáan- legir eru á hverjum tíma, bæði til fiskveiða og flutninga, hún vill mennta þá í góðum skólum eftir því sem við á, og hún hefur fullan og einlægan hug á því að þeir njóti þeirra beztu kjara, sem atvinnuvegurinn — útvegurinn — þolir. Þannig hljóta allir að viðurkehna, bæði sjómannastétt- in og aðrir, að þjóðin hafi búið vel að þessari stétt og stéttin hef- ur heldur á engan hátt brugðizt trausrt. hennar. Og sjómanna- stéttinni er heldur ekki lagt það út til last, enda þótt nú reynist erfitt, og raunar ókleift að manna alla nýsköpunartogarana, þar sem betri kjör bjóðast þeim, sem í landi vinna. ■—o— EN ÉG HYGG aftur á móti, að enginn geti skilið þá afstöðu, sem togarasjómenn í Reykjavík hafa nú tekið, að leggja blátt bann við því að hægt sé að gera þessi skip út með því að ráða á þá frændur okkar frá Færeyjum. — Það er ekki eitt, heldur allt, sem mælir með þeirri ráðningu. Án hennar liggur þetta dýra atvinnu- tæki, nýsköpunartogarinn — ó- notaður í stað þess að vera i gangi og gefa arð. Með því að leggja þessu skipi hafa nokkrir tugir manna í Reykjavik misst atvinnu sína við verkun aflans, þ. á m. konur og unglingar, sem óvíst er hvaða vinnu fá í staðinn. í þriðja lagi má svo nefna það, að þessi framkoma í garð fyr- eyskra sjómanna lýsir allt annað en vinsemd til þessara nánu frænda. — Með þessu er bein- línis við þá sagt: Vil viljum held- ur bíða tjón, leggja skipum okkar en láta ykkur starfa á þeim. Slík afstaða okkar dugmiklu sjó- mannastéttar er beinlínis furðu- leg, svo að ekki séu nú höfð um þetta sterkari orð, og ég er sem betur fer næstum því viss um það, að engin atvinnustétt í land- inu hefði komið fram á þenna hátt við erlenda stéttarbræður í vinsamlegu nágrannalandi. ÉG ER a. m. k. alveg viss um það, að íslenzkir bændur hefðu tekið slíkt mál allt öðrum tökum. Setjum svo að nokkrir færeyskir bændur hefðu viljað tala til á- búðar einhverjar jarðir í sveit- um landsins, sem nú standa í eyði. Engum íslepzkum bónda hefði komið til hugar, að amast við slíku landnámi. Þvert á móti hefðum við, sem í sveitum búum glaðzt yfir því að fá slíkan liðs- auka til að halda við byggð lands ins, nytja gæði þess, halda við og auka framleiðslu þjóðarinnar. lands 11. apríl s.l. Togarasjómað- ur skrifar grein þessa. Hann slær því föstu í upphafi, að sjómenn gruni að Færeyingarnir séu hing- að fengnir til þess að halda niðri kaupi ísl. togarasjómanna. Ekki eru færð nein rök fyrir þessari fullyrðingu, en með hana í huga fordæmir greinarhöf. ráðningu þessara sjómanna. En hann vill heimila færeyskum fjölskyldum að flytjast hingað og setjast að í þeim byggðarlögum, sem lagst hafa í eyði undanfarna áratugi. s. s. á Hornströndum, Langanesi, í Breiðafjarðareyjum og e. t. v. víðar. Greinarhöf. telur fram ýmislegt, sem mælir með þessum nýju innflytjendum, en honum dettur ekki í hug að halda það, að bændur landsins yrðu þeim mótfallnir, enda þótt hér sé bein- línis gengið inn á þeirra svið, fluttir inn menn til að stunda framleiðslu á landbúnaðarafurð- m um. —o— EINS OG FYRR segir er það líka skoðun mín, að bændur mundu ékki amast við útlendingum á eyðijörðum eins og sjómenn hafa nú gert gagnvart sínum útlendu stéttarbræðrum. En það kemur sannarlega úr hörðustu átt, að sjómenn skuli sjálfir gera ráð fyrir meiri víðsýni og gleggri skilningi á því, sem heilladrjúgast reynist fyrir atvinnulíf lands- manna hjá öðrum stéttum heldur en sinni eigin. Þetta er mikil viðurkenning á félagsþroska ís- lenzkra bænda og ég held líka að þeir eigi þá viðurkenningu skilið. Skóggræðsuför Húnvefninga í Þórdísarlund FÉLAG Húnvetninga hér í Rvík. hefur á undanförnum árum fanð árlega norður í Þórdísarlund í Vatnsdalshólum, en þar hefur félagið fer.gið nokkurt land til skóggræðslu. Jón bóndi í Stóra- dal hefur nú gert ítarlegt kort af lundinum og Sigurður Jónas- son skógræktarráðunautur hefur leiðbeint félagsmönnum um skóg græðslustarfið. Þá hafa bændur í nærsveitum rinnig tekið þátt í'gróðursetningarstarfinu er Hún- vetningarnir hafa komið norður. Nú er ákveðið, að Húnvetninga félagið efni til skógræktarfarar í Þórdísarlund í næsta mánuði. Skógræktarnefnd félagsins er nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hve margir félagsmenn munu taka þátt • í förinni, Sem ekki mættu vera' öllu færri en 25—30 og eru væntanleg- ir þátttakendur beðnir að gera viðvart í síma 1994, 81454 eða 81625.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.