Morgunblaðið - 05.05.1954, Síða 9
MiðvikudagUi' 5. maí 1954.
MORGUNBLAÐIÐ
»
Alvarlegasta vandamálið er hin versnandi afkoma
GÓÐIR HLUSTENDUR! Á
þessum almenna hátíðisdegi laun
þegasamtakanna, er í senn minnst
þess, sem áunnist hefur laun-
þegunum til hagsbóta fyrir bar-
áttu samtaka þeirra og jafnframt
rædd þau viðhorf er blasa við
í dag og hversu við þeim megi
snúast, þannig að hagur launþega
fólks verði sem bezt tryggður.
í þeim fáu orðum sem mér er
Setlað að segja hér í dag sem full
trúa opinberra starfsmanna,
mun ég gera síðara atriðið að um-
talsefni, viðhorf og vandamál ís-
lenzks atvinnulífs í dag og úrræði
þau sem til greina koma þeim
til úrlausnar. Ég vænti þess, að
enginn lái mér það, þótt mál þessi
verði fyrst og fremst rædd frá
hagsmunasjónarmiði þeirrar
Stéttar, sem ég er hér fulltrúi
fyrir, nefnilega fastlaunamann-
anna, en það er þó skoðun mín,
að eins og ástæður eru nú, fari
í þessu efni saman hagsmuni fast
Jaunamannanna og almennings í
íandinu.
★
Menn eru almennt sammála um
það, að síðustu misseri hafi hér
á landi verið góðæri í atvinnu-
málum. Veðrátta til landsins hef-
ur verið hagstæð, atvinna óvenju
mikil,vöruskorti þeim, sem fyrir
nokkrurn árum olli almenningi
miklum óþægindum og kjara-
skerðingu, hefir verið útrýmt, og
það, sem ef til vill skiptir mestu
máli frá hagsmunasjónarmiði
launafólks, síðustu tvö árin hef-
ur verðlag nauðsynja verið nokk-
urn veginn stöðugt, þannig að tek
izt hefur í bili að koma í veg
fyrir sírýrnandi kaupmátt launa
af völdum verðhækkana.
En þrátt fyrir þessa hagstæðu
þróun undanfarið, blandast þó
engum hugur um það, að alvar-
leg blika er nú á lofti í þessum
málum, sem boðar versnandi af-
komu almennings, ef vandanum
verður ekki afstýrt. Alvarlegasta
vandamálið er hin versnandi af-
koma útflutningsatvinnuveg-
anna, fyrst og fremst togaraút-
gerðarinnar. Ef til vill á engin
stétt í þjóðfélaginu meira undir
því komið en einmitt verkamenn
til sjós og lands, að komið verði
í veg fyrir stöðvun togaraflotans.
Auk þeirrar beinu atvinnuskerð-
ingar, sem slík stöðvun myndi
hafa í för með sér fyrir þá, sem
vinna í þágu togaraútgerðarinn-
ar, er útflutningurinn undirstaða
þess, að hægt sé að flytja inn
hráefni til iðnaðar, byggingar-
efni og annað, sem er undirstaða
atvinnunnar í landi. Þótt opin-
berir starfsmenn eigi atvinnu sína
ekki beinlínis komna undir af-
komu útflutningsveganna á
sama hátt og verkamenn og sjó-
menn, er þeim þó einnig ljóst,
að áföll, sem útflutningsfram-
leiðslan verður fyrir, hlýtur að
skerða kjör þeirra eins og ann-
arra þjóðfélagsborgara.
Engum blandast því um það
hugur, að launþegarnir sem
heild eiga mikið undir því, að
giftusamlega takizt um lausn
þessa vandamáls.
Ég skal ekki dæma um það
á þessu stigi málsins, og á þess-
um vettvangi, hve mikil hjálp
togaraútgerðinni til handa er
nauðsynleg, ef koma á í veg fyrir
stöðvun hennar, enda liggja tæp-
ast fyrir ennþá þær upplýsingar
um hag hennar, að slíkt sé unnt.
Ég tel þó ekki líkur á því, að
niðurstöður slíkra upplýsinga,
er liggja fyrir geti orðið aðr-
ar en þær, að aðstoð til togara-
útgerðarinnar í einhverri mynd
sé óhjákvæmileg, ef koma á veg
fyrir stöðvun hennar.
En slík aðstoð kostar óhjá-
kvæmilega fjármuni, og þá kem
ég að því, sem er kjarni vanda-
málsins, en hann félst í þessum
spurni'ngum: Hvaðan eiga þessir
f jármunir að koma?, eða m. ö.
