Morgunblaðið - 05.05.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. maí 1954. MORGUNBLÁÐIÐ 7 itl Nýja Bílsíöðin ásamt nokkrum bifreiðum stöðvarinnar og bifreiðastjórum þeirra. IMýja bílastöðin í Hafnar- firði í nýjum húsakynnum HAFNARFIRÐI — S.l. laugard. opnaði Nýja Bílstöðin h.f. í nýjurn húsakynnum, sem hún hefir látið reisa að Vesturgötu 1 hér i bæ. — Húsið sem er í alla staði hið glæsilegasta, er á hinum ákjósanlegasta stað í bænum fyrir slíka starfsemi. Allt í kringum það eru bílastæði, og einnig er komið þar fyrir benzíngeymum. KNYJANDI ÞÓRF FYRIR NÝXT HÚS Það var árið 1946, sem 16 á- hugasamir leigubifreiðastjórar stofnuðu samvinnufélag til að reka sjálfir bifreiðastöð vegna fólksflutninga. Hlaut félagið nafn ið Nýja Bílstöðin h.f. og fékk J>að húsnæði að Vesturgötu 0, þar sem það hefir verið æ síð- an. — Þegar árin liðu og rekst- tir félagsins færðist í fang, varð fljótt ljóst, að aðstaða félagsins vegna óhentugs og ófullnægjandi húsnæðis, sem auk þess var ekki sem ákjósanlegast staðsett, var ekki sem bezt. — Þörfin fyrir byggingu nýs stöðvarhúss fór því að verða knýjandi. BIFREIÐAKOSTUR GÓÐUR Teikningu að húsinu og skipu- lagningu annaðist Sigurgeir Guð- mundsson, en um byggingu húss- ins sá Finnbogi Hallsson bygg- ingameistari. Jón Guðmundsson og Þorvaldur Sigurðsson önnuð- ust hita- og raflagnir, og máln- ingu þeir Þórður Sigurðsson og Magnús Kristinsson. — Um lita- val sá Eiríkur Smith listmálari. Nafta h.f. sá um uppsatningu á benzíngeymum og skjólþaki. — Bifreiðakostur stöðvarinnar er mjög góður, og eru þar að stað- aldri 17 bifreiðir. — Stjórn fé- lagsins skipa þeir Garðar Bene- diktsson formaður, Hallgrímur Björnsson ritari og Bergþór Al- bertsson gjaldkeri, sem jafnframt er framkvæmdastjóri stöðvar- innar. Meðstjórnendur eru þeir Ari Benjamínsson og Óskar Björns- son, sem einnig verður aðalaf- greiðslumaður stöðvarinnar. — G. E. Fimmtíu fullnað- arprófsbörn við barnaskóli Keflavíkur KEFLAVIK, 30. apríl: — Barna- skóla Keflavíkur var slitið í dag í samkomusal skólans. Skólastjór inn, Hermann Eiríksson, gat þess í skýrslu sinni yfir síðastl. starfs- ár, að tala nemenda hafi verið 370 og hafi 50 af þeim lokið fulln- aðarprófi Hæstu einkunn yfir skólann, 8,93, hlaut Unnur Péturs dóttir 10 ára , 4 bekk A, Sóvalla- götu 32, hér í bæ. Fastir kennarar við skólann eru 10, auk kennara. Ennfremur hafa þrír kennaranna kennslu við Gagnfræðaskólann. Heiisufar skólabarnanna hefur verið mjög gott í vetur og voru veikindadagar að meðaltali 5 á hvern nemenda. Kennsludagar eldri barna voru 149 o.g voru 27 nemendur er engin forföil höfðu alit skólaárið. í sambandi við fólksf jölgun hér má geta þess að áætluð tala nem- enda næsta vetur er 400. Undan- farna vetur hefur það verið venja að Rotaryklúbbur Keflavíkur hefur veitt þeim, sem eru með hæsta einkunn í hverjum bekk, bókaverðlaun. Ennfremur hefur Kristinn Pétursson bóksali, veitt þeim nemenda verðlaun er hæstu einkunn hefur yfir skólann. Verð laununum að þessu sinni úthlut- uðu þeir Kristinn Pétursson for- seti Rotary klúbbsins, Jóhann Pétursson og séra Björn Jónsson. — Ingvar. uf