Morgunblaðið - 03.07.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.07.1954, Qupperneq 14
14 MORGVTÍBLAÐ19 Laugardagur 3. júlí 1954 ] Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON 1 ' Framhxxldssagan 74 ’ Hann beið eftir því, að hún S3gði eittlivað með mikilli vand- lætingu, en svo var ekki. „Ég ætlaði ekki að fara ein- göngu vegna þessa“, sagði hann. I „ég reyr.di að útskýra það fyrir ’ lierra Pawley". „Þér ætlið að fara vegna mín“, Bagði hún. „Ekki eingöngu“. „Jú, ég veit það. Ég hef hagað imér mjög illa. Komið illa fram við yður. Mig langar til að biðja J'ður fyrirgefningar". „Það hefur líka verið mér að fcenna“. „Nei“, sagði hún. „Það er næst- um óafsakanlegt, hvernig ég hef kómið fram. Það var satt, sem þér sögðuð við manninn minn. 3<;g opnaði skeytið til yðar og las |)áð“. Hann velti skeytinu á milli fmgra sér. Innsiglið hafði auð- t-jáanlega verið rifið upp en límt 5«>ður aftur. Nú fann hann ekki íil neinnar reilði. „Ég vona að þér hafið getað kkemmt yður yfir því“, sagði hann. „Mér skemmti það ekki“. „Þér hafið orðið fyrir miklum vonbrigðum“, sagði hún. „Mér þykir það leitt“. „Yður þótti það ekki leitt í síð- ustu viku“, sagði hann. „Nei“, sagði hún. „En mér þyk- ir það leitt núna“. Hún stóð rétt innan við dyrnar. Hún var í síð- buxunum og gulri blússu, með ppenntar greipar. „Mér þykir það leitt vegna þess, að ég vil ekki að þér farið . . . . ég vil það ekki f yrir nokkurn mun“. Rödd henn- ar skalf lítið eitt. „Áður en þér komuð hingað að skólanum, fannst mér dvölin hér næsta óbærileg. Ég held að ég mundi <ekki geta afborið það, ef þér #:eruð“. Hann sat ennþá við borðið. Heimurinn var allt í einu orðinn mjög lítill. Heimurinn var allur þarna inni og fyrir utan var bara joyrkur. Smátt og smátt fannst hónum hann vera að verða til aftur. Eftir dálitla stund sagði hann: „Má bjóða yður rommglas?" Hún starði á hann án þess að .svara. Hann stóð á fætur og lok- aði dyrunum að baki hennar. „Hvað ætlið þér að gera?“ spurði hún titrandi röddu. „Skemmta konu skólastjórans cftir myrkur“, sagði hann. „Komuð þér með hundana?" Hún hristi höfuðið. Hann sótti glas og blandaði í það. Svo setti hann það á borðið fyrir framan hana. Hún hló við einkennilegum íilátri og reyndi að hefja sam- í æður. „Stelpan hefur svikið yður, var það ekki?“ „Jú“, sagði hann. „Þér höfðuð á réttu að standa þegar hún kom liingað fyrst. Hún er einskis virði.“ „Mér datt það í hug.“ Hún kom nær borðinu. „Douglas þér hafið gefið mér allt of mikið í glasið. Ætlið þér að gera mig fulla?“ „Já“, sagði hann. Hún tók glasið. Hönd hennar titraði svo að hún varð að láta það niður aftur. „Ég skil ekki hvað gengur að mér.“ Hún hló kjánalega. „Ég þarf ekki að gera yður drukkna", sagði hann. Hún skalf ennþá meira og það Var eins og hún stirnaði upp á ftnilli skjálftakippanna, og svip- •urinn á andliti hennar hefði getað lýst óumræðanlegri angist. 15. KAFLI Rakarinn hafði komið heim í skólann daginn áður, svo Duffield var nýklipptur. Hann minnti mest á fanga, en hann var í ágætu skapi. „Hvernig var fríið?“ spurði hann þegar Douglas settist niður við morgunverðarborðið. „Hvað kom fyrir? Gátuð þér ekki slitið yður lengur frá skólanum eða hvað?“ „Nei“, sagði Douglas og reyndi að _vera glaðlegur, en honum fannst eins og hver sem væri mundi geta lesið allt sem fyrir hafði komið á andliti hans. En Duffield sinnti því ekki að lesa út úr svip hans. Hann ætlaði ekki einu sinni að heimta frekari skýringu á þessari skyndilegu heimkomu Douglas. Brátt kom í ljós, hvers vegna hann spurði ekki frekar. Það var vegna þess að sjálfur hafði hann fréttir að færa. Hann var guðsfeginn að Douglas skyldi vera kominn, því þá gat hann sagt fréttirnar fyrr. „Þér hafið auðvitað heyrt hvað skeði í gær?“ „Nei“. „Allan var óhlýðinn". Hann þagnaði til að sýna, hve alvarlegt þetta hefði verið. Hann brosti. — Venjulega var ekkert hægt að sjá á andlitinu á honum nema hvort hann var í vondu eða góðu skapi. En nú var hann sigri hrósandi, eins og maður sem hef- ur unnið sigur gegn heilli her- sveit. „Ég flengdi hann svo að um munaði. Ég er mest hissa á því að þér skylduð ekki heyra það niður eftir til Kingston." „Jæja„ við erum þá komnir aftur í pyntingarnar, eins og þær voru í gamla daga“, sagði Douglas glettnislega, vegna þess að hann vissi að til þess var ætlast. „Ég veit ekki hvort hægt sé að kalla það pyntingar“, sagði Duffield. „Ég veit bara að hann hafði verulega gott af því. Ef hann óhlýðnast aftur á þessu skólaári þá skal ég borða alman- akið þarna á vegnum.