útflutningsatvinnuveganna
litvarpsávarp prófessors Olafs Björnssonar,
Koma verður í veg fyrir stöðvun togaraflotans
atvinnumálum og fjármálum. —-
Árangur þessara átaka verður svO*
sá, að svo mikið af þjóðartekj-
unum fer til spillis í þeim, ack
stjórnarvöldin fá hvorki fram-
gengt fyrirætlunum sínum um
« n ■ a _ o ,• • ■ ■> m , auknar -framkvæmdir, né verk-
íorm. Uandalags startsmanna rikðs og bæja 1. mai lýðssamtökin kröfum sínum um
bætt eða a. m. k. óskert lífskjör.
★
Til þess að leysa vandamál það,
sem nú er við að etja, koma tvæ*
leiðir til greina.
Önnur er sú, að leysa vanda-
mál togaraútgerðarinnar á kostn,
að neyzlunnar, þ. e. lífskjara al-
mennings. Það má gera með geng
islækkun, auknum bátagjaldeyrl
eða hækkun tolla eða skatta —■
Þessum leiðum öllum er það sam-
eiginlegt að með því eru lífskjör
almennings skert, og myndi það
óhjákvæmilega leiða til átaka
launþegasamtökin, sem myndu
freista þess, að velta byrðunum
af sér með því að knýja fram
kauphækkanir. Ný verðbólguþrú-
un yrði afleiðingin, og myndi þaí>
óhjákvæmilega fyrst og fremsfc
bitna á opinberum starfsmönnum
og öðru fastlaunafólki.
Hin leiðin er sú, að leysa vanda
mál togaraútgerðarinnar á kostn-
að fjárfestingarinnar. Vissulega
hefur sú leið einnig sína ann-
marka. Hún hefur það óhjá-
kvæmilega í för með sér að fram
kvæmdir þær, sem nú eru fyrir-
hugaðar af ríki, þæjarfélögum ogt
einstaklingum hljóta að taka
lengri tíma en ella. En þess ber
í því sambandi að gæta, að vinnu
ófriður sá og fjármálaöngþveiti,
sem hin leiðin hefur í för með sér,
hlýtur einnig að tef ja þessar fram
kvæmdir og sennilega öllu meira.
En þrátt fyrir þessa annmarka tel
ég þessa leið tvímælalaust þá,
sem beri að fara, ekki eingöngu
frá hagsmunasjónarmiði fast-
launamannanna, heldur einnig
þjóðarheildarinnar.
Það er svo aftur tæknilegt at-
riði hvernig flytja eigi fjármuni
þá, sem ráðstafa átti til fjárfest-
ingar til togaraútgerðarinnar. En
því efni er ekki kostur að gera
skil hér.
o. hver á að bera þær byrðar, ] launþegum almennt, og þori ekki
sem óhjákvæmilegt verður að
leggja á?
Þær raddir hafa komið fram og
vissulega er ekki óeðlilegt, að
þær finni hljómgrunn meðal
launafólks, að hér sé fyrir hendi
einföld lausn, aðeins ef stjórnar-
völdunum þóknist að fara þá
leið, en hún er sú, að leysa fjár-
hagsvandamál togaraútgerðar-
innar á kostnað milliliðagróðans,
eins og það er orðað.
Víst er um það, að milliliða-
hagnaður hefur að undanförnu
verið meiri hér á landi en góðu
hófi gegnir, og er það sjálfsagt
enn. Augljóst er og, að það er
mikilvægt hagsmunamál Iauna-
fólks að dreifingarkostnaður vöru
og þjónustu sé sem minnstur. Svo
langt sem þetta nær, er ég sam-
mála því, þegar milliliðagróðinn
er gerður að umtalsefni í ávarpi
1. maí nefndar verkalýðsfélag-
anna í ár og undanfarin ár.
★
En skerðing milliliðagróðans og
sér í lagi þó ráðstöfun hans til
þess að rétta við hag togaraút-
gerðarinnar, er engan veginn svo
auðvelt í framkvæmd sem að óat-
huguðu máli kann að virðast. Það
er t. d. mjög mikill misskilningur,
að hægt sé að skerða milliliða-
gróða með því að hækka kaupið.
Þvert á móti má einmitt gera ráð
fyrir því að hækkun kaupgjalds
muni að öðru óbreyttu valda
hækkaðri álagningu og öðrum
milliliðagróða, þar sem nú er
hægt að hækka verðið í skjóli
aukinnar eftirspurnar.