igangsfé neð Iðmtam 16 á afrélfl við Sólhe Féð gengið þar úti tvo vctur Kanföfukór Akureyrar söng ffyrir ffuEIu AKUREYRI, 3. maí. KANTÖTUKÓR Akureyrar hélt samsöng í Nýja Bíói á Akur- eyri í gærkveldi. Söngstjóri var Björgvin Guðmundsson tón- skáld, svo sem verið hefur frá því að kórinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan. Vík í Mýrdal, 3. maí. SÍÐAST LIÐINN föstudag fóru fimm menn frá Sólheimabæj- um í Mýrdal inn á Hvítmögu, sem er afréttarland frá þessum bæjum inn í Jökli, umlukt af Sólheimajökli að sunnan og aust- an, en Jökulsá að vesían. Urðu þeir þar varir kinda, en þar átti sauðlaust að vera vegna fjárskipt anna haustið 1952. Fréttaritari Mbl. átti tal við einn fimm-menninganna, Erling Sigurðsson að Sólheimakoti. Þeir fóru að Hvítmögu til að athuga leiðina þangað, áður en féð væri rekið þangað í vor. Það er þriggja klukkustunda gangur, þar af um hálftíma ferð eftir jökli. Einnig fóru þeir í eggja- leit pg tóku veiðibjölluegg. KINDUR OG LÖMB Er þeir komu inn á Hvítmögu urðu þeir varir kinda, og voru þrjár fullorðnar og var ein ný- borin tveim lömbum. Lömbunum náðu þeir en slepptu aftur. Kind- unum reyndu þeir ekki að ná. LÓGA SKAL ÖLLUM HÓPNUM Er sauðfjárveikivarnanefnd varð kunnugt um þetta, lagði hún svo fyrir að kindum þessum skyldi lógað þar á afréttinum, og mætti ekki flytja þær til byggða. — Sjö menn fóru á sunnudags- morgun af stað um klukkan 10 Færri gislirúm i Reykjavík nú en fyrir 10 ái Núverandi formaður kórsins er Jón Bjarman. Við hljóðfærið Árni Ingimundarson. Einsöngvar- ar voru þær Helga Sigvaldadótt- ir og Hallfríður Árnadóttir. i 14 LÖG Á DAGSKRÁ Á söngskránni voru alls 14 lög, þar af 4 eftir söngstjórann, þeg- ar með er talið eitt lag eftir Kuhl- an, en Björgvin Guðmundsson hefur raddsett. Þá voru á söng- skránni ,2 lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson, eitt eftir Sv. Svein- björnsson og annað eftir Jónas Pálsson. Ennfremur lög éftir F. Möhring, H. Wetterling og A. M'arscherer. UNGT FÓLK OG ÁHUGASAMT Aðsókn var góð og tóku á- heyrendur sörjgnum prýðisveh Voru mörg viðfangsefnanna end- urtekin. Skal þess getið að kantötukórinn sem telur um 50 manns, karla og konur, er nú að meiri hluta skipaður ungu og áhugasömu fólki, sem söngstjór- inn hefur að undanförnu æft af kappi á tæpum fjófum mánuð- um. — H. Vald. Á SÍÐAST LIÐNUM 10 árum hefur gistihúsakosti í Reykjavík T* hrakað svo mjög, miðað við fólksfjölda, að samkvæmt upp- lýsingum frá Ferðaskrifstofu ríkisins var gistirúmafjöldi hér þá 267, en íbúatala 40.320, en nú er Reykjavík telur 62 þús. íbúa eru aðeins 188 gistirúm í borginni. Átti formaður Ferðamálafélagsins, Agnar Kofoed Hansen ásamt Gísla Sigurbjörnssyni, viðtal við blaðamenn í gær um þetta efni. GISTIHÚSMÁL í MOLUM útlendinga að leggja þarf kapp HÉR Á LANDI | á að úr þessum málum rætist, Eins og kunnugt er, hefur ekki heldur einnig vegna íslendinga eitt einasta gistihús verið byggt gjálfra. Þess eru dæmi að fólk hér í Reykjavik í áratugi fynrj utan af landi hefur orðið að utan studentagarðana, sem aðeins^ halda á leigu herbergjum og jafn em n°taðir sem gistihús