Morgunblaðið - 29.06.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.1954, Blaðsíða 7
Þriðjuclagur 29. júní 1954’ MORGUNBLAÐIÐ 7 Félðtj ísl. leikdcmenda veitir verifen fyrir bezta leik ársins I»rír leikdómendur á hófinu í Þjóðlcikhússkjallaranum, Ásgeir Hjartarson (t. v.), Sigurður Grímsson (í miðið) og Lárus Sigur- björnsson (t. h.). — Ljósm.: H. Teitsson. H arafdur Björnsson hlautþaufyrir Kienow prófessor í „Sá slerkasti66 FÉLAG íslenzkra leikara hélt árs hátíð sína í Þjóðleikhúskjallar- anum á laugardagskvöidið var. Var það fjölmennt samsæti og fór hið virðulegasta fram, en for- maður félagsins, Valur Gíslason leikari, stýrði hófinu. Gestir á árshátíðinni voru stjórnarmenn úr Félagi íslenzkra leikdómenda og var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu, að þeir lyki erind sínu, en tilkynnt hafði verið, að féiagið óskaði að afhenda verð- laun fyrir bezta leik ársins að undangenginni atkvæðagreiðslu í Félagi íslenzkra leikdómenda, 'sem stofnað var hér í bæ nú í vor. Formaður Félags íslenzkra leik dómenda, Sigurður Grímsson, hafði orð fyrir stjórninni og flutti gagnorða og virðulega greinar- gerð fyrir tilgangi félagsins með því að veita þessi verðiaun og hvernig þau væru tilkomin. Sagði hann að aðaltilgangur félagsins væri að stuðla að heilbrigðri og rökvísri gagnrýni, sem sett verði fram af menningarlegri háttprýði og vinna að aukinni leiklistar- menningu. Hlutgengir félagar væru fastir leikdómarar við dag- blöð, vikublöð og tímarit, er birta leikdóma að staðaldri. Einn liður i starfi félagsins væri að gangast fyrir veitingu verðlauna í viður- kenningarskyni fyrir bezta leik ársins að dómi félagsmanna, sem greiddu atkvæði á þann hátt, að hver hlutgengur félagsmaður greiddi þremur leikendum at- kvæði í stigúm, 100 stig, 75 stig og 50 stig. Samanlögð hæzta stiga taia réði svo því, hver verðlaunin hlyti, sem er SILFURLAMPI af fornri gerð, smíðaður af Leifi Kaldal. Að þessu sinni fylgdu verðlaununum að auki peninga- upphæð, 2500,00 kr., sem tíma- ritið HELGAFELL hafði gefið. Formanni Félags íslenzkra leik dómenda mæltist m. a. á þessa leið: ' Sú skoðun virðist því miður víða vera nokkuð almenn, að milli leikara og leikgagnrýnenda hljóti að eðli málsins að vera staðfest djúp. Ég held að við get- um öll verið sammála um það að þetta sé hin skaðlegasta villu- kenning. Ábyrgir leikdómendur og leikarar vinna vissulega að sameiginlegu marki, — þróun og viðgangi leiklistarinnar, hver á sínu sviði og á sinn hátt. Þessir tveir aðilar ættu því, ef öfgalaust og skynsamlega er á mál þessi litið, að geta átt samleið og sam- vinnu um margt er til heilla horf- ir fyrir leikmenningu og leik- listarmál þjóðarinnar. Félag ís- lenzkra leikdómenda telur nauð- synlegt að þessum skaðlega mis- skilningi um afstöðu leikara og leikdómenda hvers til annars, verði eytt og vill stuðla að því eftir mætti að það megi takast. Einn þáttur í þeirri viðleitni fé- lagsins er sá, að félagið hefur ákveðið að veita árlega verðlaun fyrir beztan leik á hverju leik- ári, samkvæmt niðurstöðu, er fengist hefur með leynilegri at- kvæðagreiðslu félagsmanna eftir nánari reglum. — — — Verða verðlaun þessi veitt nú í þessu hófi í fyrsta sinn. Verðlaunagrip- urinn verður lampi úr silfri í stíl gömlu lýsislampanna er not- aðir voru hér á landi áður fyrr, og nefnast verðlaunin: „Silfur- lampinn, — verðlaun Félags ís- lenzkra leikdómenda.