Það getur varla verið um það
ágreiningur að meginorsök óhóf-
legs milliliðagróða er ávallt verzl
unar- og gjaldeyrishöft. Ef gjald-
eyrisverzlunin er frjáls eins og
t. d. var hér á landi fyrir 1930,
þannig að öllum var heimilit að
kaupa gjaldeyri á hinu skráða
gengi, þurfa menn ekki að
skipta við milliliði fremur en
þeim sýnist sjálfum. Menn gátu
þá t. d. pantað sér skyrtur, bús-
áhöld og annað sem þeir þörfn-
uðust beint frá útlöndum. Þetta
fyrirkomulag tryggði það auð-
vitað, að verzlunarálagningu
væri í hóf stillt, því ella áttu
milliliðirnir það á hættu, að
menn útveguðu sér vörurnar
sjálfir.
★
Þótt talsvert hafi að vísu verið
slakað á verzlunarhöftum und-
anfarin missiri, vantar enn mik-
ið á, að verzlunin sé algerlega
frjáls og má því gera ráð fyrir
því, að um allmikinn hagnað milli
liða sé að ræða, í skjóli þeirra
hafta, sem enn rikja. Nú væri
vissulega hægt að gera slikar ráð
stafanir að gjaldeyrisyerzlunina
mætti gefa með öllú frjálsa líkt
og var fyrir 1930, ,pg útrýma
þannig hagnaði milliliða. En ég
er ekki viss um, að sllíkar ráð-
einu sinni að lofa almennu fylgi
opinberra starfsmanna við þær.
Þessi í sjálfu sér álitlega tillaga,
að leysa vandamálin á kostnað
milliliðagróðans, er því vafalaust
óframkvæmanleg, ekki svo mjög
vegna mótspyrnu milliliðanna
sjálfra, heldur miklu fremur
vegna þeirrar andspyrnu, sem ég
tel víst að þær ráðstafanir, sem
gera þyrfti, ef afnema ætti skjól
milliliðagróðans, verzlunarhöf t-
in, myndu sæta frá launþegasam-
tökunum og öðrum samtökum al-
mennings.
★
Það má líkja vekja ahygli á
öðru í sambandi við hina við-
kvæmu og umdeildu spurningu
um skiptingu byrðanna milli þjóð
félagsstéttanna. Því er ekki
þannig varið, að byrðar, sem eru
lagðar á ákveðna stétt í þjóðfé-
laginu hvíli áfram þar án þess að
snerta nokkra aðra. Þannig lenda
byrðar, sem lagðar eru á herðar
atvinnurekendum einnig á laun-
þegum, því skert fjárráð atvinnu
rekenda, hafa í för með sér minni
eftirspurn eftir vinnuafli af
þeirra hálfu. Á sama hátt á það
auðvitað við, að atvinnuleysi og
rýrður kaupmáttur launa hefur
í för með sér minni sölu á vöru
og þjónustu og þar af leiðandi
verri afkomu atvinnurekandans.
Spurningin um skiptingu byrð-
anna er því ekki eins þýðingar-
mikil og í fljótu bragði kann að
virðast, því afkoma þjóðfélags-
stéttanna er nú einu sinni svo
samtvinnuð, að byrðar sem lagð-
ar eru á einn, lenda «jnnig óhjá-
kvæmilega á öðrum, sem hann
skiptir við.
En hvaðan á þá fé það að
koma, sem sennilega verður
óhjákvæmilegt að verja til stuðn
ings togaraútgerðinni, eigi hún
ekki að stöðvast?
★
Það er ekki hægt að komast
kringum þá staðreynd, að þetta
fé verður að greiðast af þjóðar-
tekjunum, en það hefur í för
með sér, að þar sem meiru af þjóð
artekjunum er nú ráðstafað í
þágu útgerðarinnar, verður
minna til ráðstöfunar í þágu ein
hvers annars.
Eins og kunnugt er, er þjóð-
artekjunum ráðstafað á tvennan
hátt. Meiri hluta þeirra er að
jafnaði varið til daglegrar neyzlu
þjóðarinnar, en því sem afgangs
er til verklegra framkvæmda og
annarar fjárfestingar. Á undan
förnum árum hefur fjárfesting
sem kunnugt er verið mjög mikil
og aldrei er meiri fjárfesting fyr-
irhuguð en einmjtt nú í dag.