að vel íbúðum a]It árið til þess að S.rn"Lf hata húsaskjól, Þega, baó er sat, í bænum. Að sumrinu er þvi nær ógerningur fyrir bæði innlenda Voru þeir í leiðangri þessum þai* til klukkan eitt síðastl. nótt. Úi" Eyjafjöllum komu til móts vi<S þá fjórir menn. LEIÐANGURINN Það er af leiðangrinum að» segja, að mönnunum tókst að ná. þrem kindum auk lambanna. — Tvær kindur runnu upp á kletta- sillu, þar scm ógjörningur var aíf saakja þær og voru þær skotnar þar á sillunum. — Tvær kindur voru markaðar og báru mark frá Hrútafelli undir Eyjafjöllum. GENGIÐ ÚTI 2 VETUR Kindur þessar hafa gengið úti tvo vetur. Þær litu vei út, enda tíð einmuna góð siðastl. ár og- vetur mildur. Kindunum sem ná»? ust var lógað á staðnum og iung- un tekin úr þeim. í dag verða þau send til Reykjavíkur til rann- sóknar. SAUÐLAUS í 6—7 ÁR Þegar mæðiveikin kom upp i Mýrdal, var fljótlega lógað öHu fé sem gekk í Hvítmögu, þvi það hafði nokkurn samgang við fé Eyfellinga vestur yfir Jökulsá, en það var þá sýkt. — Hefur Hvit- maga þvi verið sauðlaus í 6—1 ár. Fyrstu árin á eftir var leita<? þar, en engin kind fannst og var leit þá hætt. — En á hverju ári hafa margir menn farið þangað á vorin til eggjatöku og á haustin til berja, því berjaland er þar allgott. Hefur aldrei orðið vart þar við kindur fyr en nú. NÝR STOFN Fyrir tveimur árum var skorið niður aHt fé hér í Mýrdal. Vai' nýr stofn fenginn austan af Síðu í fyrrahaust og á nú í fyrsta sinn að reka fé á afrétt. — Sól- heimabændur voru búnir að fá leyfi til fjárreksturs inn á Hvít- mögu, en óvíst er hvort það leyfi standi fyrr en búið er að rann- saka lungun úr þessum kindum. Hins vegar telja menn það mjög ósennilegt að um sýkt fé hafi verið að ræða. — J. Sðmsöng kirkjukórs Akureyrar var mjög ve! Sekið AKUREYRI, 3. maí. KIRKJUKÓR Akureyrar efndi til samsöngs í Nýja-Bíói s. I. sunnudag til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Söngstjóri var Jakob Tryggvason, skólastjóri Tónlistaskólans. Einsöngvarar voru frú Matthildur Sveinsdóttir, Guðmundur Karl Óskarsson og Kristinn Þorsteinsson. EFNISSKRÁIN Kórinn flutti lög eftir Karl Ó. Runólfsson, Hallgrím Helgason, Sigurð Þórðarson, Mozart, Piccalomini, Beethoven, Brahms og Schumann. Kórnum var frá- bærilega vel tekið og varð hann að endurtaka mörg laganna. EINSONGVARARNIR FENGU GÓÐAR MÓTTÖKUR Einsöngvararnir fengu og góð- ar móttökur. Guðmundur er ung- ur og óreyndur söngvari, en lof- ar góðu. Frú Matthildur leysti þarna erfitt verk af hendi, þar sem hún söng lítt æfð hlutverk | í veikindaforföHum frú Bjargar Baldvinsdóttur, í „Árstíðunum“ | eftir Maydn, ennfremur söng hún einsöng í ,,Hirðingjar“ eftir Schu- | mann. Sérstaka hrifningu vakti , söngur Kristins Þorsteinssonar í hinum dramatiska helgisöng! „Ora Pro Nobis“ eftir Piccalo- mini. Við hljóðfærið var hinn ágæti píanóleikari frú Margrét Eiríks- dóttir. Allur lýsti samsöngur þessi smekkvísi og vandvirkni söngstjórans. — Vignir. son. Það hefur auðvitað bætt mikið úr, en langt frá þvi nægi- lega. Yfirleitt eru gistihúsamál hér á landi i svo miklum molum, fyrir utan einstaka undantekn- ingar, að ekki er