“ — Þá gat formaðurinn þess að þennan sama dag hefði F. í. L. borist banka- ávísun að upphæð kr. 2500,00 frá tímaritinu Helgafelli ásamt bréfi frá ritstjórunum, Ragnari Jóns- syni og Tómasi Guðmundssyni skáldi, þar sem óskað var að upphæð þessi væri látin fylgja verðlaunum félagsins, sem viður- kenning frá Helgafelli til ís- lenzkra leikara fyrir ágætt menn ingarstarf þeirra. Að lokum lýsti formaður yfir því, að Haraldur Björnsson hefði hlotið verðlaun félagsins að þessu sinni fyrir bezta leik ársins í hlutverki próf. Itlenows i ,,Sá sterkasti“. Afhenti hann síðan Haraldi verðlauna- skjal félagsins og fjárupphæð Helgafells og ennfremur fagran blómvönd og þakkaði honum frá- bært starf hans í þágu íslenzkrar leiklistar fyrr og síðar. — Kvað þá við dynjandi lófatak veizlu- gesta, er fögnuðu þessum úrslit- um ákaft og innilega. — Formaður Félags íslenzkra leik ara þakkaði meg nokkrum orð- um stjórn leikdómendafélagsins komuna og bað viðstadda leikara að minnast hins nýstofnaða félags með ferföldu húrrahrópi, en Har- aldur Björnsson flutti fram per- sónulegar þakkir sínar og tók undir þá ósk, að gott samstarf mætti takast með leikdómendum og þeim listamönnum, sem helg- að hafa leiklistinni krafta sína. Var þar með lokið þessari fyrstu athöfn í sambandi við hin mjög athyglisverðu verðlaun Félags ís- lenzkra leikdómenda. □—★—□ Atkvæðagreiðslan um verðlaun in er leynileg. Að þessu sinnivoru 7 atkvæðisbærir félagsmenn, þar sem einn leikdómandi, ritstjóri Vísis, hafði verið fjarverandi úr bænum hluta úr vetri. Hinir dóm endur voru: Sigurður Grímsson (Morgunblaðið), Ásgeir Hjartar- son (Þjóðviljinn), Lárus Sigur- björnsson (Helgafell), Loftur Guðmundsson (Alþýðublaðið), Jónas Þorbergsson (Tíminn), Ólafur Gunnarsson (Suðurland) og Agnar Bogason (Mánudags- blaðið). Flest atkvæði fékk Haraldur Björnsson, 475 stig, næstur hon- um kom Þorsteinn Ö. Stephensen með 275 stig fyrir Lenna í „Mýs og menn" og þriðji Brynjólfur Jóhannesson 175 stig fyrir Georg í „Mýs og menn" og Brassett í „Frænku Charles". Sólmyrkvinn er mikilfengíeg sión — Ilættnlegt að horfa með bernm augum IKVÖLDDAGSKRÁ útvarpsins á sunnudaginn flutti prófessor Trausti Einarsson skemmtilegt og mjög fróðlegt erindi um sól- myrkvann, sem hefst hér um há- degisbilið á morgun, miðvikudag- | inn. — Próf. Trausti hefur léð ' Morgunblaðinu fyrirlesturinn til I birtingar, og fer hann hér á eftir: ALMYRKVI á sólu verður hér á landi næsta miðvikudag, 30. júni, um hádegisbilið. Upplýsingar um I myrkvann er að sjálfsögðu að finna í almanakinu og auk þess hafa blöð og útvarp getið hans að undanförnu. Ætti allur al- menningur því að hafa heyrt um hinn væntanlega atburð. Útvarp- ið hefur hinsvegar óskað þess, að ég rifjaði hér upp það helzta, sem ástæða væri til að benda á vegna myrkvans, enda er nauð- synlegt að sumt sé í fersku minni er myrkvinn verður, ekki sízt varúðarreglur gegn augn- skemmdum. SÍÐAST FYRIR 121 ÁRI Almyrkvi á sólu er í sjálfu sér ekki sjaldgæfur atburður, hann verður yfirleitt árlega. En myrkvabrautirnar dreifast um alla jörð og á hverjum stað, í einu litlu landi er almyrkvi mjög sjaldséður. Frá því er ísland byggðist hafa aðeins orðið 11 almyrkvar á sólu hér, en það varð þessi ár: 878, 1077, 1131, 1312, 1330, 1339, 1424, 1433, 1469, 1733 og 1833. Myrkvarnir haía gengið mjög misþétt yfir, en að meðaltali orðið um einu sinni á öld. Frá síðasta almyrkva er liðið 121 ár. Fyrr á öldum er orsök myrkv- anna var ókunnug almenningi og ekki var kleift að segja þá fyrir með nægilegri nákvæmni, þóttu þeir mikil og váleg tíðindi. Nú á tímum eru það fyrst og fremst vísindin sem láta sig sólmyrkv- ana miklu skifta, en fyrir flesta menn er það þó alveg einstakur atburður að sjá almyrkva á sólu og vissulega ástæða fyrir þá, sem því geta komið við, að fylgj- ast sem bezt með