Morgunblaðið - 29.06.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.06.1954, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐ1B Þriðjudagur 29. júní 1954 Framhaldssagan 70 félaginu fyrr en eftir klukku- tíma.“ Hann var lítill náungi með fctóran Panamahatt og á stutt- buxum. Um hálsinn á honum | hékk lítil myndavél. „Ég fæ mér bíl“, sagði Douglas. „'Eg er ekki búinn að ná í hann cnnþá.“ „Ég vildi gjarnan fá að koma með yður.“ „Allt í lagi“, sagði Douglas. Hinn brosti. „Ég heiti Burr- oughs. Komig þér sælir,“ Þeir íókust í hendur. „Ætlið þér að hitta einhvern á i ílugvellinum eða þurfið þér að ná flugvél“, spurði Douglas. „Hvorugt“, sagði maðurinn. „Ég ætla bara að talca nokkrar myndir. „Ég hef þær í litum“. Þeir gengu saman út að bíla- Btæðinu. Þar stóð bíllinn, sem Douglas hafði leigt. Það var stór' Chevrolet, með bensíntank sem j íók 30 lítra. Douglas hafði látið fylla hann alveg. Þegar þeir óku út á götuna, sagði Burrough: „Þetta er ekki rétta leiðin. Ég vona að yður sé sama þó að ég bendi yður á það“. „Ég þarf að koma við á einum stað áður en við förum út á völl- inn“. Hann stöðvaði bílinn fyrir utan húsaleiguskrifstofu skammt frá Haarbor Street. Hann hafði þeg- •ar gengið frá því, bréflega, að fá leigðan sumarbústaðinn. Inni á skrifstofunni voru myndir af 'húsinu í albúmi. Það var hvítt, i ineð flötu þaki inni á milli pálma j írjánna á ströndinni við Ocho Rios. Þar voru líka myndir af húsinu að innan en það var búið nýtízku húsgögnum. Leigan var 15 pund á viku. Hann afhenti peningana. Maðurinn taldi þá og sagði: „Þetta er inndæll staður. Við leigjum hann alltaf amerí- könum á veturna". En nú var sumar.. Hann tók lyklana og gekk út að bílnum. Þar sat Burroughs og var að •skrifa í minnisbók. Hann sagðist skrifa nákvæmlega allt sem fyrir i.ig kæmi á þessu ferðalagi síðan hann fór frá Englandi . . . hann sendi mjnnisblöðin til systur .sinnar og hún vélritaði það fyrir hann. Þegar hann kæm heim ætlaði hann nefnilega að halda fyrirlestur í skólanum, þar sem dóttur hans var. Þegar þeir voru lagðir af stað út á flugvöllinn bað hann Douglas einu sinni um ;að nema staðar. Hann fór út og tók nokkrar myndir og kom svo aftur. „Þarna fékk ég eina góða“, sagði hann. „Ég er afskaplega | vandlátur með myndirnar sem ég ' tek“. Klukkan var hálf fimm þegar i þeir komu út á völlinn. Douglas skildi bílinn eftir á bílstæðinu og þeir fóru út að gaddavírnum, sem ^ var allt í kringum flugbrautina. j Tvær flugvélar voru að búa sig I undir að fljúga upp. „K. L. M. og Pan American",; sagði Burroughs. „Ég ætla að taka mynd af Pan American,' þegar hún fer upp“. Hann lyfti myndavélínni, en fékk ekkert nema rykskýið, sem' stóð aftur af flugvélinni, þegar vélarnar fóru af stað. „Þetta hefði ég átt að vita“, sagði Burroughs, og þurrkaði af vélinn með vasaklútnum sínum. „Jæja, ég skal samt ekki gefast upp“. Flugvélin var komin út á end- ann á flugbrautinni og hófst hægt til lofts, fiaug í hálfhring yfir völlinn og hækkaði flugið um leið. „Það er hreinasta furða, að ekki skuli koma ooftar fyrir slys hér“, sagði Burroughs. „Já“, sagði Douglas. Hann lang- aði ekki sérstaklega til að ræða um það við Burroughs. Flugvélagnýrinn dó út í fjarska og flugvélin hvarf á bak við tindinn. Augnabliki síðar birtist önnur vél og það var engu líkara en sú hin sama hefði snúið við aftur. „Þetta er ekki vélin, sem þér bíðið eftir“, sagði Burroughs. — „Hún á ekki að koma úr þessari átt“. „Ég ætla að skilja við yður hér“, sagði Douglas. „Ég fer inn í afgreiðsluna til að sjá hvað gengur". „Ég kem með“ Þegar inn var komið, réðst Burroughs strax að afgreiðslu- manni og spurði hann um vélina frá Buenos Aires. Maðurinn sagði að hún mundi koma fimm mínútur yfir fimm. „Hún kemur fimm mínútur yfir fimm“, sagði Burroughs. Er það kunnungi yðar, sem þér eruð að taka á móti“. „Já, en það getur verið að hún sé ekki með þessari vél“. „Hún hlýtur að vera með, hafið engar áhyggjur“. „Það getur'samt verið að hún komi ekki“. „Bíðið við“. Hann hvarf. Stór vél frá Pan American rann upp að afgreiðsl- unni með hávaða miklum. Hún var að fara til Curacao og einir þrír eða fjórir farþegar stigu af henni. Allmargt manna beið við afgreiðsluna og Duoglas gekk inn í þvöguna í von um að Burroughs mundi ekki finna hann, en fyrr en varði birtist hann aftur, með blað í annarri hendinni. „Ég fékk lánaðan farþegalist- ann. Hvað heitir vinkona yðar? Við getum séð hvort hún er með“. „Hún er ekki á listanum“, sagði Douglas. „Hún er ein af áhöfn- inni“. „Nú? Þér hefðuð átt að segja mér það“. „Ég vissi ekki hvert þér fóruð“. „Jæja. Það er sama. Ég skila þessu þá aftur“. Douglas steig á sígarettuna á steingólfinu. Burroughs kom aft- ur. „Þær eru ágætar sumar þessar flugfreyjur, sagði hann. „Ég dáist mikið af þeim. Hvernig væri að við færum öll saman út að skemmta okkur í kvöld?