Morgunblaðið - 29.06.1954, Page 16
V'eMllif í dag:
SV stinningskaldi, risning eða
súld.
Bylfing dagfegf brauS
Sjá bls. 9.
144. tbl. — Þriðjudagur 29. júní 1954.
átur týndist með fimm manns
á Breiðufirði á föstndaginn
Var á
t LAUGARDAGSKVÖLDIÐ spurðust þau hörmulegu tíðindi
I*. hingað til Reykjavíkur, að lítill bátur hefði týnzt og mcð
honum fimm manns, á Breiðafirði, á föstudaginn. — Var báturinn
að flytja vörur og farþega frá Flátey að Svínanesi, er slysið varö.
Tveggja manna áhöfn var á bátnum og hitt fólkið, þrennt, farþegar,
>ar af mæðgur frá Seisskerjum. Báturinn mun ekki hafa átt lengri
..iglingu fyrir höndum að Svínanesi, en 30—45 mín., er hann fórst.
ÞEIR SEM DRUKKNUÐU
Þetta fólk drukknaði með
hátnum: Gestur Gíslason formað -
ur frá Flatey. — Hann var ekkju-
maður, þriggja barna faðir og er
clzta barnið 11 ára, hin tvö eru
iiíu ára tvíburár. — Hann var
maður um hálffimmtugt.
Lárus Jakobsson sjómaður, til
heimilis í Flatey, um þrítugt. —
Hann átti aldraða móður á lífi.
Guðrún Einarsdóttir húsfreyja
á Selskerjum í Múlasveit. Hún
var á sextugsaldri. Með henni
var önnur tveggjaí dætra, Hrefna,
26 ára. Guðmundur bóndi Páis-
son óndi að Selskerjum lifir konu
sína og dóttur ásamt yngri dóttur
pinni.
Óskar Arinbjarnarson, hrepp-
stjóri að Eyri í Gufudalssveit var
þriðji farþeginn. Var hann liðlega
sextugur maður og lætur eftir
sig konu og uppkomin börn.
SOMU FRÁ REYKJAVfK
Farþegarnir frír á bátnum litla
munu hafa komið til Flateyjar
héðan frá Reykjavík á fimmtu-
daginn með bátnum Baldri. —• Á
föstudaginn mun þau svo hafa
ætlað að halda förinni áfram
heim. — Óskar Arinbjarnarson
hreppstjóri var að fara heim til
sln, eftir að hafa fengið heim-
íararleyfi af Vífilsstaðahæli.
DJÚPBÁTURINN
UKKI TILTÆKUR
Á föstudagsmorguninn mun
djúpbáturinn ekki hafa verið í
Flatey og var þá litli báturinn
fenginn til þess að flytja farþeg-
ina og varning. Var báturinn ný-
byggður, fjögra tonna, traustur
bátur og góður. — Gestur Gísla-
son formaður á bátnum var ann-
álaður sjómaður og hafði hann
verið með bátinn um nokkurt
vikeið.
Báturinn, sem hét Oddur, lagði
af stað frá Flatey um klukkan 11
árd., en í góðu veðri er um
tveggja klst. sigling frá Flatey
til Svínaness. — En þennan dag
var strekkingur af norðaustri.
SÁST SÍÐAST
FRÁ HVALLÁTRUM
Frá Hvallátrum í Látralöndum
,sást til bátsins og mun hann þá
hafa átt eftir 30—45 mín. sigl-
ingu til lands. — Eftir það spurð-
ist ekki til ferða hans og ekki
vissu menn örlög bátsins fyrr en
<á laugardagskvöldið, að úr hon-
um tók að reka í Skáleyjalöndura.
Er það álit kunnugra að bát-
wrinn muni hafa farizt skömmu
eftir að til hans sást frá Hval-
látrum, en skammt fyrir innan,
þar sem Straumsker heitir, er
mikil röst og kröpp bára.
LEITAÐ ÚR LOFTI
í gærdag hafði ekki meira rekxð
úr bátnum. — Slæmt veður var,
en ákveðið er að fá Björn Páls-
son til þess að leita hans á
þeim slóðum, sem talið er að
hann hafi farizt, en þar er grunn-
sævi, strax og flugveður er.
Viðskipíajöfnuður-
inn óhagsfæðtir
FYRSTU fimm mánuði ársins
hefur vöruskiptajöfnuðurinn ver-
ið óhagstæður um 63,7 millj. kr.
Inn hefur verið flutt fyrir 398,8
millj., en út fyrir 335,1 millj. —
í maí-mánuði einum var jöfnuð-
urinn óhagstæður um 43,6 millj.
Þá nam innflutningurinn 110,8
millj., en útflutningurinn 67,2
millj.
