Morgunblaðið - 03.07.1954, Blaðsíða 16
Ydtarúllij í dag:
N kaldi og léttskýjað síðdegis
HOREGSBRÉF
frá Sk. Sk. er á bls. 7.
VuKtmdi smjörneyzlu
lniörbirgðir 88 smálestir í maílok á móti
208 lestum á sama tíma í fyrra
NEYZLA á íslenzku mjólkurbússmjöri hefur aukizt mjög mikið
fyrstu 5 mánuði þessa árs, og hefur neyzlan numið 314 smá-
lo-stum, en nam 222 smálestum á sama tímabili í fyrra. Hefur þetta
leitt til minnkandi smjörbirgða, sem voru um áramót 210 smálestir
eu í lok maímánaðar 88 smálestir samanborið við 208 smálestir í
maílok 1953. — Vegna minnkandi smjörbirgða var ákveðið, að
skammtur á niðurgreiddu smjöri mánuðina júlí—sept. skyldi vera
kg og er þá gert ráð fyrir, að smjörskammturinn verði ?>'/> kg
á yfirstandandi ári. Er þetta sama magn og skammtað var áður
ea miklar birgðir af innlendu smjöri söfnuðust fyrir hjá mjólkur-
búunum. Hið skammtaða magn er 25% meira heldur en vanaleg
jseyzla var talin vera fyrir stríð. Neyzlan er ekki nú bundin við
Bflujörskammtinn, heldur er smjör selt óskammtað á óniðurgreiddu
■verði.
j Islsnikt sjávarþorp byggt
| á norðurströnd i>ýika!ands
Stofa í verkamannabústöðunum. Sjá grein á bls. 1 og 9.
Kvikmyndun á hinni siórbrolnu skáldsögu
Horgunn lífsins mun hefjasl innan skamms
KVIKMYNDUN á Morgni lífsins, skáldsögu Kristmanns Guð-
mundssonar mun hefjast í Þýzkalandi í byrjun næsta mánaðar
og verður kvikmyndin væntanlega tilbúin fyrir jól. Alfred Greven
forstjóri hins þýz£a kvikmyndatökufélags, skýrði blaðamönnum
írá þessu í gær.
VANDAÐ XIL MYNDARINNAR
Hann skýrði og svo frá að kvik-
jnyndatökufélagið myndi vanda
jrijög til myndarinnar,. Skáldið
hefði og sett ákveðin skilyrði,
svo sem það að raunverulegur
skiptapi verði sýndur í myndinni
eins og um getur í skáldsögunni.
Efnisþráðurinn væri og slíkur að
við marga tæknilega örðugleika
væri að glíma.
Í.ARL RADDATZ OG
BKLDE KRAIIL
í aðalhlutverkum verða kunn-
jr þýzkir leikarar, sem getið hafa
sér gott org bæði í kvikmyndum
•og á leiksviði. Ekki er hér hægt
•að sinni að birta allan hlutverka-
lista, en Karl Raddatz mun fara
jneð hlutverk Halldórs og Hilde
Krahl með hlutverk Salvarar.
NÚTÍMINN SETUR SVIP
Á ÞORPIN
— Ég hef dvalizt hér á landi
»jm sinn og kynnt mér aðstæður
•til að mynda söguna hér á landi,
sagð'i Alfred Greven í viðtali
sínu við fréttamenn. — En niður-
staðan hefur orðið sú að ég tel
myndatöku ekki framkvæman-
lega hér á landi. Astæðan til þess
■er sú sem hér skal greina: — Sag-
.an gerist í byrjun aldarinnar á
skútuöld, áður en öll nútíma-
tækni hefur innreið sína. Nú hef-
ur orðið slík gerbreyting á hög-
tim og háttum í íslenzkum sjávar-
þorpum, að það er útilokað að
riota þau óbreytt sem svið fyrir
söguna. Nútíma tækni hefur
merkt sjávarþorpin svo að ótrú-
legt er.
Við höfum því ekki átt annars
úrkosta en að byggja sem ieik-,
svið hluta af gömlu íslenzku sjáv-
arþorpi og íslenzka sveitabæi og
verður þorpinu komið upp á norð
urströnd Þýzkalands.