“ „Ég er hræddur um að við getum það ekki“, sagði Douglas. „Ekki? Við getum spjallað um það þegar hiún er komin. Mér þykir gaman að hafa hitt yður. Alltaf skemmtiilegt að eignast nýja vini“. Önnur vél stöðvaðist fyrir fram an afgreiðsluna. Hann hafði ekki tekið eftir því, þegar hún lenti. Rauða merkið var málað á hlið- ina. „Þarna er hún“, sagði Burr- oughs. „Hún er einni mínútu á undan áætlun". Douglas gekk alveg upp að skil rrúminu, eins náiægt flugvélinni og hann komst. Aluminíum-tröpp um var rennt upp að dyrunum. A tröppunum var skilti þar sem stóð að reykingar væru bannað- ar. Dyrnar opnuðust, og flug- freyja kom út. „Vitið þér hvers vegna ég fór í þetta ferðalag?", sagði Burr- oughs. Flugfreyjan var lítil Og dökk- hærð. Hún stóð við tröppurnar þegar farþegarnir gengu út. — DoUglas kom snöggvast auga á hina flugfreyjuna sem stóð fyrir innan dyrnar. Það var Judy. Hún sagði farþegunum að beygja sig um leið og þeir gengu út um dyrnar. Hann dró upp aðra sígar- * ettu og kveikti í henni. „Og eftir jarðarförina", sagði Burroughs, „fannst mér ekkert j mundi vera mér betra en fara í ferðalag til þess að ég kæmist ] fljótt yfir þetta“. &5í!*!£7BÍP*a\'< £ -WgSi !@V:i H 1 : Rósaálf urinn 6. Hana dreymdi svo inndælan draum, og meðan hana var að dreyma, leið lífið burt. Hún var dáin hægum dauða. Hún var á himnum hjá honum, sem hún elskaði. Og jasmínublómin opnuðu stóru, hvítu klukkurnar sínar og ilmuðu svo undarlega sætt. Þau gátu ekki grátið hina framliðnu öðru vísi. En vondi bróðirinn horfði á fallega, blómlega tréð, tók það til sín, eins og erfðafé og setti það í svefnherbergi sitt, sein næst rúminu, því að það var yndislegt á að líta og eftir því sætilmandi. Rósaálfurinn litli fylgdist með. Hann flaug frá einu blóm- inu til annars, en í hverju blómi bjó lítil sál. Hann sagði þeim öllum frá unga manninum, sem hefði verið drepinn, sagði frá höfði hans, sem nú væri moldu orpið og að moldu orðið, sagði frá bróðurnum vonda og vesalings systurinni. „Við vitum það,“ sögðu blómin hvert um sig, „við vit- um það. Erum við ekki sprottin upp af augum og vörum drepna mannsins? Við vitum það,“ Og um leið kinkuðu þau kollinum svo annarlega. Rósaálfurinn skildi ekki, hvernig blómin gátu tekið þessu svo rólega, og flaug til býflugnanna, sem voru að safna hunangi. Hann sagði þeim söguna af vonda bróðurnum, en þær sögðu drottningu sinni, og hún bauð, að þær skyldu drepa morðingjann næsta morgun. En um nóttina áður, sem var fyrsta nóttin eftir dauða systurinnar, þá bar svo til, er bróðirinn svaf í rúmi sínu hjá ilmandi jasmínutrénu, að þá opnaðist hver blómbikar, og komu úr blómsálirnar, ósýnilegar að vísu, en vopnaðar eitruðum spjótum. 10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ í Gillette ; ^ málmhylki Bláw rakhlöðin með heimsins beittustn egg * Bláu Gillette blöðin gefa yður bezta rakst- urinn og eru þar að auki ódýrustu blöðin miðað við gæði og endingu. Ör málmhylkj- unum eru blöðin sett beint í rakvélina á þægilegan hátt. Sérstakt hólf fyrir notuð blöð. Kaupið því Gillette blöð 1 málm- hylki strax í dag. ★ Gillette blöðin eru algjötlcga olíuvarin. 10 blaða málmhylki kr. 13,25, Bláu Gillette Blöðin VERZLIiN ARST ARF Ungur, reglusamur maður, óskast til afgreiðslustarfa, jj sem fyrst. — Tilboð er greini aldur og fyrri störf sendist >j afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi fimmtudag, merkt: „Framtíðarstarf“ —787. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■,■■■ ■■■■■■■■■■•4 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ TRESMIÐIJR óskast strax. — Má vera réttindalaus. — Uppl í Álafoss, Þingholtsstræti 2 1 3 Baksturinn tekst BEZT me5 BEST hveiti (eínabætt) Framleitt til alhliða notkunar Ávailt hreint. — Ávallt nýtt — Ávallt sama gæðavaran. Fremsta hveititegundin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.