í fyrra var vöruskiptajöfnuður-
inn óhagstæður um 151,4 millj.
fyrstu fimm mánuðina. Innflutn-
ingur 359,4 millj. og útflutningur
208 millj. kr.
Verkfall á ísflrikum
síldveiðiskipom
ÍSAFIRÐI, 28. júni: — í gær,
sunnudag, kl. 12 á hádegi hófst
verkfall á skipum þeim, sem fara
munu á síldveiðar héðan frá Isa-
firði í sumar. Eru það þrír bátar
Samvinnufélagsins og tveir bátar
h.f. Njarðar, samtals fimm skip.
Það er Sjómannafélag ísfirð-
inga, sem lýst hefir verkfallinu
yfir. Hefir það krafizt hærri kaup
tryggingar fyrir sjómenn hér en
samdist um, þegar heildarsamn-
ingar voru gerðir fyrir skömmu
um kaup og kjör á síldveiðiflot-
anum utan Vestfjarða. — Ekki
mun hafa komið tíl verkfalls ann-
ars staðar á Vestfjörðum, enda
þótt samningar hafa ekki verið
undírritaðir. — Einn bátur, Smári
er farinn til síldveíða frá Hnífs-
dal. Fór hann norður fyrir rúmri
viku.
í forföllum sáttasemjara hér
á staðnum, hefir Friðrik Sig-
urbjörnsson lögreglustjóri í
Bolungarvík verið skipaður
sáttasemjari. Hefir hann verið
á stöðugum fundum með deilu
aðilum undanfarið. — Jón Páll
Sigurður Grínrsson form. leikdómendafélagsins afhendir Haraldl
Björssyni „Silfurlampann". Sjá grein á bls. 7. — Ljósm.: Vignu.
Um 900 mann á
bókasýninpnni
BÓKASÝNING íslenzkra fræða,
sem Háskóli íslands efndi til í
Þjóðminjasafnsbyggingunni í til-
efni af 10 ára afmæli lýðveldisins
lauk á sunnudagskvöld. Alls sóttu
sýninguna 900 manns. — Bækur
þær er voru á sýningunni eru
jafnan aðgengilegar í Landsbóka
safninu og Háskólabókasafninu.
ferð n. k. flmmludag Nýlí sameignarféfag slofnað
HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagið,
efnir til skemmtiferðar n.k.
fimmtudag. Farið verður um
Hvalf jörð að Hreðavatni með við-
komu í Borgarnesi. Á heimleið-
inni verður farið um Uxahryggi
og Þingvöll. — Hvöt hefur farið
í þannig skemmtiferð árlega, og
hefur ferðin ætíð verið hin
ánægjuiegasta.
Upplýsingar um ferðina gefa:
Ásta Guðjónsdóttir, Bergstaða-
stræti 19 (sími 4252), Verzl. Egill
Jakobsen, Lóa Lúthersdóttir,
Sörlaskjóli 90 (sími 7648), Dýr-
leif Jónsdóttir, Freyjugötu 44,
Guðrún Ólafsdóttir, Veghúsastíg
1A (5092) og María Maack,
Þingholtsstræti 21 (4015).
Norska fornleifafr* Chrisfie
von hingað í þessari vik
T SÍÐAST liðinni viku fóru nokkrir menn austur að Skálholti í
Biskupstungum, til þess að undirþúa þar fornleifarannsóknir
þær, sem þar munu eiga sér stað í sumar, er Hákon Christie nörski
fornleifafræðingurinn kemur hingað til landsins, en hans er nú
von í miðri þessari viku.
REISA SKALA
Forystumaður þessa hóps er
Runólfur Þórarinsson cand. mag.
og munu þeir félagar m. a. vinna
að því að koma upp skála þar
eystra fyrir þá starfsmenn, sem
Fyrsta vííiv eitingaumsóknin frá IL B.
BÆJARSTJORN Reykjavíkur
og áfengisvarnanefndin hafa
fengið til umsagnar fyrstu vín-
veitingaleyfisumsóknina og er
hún frá Hótel Borg.
Nefndin hafði áður gengig úr
skugga um, að Hótel Borg upp-
fyllti þau skilyrði sem sett eru
íil þess að teljast 1. flokks veit-
íngahús, og þar með geta öðlast
j éítindi til vínveitinga. Lög mæla
ivo fyrir, að fyrrnefndir aðilar,
bæjarstjórn Reykjavíkur og
áfengisvarnanefnd Reykjavíkur
skuli fjalla um vínveitingaleyfis-
umsóknir.
Tvo veitingastaði aðra telur
veitingaleyfisnefnd fyrsta flokks
að uppfylltum vissum skilyrðum,
sem þeir hafa ekki enn sem kom-
ið er uppfyllt, en það eru Sjálf-
stæðishúsið og Þjóðleikhúskjall-
arinn.
hafast þar við sumarlangt, eða
meðan rannsóknirnar standa yfir.