Á ÞREMUR TUNGUMÁLUM
Kvikmyndin verður gefin út í
þremur útgáfum, þýzkri, franskri
og ítalskri og sennilega einnig í
spanskri útgáfu. Samningu kvik-
myndahandrits á þýzku er að
mestu lokig og hafa annazt hana
Dr. Fritz Peter Buch og Dr. Marie
Louise Fischer.
ERFIÐLEIKAR ÞÝZKRA
KVIKMYNDA
Alfred Greven greindi nokkuð
frá þeim erfiðleikum, sem þýzkur
kvikmyndaiðnaður verður nú að
stríða við. Fyrir styrjöldina var
starfandi þar sterkt kvikmynda-
félag UFA, sem átti ítök víða um
heim. Félagið var bannað er her-
nám landsins hófst og nú eru það
mest lítil einkafélög, sem hyggja
að kvikmyndalist, en flest skortir
þau fjármagn á við t. d. hin stóru
bandarísku kvikmyndafélög.
Greven starfaði áður vig UFA
kvikmyndafélagið. Einnig var
hann um sinn forstjóri Continent-
al-kvikmyndafélagsins í París og
má m. a. geta þess að hann starf-
aði með hinum heimsfræga kvik-
myndatökustjóra Clousot við
töku nokkurra kvikmynda.
Misskilningur
leiðréttur
AÐSTANDENDUR litla drengs-
ins sem bana hlaut af hnífstungu
á dögunum, hafa beðið Mbl. að
leiðrétta þann misskilning hjá
„Þjóðviljanum", að drengnum
hefði verið gefinn hnífurinn. —
Hafði hann aurað saman fyrir
honum með blaðasölu. — Að-
standendur óskuðu ekki að ræða
frekar þennan hörmulega at-
burð eða skrif „Þjóðviljans" um
hann. Þeir báðu blaðið að koma
þeirri ósk á framfæri við önnur,
blöð, að þyrma foreldrunum við .
frekari skrifum, a. m. k. meðan
jarðarför litla drengsins hefur
ekki farið fram.
Radarkerfi Rússa.
VÍNARBORG, 2. júlí: — Rússar
hafa nú lagt síðustu hönd að því
að koma upp mjög víðtæku rad-
arkerfi um allt austanvert Austur
ríki. Mun það þó aðeins vera
einn liður í radarkerfi meðfram
öllu járntjaldinu.
Fófk bprgar veíimanni frá
drahknun í Þingvallavatni
Hrakti undan stormi í bát og hvolítli
MANNI var bjargað frá drukknun í Þingvallavatni á laugardaginn
var. — Hafði hann hrakið undan stormi langt út á vatnið,
og fékk ekkert við bátinn ráðið. — Frá Vatnskoti ,var manninum
farið til bjargar og mátti ekki tæpar standa um að hann drukknaðL
Viðgerðarbíll FIB
á þjóðvegnin
UM þessa helgi verða tveir við-
gerðarbílar á vegum Félags ísl.
bifreiðaeigenda, á Þingvallavegi
og á leiðinni milli Selfoss og
Reykjavíkur.
Sveinn Torfi Sveinsson form.
félagsins sagði í samtali við Mbl.
í gær, að í fvrrasumar hefði
félagið tekið þetta upp og hefði
það mælzt einkar vel fyrir meðal
félagsmanna. Væri nú viðgerðar-
þjónustan bundin við bíla félags-
manna og bíla útlendinga sem
væru í sambærilegum félagssam-
tökum í sínu heimalandi og hlot-
ið hefðu skírteini Félags ísl. bif-
reiðaeigenda. Allir bílar innan
vébanda félagsins eru með merki
þess.
Viðgerðamannabílarnir verða
greinilega auðkenndir með félags
merkinu.
í samtali sínu við Mbl., skýrði
Mason skipherra nokkuð frá á
hvern hátt starfi eftirlitsskipsins
væri háttað hér við land.
ÁN VALDEEITINGAR
.M.S. Trulove, sem oftlega hef-
ur verið hér við eftirlitsstörf,
hefur eins og önnur brezk eftir-
litsskip, skipun um það, að koma
í veg fyrir að brezkir togarar
fari til veiða innan fjögurra
mílna fiskveiðitakmarkanna, án
þess þó að beita valdi.
