Morgunblaðið - 05.05.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 05.05.1954, Síða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. maí 1954. Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON F ramhaldssagan 28 hærra og lét eins og sér stæði «lveg á sama. Um leið hugsaði hún þeim gott til glóðarinnar. Hún skyldi vekja athygli þeirra á sér aftur og það svo um mun- eði. Hún var í kennslustundinni sem Douglas hélt undir beru lofti Hann hafði spjallað við börnin um heima og geyma og m. a. spurði hann þau að því, hvað þau mundu gera ef þau eignuðust skyndilega 100 þúsund pund. Ein •telpnanna sagðist mundu kaupa alla Jamaica og verða sjálf drottn ing. Hann spurði hana hvað hún mundi gera meira. „Ég mundi út- xýma öllu hinu kvenfólkinu", sagði hún. Drengirnir voru hæverskari. Einn vildi eyða öll- um peningunum strax í flugelda- sýningu. Annar ætlaði að byggja hús með lyftu upp á allar hæðir j til þæginda fyrir allt fólk í heim- inum, sem hefði aðeins einn fót. | Hann spurði Silvíu hvað hún' mundi gera en hún sagði með j fyrirlitningarsvip: „Ég kæri mig ekki um 100 þúsund pund.“ Hin börnin litu ekki á hana og sögðu ekkert við þessari yfirlýsingu. | Douglas sagði að hún væri senni- lega vitrust af þeim öllum. Skömmu síðar stóð Silvía upp. „Má ég skreppa frá?“ spurði hún. Hann spurði hana til hvers. „Ég þarf að fara á salernið“. Hún talaði með sönglandi hreim og brosti íbyggin, sennilega til að gefa til kynna að þetta væri að- eins yfirskin. Hann hikaði en sagði svo: „Já, þú mátt fara.“ Hún tók saman bækur sínar og gekk áleiðis að skólahúsinu. Hann hélt kennslustundinni áfram. Stundarfjórðungi síðar kom Silvía gangandi niður brekkuna aftur. Hún var komin í sparikjól- inn sinn og hélt á lítilli handtösku í annarri hendinni. Hún gekk eft- ir stígnum sem lá nokkra metra frá þar sem kennslustundin fór fram. Hún leit ekki í áttina þang- að en ætlaðist þó auðsjáanlega til þess að börnin og Douglas sæju hana. Börnin gleymdu ásetningnum að láta eins og þau sæju hana ekki og settu upp undrunarsvip. Allir misstu áhugann fyrir því sem kennarinn var að segja. „Veit nokkur, hvert hún er að fara?“ spurði Douglas. Enginn vissi það Þau vissu bara að hún hafði ekkert leyfi til að fara úr skólanum Þau fór að skeggræða um það, hvaða uppá- tæki þetta væri. Skyldi hún vera að strjúka? Nei, þá hefði hún haft meiri farangur með sér. Nei, þá hefði það verið of áberandi .... „Ætlið þér ekki að kalla á hana herra Lockwood?“ Hann vissi ekki hvernig hann ætti að snúa sér við þessu. Ekki vildi hann hlaupa á eftir henni. Hontun datt helzt í hug að senda eitthvert barnanna til Pawley til að segja honum frá þessu. „Ef hún er nú að strjúka?" Hún var einmitt að fara í hvarf fyrir hornið. Nei, það var ekki vert að ná í Pawley. „Norah“, sagði hann. „Hlauptu á eftir henni og spurðu hana hvert hún sé að fara.“ „A ég að segja henni að koma aftur.“ „Nei“, sagði hann. „Reyndu bara að komast að því, hvert hún er að fara.“ Hún hljóp af stað. „Ég hélt að jþið hefðuð ákveðið að láta sem þið sæju hana ekki. Mér sýnist að henni sé að takast að fá ykkur ofan af því“, sagði Douglas. „Ég held að hún sé ekkert að fara“, sagði einn drengjanna. „Hún er bara að reyna að fá okk- ur til að horfa á sig.“ „Það er réttast að hugsa ekki meira um hana“, sagði Douglas. „Eftir fimm mínútur kom Norah aftur. „Hún segir að kunningi sinn komi hingað uppeftir í bíl til að sækja hana. Hún segist hafa feng Íð bréf frá honum í morgun. Hann ætlar að fara með henni niður eftir til Kingston. Hún segir að hún komi sennilega heim aftur í kvöld.“ Augnabliks þögn sló á hópinn. „Hún fékk bréf í morgun“, sagði einhver. ,,Ég sá það ekki.“ „Jú, ég sá það.“ „Það hefur verið frá pabba hennar.“ „Hún hefði beðið um leyfi ef það hefði verið frá föður hennar." „Ætlið þér að lofa henni að fara, herra Lockwood?“ „Ég ætla að minnsta kosti ekki að fara í slag við hana úti á miðri götunni og bera hana til baka“, sagði hann. „Ef allir færu nú svona í leyfis- leysi?“ „Það væri heldur leiðinlegt", sagði hann. „Þá væri ekki hægt að reka þennan skóla, nema hafa lögreglumenn í leyni á bak við alla runnana. En til allrar ham- ingju hafa flestir meira vit en svo. Það er þess virði að sakna Silvíu eina kvöldstund ef við losnum við lögregluliðið." „Ég skil ekki hvernig er hægt að leyfa henni þetta.