DÓMKIRKJU GRUNNURINN
Eins og fyrr er sagt kemur
Hákon Christie hingað eftir
nokkra daga. Er búizt við að forn-
leifarannsóknirnar byrji fyrir al-
vöru nú um mánaðamótin og
standi yfir til hausts. Það sem
aðallega verður rannsakað er
hinn forni dómkirkjugrunnur í
Skálholti og mun það eitt ærið
verk.
VINNUFLOKKUR AUSTUR
Strax og Christie er hingað
kominn mun hann halda austur
að Skálholti. Þá verður einnig
sendur héðan vinnuflokkur aust-
ur, svo verkið geti hafizt sem
fyrst, og mun hann starfa undir
stjórn Christie.
AÐALVERKTAKI, sameignarfélag’, heita samtök, sem fyrir
nokkrum dögum hafa vsrið stofnuð í sambandi við framkvæmd-
ir á vegum varnarliðsins hér á landi. Aðiljar að því eru þrir,
Sameinaðir verktakar, sem eiga 50% stofnfjárins, Regin h.f. með
25% og íslenzka ríkið með 25%. — í stjórn félagsins eiga sæti
fjórir menn, þeir Helgi Bergs verkfræðingur, Árni Snævarr veik-
fræðingur, Halldór Jónsson arkitekt og Vilhjáímur Árnason lög-
fræðingur.
VERKEFN FÉLAG5INS t í gærkvöldi fór nefnd manna
Formaður félagsstjórnarinnar fró félaginu áleiðis til New York
er Hclgi Bergs. Spurði Mbl. hann tíl þess að semja um næstu fram-
í gær, hvert væri aðalverkefni kvæmdir fyrir varnarliðið.
félagsins. í-------------------------
— Fyrst og fremst að taka við ‘r-i,-» | r 1
af Metcalfe Hamilton, sem aðal- iailaaniot brennur
verktaki fyrir varnarliðið, segir j
Helgi Bergs. En eins og kunnugt t
er hefur ver
íslenzkir verktakar skuli annast
v ainaitxuiu,
S.’m.-Síuiu borð í skipi
irlrtalrar olrnlí onnoct . _
þessar framkvæmdir. Mun hið
nýja félag semja um framkvæmd-
irnar en síðan láta þær í ákvæð-
isvinnu til annarra verktaka og.
þá fyrst og fremst Sameinaðra
verktaka.
Félagið hefur hlotið viðurkenn-
ingu íslenzku ríkisstjórnarinnar,
sem einnig er aðili að því.
III Ákureyrar
AKUREYRI 28. júní. — Forseti
íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
og forsetafrú Dóra Þórhallsdót:-
ir, komu í gær til Akureyrai í
opinbera heimsókn. Kl. 2 síð-
degis óku forsetahjónin gegnum
bæinn, sem var fánum skreyttur.
Síðan gengu þau til kirkju, ásamt
bæjarstjórn og bæjarfógeta, en
kl. 4 fór fram móttökuathöfn í
lystigarði Akureyrar. Þar ávarp-
aði Þorsteinn M. Jónsson forseli
bæjarstjórnar, forseta og frú
hans, en foi'seti flutti síðan ávarp.
— Mikill mannfjöldi var saman
kominn í lystigarðinum til þess
að fagna forsetahjónunum, en
veður var hi§ ákjósanlegasta.
I gærkvöldi sátu forsstahjónin
kvöldboð bæjarstjórnar Akur-
eyrar að Hótel KEA. — H. Vald.
SANDGEHÐI, 28. júní: — Lokið
var að setjá síldarnótina út í véi-
bátinn Mumma, er eldur kom upp
í nótinni Síidarnótin eyðilagðist
að mestu. Þá urðu lítilsháttar
skemmdir á stýrishúsinu og borð-
stokk bátsins bakborðsmeginn. —■
Mun þetta hafa í för með sér, a3
Mummi kemst ekki af stað norður
á síldarvertið, fyrr en eftir tvo
daga.
Héðan fara á síld Hrönn og
Mummi II og leggja báðir bát-
arnir af stað norður í kvöld.
Mikill afii er nú á trillubáta
og aðra smábáta, sem eru á hand-
færaveiðum og fiska ufsa. Er afl-
inn fluttur héðan til Keflavíkur
og Garðs, og er stykkið af ufsan-
um keypt á sjö krónur.
Kappdrætti
Sjclfstæðisíldkksins
1892
DREGÍÐ var í gær í happ-
drætti Sjálfstæðisflokksins. —
Upp kom nr. 1892, en vinning-
urinn er De Soto bifreið. —•
Handhafi miðans framvisi
honum í skrifstofu flokksins
í Sjálfstæðishúsinu.