Morgunblaðið - 05.05.1954, Síða 1
16 sáður
41. árgangur.
100. tbl. — Miðvikudagur 5. maí 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pearson i Genf:
Ófndur í lndo-Kín.a
ógnar öllum jbjóðum
— og knýr þær fil aukinna vama
INDO-KÍNA málin settu nú í fyrsta sinn svip sinn á Asíumála-
ráðstefnuna í Genf í dag, eftir að fulltrúar Viet Minh voru
þangað komnir. Segja fréttaritarar að Kóreumálin verði nú lögð
til hliðar þar til rætt hafi verið út um Indo-Kina.
Lester Pearson, utanríkisráðherra Kanada hélt langa og glögga
ræðu. Hann sagði að ef ekki næðist friður í Indo-Kína á þessari
ráðstefnu, myndu Vesturveldin leita sameiginlegra öryggisráða til
að treysta hag sinn. ^
RUSSNESK. FLUGVEL
Rétt áður en Pearson hóf ræðu
sína, lenti rússnesk flugvél á flug
vellinum utan Genfar. Innan-
borðs voru fulltrúar Viet-Minh
á ráðstefnunni. Sendinefndinni
var ákaft fagnað af Chou En La.i
utanríkisráðherra Kína og fleiri
rauðum vinum m. a. Nam II og
Gromyko fulltrúa Rússa.
ÁGREININGUR
Viet Minh sendinefndin sagði
við komuna, að friður í Indo-
Kína yrði að grundvallast á því
að ríkin þrjú Laos, Viet Nam og
Kambodía yrðu sjálfstæð. — Víst
þykir að nokkur ágreiningur
muni koma upp um það hvort
sendinefndin fari með umboð
Viet Minh hreyfinganna í Laos
og Kambodíu. En allir er sendi-
nefndina skipa eru frá Viet Nam,
en hreyfingarnar í ríkjunum
þremur eru óháðar hverri ann-
arri.
Laniel valt-
ur í sessi
PARÍS, 4. maí. — Ekki blés byr-
lega fyrir stjórn Laniels í dag.
Hann hugðist biðja um umræðu
um Indó-Kína-málin. Þá bar einn
stjórnarandstæðingurinn fram til
lögu um að fresta slíkri umræðu
til 14. maí. Var kurr mikill í
þingsölum — og fundi var frest-
að til kvölds.
Stjórnin hélt aukafund og sam-
þykkti að leggja Laniel það í
sjálfsvald hvenær hann bæði
þingið um umræðuna. En vegna
kurrsins í dag, hugðist Laniel
biðja þingið um traustsyfirlýs-
ingu. — Liggur því stjórn Laniels
við falli, aðeins vegna ágreinings
um það hvenær ræða ætti Indó-
Kina-málin!!!
RÆÐA PEARSON
í ræðu sinni sagði Pearson
utanríkisráðherra að ef ófrið-
ur væri í Indo-Kína stafaði
heimsfriðnum hætta af. Ljóst
væri þá að vestrænar þjóðir
yrðu að efla varnir sínar, því
ófriður þar eystra yki mjög
á hættuna er leiðir af klofn-
ingi þeim er nú ríkir í heim-
ínum.
Pearson vísaði algerlega á
bug tillögu Nam IIs um lausn
Kóreumálsins. Sömuleiðis for-
dæmdi hann ræðumennsku
PEARSON: — Semja verður um
frið í Indo-Kína.
fulltrúa kommúnista sem
verðu löngum — og stundum
mestum — tíma sínum í það
að reyna að mála á vegginn
það sem þeir kölluðu „yfir-
gangsstefnu Bandaríkjanna“.
Slík stefna er ekki til, sagði
hann.
Pakisfamnenn
svara
MOSKVU, 4. maí. — Pakistan-
stjórn svaraði í dag orðsendingu
Rússa í hverri Rússar mótmæltu
samningi Pakistan og Bandaríkj-
anna um hernaðaraðstoð.
Pakistanstjórn kvaðst vilia
fullvissa Rússa um að her Pa-
kistan myndi aldrei komast undir
stjórn útlendinga. Stjórnin kvað
það og algeran misskilning að
Pakistanmenn hefðu samþykkt
að láta Bandaríkjamönnum í té
herstöðvar í Pakistan.