myrkvanum. Þeir sem séð hafa almyrkva tetja hann mjög tilkomumikil sjón. Eg mun nú segja nokkuð ger frá myrkranum og er þá fyrst að taka fram, að þeir tímar, sem tilgreindir eru í íslenzka alman- akinu, eru miðaðir við íslenzK- an miðtíma en ekki sumartíma. Við allar tímatölur, sem standa í almanakinu verður að bæra 1 klst. svo að þær verði réttar miðað við þá klukku, sem við notum nú. í almanakinu segir t. d. að myrkvinn hefjist í Rvík kl. 9.54. Þetta verður þá 10.54 miðað við sumartima, rétt fyrir kl. 11. SÓLMYRKVI Sólmyrkvi verður eins og al- kunna er, þegar tunglið gengur fyrir sólina. Tunglið kastar keilu- laga skugga, þar eð það er miklu minna en sólin, oddur keilunnar nær vel til jarðar yfirborðs og því myndast þar almyrkvabíett,- ur. Sé maður staddur innan þessa bletts eða skugga, er sólin alger- lega í hvarfi bakvið tunglið, hún er almyrkvuð. Sé maður utan við blettinn gægist sólin út imd- an tunglröndinni, þar er deildar- myrkvi. Því fjær sem dregur frá almyrkvablettinum því minni I verður deildarmyrkvinn. Nú ! breytist afstaða hinna þriggja hnatta, sólar, jarðar og tungls, í sifellu, og því færist almyrkv- inn hratt eftir yfirborði jarðar. 1 mínútu yfir kl. 10 eftir ís- lenzkum sumartíma hefst deildar- myrkvinn í nánd við Flóriaa- skaga. Almyrkvi verður fyrst kl. um 11, í miðjum Bandaríkjunum. Og nú geysast almyrkvablettur- inn áfram með feiknahraða til norðausturs og er kominn eftir klukkutíma til íslands. Fréðlegl útvarpserindi próf. Trausfa Einarssonar um sólmyrkvann sem fer með 2500 km hraða á kfsl. MEÐ 2800 KM HRAÐA Þetta sýnir meðal annars, að hraðinn er miklu meiri en svo að nokkurt farartæki gæti fylgt myrkvanum eftir. Hér við ísland er hraði myrkvans um 2800 km. á klst. í farþegaflugvél, sem flýgur til austurs má lengja myrkvann um eitthvað 1/10 eða þá almyrkvann um ca 15. sek. ef flogið er eftir miðlínu hans fyrir sunnan land. Kl. 13 er almyrkvinn komir.n til baltnesku landanna. — Kl. 14 til Indlands og þar lýkur myrkv- anum að fullu kl. 15.03. Hann stendur því alls yfir i 5 klst. og 2 mín. í Reykjavík hefst deildar- myrkvinn 6 mínútur fyrir 11 og fáum mínútum fyrr eða síðar annarsstaðar á landinu. Á Reykja nesi um 2 mín. fyrr og á Norð- austurlandi um 7 míri. síðar en í Reykjavík. Tunglið mjakast nú, að sjá, fyrir sólina og eftir rúman klukkutíma hefur myrkvinn náð hámarki, eða kl. 1204 í Reykjavík, 1—2 min. fyrr vestast í landinu, og 6—7 min. síðar austast á þvi. Af Sólinni sést nú í Reykjavík aðeins 1/72 partar þvermáis, meira er norðar dregur og mest í Grímsey, en þó ekki nema 1/13 þvermáls. Árið 1945 varð talsvert mikíll myrkvi hér á landi og má haía hann til samanburðar, enda mun hann mörgum í fersku minui Þá voru 6/7 þvermáls myrkvaðir í Reykjavík en 9/10 á Akureyn. Að þessu sinni verður myrkv- inn svipaður í Grimsey og 1945 en annars verður myrkvinn á miðvikudaginn mún meiri norð- an til á landinu en 1945 og miklu meiri er sunnar dregur og verður þar æðiskuggsýnt. Almyrkvi er svo allra syðst, sunnan við markalínu, sem ligg- ur þannig: Rétt sunnan við Kross í Landeyjum, rétt norðan við Hrólfsskála undir Eyjafjöllum og rétt sunnan við Langholt í Með- allandi. Á sjálfri markalínunni stendur almyrkvinn aðeins augnablik, en þeim mun lengur, sem sunnar dregur í landinu og lengst um IV2 mínútu, í Dyrhólaey og í Vest mannaeyjum. Almyrkvinn hefst kl. 1204 til 1206 eftir þvi hvar á svæðinu er. Meðan á almyrkv- anum stendur verður svo dimmt að stjörnur verða sýnilegar í heið skíru, en verulega skuggsýr.t verður hvergi lengur en 15—20 mínútur. Myrkvinn þverr svo aftur á rúmum klukkutíma og honum lýkur