“ „Ef þú stælir vasaklútnum mín um, Alan, gæti ég vanið þig af því með því að flengja þig. En ég get ekki hjálpað þér nema ég fái að vita, hvers vegna þú gerðir það. Ég get heldur ekki hjálpað Silvíu nema ég komist að því hvers vegna hún vill alltaf vera hrekkjótt og brjóta reglurnar.“ „Ég held ekki að Silvía eigi það skilið að henni sé hjálpað." „En hvort sem hún á það skilið eða ekki, þá er hún nú hér til þess að við reynum að hjálpa henni. Faðir hennar borgar skólagjald fyrir hana eins og feður ykkar gera. En ef ykkur fellur hún ekki í geð, þá skuluð þið láta mig um að hjálpa henni. Látið þið bara eins og þið sjáið hana ekki.“ Hann sá að þessi skýring var börnunum ekki nægileg en þau þögnuðu og hann hélt kennslu- stundinni áfram. Hann vildi ekki láta á því bera að honum sjálfum var allt annað en létt í skapi. Það var nokkurn veginn víst að Silvía var ekki að fara til móts við neinn og sennilega mundi hún koma heirn fyrir kvöldmatinn, en auðvitað gat hann ekki treyst því algerlega. Eitthvað gæti líka kom ið fyrir hana, eitthvað sem hún hafði ekki gert ráð fyrir. Ef ráð- ist væri á hana á götunni eða hún félli fram af klettum, þá væri illt í efni fyrir honum. Honum varð það Ijóst að það hafði verið rangt að láta hana fara. Þegar bjallan hringdi klukkn fjögui^ tók hann saman bækur sínar og gekk upp að skólahúsinu. Joe var að þvo skólabílinn fyrir utan bílskúrinn. Hann hafði ekki stöðvað Silvíu, vegna þess að Norah hafði sagt honum að láta hana vera. „Hún gekk niður götuna." „Allt í lagi, Joe.“ Hann gekk út um hliðið. Þegar hann kom á beygjuna sá hann veginn framundan næstum því tvær mílur þar sem hann lá í bugðum eftir fjallshlíðinni. Hann skyggndist um í fimm eða tíu mínútur en hann sá hvorki Silvíu né nokkurt farartæki. Það var ekkert undarlegt. Það var hálf tími síðan Silvía fór. Hann snéri við og gekk hægt heim að hliðinu aftur. Nú yrði hann víst að segja Pawley hvern- ig komið væri, en honum var það mikið á móti skapi. Pawley mundi verða mjög skelfdur og gera lögreglunni strax aðvart. Ef hann hins vegar héldi þessu leyndu fyrir Pawley og eitthvað kæmi svo fyrir Silvíu, þá var hann ekki öfundsverður. Það var of mikil áhætta. Hann gekk hægt í áttina að húsi Pawley og velti því fyrir sér, hvort hann ætti að réttlæta það að hann lofaði Silvíu að fara eða hvort hann ætti að viðurkenna að sér hefi skjátlst. KOFFORTIÐ FLJIJG4IMDI 1 EINU SINNI var kaupmaður nokkur, sem var svo flug- ríkur, að hann hefði getað flórað með silfurpeningum allt borgarstrætið, sem hann bjó í, og enda smástrætin í viðbót, en það gerði hann ekki. Hann kunni betur að fara með peningana en svo. Gæfi hann einn skilding, þá tók hann ríkisdal í staðinn. Slíkur kaupmaður var hann. En svo dó hann. Sonur hans erfði nú alla þessa peninga og lifði heldur en ekki glatt. Hann sótti grímudansleika á hverri einustu nóttu, Bjó til pappírsdreka úr ríkisdalsseðlum, kastaði gullpening- um, sem steinar væru, út á vatnið og lét þá fleyta kerlingar. Með því lagi gátu peningarnir gengið til þurrðar, og það gerðu þeir líka. — Að lokum átti hann ekki eftir nema fjóra skildinga, og ekkert af klæðnaði nema einn gamlan slopp og eina morgunskó. Nú kærðu vinir hans sig ekkert um hann úr því að þeir gátu ekki gengið með honum á strætum úti, — nema einn þeirra, sem var vel innrættur og góður í sér. Hann sendi honum gamalt koffort með svolátandi fyrir- mælum: „Farðu að láta niður!“ Hann sagði vel um það, en kaupmannssonurinn átti ekkert til að „láta niður“, og lét því sjálfan sig niður í koffortið. Það var skringilegt koffort. Um leið og þrýst Var á lásinn, gat koffortið flogið. Nú var svo gert, og óðara flaug það með Fiskbuðingur Fiskbollur Gulrætur Blandað Grænmetí Rauðrófur I Grænar Baunir NIÐURSUÐUVORUR, Heildsölubirgðir Jt. Hrynjótfóóon varan ' Einhleyp fullorðin kona óskar eftir 1-3 herbergjum og eldhúsi má vera í kjallara. — Tveggja ára fyrirframgreiðsla — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Hitaveita" —885. Til fermingargjafa Kommóður, saumaborð, skrifborð, lestrarborð og maigs- konar önnur húsgögn í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar Laugavegi 166 i nuiumuuiuununuui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.