— NTB-Reuter.
Fundum ufanríkis-
ráðherra Norður-
landa loklð
KAUPM.HÖFN, 4. maí. — Fund-
um norrænu utanríkisráðherr-
anna lauk í kvöld. Sigurður Nor-
dal, sendiherra, sat fundinn fyrir
hönd utanríkisráðherra Islands.
Samtímis sat Norðurlandaráðið
á fundum og undirbjó haustfund
sinn. Sigurður Bjarnason, alþing-
ismaður, var fulltrúi Islands í
Norðurlandaráðinu. Jafnframt
hélt Norðurlandaráðið og utan-
ríkisráðherrarnir sameiginlegan
fund.
I dag snæddu þessir fulltrúar
Norðurlanda hádegisverð hjá
Friðrik Danakonungi í Fredens-
borgarhöll. Og í kvöld sátu full-
trúarnir veizlu dönsku ríkis-
stjórnarinnar. — Páll Jónsson.
Fiugrit finnast í Danmörku
Samtök landflótta Rússa
boða byltingu austan tjalds
• WASIIINGTON, 4. maí. —
Einn af öldungardeildarþing-
mönnum republikana, sem sæti á
í hermálanefnd, hefur haft þau
or3 eftir Eisenhower að Bandá-
ríkin muni ekki grípa í leikinn
í Indó-Kína, nema íbúar ríkisins
óski þess.
• Hann kvað Bandaríkin engar
skyldur né vináttu eiga að rækja
við fólkið austur þar. Það teldi
hann stærstu hindrunina í vegi
bandarískra afskipta þar.
• Hann gagnrýndi Frakka fyrir
að streytast við að halda völdum
sínum í Indó-Kína. Nú hyllti þó
undir vilja þeirra til að leysa
vandamálin, þar sem komin væri
á loft skoðun um að Bretar og
Frakkar mynduðu stjórn með
innfæddum í Asíunýlendum. —
Myndi þá t.d. Ho Chi Minh eiga
aðild að stjórn Indó-Kína.
— Reuter.
E-
-H
Rússar utan heimalands
síns senda kveðju heim
Kaupmannahöfn 4. maí. — Frá Reuter-NTB.
EIGI alllangt frá Hróarskeldu — um 30 km vestur frá Kaup-
.. mánhahöfh, hafa síðustu dagana fundizt flugrit með rússnesk-
Um tezta. Á þessum stað fannst fyrsta flugritið, en síðar fundust
Öhnur á Öðrum stöðum m. a. við Havdrup og Tune.
Innihald bréfanna er mjög andrússneskt. Af því telur
■ dahská stjórnin að ætlunin hafi verið að varpa bréfunum
niður yfir Austur-Þýzkaland, Balkanlöndin eða Rússland.
flolaheiimókn
STOKKHÓLMI, 4. maí. — Ákveð
in er gagnkvæm flotaheimsókn
Svía og Rússa í sumar. Mun deild
úr sænska flotanum heimsækja
Leningrad 16.—21. júlí og sam-
tímis heimsækir deild úr rúss-
neska flotanum Stokkhólm.
í flotadeild hvors lands verður
1 orustuskip og 3 tundurspillar.
Sænska orustuskipið „Tre Kron-
or“ fer til Leningrad, en „Ad-
miral Usjakov“ kemur til Stokk-
hólms. — í flotadeild Rússa verð-
ur 2291 maður, þar af 131 sjó-
liðsforingi. — NTB.
200 Frakkar vörðust
2500 óvinum lengi dags
— en virkið féll ofurliðinu í hendur
Hanoi 4. maí. — Frá Reuter-NTB.
TVÖ hundruð franskir hermenn, sem voru til varnar í einu af
útvirkjum Frakka í Dien Bien Phu voru í gær sigraðir af
ofurliði liðs. Sóttu að virkinu 2500 menn úr liði Viet Minh og eftir
langa og stranga bardaga náðu uppreisnarmenn útvirkinu, er flestir
hinna vösku frönsku hermanna höfðu látið lífið.
«KVEÐJA HEIM FRA
RÚSSUM ERLENDIS
Þau flugrit er fundizt hafa eru
ekki eins. Er þar um að ræða að
minnsta kosti þrjár tegundir, en
eitt eiga þau sameiginlegt, að í
þeim felst fordæming á kommún-
ísku stjórnskipulagi.