í Reykjavík kl. 13.15 og á tilsvarandi tímum annars stað- ar á landinu. GÆTIÐ AUGNANNA Ef heiðskírt verður þegar myrkvinn gengur yfir munu menn vafalaust skotra augum til sólar, en þó er áríðandi að gæta augnanna. Hér er um að ræða meira alvörumál en margan mundi gruna, því að varanleg og ólæknandi augnskemmd getur hlotizt af ef óvarlega er hont í sólina. Augnlæknar hér í bæ hafa tjáð mér, að við sólmyrk v- ann 1945 hafi talsvert margir orðið fyrir varanlegum augn- skemmdum, þannig að ólæknandi brunablettir komu á viðkvæm- asta hluta sjónhimnu. Þessvegna verður ekki nóg- samlega brýnt fyrir fólki að horfa alls ekki með berum augurn sólina og er ekki sízt ástæða til að hafa gát á börnum í þessu til- liti. Eftirtaldar hlífar kom íil greina. 1. Mjög dökkt litað gler en fá«* munu eiga völ á slíku. 2. Tvöföld eða þreföld Ijósagler- augu, einföld duga alls ekki. 3. Logsuðu gleraugu. 4. Sótuð glerplata eða sótuði gleraugu. Einfaldasta og lik- lega bezta hlifin er glerplala. og má auðveldlega sóta hana. yfir kertaloga. En það verður að gera svo vendilega, að þeg- ar horft er í gegnum hana sýnist sólin dauf. En yfirloilk skyldu menn ekki treysta um. of á hlífarnar og því ekki, horfa lengi í einu í sólina. Um deildarmyrkvann verð að láta þetta nægja, en viðvíkj- andi almyrkvanum er ástæða aÁ bæta við nokkrum orðum. ÞEGAR SÓLIN ER ALMYRKVUÐ Strax og sól er almyrkvuð, cr ekki þörf á augnhlífum. Þá getiu- að líta, ef heiðskírt er, dimm.-ui og stirndan himin fjær sólu, en. bjart hvítt skin nær henni. Allra. næst tunglröndinni má sjá elct- rauðan baug og oft er eins og: eldtungur rísi upp úr honurrv. Þessi rauði hringur, litlagið svo- kallaða, er aðallega glóandi vetrvi og eldtungurnar eru gosstrókar- úr sama efni. Hvíta skinið er hin. svokallaða kóróna. Oft sjást L henni geislastafir er líkjast kraft- línum kringum segul, enda mi vafalaust telja að stafirnir stamU í nánu sambandi við segulsvið sólar. Skin kórónunnar stafar að mestu af því að öreindir, elek- trónur, sem streyma í sífellu út frá sólinni, endurkasta sólarljós- inu. Ernnig eru þarna á sveimi ýmsar tegundir atóma, en vegna sfelldrar atómskothríðar frá sól- inni eru þau meira og minna tæit í sundur. Svo er t. d. um járn- atómið. Ástand atómanna svarar til þess að hitinn væri um 1 millj. gráða, enda þótt hitinn á sjálfvv yfirborði sólar sé aðeins unv. 6000° C. Skin kórónu og litlagsins éir það dauft, að þess gætir ekki i fullu dagsljósi. Eina tækifærið l.»L að sjá þessi yztu lög sólar er viif almyrkva. LJÓSMYNDATÖKUR Sennilega reyna einhverjir aí> taka Ijósmyndir af almyrkvan- um. Þeim vil ég benda á eftir- farandi: Stærð sólar á filmunnv verður 1/100 af brennivídd tæk- isins. Með 10 cm brennivídd, sem. er algeng, verður sólin 1 mm £ þvermál. Sjálfsagt er því að nota. teleobjektif ef menn eiga þessv kost. Viðvikjandi lýsingu er þaft að segja, að birta kórónunnar er sambærileg við birtu á skýjunv í fremur björtu veðri. En reynrf- ar dvínar birta kórónu ört með fjarlægð frá sólrönd. Við of stutta. lýsingu fengist því aðeins innsti hlutinn, en við of mikla lýsingu. fengjust ytri lög jafnframt pvv sem innri hluta væru yfirlýstir. Sjálfsagt er að reyna margar lýs- ingar og i því sambandi er gott að hafa það í huga hve lítil myricC in. verður og því er hægt, með færslu vélarinnar, að marg- lýsa sömu filmuna. Ég vil svo ljúka þessum orð- um með því að endurtaka aðvör- un augnlækna: Munið að ólækn- andi skemmdir geta hlotizt af, ef óvarlega er horft í sólina. ★★★★★★★★★★★★★ ★ ★r ★ BEZT AB AUGLÝSA t ★ ★ MORGUNBLAÐINC ★- ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.