viðunandi. En eins og kunnugt er hefur al!t fram að þessu staðið á fjárfest- ingarleyfi til þess að byggja gistihús hér i Reykjavik, og það er ekki fyr en nú að bærinn hefur ákveðið að veita lóð undir byggingu gistihúss ,en því mun vera ætlaður staður við Garða- stræti. EKKI VANZALAUST AÐ BJÓDA ÚTLENDINGUM HINGAÐ Vegna þess að ísland er fallegt land og útlendingum sem hingað koma fer fjölgandi, og við höfum gert okkur far um að auka ferða- mannastraum hingað, ætti okkur að vera það kappsmál að geta tekið sómasamlega á móti þeim. Það er ekki einkamál nokkurra manna, heldur á öll þjóðin rétt á því að svo vel sé búið að því fólki sem hingað kemur á gisR- stöðum að það sé ekki landi og þjóð til vanvirðu. En þess munu fjölmörg dæmi að erlendir gestir hafi kvartað undan lélegri gisti- húsamenningu hér á landi. NÆR ÓGERLEGT AÐ FÁ GISTIRÚM Það er ekki eingöngu vegna og útlenda menn að koma hing- að vegna þess að öll gistiherbergi eru upp pöntuuð í lengri tíma. Mörg gistihúsanna hafa að vísu tekið upp þá aðferð að leigja herbergi út í bæ fj'rir gesti sina og slikt er strax spor i rétta átt. ÞAU GISTIHERBERGI, SEM FYRIR HENDI ERU Það versta er að þau gistiher- bergi, sem hótel víða hér á landi hafa upp á að bjóða, eru síður en svo viðunandi og sums staðar þannig að varla er hægt að bjóða gestum upp á að búa þar. Salerni eru og víða hér í svo mikilli óhirðu að það er lítt mögu legt að koma inn á þau. Það þarf ekki að fara lengra en til Færeyja, til þess að komast að raun um að gistihúsmenning okkar stendur mjög lágt og er ekki sambærileg við aðrar menn- ingarþjóðir Evrópu. Það er vitað mál, að víða hér á landi eru erfiðar aðstæður til gistihúsahalds, en með smekk- vísi og hreinlæti mætti einnig bæta mikið þær aðstæður sem eru ef góður vilji er iyrir hendi. Vingjarnlegt viðmót við gesti og góður matur er ekki nóg, heldur verður aðbúnaður allur að vera viðunandi. Fullkomín bllasmur- stöð í Keilavík KEFLAVÍK, 30. apríl: — Nýlega var opnuð hér ný bílasmurstöð, við Hafnarafleggjarann, skammt frá aðalhliði Keflvíkurflugvallar. Þessi nýja smurstöð hefur hlotið nafnið: Smurstöð Suðurnesja. Eru eigendurnir tveir ungir og dugmiklir Keflvíkingar. Kristján Pétursson og Guðmundur Sig- urðsson. Stöðin er búin öllum fullkomnustu tækjum til bíla- smurnings. Öll tæki svo og oliur eru frá Shell h.f. — Hannes Davíðsson arkitekt, Reykjavík gerði teikningar, en stöðvarhúsið er 170 ferm. að stærð. Verkstæði Magnúsar Björnssonar, Keflavík, sá um alla smíði, en raflögn ar.n- aðist Segull h.f. í Reykjavík. Það sem vekur sérstaka athygli manna í þessari nýju smurstöð eru hitunartæki hússins. Er það oliuofn, sem blæs þægilegum hita um allt húsið, en eldsneytið er hin brenda olía er kemur frá bil- unum, sem smurðir hafa verið. Tækið er fyrst hitað upp með hrá olíu en síðan er brendu olíunni hleypt á. -— Er mikill sparnaður af þessu tæki, þar sem brendu olíunni hefir annars verið fleygt. Stöðin er opin daglega frá kl. 8 á morgnanna til 11 á kvöldin og er benzínsala við hana. Er smur- stöðin öll hin smekklegasta og rúmgóð. — Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.