Þetta starf er leyst af hendi
á þann hátt, að sögn Masons
skipherra, að ef eftirlitsskipið
kemur að brezkum togara á
veiðum innan við fjögurra
mílna línuna, þá er það hlut-
verk skipherrans að aðvara
skipstjóra togarans. — Hinum
Það var um klukkan 11 um
kvöldið, að stangarveiðimaður
einn kom heim til Símonar bónda
í Vatnskoti og sagði frá því, að
úti á vatninu væri bátur á reki,
flatur fyrir vindi, en þá var norð-
an ofsarok og mikill öldugangur
á Þingvallavatni.
3 Á VÉLBÁTI
Ásamt veiðimanni þessum, sem
heimildarmanni blaðsins var
ekki kunnugt nafnið á, fóru á
brezka togara er síðan í sjálfs-
vald sett, hvort hann fer að
aðvörnnarorðum eftirlitsskips-
ins. Oftlega höfum við aðvar-
að brezka togara, sagði Mason
skipherra.
KÆRÐIR INNAN 3 MÍLNA
En ef við á eftirlitsskipunum
komum að togara sem er innan
Þriggja mílna fiskveiðilínunnar,
sem vig viðurkennum, sagði
Mason skipherra, þá sendum við
skeyti til Bretlands og tilkynnum
að skipstjórinn á viðkomandi
skipi; hafi framið landhelgisbrot
við Islandsstrendur. Á slíku er
tekið hart.
Síðdegis í gær hafði brezki
sendiherrann, T. H. Henderson,
boð inni fyrir yfirmenn eftirlits-
skipsins á heimili sínu.
vélbát Símonar bónda, mann-
inum til hjálpar frú Helga Mel-
sted, Rauðarárstíg 3 og 15 ára
sonur hennar Sigsteinn.
BJÖRGUNIN — 1 1
BÁTNUM HVOLFDI
Litla bátinn hafði hrakiS
um 1 km leið út á vatnið,
-er vélbáturinn frá Vatnskots
kom á vettvang. Rétt í sama
mund og Vatnskotsbáturinn
var að leggja að nauðstadda
bátnum, en á honum var einn
maður, hvolfdi hátnum undir
honum og fór maðurinn i
nístingskalt vatnið. — Eu
fólkið á Vatnskotsbátnum var
skjótt til og dró manninm
strax npp. — Var þá svo af
honum dregið, sakir kulda og
þreytu, að fullvíst má^telja
að hann hefði ekki lengi
haldizt á floti í vatninu. Ekk3
vissi heimildarmaður um
nafn þessa manns.
Er skemmst frá því að segja að
eftir hættulega siglingu til lands
var manninum veitt hin bezta
hjúkrun í Vatnskotsheimilinu,
Svo hvasst var á móti, á leiðinnj
til lands að báturinn ætlaði tæp-
ast að tpmma móti veðrinu og
hinum kröppu bárum.
1
REÐI EKKERT VIÐ BATINN 1
Maður þessi hafði verið ásamí
fleirj mönnum með veiðistöng
sína úti í hólma 50 m frá landi,
beint uncfan Vatnskoti. Er hanm
ætlaði til lands, réði hann ekkertl
við bátinn vegna veðurs og
hrakti út á vatnið. — Félaga hans
sótti Vatnskotsfólkið um klukk-
an tvö um nóttina út í hólmarm,
Heimdallur 1
í DAG efnir Hcimdallur til
skógræktarferðar í Hciðmörk,
Farið verður kl. 2 frá skrif-
stofu félagsins, VR-húsinu,
Vonarstrætl. Heimdellingaf
eru beðnir að íjölmenna. j
Eftirlitsskipin aðvara brczku
togaraskipstjórana fari þeir
inn fyrir fiskveiðitakmörkin
BREZKA eftirlitsskipið H. M. S. Trulove kom hingað til Reykja-
víkur í gær. — í stuttu samtali við tíðindamann Mbl. upplýsti
skipherrann E. G. Mason, að alls væru nú um 90 brezkir togarar,
sem veiðar stunduðu hér við land. Af þeim eru nú 25 á leið til
veiða.