“ Hann hló dátt að þessari fyndni sinni. „Hin börnin hafa líka bætt ráð sitt. Það ríkti dauðaþögn hérna í borðsalnum í gær.“ „Hvað sagði Pawley?“ „Það væri nær að spyrja, hvað ég sagði við Pawley“. Hann sagði frá atburðinum í öllum smáatriðum. Alan hafði verið að tala í kennslustundinni, þó að hann hefði nýlega verið áminntur og Duffiled hafði sagt honum að koma heim til sín eftir skóla. Hann hafði haldið góðan fyrirlestur yfir Alan og síðan spurt hvort hann vildi heldur fá lága einkunn í hegðun, eða fleng- ingu. Sú staðreynd að drengur- inn kaus heldur líkamlegu refs- inguna, fannst Duffield vera næg sönnun til að kollvarpa öllum kenningum Pawley. Hann lýsti nákvæmlega fyrir Douglas, hvern ig refsingunni hefði verið hagað og hve Alan hafði borið sig karl- mannlega. Þegar hann hafði veitt Alan ein 5—6 högg á þann eina viðeigandi stað, þá hafði hann tekið í höndina á honum og þá sagðist hann fyrst hafa fundið til þess síðan skólinn byrjaði að einhver bar virðingu fyrir hon- um. Fréttirnar af þessu hetju- dáði Duffield bárust brátt til Pawley og hann var kallaður inn á skrifstofu hans. Duffield fann ekki til neinnar sektar. Hann benti aðeins á það að það sem hafði þótt nógu gott við beztu skóla í Englandi væri nógu gott fyrir hann.. og ef það væri ekki nógu gott fyrir Pawley, þá skyldi hann gjarnan segja af sér strax. Þetta varð til þess að Pawley varð mildari og þar sem hann var miklu hræddari um að missa starfsliðið, heldur en hugsjónirn- ar, þá sagði hann Duffield að hann skyldi vel hans sjónarmið en framvegis mundi hann vera feginn ef þeir mundu leggja á W*mm a ■■ ■ ■ ■ ■■■ ■ ■■ ■ ■ ■■ ■■ ■■■■■■ 3 * « ■■■*■■■■■■■■■ ■ ■ ■■"■’■ ■ ■'■ ■ ■ ■vrnryiiKni Vondi kóngurinn Danskt ævintýrl. 3 Ernirnir flugu æ hærra og hærra. Þá sendi drottinn einn af sínum óteljandi englum, og lét vondi kóngurinn drífa á ( hann þúsundir kúlna, en þær hrutu sem hagl af hinum < Ijómandi vængjum engilsins. | Aðeins einn einasti blóðdropi lak niður úr einni af flug- fjöðrum hans, og féll sá dropi inn í skipið. — Þyngdi á því eins og þúsund vættir af blýi, svo það hrapaði með flughraða cfan til jarðarinnar. | Ernirnir hríðefldu vængbrotnuðu, vindurinn hvein um höfuð kóngsins, og skýin allt í kring, sem myndazt höfðu af reykjarsvælunni frá brenndu borgunum, breyttust nú í ógnamyndir. Þau urðu að stórum kröbbum, sem teygðu eftir honum heljarklær sínar, eða að veltandi björgum og eldspúandi drekum. 1 Lá kóngurinn hálfdauður í skipinu, og loksins kom það niður í skóg nokkurn og hékk þar fast í viðargreinum. j „Ég skal sigrast á guði,“ sagði hann. „Eg hef svarið það, og mínum vilja skal verða framgengt.“ j Síðan lét hann í sjö ár samfleytt smíða skip til loftsigl-' inga og enga vél til spara. Hann lét hamra eldingaskeyti úr ( harðasta stáli, því að hann ætlaði sér að sprengja festingu^ himinsins. Og hann dró saman óvíga heri úr öllum löndum1 sínum, svo að þeir tóku yfir margra mílna svæði, þegar búið var að skipa þeim í fylkingu. Og nú steig allt liðið á hin listilega gerðu skip, og kon- ungurinn var sjálfur á leiðinni að sínu skipi, kóngsskipinu, en í sama bili sendi drottinn mýflugnahóp, aðeins lítinn mýflugnahóp, og sveimaði nú mý þetta kringum konunginn og beit hann bæði í andlit og hendur. I STRAUBRETTIÐ MEÐ BLÁA BAIMOINU er hægt að hækka eða lækka svo hægt er að sitja eða standa við strauningu. Þess vegna er líka hægðarleikur fyrir böm eða unglinga að hjálpa mömmu sinni við staruninguna. Höfum tvær gerðir fyrirliggjandi. Fást aðeins hjá okkur. \Jéla- ocj ra^tœkjauerzlunin Bankastræti 10 — Simi 2852 SveinAájort verkfrceðinqur cand.polyt. Kársnesbraut 22 simi 2290 A[táúíö5va]j2iLauiqoA CllbúUibjúírtqoa ((jóáq&lfOJvU uæaJcfaz&inquA i bifqqinqauMkjfioiói Sænsku ■ •1 H múramáhöldin eru komin Verð og gæði alþekkt. Verzlun B. H. Bjarnason ASTRAL Hinn spameytni ódýri 3; 5 A S T R A L kæliskáp- S :| ur er nú fyrirliggjandi j; *;■ ■' og verður framvegis. ■; Verð kr. 2,950.00 S ÞORSTEINN BERGMANN Laufásveg 14 — Simi 7771. . : 1 5 ■4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.