Það er fjærri mér að halda því
fram að þessi mikla fjárfesting
sé í sjálfu sér óheilbrigð, þvert
á móti er hún einmitt undirstaða
framfara og aukinnar velmegun-
loka augunum fyrir því, að hún
kostar fórnir. Þessar fórnir leiða
af þeirri auðsæju staðreynd að
eftir því sem meiru af þjóðar-
tekjunum er varið í þágu fjár-
festingarinnar, eftir því verður
það minna, sem er til ráðstöfunar
til neyzlu Aukin fjárfesting hef-
ur þannig ávallt í för með sér
minnkaða neyzlu eða m. ö. o.
kjaraskerðingu. Ef almenningur
vill sætta sig við þessa kjaraskerð
ingu, í hvaða mynd sem það er,
ber það auðvitað sízt að lasta,
þótt þjóðin taki á sig fórnir í bili
til þess að bæta hag sinn í fram-
tíðinni. Ef viljinn til þess að
taka á sig þær fórnir, sem fram-
kvæmdirnar óhjákvæmilega hafa
í för með sér, er hinsvegar ekki
fyrir hendi, leiðir af því árekstra
milli ríkisvaldsins og hagsmuna-
samtaka almennings, fyrst og
fremst launþegasamtakanna. •—
Þessi átök lýsa sér í vinnudeilum
og verkföllum, kapphlaupi milli
kaupgjalds og verðlags, sem leiðir
til verðbólgu, sem aftur hefur í
för með sér almennt öngþveiti í
i H. Eiríksson segir iðn-
skólanum upp í sílasfa sinn
i
var sagt upp föstud. 30. apríl.
Að vísu lýkur prófum í 1. og 2.
bekk ekki fyrr en um miðjan mai,
en prófum í 3. og 4. bekk er lok-
ið og burtfararskírteini voru af-
hent á föstudag.
Alls hafa verið í skólanum í
vetur 723 nemendur. Burtfarar-
prófi luku 150 nemendur. Hæstu
einkunnir fengu Kolbeínn Gísla-
son, útvarpsvirki, 9,44 og Elín Á.
Hróbjartsdóttir, ljósmyndari, 9,31,
og fengu þau verðlaun frá skól-
anum og auk þess 1. og 2. verð-
laun Iðnnemafélagsins Þráins. —
Auk þess fengu þessir nemendur
verðlaun frá skólanum:
Guðmundur Karlsson, hús-
gagnasmiður, aðaleinkunn 9, 24.
Eiríkur S. Eiríksson, bílasmiður,
aðaleink. 9,20. Helgi Þorsteins-
son, rafvirki, 9,10. Þórður Guðna-
son, vélvirki, aðaleink. 9,10. Ein-
ar Ó. Ágústsson, rafvirki, aðal-
eink. 9,08. Björgvin R. Hjálmars-
son, húsasmiður, aðaleink. 8,91.
Magnús I. Ingvarsson, húsasmið-
ur, aðaleink. 8,81.
Þetta var í síðasta sinn, sem
Helgi H. Eiríksson sagði skólan-
um upp, og kvaðst hann myndi
segja endanlega af sér starfi
skólastjóra í sumar. Starfi hans
við skólann í vetur héfur gegnt
Þór Sandholt, arkitekt. — Helgi
þakkaði iðnaðarmönnum, Iðnað
armannafélaginu, skólanefnd,
kennurum og nemendum sam-
starfið í þau 31 ár, sem hann hef-
ur verið skólastjóri, árnaði hinum
stafanir myndu verða studdar af ar í framtíðinni. En það má ekki nýju kandidötum heilla og kvað
um leiðbeiningar og aðstoð, þótt
þeir hefðu lokið námi þar. Þá
afhenti hann Finni Thorlacíus
byggingarmeistara, sem verið
hefur kennari við skólann í rúm
40 ár, minningargjöf frá nemend-
um hans við skólann.
Að skólauppsögn lokinni
flutti Þorsteinn Sigurðsson, hús-
gagnasmíðameistari, ræðu og
þakkaði fyrir hönd skólanefndar
skólastjóra samstarfið og störf
hans fyrir iðnaðarstéttina, og
Helgi Elíasson fræðslumálastjóri
ávarpaði samkomuna og þakkaði
einnig skólastjóra langa viðkynn-
ingu og samstarf. Að lokum.
drukku kennarar og gestir síð-
degiskaffi í boði skólastjóra og
konu hans.______________
Eiti bezfa aflaár
Hornfirðinga
HORNAFIRÐI, 30. apríl: — í gær
brá. hér til norðaustan áttar og
fylgdi henni kuldi og frost. Vor-
verk eru almennt byrjuð hér, og
er farið að vinna með jarð-
vinnzluvélum. Afli hefur verið
mjög góður á vertíðinni, og hafa
bátarnir venjulega verið með frá
15—30 skipp, Fiskurinn hefur
verið sérstaklega feitur og stór.
Bátarnir hafa stundað netaveið-
ar. Geysimikil atvinna hefur ver-
ið hér í sambandi við vertíðina,
og má telja að þetta sé bezta afla-
ár, sem komið hefur lengi hér.