Það flugritið sem lengst
gengur fjallar um 1. maí og
neðst á forsíðu þess stendur:
Prentað erlendis að beiðni
Byltingarráðsins.
I öðru flugritinu er hvatn-
ing til fólks um að reyna að
hlusta á útvarpsstöð frjálsra
Rússa. Og í hinu þriðja segir
frá undirbúningi byltingar í
Rússlandi og leppríkjum þess
og er sagt að slík bylting sé
skammt undan.
Danska blaðið „Information“
fullyrðir að flugrit þessi séu gef-
in út af samtökum er Rússar
fjarri heimalandi sínu hafa stofn
að til.
BÁRUST MEÐ VINDI?
Ekki hefur verið svo öruggt sé
gengið úr skugga um flugferðir
yfir Danmörku síðustu sólarhring
ana. En þar sem stöðug austanátt
hefur verið, má eins búast við að
flugritin hafi borizt til Danmerk-
ur fyrir veðurs sakir.
ALVARLEGT ÁSTAND
Og þannig er liðsmunurinn í
orustunum við Dien Bien Phu.
Kristján hershöfðingi skipaði
mönnum sínum þegar til gagn-
sóknar í von um að ná útvirk-
inu aftur. Sló í blóðuga návígis-
bardaga — en allt kom fyrir
ekki. Uppreisnarmenn hafa náð
útvirkinu og ekki er dregin dul
á það í frönskum herbúðum, að
þetta sé hið alvarlegasta áfall
fyrir vai'narlið Frakka í Dien
Bien Phu. Þetta er fjórða útvirki
Frakka sem uppreisnarmenn hafa
náð síðustu fjóra daga.
2 Á MÓTI 25
Þetta útvirki er aðeins 550
m frá aðalbækistöðvum Krist-
jáns hershöfðingja. Er því
ástandið orðið hið alvarlegasta
— einkum þegar liðsmunur-
inn er svo mikill eins og í út-
virkinu er síðast féll — 2 á
móti 25.
Fréttaritarar benda þó á að
Frakkar hafi bakað Viet-Minh
svo mikið tjón með hetjulegri
vörn sinni við Dien Bien Phu 1
að það taki marga mánuði að
endurskipuleggja lið uppreisn
armanna.
í dag var erfitt með flug-
árásir á Dien Bien Phu en
Frakkar beindu þess i stað
öflugum loftárásum sinum að
flutningaleið Viet Minh frá
Kína, en þaðan streyma vagn-
ar með skotvopn og vistir til
ofurliðsins er sækir að Dien
Bien Phu.
Wllson fer iil
Ausfurlanda
WASHINGTON, 4. maí. — Wil-
son landvarnamálaráðherra
Bandaríkjanna sagði blaðamönn-
um svo frá í dag, að hann myndi
11. maí n.k. leggja upp í eftir-
litsferð um fjarlægari Austur-
lönd. Hann kvaðst ekki hafa í
huga að leggja leið sína til Indo-
Kína. — NTB-Reuter.
Erfiðleikar
i
PARÍS, 4. maí. -— Ráðherra-
nefnd efnahagssamvinnustofnun-
ar Evrópu OEEC kemur saman
til fundar í París á miðvikudag-
inn. Verður fjallað um þau vanda
mál, sem risið hafa vegna stærstn
skuldunautanna og stærstu lán-
ardrottnanna í Greiðslubanda-
lagi Evrópu. Eru þessi vandamál
þess eðlis að erfitt kann að reyn-
ast að halda áfram starfsemi
Greiðslubandalagsins á sama
grundvelli og til þessa. — Gera
Þjóðverjar nú kröfu um að fá
greitt það fé sem þeir eiga inni
í Greiðslubandalaginu — en til
þess að svo megi verða verður
bandalagið að krefja Breta um
þá risafjárupphæð er þeir skulda
bandalaginu. — Reuter-NTB.
\
Dómarar skipaðir
PARÍSARBORG. — Dómstólar
með föstum dómurum hafa verið
settir á stofn í Marokkó. Áður
höfðu pashar og kalífar dóms-
vald, og þóttu dæma eftir geð-
þótta. Sektir, sem þeir dæmdu í,
runnu yfirleitt í þeirra eigin
vasa.